Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. maí 1996 3 Ríkisendurskoöun um sumarlokanir sjúkrahúsa: Andlát aldraöra mun fleiri í vetrar- en sumarmánuöum „Lei&a má aö því líkur að þeir sjúklingar sem flokkast sem öldrunarsjúklingar séu betur á sig komnir yfir sum- artímann", segir Ríkisendur- skobun m.a. í nýrri skýrslu um sumarlokanir sjúkra- húsa. Ályktun sína byggir stofnunin á þeirri athygli- verðu staðreynd að miklu færra aldrað fólk (fæddir 1920 og fyrr) deyr í sumar- mánuðunum en á veturna. Þannig létust t.d. aðeins á milli 75 og 90 aldraðir á mán- uði tímabiliö júní-október, en hátt í 120 í mánuðunum mars/apríl og desember. Sé hins vegar litið á þriggja mán- aða tímabil þá dóu t.d. um 25- 30% fleiri aldraðir mánuðina mars/apríl/maí árin 1994 og 1995 heldur en í júní/júlí/ág- úst sömu ár. Skýringu þessa fann Ríkisendurskoðun eðliega ekki. Á hinn bóginn er líklegt að betra heilsufar aldraðra, sem stofnunin les út úr þessum töl- Neita sam- ráöi um bensínverð Bœbi 1994 og 7 995 dóu miklu fœrra aldrabir (fceddir 7 920 eba fyrr) yfir sumartímann heldur en á veturna. Punktalínan sýnir mebaltal daubsfalla í mánubi, um 95 þessi tvö ár. En línurnar sýna ab yfir vetrar/vormánub- ina desember-maí eru daubsföll aldrabra samtals 20-25% fleiri heldur en jafn marga sumar- og haustmánubi, í júní-nóvember. Munurinn ferallt upp í 30-40% séu bornir saman mánubirnir mars/apríl og júní/júlí. Olís hefur lækkað verð á bensíni og hafa því stóru olíufélögin þrjú öll lækkað verð sitt um eina krónu. Forsvarsmenn þeirra neita að hafa haft samráð um veröbreytinguna en hún er tilkomin vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á bensíni. -BÞ um, skýri það a.m.k. að hluta, að Ríkisendurskoðun fann heldur ekki það gífurlega álag og vandamál á öllum sviðum sem fullyrt hefur verið um í óteljandi ályktunum og frétta- viðtölum að leiði af sumarlok- unum sjúkrahúsanna — ekki síst fyrir þá öldruðu, sem þess- ar sömu raddir segja að skákað sé til og frá í þrengslum og vandræðum og með takmark- aða ummönnun. Kannski aö slík tilbreyting — ásamt því að margir hinna öldruðu eru sendir heim, á eig- ið heimili eða til nánustu að- standenda vegna sumarlokana öldrunardeilda — sé eftir allt saman fremur upplífgandi og hressandi fyrir marga hinna aldurhnignu borgara, en gamla örugga tilbreytingarleysið? Athugun Ríkisendurskoðun- ar leiddi a.m.k. í ljós að bráða- innlögnum á Ríkisspítala fækk- aði yfir sumarmánuðina, þvert á það sem ótal sinnum hefur verið haldið fram. Álag á starfs- fólk sjúkrahúsanna mældist heldur ekki meira yfir sumar- tímann en að jafnaði yfir árið og sjúklingar heldur ekki þyngri í hjúkrun. Mönnun er samt lakari yfir sumartímann, m.a. vegna þess að meira er þá um óvant sumarafleysingafólk. Sumarlokanir sjúkrahús- anna reyndust heldur ekki auka veikindafjarvistir starfs- fólks yfir sumartímann á síð- ustu árum (eins og tíðum er fram haldið), heldur þvert á móti. Lokanirnar virtust held- ur ekki leiða til áberandi fjölg- unar á legudögum aldraðra á öðrum öldrunarstofnunum. Varð m.a. vart andstöðu, bæði meðal hinna öldruðu og að- standenda þeirra, gegn því að nýta laus pláss á stofnunum í Hveragerði, Kumbaravogi og Þorlákshöfn, jafnvel þótt að- eins væri um skammtímavist- un að ræða. Ríkisendurskoðun gat held- ur ekki fundið þess merki að lyfjakostnaður Tryggingastofn- unar, þ.e. vegna fólks utan stofnana, ykist marktækt yfir sumarmánuðina. Heimahjúkr- un óx ekki heldur og vinnu- stundum í heimaþjónustu fjölgaði heldur ekki. Starfsfólk Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar varð aftur á móti vart við töluvert meiri annir í tengslum við sumarlok- anir sjúkrahúsanna á árinu 1995 heldur en næstu ár á und- an. Sjónvarpsstööin Sýn: Bubbi sér um boxið Sjónvarpsstöðin Sýn hefur gert tveggja ára samning við Bubba Morthens um þátta- gerð og lýsingar frá hnefa- leikjakeppnum sem stöðin mun sýna í beinum útsend- ingum. Þessi samningur er sá fyrsti sinnar tegundar sem gerður er hérlendis vegna hnefaleika. Fyrsta útsendingin sem Bubbi mun lýsa verður á Sýn að kvöldi 8. júní n.k. þegar fjórir bardagar verða sýndir í beinni frá New- castle á Englandi. í þessari út- sendingu verður keppt um þrjá heimsmeistaratitla og einn Evr- ópumeistaratitil. Bubbi segir að meðal keppenda í Newcastle verði einn sá albesti í Evrópu, Prins Nasem Hammit, breskur múslimi sem miklar vonir eru bundar við í hnéfaleikaheimin- um. Sérlegur aðstoðarmaður Bubba í Newcastle verður Óttar Felix Hauksson iðnrekandi og rokkari með meiru. En hann er mikill áhugamaður um hnefa- leika og fylgist grannt með framvindu mála í , þessari íþróttagrein, sem virðist njóta vaxandi vinsælda hérlendis. Til marks um áhugann þá gerðust þúsundir manna áskrifendur að Sýn þegar Mike Tyson og Frank Bruno kepptu um heimsmeist- aratitilinn í þungavigt en sjón- varpsstöðin sýndi þann bardaga í beinni ekki alls fyrir löngu. -grh Wihlborg Rejser gjaldþrota og Bingó fá greibsiur frá kortafyrirtcekjunum. 1400 sitja í súpunni. Formabur Neytendasamtakanna: Auðvitað er þetta siðlaust af korta- fyrirtækjunum jónas Hallgrímsson er samtíöarmaöur okkar allra, segir framúr- stefnutónskáldiö Atli Heimir Sveinsson: Frumflytur 18 lög við ljóö þjóðskáldsins 80 farþegar á vegum Bingó ehf., umbobsaðila gjaldþrota ferbaskrifstofu í Danmörku, Wihlborg Rejser, voru í gær búnir að bíða fars til síns heima í nokkra daga. Um 1400 manns höfðu keypt far- miða af Bingó. Samgöngu- ráðuneytið leysir nú hnútinn í samvinnu við Flugleiðir svo sem verba má. Fjölmargir hafa ekki og fá ekki „bingóiö" og hafa enga þjónustu fengið fyr- ir sitt fé. Halldór S. Kristjánsson í sam- gönguráðuneytinu sagði í gær að í Kaupmannahöfn væru nú 30-40 manns, flestir íslending- ar, vegalausir og sumir auralaus- ir, vegna gjaldþrotsins. Hér heima eru 40 manns, flestir út- lendingar, sem þurfa að komast heim. Unnið var að lausn máls- ins í gærdag. „Flugleiðir gera okkur reikn- ing fyrir flutning fólksins, sem við borgum af þeirri tryggingu sem liggur hjá okkur, 8 milljón- um króna, sem Bingó hefur lagt fram í umboði dönsku ferða- skrifstofunnar," sagði Halldór S. Kristjánsson. „Það hafa margir farið illa út úr þessum viðskiptum. Ýmsir hafa leitaö upplýsinga hjá okk- ur og kvartað. Meðal annars er verið að skoða mál þeirra sem hafa borgaö með kreditkortum. Það er ekki spurning að slíkum viðskiptum á að rifta. Það vant- ar skýrari fyrirmæli um að svo sé gert. Auðvitað er það siölaust af kortafyrirtækjum að inn- heimta fyrir þjónustu, þegar menn vita aö ferðaskrifstofan getur aldrei innt af hendi þjón- ustuna," sagði Drífa Sigfúsdótt- ir, formaður Neytendasamtak- anna, í gær. -JBP Stórviðburður á tónlistar- sviðinu á sér stað í Skarðs- kirkju á Landi í kvöld kl. 22 og kl. 17 á sunnudaginn í Listasafni íslands. Þá verða frumflutt 18 lög eða ljóða- kom, eins og tónskáldið Atli Heimir Sveinsson orðar þab. Atli Heimir hefur mest verið orðaður við framúrstefnu í tónsmíðum. En hann er fjöl- hæfur og getur samið í göml- um stíl, eins og flestir vita, nokkur laga hans raula menn gjarnan á mannamótum. Tildrög þess að Atli Heimir tók til við lagagerð við ljóð Jónasar voru þau að ætlunin var að setja á svið fyrir skólana Legg og skel, leikrit um veröld Jónasar Hallgrímssonar. Bríet Héðinsdóttir átti að leikstýra, og hún bað Atla Heimi um ein- föld, auðlærð og auðsungin lög. Ekkert varð af þessari upp- færslu fyrr en löngu síðar að Inga Bjarnason setti verkið á svið, og var þá með lög eftir Leif Þórarinsson við ljóðin. Atli Heimir sat því uppi með nokk- urn stabba af lögum, sem til þessa hafa verið óflutt og ósungin. Atli Heimir segist áður hafa samið lög í gömlum stíl. Allt séu það tækifæristónsmíðar, samdar fyrir leikhús eða skóla. Sum þessara laga hafa orðið mjög vinsæl, til dæmis lögin úr Ofvitanum, — í Skólavörðu- Ab frumflutningi laga Atla Heimis vib Ijób þjóbskáldsins jónasar koma ýmsir bestu tónlistarmenn okkar: Signý Sœmundsdóttir, sópran, Sigur- laug Ebvaldsdóttir, fibla., Sigurbur Ingvi Snorrason, klarinett, Hávarbur Tryggvason, kontrabassi og Anna Gubný Gubmundsdóttir píanó. Myndin var tekin á œfingu listamannanna. holtiö hátt, — eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Og lögin úr Ég er gull og gersemi, í leikgerð Sveins Einarssonar, við ljóð Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína himinborna dís. Þá hefur Atli samið 30 söng- lög við ýmsa húsganga fyrir Tónlistarskólann í Reykjavík og kallast Ljóðakorn. „Ég er framúrstefnutón- skáld, en mér finnst allt í lagi að iðka eldri stíltegundir þegar svo ber undir, mér og öðrum til Tímamynd S. skemmtunar. Ef vel tekst til lifa þessi lög meðal þjóðarinnar. Ef ekki, falla þau bara í gleymsku og engin markaðssetning getur þar um breytt," segir Atli Heimir Sveinsson. En er það ekki mótsögn þeg- ar nútímatónskáld tekur til við að fást við gömul ljóð? „Við þessari spurningu er aðeins eitt svar: Þessi ljóð eru tímalaus. Jónas Hallgrímsson- er samtíðarmaður okkar allra." -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.