Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 5
Éímmtudagur 3Ö. máí 199ó •n ■ Vít-o-VTc? 5 Lenging skólaársins er talin hættuleg fer&aþjónustunni og gæti leitt til hruns í ferbaþjón- ustu á landsbyggöinni sam- kvæmt skýrslu hóps, skipuð- um af samgönguráöherra, um stefnumótun í feröaþjónustu. í erindi sem Pétur J. Eiríksson, markaösstjóri Flugleiöa, hélt á ráöstefnu um stefnumótun í ferðaþjónustu, kom fram að ef tekin yröu upp vetrarorlof í skólakerfinu á íslandi, yrði það lyftistöng fyrir innlenda feröa- þjónustu og vísaði þá til þess möguleika aö nýta betur skíöa- svæöi og hestaferðir og annað sem misjafnlega er nýtt í ferða- iönaöinum hér á landi. í niöurstööu hópsins kemur fram að núgildandi vinnulög- gjöf sé hættuleg ferðaþjónust- unni og henni þurfi að breyta til aö skapa nauðsynlegt rekstrar- öryggi í íslensku atvinnulífi. Auk þess þurfi að lækka jaðar- skatta og draga úr tekjutenging- um, svo fólk fáist frekar til starfa í ferðaþjónustu á opnum en ekki svörtum markaði. í máli Péturs kom fram að ferðamennskan væri sýnd veiði en ekki gefin og ekki væri sjálf- gefið að ísland tolldi í tískunni. Því væri nauðsynlegt að fylgjast með straumum og stefnum í ferðamálum erlendis. Dýr votviðri Hlutdeild íslands á helstu mörkuðum erlendis er örsmá og ekki hefur tekist að eyða þeirri ímynd að hér sé vont veður og hátt verð. Hins vegar kemur fram í skýrslunni að styrkur ís- lands á erlendum ferðamarkaði sé títtnefndur hreinleiki, nátt- úra og menningarleg sérstaða, en auk þess ímynd ævintýra, óvenjulegrar afþreyingar, ör- yggi á tímum glæpa og hryöju- verka og kyrrlátrar víðáttu. Hins vegar sé skortur á fjár- magni til markaðssetningar er- lendis og vanþekking innan ferðaþjónustunnar hverjir markhópar okkar séu. Ættræknin Hagsmunaaðilar ferðaþjón- ustunnar vilja að íslendingar sæki ísland heim í enn ríkari mæli en síðustu ár. Helstu veik- leikar í ferbaþjónustu á innan- landsmarkaði eru m.a. taldir vera ónóg aöstaða og afþreying fyrir börn og verðlag. Hins veg- Landkynningarskrifstofur í útlöndum og fjölga þeim sem sœkja ísland heim: Lenging skólaárs yrði ferðaþjónustu háskaleg ar kemur fram að ferðaþjónust- unni er akkur í ættrækni íslend- inga, því heimsóknir til vina og ættingja séu algengar. Háskólamenntun Talið er æskilegt að í boði verði menntun í ferðaþjónustu á háskólastigi innan deilda sem þegar eru fyrir hendi. Þá skuli kanna möguleika á menntun leiðsögumanna á háskólastigi, m.a. til að sérfræbingar á ýms- um sviðum geti bætt við sig leiðsögunámi. Einnig verði að efla nám á framhaldsskólastigi. Þá þurfi að stuðla að rannsókn- um á sviði ferðaþjónustu og koma upp gagnamiðstöð er safni mikilvægum grunnupp- lýsingum um ferðaþjónustu. 10 ára áætlun Talið er rétt að kynning á stærstu mörkuðum íslands er- lendis — V.-Evrópu, Norður- löndum og N.-Ameríku — verði styrkt, kynning íslands í Austur- löndum fjær aukin og hafin sókn í Austur-Evrópu. Til þessa láti stjórnvöld semja aðgerða- áætlun til næstu tíu ára í mark- aðsstarfi. Auk þess verði land- kynningarskrifstofur opnaðar á næstu árum í Bretlandi, Frakk- landi og Skandinavíu og ab ferðamálafulltrúar starfi við sendiráð íslands þar sem ekki eru slíkar kynningarskrifstofur. Vestur-íslendlnga heim Stjómvöld eru hvött til að beita sér fyrir skráningu fólks af íslenskum uppruna í Vestur- heimi og nýta þá kynningar- möguleika sem skapast með þátttöku í evrópska samstarfs- verkefninu Routes to the Roots. Þá verði samvinna við íslend- ingafélög aukin og komið verði á fót afþreyingu og þjónustu sem hæfi brottfluttum íslend- ingum, svo sem ættfræðiþjón- ustu og sérútbúnum söfnum sem skorti hér. Framtíöarspá Um 4000 störf eru nú í ferða- þjónustunni og er talið að þau geti orðið um 7000 árið 2005. Þess má geta að þrátt fyrir nær tvöföldun í umfangi greinar- innar sl. áratug hafa áætluð árs- verk nær staðið í stað. Þá er stefnt í að jafna komu ferðamanna yfir árið með skipu- lögðum markaðsaðgerðum og að þeim fjölgi um 8% árlega ut- an sumartímabilsins. Stefnt er að 8% fjölgun á ári á dagsferða- mönnum með skemmtiferða- skipum. Gistinóttum fjölgi ár- lega um 4% að meðaltali og ár- lega verði 3% aukning á gisti- nóttum innanlandsferða- manna. Talið er að þessi markmið ná- ist ef tekið verður miö af þeirri meginstefnu yfirvalda í ferða- þjónustu sem nú hefur verið mörkuð. LÓA Auösæld þjóöar Fyrir skömmu var í sjónvarpinu þáttur um tæknibyltingu á ís- landi. Meðal þess sem þar var upp- lýst var að engar götur voru malbikaðar í Reykjavík fyrr en undir miðja öldina. Síöan var það lengi svo, að ekki var geng- ið frá götum og gangstéttum í nýbyggöum hverfum fyrr en áratugum eftir að íbúarnir höfðu lokið við frágang húsa og lóða. Þótt þessi hægagangur fram- kvæmda hafi tíðkast fram á síð- ustu tvo til þrjá áratugi, hefur slík bylting orðið að undravert hlýtur að teljast. Þessa sér hvar- vetna stað. Opin svæði hafa ver- ið grædd upp eða þau lagfærð þannig að sómi er aö og þegar eitthvað fer aflaga er strax bætt úr. Allir Reykvíkingar hafa hita- veitu og svona mætti áfram telja. En nú er svo komið að enginn virðist muna hvernig ástandið var, öllum þykir það svo sjálf- sagt sem þeir búa við í dag. Um hvítasunnuna fór ég í stutta ferð út fyrir bæinn og um leið og ég virti umhverfið fyrir mér hvarflaði hugurinn að því sem sjónvarpsþátturinn hafði opnað augu mín fyrir. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér var hreinlætið við þjóðveg- inn. Hér áður fyrr var þvílíkt rusl og drasl við vegarbrúnir eða í skuröum, að minnti á sorp- hauga. Þá var hrundið af stab átakinu Umgengni lýsir innri manni og öllum ökumönnum gefnir litlir plastpokar til að hafa í bílum sínum undir rusl. Vib stöku bóndabæ mætti um- gengnin reyndar vera betri, eba eitthvað gert til ab hylja óásjá- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE legar vinnuvélar eða annað sem búhyggnir menn fá ekki af sér að farga. Nágrannaþjóöinar hafa fljótvaxinn gróður til þess að hylja slíka geymslustabi. Það eitt er þó ekki nóg, menn þurfa ab hafa sinnu á að hugsa um umhverfið. Við hljótum að eiga okkar ráb. Eitt sinn ók ég yfir landamæri Austurríkis til Italíu. Báðum megin landamæranna var sama landslagið og sama veðurfar, en að líta heim að bæjum var svo ólíkt, að helst minnti á svart og hvítt. Austurríkismennirnir virtust leggja upp úr snyrtimennsku og vel viðhöldnum eignum, laus- um og föstum, en ítalskt um- hverfi minnti mig helst á um- gengni landa minna hér áður. Ég held að það sé eitt óræk- asta vitni auðsældar þjóða þegar þær fara aö sinna umhverfi sínu af natni og umhyggju. Þær eru þá búnar að fullnægja brýnustu nauðþurftum sínum og farnar að hugsa um aðra þá hluti sem gefa lífinu gildi. Ytri aðstæðurnar og almenn vellíð- an eru þá farnar að hafa þessi já- kvæðu áhrif, því maðurinn er nú einu sinni þannig gerður að hann þarf alltaf að vera að og reynir sífellt aö bæta sig. Auðsæld íslensku þjóðarinnar er sem betur fer farin að sýna sig í umhverfinu og er það vel. Hvernig getur þjóð sem fram- leiðir besta og heilnæmasta mat í heimi látið gestkomandi sjá sóðaskap eða illa umgengni um náttúruna? Með því að veita gestum okk- ar þá öryggistilfinningu sem því fylgir að sjá snyrtimennsku í hvívetna hljótum við að búa í haginn fyrir okkur sjálf á öllum sviðum mannlegra samskipta. Sjálfsöryggi fylgir svo í kaup- bæti. Það er augljóst að íslendingar búa við auðsæld þótt stundum sé kvartað og kveinað. Ég held að því fé sé vel varið sem fer til þess aö bæta umhverfið, því eins og umgengni lýsir innri manni má alveg eins segja að allt umhverfið lýsi innri manni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.