Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.05.1996, Blaðsíða 10
10 Firrufltudagur- 30. maí 199.6, Olafur Arnason Fæddur 23. maí 1915 Dáinn 19. maí 1996 Ólafur var sonur Áma Ámason- ar búfrœðings frá Hörgsholti og Elínar Steindórsdóttur Briem frá Hmna. Þau bjuggu í Oddgeirs- hólum. Böm þeirra Elínar og Áma vom níu, tvö dóu í fmm- bemsku en sjö komust til fullorð- insára. Þau em: Sigríður Ka- milla, giftist Guðmundi Krist- jánssyni frá Amarbœli. Hann andaðist fyrir nokkmm ámm. Steindór, hann dó 29 ára. Katr- ín, gift Steinari Pálssyni. Þau búa í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Guðmundur, giftur Ilse Wall- man Ámason. Þau búa í Odd- geirshólum II. Ólöf, gift Jóni Ól- afssyni, fyrmm bankastjóra á Selfossi og Vík. Þau búa á Sel- fossi. Jóhann, ókvæntur, býr nú á Selfossi. Ólafur heitinn kvœnt- ist Guðmundu Jóhannsdóttur. Þau eignuðust dóttur, Kristínu, sem er gift Kristjáni Jónssyni. Þau eiga tvö böm: Eyrúnu Briem, f. 15. mars 1991, og Hákon Fannar, f. 2. desember 1994. Þau búa á Heiðarmörk 29 í Hveragerði. Þar reka þau Garð- plöntusöluna Snœfell. Uppeldis- synir: Hörður Ragnarsson tölvu- verkfrceðingur, er giftur Guðrúnu Jónsdóttur. Hann á þrjú böm. Þau búa í Danmörku. Heiðar Ragnarsson, hótelstjóri á Hótel Selfoss, ókvæntur og bamlaus. Ölafur var jarðsunginn frá Sel- fosskirkju miðvikudaginn 29. maí sl. kl. 13.30 og var lagður til hinstu hvílu í Selfosskirkju- garði. Tíminn líður ár við ár, ellin sýnir litinn: döpur augu, hrímgað hár, höndin kreppt og slitin. Ekki virðist leiðin löng, lítil þörfað kvíða, þegar ótal unaðsfóng eftir manni bíða. (Gunnlaugur P, Sigurbjörnsson, Daggir II) Nú hefur gangverk lífs- klukku merks dugnaðar- og stórbónda í Hraungerðis- hreppi slegið sinn síðasta slátt, manns sem var borinn og barnfæddur Árnesingur. Ólaf- ur sýndi fljótt hvað í honum bjó, því 21 árs tók hann við búi í Oddgeirshólum. Árni faðir hans hafði átt við van- heilsu að stríða og andaðist vorið 1936, rúmlega 50 ára að aldri. Sigríður var elst systkina Ólafs, hún var þá um þrítugt, með kennaramenntun og kenndi í Vestmannaeyjum. Steindór var 27 ára, mikill sjúklingur vegna hvítblæðis og varð aðeins tæpt ár á milli þeirra feðga. Katrín var 26 ára t MINNING og var þá þegar farin að vinna með gæði og möguleika ís- lensku ullarinnar. Ólafur var 21 árs, eins og áður er sagt, Guðmundur ári yngri, hann hafði verið á íþróttaskóla á Geysi, Jóhann var þremur ár- um yngri, stundaði síðar sjó- mennsku á veturna. Yngst var Ólöf, 16 ára. Hún nam síðar við Samvinnuskólann. Jóhann og Ólöf voru enn í heimahús- um þegar undirrituð kom á heimilið. Ég, sem þessar línur rita, vaf svo gæfusöm að vera eitt af þeim mörgu börnum sem Elín Briem húsfreyja tók í fóstur í lengri eða skemmri tíma. Ég kom að Oddgeirshólum sex ára gömul, rúmum mánubi eftir fráfall Árna manns henn- ar. Áður höfðu þau Árni og mamma (Elín) tekið nokkurra mánaða bróðurson Árna í fóst- ur. Hann hét Haukur Magnús- son og ólst upp hjá þeim til fullorðinsára. Hann lærði byggingaverkfræöi í Dan- mörku. Hann veiktist og and- aðist árið 1957, aðeins 32 ára gamall. Nú var Óli orðinn elst- ur af bræðrunum. Þegar ég man fyrst eftir mér var Öli allt- af húsbóndinn. Hann hugsaði alla tíð um kýrnar, það var hans stolt að hafa mjólkina fyrsta flokks, mjólkurílátin urbu að vera vel þvegin, bæði að innan og utan og mjólkin vel kæld. Bústörfin voru auð- vitab mikið öðruvísi í þá daga. í fyrstu var ekki rakstrarvél eða sláttuvél og allt snúið í hönd- um. Heyiö var bundib í bagga og reitt heim á hestum á klakk. Aubvitab engar mjalta- vélar og allt handmjólkað. Ól- afur hafði mikið verksvit og hafbi næmt auga fyTir því sem betur mátti fara í allri verkhag- ræbingu. Einnig voru hrútarn- ir hans stolt, enda fengu bræb- urnir verðlaun fyrir sína hrúta og gott fé. Ég minnist er ég var ab trítla í kringum Óla í fjós- inu að þá var heyið leyst úr heystakki í hlöðunni og hann bar fang sem hver kýr átti að fá. Þá átti hann til að segja: Komdu nú ab kveöast á, kapp- inn ef þú getur o.s.frv., og ef mig vantaði botn eða vísu var ekki vandi að hlaupa til systr- anna eba bræðranna, allir gátu búið til vísu. Á þessum tíma var mér gefin lambgimbur og skýrði ég hana Gjöf. Að sjálf- sögðu kom heill Ijóðabálkur um þetta atvik. Svona liðu dagar í leik og starfi, mikib kveðið og gert að gamni sínu. Árið 1955 hætti mamma ab búa með drengjunum sínum, Óla, Gumma og Jóa, og bjó eftir það til skiptis hjá dætrum sínum, Ólöfu á Selfossi og Katrínu í Hlíð. Þá kom ráðs- kona ab Oddgeirshólum, Guð- munda Jóhannsdóttur, og hafði með sér tvo litla drengi sem hún átti, Heiðar 2 ára og Hörð 7 ára. Heiðar er nú hótel- stjóri að Hótel Selfossi og rek- ur það með miklum myndar- skap. Hörður er tölvutækni- fræðingur, giftur Guðrúnu Jónsdóttur. Þau eiga þrjú börn og búa nú í Danmörku. Munda og Óli felldu hugi saman og giftust. Þau eignub- ust litla stúlku árið 1962, sem skírð var Kristín. Óli reyndist drengjum Mundu, sem og öll- um börnum sem dvöldu ab Oddgeirshólum í lengri eða skemmri tíma, sem besti faðir og er undirrituð þar ekki und- anskilin. Kristín dóttir þeirra hjóna óx úr grasi, myndar- stúlka og dugleg eins og hún á kyn til. Kristín hefur unnið af miklum krafti í Ungmennafé- laginu Baldri í Hraungerðis- hreppi og var mikið í íþróttum og vann að íþróttamálum. Hugur hennar beindist að gróðurrækt og reka þau Kristín og Kristján Gróðurstöðina Snæfell að Heiðmörk 29 í Hveragerði af miklum mynd- arbrag og er vaknað snemma til starfa þar á bæ! Afabörnin tvö, Eyrún og Hákon Fannar, voru miklir augasteinar afa síns og stolt. Óli hélt sinni andlegu reisn fram á síðustu stund. Kristín kom með afabörnin upp á spítala til að kveðja. Það var stoltur afi sem hélt sína síb- ustu afkvæmasýningu, eins og hann ávallt orðaði það! Ólafur var meðalmaður á hæð, dökk- hærður og skarpeygður. Hann var miklum gáfum gæddur, las mikið, var ljóðelskur og átti margt góðra bóka og vitnaði oft í fornbókmenntirnar. Skólaganga hans var ekki löng, í þá tíð var farkennsla í sveitinni og var hann gjarnan fenginn til að leiðbeina skóla- félögum í lestri og reikningi, jafnvel þótt þeir væru eldri en hann sjálfur. Það var sama hvað maður spurði Óla um, maður fékk alltaf svar, annað hvort í bundnu eða óbundnu máli. Mér fannst Oddgeirs- hólasystkinin vita allt best. Ég leyfi mér að vitna í af- mælisgrein Hjalta Gestssonar um Ólaf bónda fyrir ári. Hjalti segir í grein sinni: „Haldið var áfram að bæta jörðina og bú- skaparaðstööuna í Oddgeirs- hólum. Árið 1958 var byggt vandað fjós fyrir 40 nautgripi og næstu árin voru endur- byggðar allar heygeymslur, byggt verkfærahús, skemma, hesthús, geldneytafjós og fjár- hús yfir 300 fjár. Árið 1950 tóku svo bræðurnir þrír form- lega við rekstri búsins." Og áfram segir Hjalti í grein sinni: „Meb frábærri skarpskyggni í fjárvali og skynsamlegri með- ferð hefur þeim bræbrum tek- ist að rækta einn kostamesta fjárstofn á landinu, og á 20 ára starfsafmæli Sauðfjársæðing- arstöðvarinnar var þeim út- hlutað heibursskjali með eftir- farandi áletrun: „í tilefni 20 ára starfrækslu Sf. Sæðingar- stöbvarinnar í Laugardælum hafa samtök sunnlendra sauð- fjárbænda ákveðið að veita þeim bræörum Guðmundi og Ólafi Árnasonum í Oddgeirs- hólum viðurkenningu fyrir frábært kynbótastarf í sauð- fjárrækt á undanförnum ár- um." „Aðeins á einu sviði tók Ólafur ab sér ab starfa að fé- lagslegum verkefnum í sveit- inni, en þab var þegar hann tók að sér að vera formaður nauðgriparæktarfélagsins, en því starfi gegndi hann með fá- dæma dugnaði og framsýni í 12 ár, frá 1942 til 1954. Eftir sýningarnar 1951 hlaut Ólafur eftirfarandi viðurkenningu af aðaldómara sýninganna: „Sá maður sem hefur haft mest að segja í Nautgriparæktarfélagi Hraungerðishrepps er formað- ur þess, Ólafur Árnason, bóndi í Oddgeirshólum. Hann er einhver allra áhugasamasti kynbótafrömuður í nautgripa- rækt, og fylgist með öllum nýjungum í nautgriparækt af stökustu árvekni. Honum má þakka fyrstum manna hve langt menn í Hraungerðis- hreppi hafa komist í kynbót- um síðasta áratug." Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Óli var ákaflega gestrisinn og gjafmildur, glaður heirrr að sækja, það sannaðist um hann, „þar sem hjartarými er nóg, er alltaf nóg húspláss". Bræðurnir bjuggu saman í Oddgeirshólum í hartnær 50 ár. Fyrir hartnær 11 árum, eða árið 1985, fluttu þau hjón Óli og Munda með Kristínu dóttur sína á Selfoss, að Suðurengi 14. Óli og Munda hafa ekki setið auðum höndum frekar en fyrri daginn, lagað húsið og lóðina. Óli var með hesthús á Selfossi og hafði mikla ánægju af, átti alltaf góba hesta, enda var hestastofn þeirra bræbra einnig talinn góð- ur. Þar jeg kýs að eiga byggð og bú, blómgan völl og prúða hjörð í haga, þar sem jeg hefást og tryggð og trú tállausastri kynnst um mína daga. (Gunnlaugur Sigurbjörnsson, Daggir II) Að leiðarlokum vil ég þakka Óla mínum bróður fyrir þau orð, er hann sagði er ég hringdi austur og tilkynnti honum og Oddgeirshólaheimilinu að son- ur minn, Haukur, hefði farist í bruna í skipi sínu ásamt tveim- ur öðmm ungum mönnum á hafi úti. Þá varð Ólafi bónda að orði: „Eitt getum við veriö viss um, að það er hrein og fögur minning sem við höfum um þennan unga mann." Þetta voru ekki mörg orð og þó ég vissi þetta, þá var svo gott að heyra hann segja það og hafa þessi orð hughreyst mig síðan. Elsku Munda, ég votta þér, börnum, barnabörnum og okk- ur gömlu Oddgeirshólasystkin- um og niðjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég sendi hjúkmnarfólki á Sjúkrahúsi Sel- foss og Landspítalanum mínar besm þakkir fyrir frábæra hjúkr- un. Óli minn, vertu kært kvadd- ur, Guði á hendur falinn. Ég þakka Guði enn einu sinni fyrir þá gæfu að fá að alast upp í faðmi móður okkar og með þér og undir þinni umsjá. Guð blessi þig. Ég lýk þessum kveðjuorðum á litlum sálmi eftir afa þinn, sem mamma hafði miklar mætur á. Ég þekki veg. Hann viss ogglöggur er, ei villist neinn sem eftir honum fer. En þymar vaxa þessum vegi á, hann þraungur er, en samt hann rata má. Hann leiðir oss í frið, í frið, og flytur oss að Drottins hægri hlið. (Séra Steindór Briem) Jónína Bjömsdóttir frá Oddgeirshólum Móðurbróðir minn og nafni var mikill sóma- og heiðursmaður. Við, sem vorum svo lánsöm að fá ab dveljast á heimili hans og eftirlifandi eiginkonu, Guð- mundu Jóhannsdóttur, sem börn og unglingar, fengum meiri og betri undirbúning til að takast á við verkefni lífsins en sumir okkar jafnaldra. Odd- geirshólaheimilin voru og eru þekkt fyrir fyrirmyndarbúskap og gestrisni eins og best þekkist í sveitum þessa lands. Nafni minn var greindur maður og fróður um margt. Hann var _ hreinlyndur, hreinskiptinn og einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn maður. Hann var ræktunarmaður í víðtækustu merkingu þess orðs. Grámosi varð að grænum túnum. Skepn- ur umgekkst hann af alúð og nærgætni. Hann var einstaklega barngóður og hlýr og samband hans við frændur og vini var einlægt og náið. Ég var í Oddgeirshólum um mánaðartíma á vorin þegar sauðburður stóð sem hæst frá því ég man eftir mér og til 16 ára aldurs. Sama dag og síðasta prófi lauk var ég kominn að Oddgeirshólum. Eftirvæntingin og tilhlökkunin var slík að ég var aldrei við skólaslit barna- og unglingaskóla. Þegar ég hafði fundið borna á, sem ég ekkr þekkti með nafni, reyndi ég af bestu getu að gefa greinargóða lýsingu á skepn- unni, því þeim Ólafi og Guð- mundi nægðu ekki upplýsingar um hvort lömbin voru, hrútar eða gimbrar, stór eða smá. Allt var skráð í ættbækur. Ekki var natnin minni*við kúabúskapinn sem var að mestu í umsjá Ólafs. Nafni minn hafði gaman af að spila bridge. Ég minnist þess þegar ég sem unglingur fékk að fara með að Oddgeirshólum þegar afi minn Ólafur í Fagradal var í heimsókn. Komið var við á Litlu-Reykjum og Páll Árnason tekinn með. Þau Munda og Óli töluðu oft um þá miklu gleði sem ríki þegar gömlu mennirnir komu í heimsókn. Þá var mikið lagt á spilin. Meb þessum fáu orðum vil ég kveðja nafna minn og frænda. Við Guðrún vottum þér, Munda mín, sonum þínum Herði og Heiðari, Kristínu dóttur ykkar, tengdabörnum og barnabörn- um okkar dýpstu samúð. Ólafur Jónsson Þökkum aubsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóbur og ömmu Valgerbar Magnúsdóttur Reykjum í Lundarreykjadal Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Dvalarheimilis aldrabra í Borgar- nesi og Sjúkrahúss Akraness. Siguröur Ásgeirsson Ásgeir Sigurbsson Björg Sigurbardóttir Sveinn j. Sveinsson - Freysteinn Sigurbsson ingibjörg S. Sveinsdóttir Ingi Sigurbsson Magnús Sigurbsson og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.