Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 30. maí 1996 fftmm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Opinberar heim- sóknir og vib- skiptahagsmunir Fyrir skömmu geröi Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra þaö aö umtalsefni á hádegisveröarfundi um „varanlega at- vinnustarfsemi íslendinga erlendis" hvernig stjórnvöld og ráðamenn gætu aðstoöað í markaðssókn og útrás íslenskra fyrirtækja erlendis. Sameiginleg áætlun um ráðherraheim- sóknir á helstu markaöi erlendis, var meðal þess sem hann taldi koma til greina sem einn liö í almennum stuðningi stjórnvalda við aðila sem hyggja á fjárfestingar og við- skipti á erlendri grund. Hér er á ferðinni tímabær umræða og sérstaklega mikil- vægt að henni sé haldið vakandi af utanríkisviðskiptaráð- herranum sjálfum. Upp á síðkastið hafa menn einkum einblínt á embætti forsetans vegna yfirvofandi kosninga og talað um að hann eigi að liðka til fyrir íslenskum hags- munum, þar á meðal viðskiptahagsmunum á erlendri grund. Slíkt hlutverk yrði þó aldrei nema aukageta eða hliðarafurð embættisins á meðan þetta hlutverk er með miklu beinni og meira afgerandi hætti í verkahring utan- ríkisráðherrans og hugsanlega annarra ráðherra. Forsvars- menn fyrirtækja hafa iðulega bent á gagnsemi þess að tengja opinberar heimsóknir ráðamanna markaðsátaki og viðskiptum, og á áðurnefndum hádegisverðarfundi nefndi utanríkisráðherra einmitt að til athugunar kæmi að opin- berum heimsóknum til útlanda verði beinlínis beitt í þágu atvinnulífsins, ekki síst varanlegrar atvinnustarfsemi. Ráð- herrann sagðist telja það geta verið skynsamlegt að opin- berar heimsóknir væru gagngert farnar með þarfir fyrir- tækja að leiðarljósi og að skipulag þeirra yrði ákveðið í samráði við stjórnendur fyrirtækjanna. Tilganginn með slíku átaki sagði Halldór Ásgrímsson myndu vera þann að styrkja stöðu íslenskra fyrirtækja á erlendri grund. Tíminn greinir frá því í frétt í gær að seinni partinn í sumar muni fjölmenn sendinefnd fara frá íslandi til Suð- ur-Kóreu til að þreifa fyrir sér um viðskipti á þessum 50 milljón manna markaði. Möguleikar á viðskiptum við Kóreu eru gríðarlega miklir, en innflutningur frá S.-Kóreu til íslands hefur um árabil verið mikill og er verðmæti þessa innflutnings nú vel á annan milljarð á ári. Útflutn- ingur okkar til S.-Kóreu hins vegar er lítill og innan við 1% af innflutningi þaðan. Viðskiptajöfnuðurinn er okkur því afar óhagstæður, en með tilkomu GATT-samkomulagsins gætu möguleikar á útflutningi fiskafurða á þetta markaðs- svæði aukist til muna. Þó hugsanlegir viðskiptasamningar við S.-Kóreu séu spennandi mál, eru vinnubrögðin við undirbúning þessar- ar viðskiptaferðar ekki síður athyglisverð. Undirbúningur- inn er alveg samkvæmt forskriftinni, sem Halldór Ás- grímsson lýsti á hádegisverðarfundinum, að fyrst eru kannaðir viðskiptamöguleikar, þeir kortlagðir og gerð markaðskönnun og áhugi atvinnulífsins og hugsanlegrar útflytjenda metin. Hin opinbera heimsókn ráðherrans er síöan sett upp til að fylgja málinu eftir, ljá því aukinn þunga til að greiða götu aukinna viðskipta og auka líkurn- ar á því að árangur verði af förinni. Þetta eru vinnubrögð sem eru til fyrirmyndar og þó hér hafi sérstaklega verið vikið að hlut utanríkisráðherra og ut- anríkisráðuneytisins, koma mun fleiri að þessu, ekki síst útflutningsráð sem hefur unnið gríðarmikla undirbún- ingsvinnu. Ekki lengur litlaus og leibinleg Garri var farinn að hafa þungar áhyggjur af því að allt stefndi í litlausa og leiðinlega forsetakosn- ingabaráttu. Þegar á annað borð hefur sést til for- setaframbjóðendanna hafa þeir verið sleiktir og stroknir svo glansaði af þeim hreinlætið, hið innra sem ytra. Mátti ekki á milli sjá hver fram- bjóðendanna var glæsilegri og hverjum þeirra tókst best upp í því að skapa hina fullkomnu for- setaímynd. En það á ekki fyrir Garra að liggja að farast úr leiðindum yfir litlausri kosningabaráttu — leðjuslagurinn er nefnilega að leysast úr læðingi. Hæstaréttarlögmaðurinn, sem var formaður yfirkjörstjórnar, sagði af sér. Afsögninni fylgdi næstum heilsíðu greinargerð þar sem lögmaðurinn lýsti skákum sínum við einn forsetaframbjóðandann á tafl- borði laga og réttar. Greinargerðin sem slík var út- af fyrir sig ekki skrifuð af skítlegu eðli, svo vitnað sé í virtan mann, enda ekki hægt að ætlast til að lögmanninum kæmi til hugar að þessi greinar- gerð gæti átt eftir að móta kosningabaráttuna það sem eftir er. Hins vegar gaf greinargerðin virðuleg- um frúm tilefni til að skríða ofan í leðjupyttinn og hefja sinn leðjuslag við ekki bara einn fram- bjóðandann, heldur líka ákveðna stofnun í þjóð- félaginu og starfsmenn hennar. Það er því ljóst að greinargerð lögmannsins á eftir að hafa áhrif á fleiri þætti þjóðlífsins en kosningabaráttu forseta- frambjóðendanna eina saman. Svört fortíö Annars er líklegt að leðjuslagurinn í forseta- framboðsmálunum beinist aðallega að þeim frambjóðendum sem eiga einhverja fortíð. Einn frambjóðandinn var bisnessmaður og fór á hausinn, en þó það sé svosem nógu slæmur blettur á fortíðinni þá hefur annar frambjóðandi þó sýnu svartari blett á fortíðinni, hann var nefnilega fjármálaráðherra. Enda hefur það sýnt sig að fortíðardraugurinn úr fjármálaráðuneyt- inu eltir hann í forsetaframboðið. Honum hefur meira að segja verið legið á hálsi fyrir að bjarga vini sínum frá gjaldþroti. Garri hélt að það hefði nú talist sjálfsögð kurteisi hingað til að veita vinum sínum aðstoð og að fyrirgreiðslupólitíkin hefði verið viðurkennt hagstjórnartæki hérlendis um áratugi. En heim- urinn versnandi fer. Einn aöalleikari Það er margt sem bendir til þess að forseta- framboðsmálin séu að þróast í þá átt að menn verði annað hvort meb Ólafi Ragnari eða á móti Ólafi Ragnari. Það verði sem sagt Ólafur Ragnar sem komi til með að leika aðalhlutverkið í þess- um forsetakosningaslag, en aðrir frambjóðendur leiki misstór aukahlutverk. Úrslit kosninganna koma til með að ráðast af því hvort aöalleikar- inn heldur það út kosningabaráttuna eða hvort einhverjum aukaleikaranna tekst að stela sen- unni á elleftu stundu. Andstæðingar aðalleikar- ans klúbruðu því nefnilega að sameinast um einn kandídat. Garri GARRI Rætur Á annan í hvítasunnu var Minjasafn Austurlands opnab með viðhöfn í nýju húsnæði. Að venju þegar slíkar athafnir eru var gestum boðið að vera við opnunina, þar á meðal þing- mönnum kjördæmisins. Það er ætíð ánægjulegt að veröa vitni að því þegar málum þokar áleið- is til betri vegar og þarna gat að líta dæmi um slíkt. Við íslendingar erum fátækir af varanlegum byggingum og flest þau híbýli, sem forfeður okkar bjuggu í, eru rústir einar, enda reistar úr torfi og grjóti í misviðrasömu landi. Byggingararf- ur okkar frá liðnum öldum úr varanlegra efni er ekki mikill að vöxtum. Virðing okkar fyrir göml- um húsum, sem voru byggð í upphafi aldarinnar, var löngum af skornum skammti. Gullgrafara- hugsunarháttur eftirstríðsáranna var ekki mjög „skipulagsvænn", ef svo má að orði komast. Viöhorfsbreyting Hins vegar er að verða mikil breyting á vib- horfum til gamalla minka, hvort sem þab eru gömul hús eba aðrar minjar um fortíbina. Þar kemur margt til. Það er nauð- syn fyrir sjálfsmynd hverrar þjóðar að vita um uppruna sinn og rætur. Ekki síst er það nauðsyn í vaxandi alþjóbahyggju þar sem allt fellur í þann farveg ab gera alla eins, að halda til haga því sem sérstakt er fyrir þjóðina, sögu hennar og menningu. Þab gildir einu hvort það eru gömul verkfæri eða hlutir sem fólk hafði í kringum sig á liðnum árum eba öldum, húsa- kostur eba menningar- og listastarfsemi af þjóð- legum toga. Allt þetta er nauðsyn til þess að skapa krydd í tilveruna og sporna gegn þeim áhrifum sem steypa alla í sama mót. Hugsjónamenn og eldhugar Athöfnin á Egilsstöbum á annan í hvítasunnu vakti þessar hugrenningar hjá undirrituðum. Þar gat að líta gamla muni í nýrri umgjörð, en í safnahúsinu þar eru þrjú söfn — minjasafn, skjala- og bókasafn — komin undir sama þak. Þar sem slík samvinna safna hefur tekist úti á landsbyggðinni hefur myndarlega verið stabið ab málum. Ég hef átt þess kost á undanförnum árum að koma í söfn víða um land og það hefur víða ver- ið staðið afar vel að þeirri uppbyggingu. Hins vegar hefur þab starf hingað til byggst á hug- sjónastarfi eldhuga, sem ekki hafa talið eftir sér tíma og fyrirhöfn og haft þolinmæði til þess að þoka málum fram. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld vib þá menn. Safnið á Egilsstööum naut krafta slíkra manna. Minjaveröir landshlutanna Sveitarfélög hafa víða staöið afar myndarlega að málum varðandi söfnin, en ríkið hefur einn- ig komið að þessum málaflokki með framlög- um. Samkvæmt þjóöminjalögum er áætlað að minjaverðir starfi í landshlutunum. Einn slíkur er tekinn til starfa á Austurlandi og áfram verð- ur haldið á þeirri braut. Þetta er afar mikilvægt, því að ráðgjöf og leiðbeininga er mikil þörf ef uppsetning safna á að svara kröfum tímans. Varðveisla gamalla muna krefst bæði kunnáttu, vandvirkni og smekkvísi, ef vel á að takast til. Ættartré haugbúans Minjasafn Austurlands fékk mikla auglýsingu á því tímabili sem uppsetning þess fór fram, með fornleifafundum á Héraði og hinu stór- merka kumli í Skriðdal. Haugbúinn prýðir nú aðalsal safnsins og hefur honum verið búin umgjörð úr lerki frá Hallormsstað. Getum hefur verið leitt ab því að hann sé Þórir Hrafnkelsson, sonur Hrafnkels Freysgoba. Við sýningarbásinn er ættartala mikil þar sem fjórir ættleggir eru frá honum komnir. Síðasti liburinn í þessum fjór- um ættartrjám eru greinarhöfundur, Hjörleifur Guttormsson, Hrafnkell A. Jónsson og safn- vörðurinn Steinunn Kristjánsdóttir. Þótt þetta sé ef til vill til gamans gert og spurningarmerki sé um uppruna haugbúans, sýnir þetta ætt- fræðiáhuga okkar íslendinga, sem er eitt af þjóbareinkennum þessarar fámennu þjóðar. Það er vel vib hæfi að sýna þessar minjar fyrst á Austurlandi, og það leiðir hugann að því að æskilegt er að sýningar á merkum gripum séu hreyfanlegar. Hins vegar þarf ab gæta fulls ör- yggis og abgátar við flutning á ómetanlegum forngripum, en það breytir því ekki ab aukning á samstarfi Þjóbminjasafnsins og hinna mynd- arlegu safna á landsbyggðinni um slíka hluti væri mjög æskilegt. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.