Tíminn - 31.05.1996, Síða 1

Tíminn - 31.05.1996, Síða 1
80. árgangur Föstudagur 31. maí ► -r WVREVF71Z/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 101. tölublað 1996 MR slitiö í 150. sinn Menntaskólanum í Reykja- vík var í gær slitib í 150. sinn, ab þessu sinni í Laugar- dalshöll. Ragnheibur Torfa- dóttir rektor brautskrábi vib þab tilefni stúdenta í fyrsta sinn, en hún tók vib rektors- embætti í haust. Vib athöfnina voru skólan- um afhentar margar stórgjafir sem honum höfbu borist í til- efni af 150 ára afmælinu. Meb- al gjafa til skólans á þessum tímamótum er lag Atla Heimis Sveinssonar, sem kór Mennta- skólans í Reykjavík frumflutti í gær undir stjórn Marteins H. Fribrikssonar. Lagib samdi Atli Heimir vib ljób Tómasar Gub- mundssonar, sem Tómas orti til skólans og las upp á jóla- glebi nemenda á Sal 29. des- ember 1942 þegar nemendur endurheimtu skólahúsib úr höndum bresks hernámslibs. Á sunnudaginn, 2. júní, halda hátíbahöld vegna 150 ára afmælis skólans áfram. Þann dag veröur opnub sýn- ing í Menntaskólanum vib há- tíölega athöfn. Fyrir hana . koma stúdentar frá skólanum saman í Miöbæjarskólaporti kl. 14.30 og ganga þaðan fylktu liði að Menntaskólahús- inu þar sem hátíðleg opnunar- athöfn fer fram. ■ Gamlir stúdentar frá MR útskrifaöir fyrir 67 árum, settu svip sinn á útskriftarathöfnina í skólanum ígœr. Sex úr hópnum frá 1929 munu vera á lífi og mœttu fimm þeirra til skólaslitanna: Bjarni jónsson, fyrrum yfirlœknir, jón Á. Cissurarson, ábur skólastjóri, Aubur Aubuns, fyrrum rábherra og borgarstjóri, Björn Fr. Björnsson, fyrrum sýslumabur Rangœinga, og Ingibjörg Cubmundsdóttir. Snorri Ólafsson (Daníelssonar) lœknir átti ekki heimangengt. Á myndinni eru jón Á. Cissurarson, Björn Fr. Björnsson og Bjarni jónsson. Tímamynd cs Hagfrœbistofnun HÍ ásakar fjármálaráöuneytiö um rangar og villandi upplýsingar um áhrif bókaskattsins. Kristín Ástgeirsdóttir þingkona: Skýrsla Friðriks er hneyksli Kristín Ásgeirsdóttir þingkona Kvennalista segir ab skýrsla Friðriks Sophussonar fjármála- rábherra um áhrif virðisauka- skatts á bækur sé hneyksli. Hún segir málið geymt en ekki gleymt og býst vib ab taka þab upp strax vib næsta tækifæri á þingi, en þingmönnum hefur ekki gefist tækifæri til ab ræba þessa skýrslu fjármálaráðherra sem Hagfræbistofnun Háskóla íslands telur ab innihaldi bæbi rangar og villandi upplýsing- ar. Kristín segir ab þaö sé auðvit- aö afar bagalegt að vinnubrögð- in innan stjórnkerfisins skuli ekki vera betri en þetta. Hún segir aö þetta veki jafnframt upp spurningar um hæfni stjórnkerf- isins til þess ab sinna nauðsyn- legri upplýsingaskyldu. En aö hinu leytinu sé þaö vitað, að ráðuneytin eru undirmönnuð og því mikið álag oft á tíðum á starfsfólkinu. í skýrslu fjármálaráðherra um áhrif 14% virðisaukaskatt á bæk- ur sem Kristín og átta aðrir þing- menn úr stjórnarandstöbunni óskuðu eftir kemur m.a. fram að ríkið hefur fengið 300 miljónir króna í tekjur af skattinum, auk þess sem upptaka skattsins hefur ekki leitt til fækkun fyrirtækja eba samdráttar í veltu. Hagfræðistofnunin gagnrýnir harðlega vinnubrögb fjármála- ráðuneytisins í skýrslu sem stofnunin vann fyrir Félag ís- lenskra bókaútgefenda og m.a. fyrir að draga ályktanir af fram- lögðum gögnum, þótt ráðuneyt- ið ítreki í skýrslu sinni að ekki sé hægt að fullyrða með óyggjandi hætti hvaða áhrif 14% skattur- inn hefur haft á bókaútgáfuna. Þá sé mglað saman óskyldum at- vinnugreinum í skýrslu ráðu- neytisins, ekkert tillit tekið til verðbreytinga né breytinga á neyslumunstri og ekki heldur hvaða áhrif virðisaukaskattur- inn hefur haft á aðra skatta sem fyrirtæki í blaða- og bókaútgáfu greiöa svo nokkuð sé talib af þeim atriðum sem Hagfræði- stofnunin gagnrýnir í vinnu- brögðum fjármálaráðuneytisins. Á aðalfundi Félags ísl. bókaút- gefenda 29. maí sl. var lýst yfir furðu á vinnubrögðum ráðu- neytisins í þessu máli, jafnframt því sem fundurinn ítrekaði framkomnar áskoranir á stjórn- völd að fella niður virðisauka- skatt á bókum. -grh Búist er viö 40-50 íslenskir togarar muni stunda veiöar í Smugunni í Barentshafi í sutnar og þá aöallega frystitogarar. LÍU: Stefnt að sama Smuguafla Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ býst fastlega vib því ab 40 - 50 íslenskir togarar muni stunda veibar í Smugunni í Barentshafi í sumar. Hann telur einnig ab þar verbi aballega frystitogararar og skip sem munu salta aflann. Aft- ur á móti gerir hann ekki ráb fyr- ir ab ísfisktogarar muni reyna fyrir sér þar nybra ab þessu sinni. Þá gefur Kristján lítib fyrir fram- komnar hótanir Rússa vegna veiba Islendinga í Smugunni og segir þær vera „klámhögg." Formaður LÍÚ segir ab fram- komnar hótanir Rússa vegna veiba íslendinga í Smugunni hafi engin áhrif á áætlanir útgerðarmanna, enda sé stefnt að því að veiða ekki minna en þau 35 þúsund tonn sem úthafsveiðiflotinn aflaði þar sl. sumar. Hinsvegar sé viðbúib að obbinn af flotanum muni halda þangað norður eitthvað seinna en ábur, eba mibsumars þótt einhverj- ir muni stefna þangað fljótlega eft- ir sjómannadag eins og í fyrra. En veiöin þar ytra var einna best þegar líða tók á vertíðina sl. sumar. Auk þess munu skipin fara betur útbú- inn til veiðanna en áöur og m.a. meb tilliti til úthalds en síbast en ekki síst til að hámarka gæbi og verðmæti þess afla sem þau fá í hverri veiðiferð. Af þeim sökum er t.d. ekki búist við ab margir ísfisk- togarar munu stunda veiðar þar í sumar, ef þá nokkrir og því lítil hætta á skip komi meb skemmdan fisk að landi eins og dæmi voru um sl. sumar. Þá mun þab rábast af fjölda skipa hvort óskað verði eftir því við stjórnvöld að fá varðskip á svæðið til aðstoða flotann eins og tvær undanfarnar vertíðar. Mjög góð reynsla hefur verið af veru varð- skips þar nyrðra og þá aðallega vegna þeirrar heilbrigðisþjónustu sem læknir varðskipsins hefur veitt sjómönnum, auk þess sem kafari hefur veriö í áhöfn varðskipsins. Formabur LÍÚ segir það vera „klámhögg" af hálfu rússneska sjávarútvegsráðherrans ab hóta því ab senda herskip í Smuguna vegna veiba íslendinga á svæbinu sem er óumdeilanlega opið hafsvæði. Auk þess hefur engin alþjóðleg stofnun haft með höndum einhverja til- burði til veibistjórnar á þessu svæði, öndvert við karfamibin á Reykjaneshrygg. Hann minnir einnig á að Rússar hafa sjálfir bob- að mótmæli gegn því samkomulagi sem tókst um karfaveiðarnar á Reykjaneshrygg á fundi Norðaust- ur- atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar, NEAFC í vor sem leið. Hann bendir einnig á að Rússar hafa ekki leitað með stjórn þorskveiða í Bar- entshafi til NEAFC heldur ákvarða þeir þab sjálfir af eigin geðþótta hvab þeir telja leyfilegt að veiða á svæðinu. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.