Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 31. maí 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1700 kr. m/v: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Óddur Ólafsson Birgir Cu&mundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. <. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sumarlokanir á sjúkrahúsum Umfjöllun um sumarlokun á sjúkrahúsum er fastur liö- ur í fjölmiðlaumræðunni hér á landi þegar líður á sum- arið, og þessi umfjöllun virðist vera snemma á ferðinni á þessu vori. Sú starfsemi, sem fram fer á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum, er afar mikilvæg og viðkvæm. Notendur krefjast greiðrar og öruggrar þjónustu, en rík- isvaldið krefst aðhalds í þessum dýra málaflokki. Það er því ekki heiglum hent að þræða hinn gullna meðalveg og koma til móts við þessar kröfur. Fjölmargar skýrslur hafa verið gefnar út um starfsemi sjúkrahúsanna og nýlega er komin skýrsla frá Ríkisend- urskoðun sem fjallar um sumarlokun sjúkrahúsanna og áhrif þeirra. Niðurstöður þeirrar skýrslu eru um margt athyglisverðar. Niðurstaða skýrslunnar er meðal annars að sumarlok- anir sjúkrahúsanna hafi ekki í för með sér alvarlega röskun á þjónustu þeirra. Allri bráðaþjónustu sé sinnt yfir sumartímann, en dregið sé úr biðlistaaðgerðum á sama tíma, án þess að heildarumfang þeirra á árinu minnki. Hins vegar skili sumarlokanir ekki þeim fjár- hagslega ávinningi, sem að var stefnt til lækkunar á heUdarútgjöldum þeirra. Ljóst er að sumarlokanir sjúkrahúsa eru tilkomnar af þrennum ástæðum. í fyrsta lagi til þess að láta enda ná saman fjárhagslega með því að komast hjá því að ráða afleysingafólk. í öðru lagi vegna þess að afleysingafólk er ekki fyrir hendi og í þriðja lagi vegna þess að á stóru sjúkrahúsunum hefur verið farið í viðhaldsframkvæmd- ir yfir sumarmánuðina á sama tíma og heilbrigðisstéttir eru í sumarleyfi. Það er staðreynd að engin leið er að manna sjúkra- húsin yfir sumarið þannig að þar verði haldið uppi fullri starfsemi. Til þess er einfaldlega ekki völ á fagfólki sem er á lausu til sumarafleysinga. Starfsemi sjúkrahúsanna mun því ætíð dragast saman yfir sumarmánuðina og þar mun ætíð verða einhver röskun, en vandinn er að hún komi ekki niður á öryggi eða bráðaþjónustu. Starfs- fólk heilbrigðisstofnana hefur leitast við að haga mál- um á þann veg að þessi skilyrði séu uppfyllt. Einn þátturinn, sem verður að taka með þegar rætt er um þessi mál, er heimahjúkrunin. Það er nauðsyn að hún sé öflug, því að með henni má í einhverjum tilfell- um létta það álag sem verður á heimilin í landinu vegna lokananna. Þessi mál verður því að skoða í samhengi. Það er nauðsyn fyrir alla aðila, sem hlut eiga að máli, að fara yfir þessi mál af yfirvegun og gera sér grein fyrir því hvað betur má fara varöandi þau. Skýrsla Ríkisend- urskoðunar dregur saman gagnlegar upplýsingar í mál- inu og á að koma að notum sem grundvöllur umræðna um það sem betur mætti fara. Sumarfrí heilbrigðisstétta er staöreynd og því verður ekki breytt, enda er starfið kröfuhart og starfsfólkinu veitir ekki af sínu sumarleyfi. Vandinn er að bregðast við þeim aðstæðum sem þessi sumarleyfi þúsunda fólks skapa í þessari viðkvæmu starfsgrein. Það er nauðsyn að það liggi ljóst fyrir hvað væri hægt að laga með auknum fjárveitingum og hvort lokanir skapa kostnað síðar meir. Um þessi atriði þarf að fara fram öfgalaus umræða, sem byggð er á staðreynd- um, og leita jafnframt skynsamlegra leiöa til þess að áhrif sumarlokana verði sem minnst. Hins vegar verða þau áhrif ætíð veruleg. Það er sjálfsblekking að halda öðru fram. Trúboð í villimannasamfélagi Garri hefur frá blautu barns- beini stabiö í þeirri trú ab trú- bob væri eitthvaö, sem menn stunduðu í svörtustu Afríku meðal heiðinna villimanna, sem trúðu á stokka og steina. Einhvern veginn stób hann líka í þeirri trú að helstu hætt- urnar sem steðjuðu að trúboð- unum væru að þeim væri skellt ofaní stóran pott og þeir soðnir handa þorpsbúum. í pottinum hrærðu síðan illúb- legir blámenn meb stórt leggj- arbein þvert í gegn um mið- nesið. En það er nú með þessa æskumynd eins og svo margar aðrar að blákaldur raunveru- leikinn reynist stundum öðru- vísi en ætlað er. Hvernig var smalaö? Á nýlegum aðalfundi í Langholtssöfnuði kom fram hörð andstaða við sitjandi prest. Presturinn hafði þó skýringar á fjölmennri andstöðu á reiðum höndum og sagði að andstæð- ingar hans hefðu smalað á aðalfundinn. Heimilis- fólkið á heimili Garra var að velta því fyrir sér hvort andstæðingarnir hefðu smalað ríðandi á fundinn eða tekið sér hrífu í hönd og rakað sam- an fylginu, líkt og einn forsetaframbjóöandinn hefur gert meb góbum árangri. Ein yfirlýsing prestsins vakti þó athygli Garra umfram aðrar, en það var yfirlýsingin um að hann væri trúboði. Þá rifjaðist upp fyrir Garra, gamla myndin sem hann hafði gert sér af hinum týpíska trúboöa í æsku og var ekki laust við að hann brosti útí annað þegar hann sá fyrir sér sérann í pottinum og safnaðar- stjórn hrærandi í með stórri sleif. GARRI Óvígur her heiö- inna villimanna Annars er þessi mynd ekki svo fráleit ef miöað er við hvernig ákveðinn hópur kirkjunnar þjóna hefur lagt málið upp. Presturinn í Lang- holtssókn sé framvörður kristninnar og hafi breytt helgihaldinu til samræmis við þab sem tilheyri í kirkju. Presturinn veit hvab Gub vill og er að berjast við óvígan her heiðinna villimanna, Guð vill nefnilega ekki ab fólk hafi gaman af því að sækja kirkju - fólk á að sækja kirkju fullt lotningar og ótta vib hið kirkjulega yfirvald. Garri verður að viðurkenna að hann nennir ekki að fara í leiðinlegar messur og langar ekkert að trúa á einhvern Guð sem hann þarf að vera skít- hræddur við. Garri hefur allt- af haldið mest uppá þann hluta kristninnar sem kallabur hefur verið kristilegur kærleiki og hyggst gera það áfram. Trúlega er því líkt farið með mörg önnur sóknarbörn og má því spyrja hvort kirkjan sé til fyrir fólkið eða hvort fólkið sé til fyrir kirkj- una. Garri ber vissulega virðingu fyrir kirkjunnar þjónum en þeir verða að hugsa sinn gang vilji þeir auka vegsemd þjóðkirkjunnar, framgangur þeirra mála kirkjunnar sem hæst hafa borið und- anfarið misseri verður ekki til þess. Það er nefni- lega svolítiö sannleikskorn í orðum eins sóknar- barns í Langholtssókn, þrátt fyrir broddinn: „Skálholt, Reykholt, Langholt — óhollt." Garri Pétur, úlfurinn og félagar Guðrún Pétursdóttir mat það svo í sjónvarpsviðtali aö niður- staða skoðanakönnunar DV í vikunni gæfi tilefni til að ætla að máttur auglýsinganna væri mik- ill. Hún bætti því raunar við og mátti þar kenna dálítinn beiskjutón að leiðin til að kom- ast út úr auglýsingastríðinu væri ab frambjóðendur kæmu fram í sameiginlegum sjónvarpsþætti í umræðum. Þannig kæmi betur í ljós hvernig frambjóðendurnir eru í raun og veru, en ekki að- eins sú mynd af frambjóðend- um sem matreidd er og tilbúin á auglýsingastofum. Eflaust er þetta rétt hjá Guð- rúnu, að hluta til að minnsta kosti. Enn sem komið er hafa þó aðeins þrír frambjóðendur aug- lýst ab marki í sjónvarpi en það eru auk Guðrúnar Pétursdóttur sjálfrar, þeir Pétur Hafstein og Ástþór Magnússon. Keppni auglýsingastofanna í ljósi niðurstöbu skoðanakannana og yfirlýs- ingar Guðrúnar um nauðsyn sameiginlegrar um- ræðu í sjónvarpi verður að gera ráð fyrir að hún sé búinn að segja upp viðskiptum við auglýsinga- stofuna sína. Ef fylgissveiflur eru að miklu leyti vitnisburður um mátt auglýsinganna hefur aug- lýsingastofa Guðrúnar augljóslega ekki staðið sig í stykkinu við að pakka henni, sem frambjóðanda, inn í nægjanlega huggulegar umbúðir til að hún haldi sínu striki í könnunum. Hins vegar verður ekki annað sagt en að auglýsingamennskan í heild sinni hefur verið ákaflega átakalaus og ef ekki hefði komið til sjálfsbjargarviðleyti íslenskra heimila væru menn upp til hópa orðinir dauð- leiðir á þeim frambjóðendum sem auglýsa mest. Þannig hafa íslenskrar kjarnafjölskyldur skemmt sér við að telja bækurnar í bókahlillunum á bak við Ástþór Magnússon í auglýsingunum hans og búa til hvers kyns sögur um hverjar þeirra hann hafi lesið og hvaða gáfumenni hann þekki sem eigi þær. Þá hafa upplýst foreldri notað sér slagorð Guð- rúnar Pétursdóttur „Hún er..", til þess að kenna börnum sínum hrafl í heimspeki upplýsingaaldar- innar og þó sérstaklega efasemdum Descartes um hinn skynjaða veruleika allt um kring. Descartes sagði á einum stað (- og kannski er sú bók á bak vib Ástþór): Ég hugsa, þess vegna er ég. Á íslenskum heimilum hefur verið þetta verið útlagt sem skilabob um að Guðrún sé mikil gáfumanneskja: Guðrún er... þess vegna hugsar hún. Enn að raka? Og þá hafa auglýsingar Péturs Kr. Hafstein ekki síður þótt gób dægradvöl meðan beðið er eftir næsta dagskrárlið í sjónvarpinu. „Ætli hann sé enn að raka?" er spurning sem víða er vinsæl, eða „er hann kominn á hestbak?" Þó er það stefið sem leikið er undir sem best sýnir dýptina í auglýs- ingum Péturs og hefur trúlega gert gæfumuninn þegar kemur að velgengninni. Stefið er úr Pétri og úlfinum sem er vel þekkt tónverk á öllum heimilum og nokkuð sem kjarnafjölskyldan getur sem hægast sameinast um, enda búið að gera margar leikgerðir af þessu jafnt fyrir börn og full- orðna. Allir vita hver Pétur er, og allir vita að hann vinnur á endanum. En hver er úlfurinn vondi? Flestir hallast að því að það sé Ólafur Ragnar Grímsson, sem er óneitanlega mesta ógnunin við Pétur — að minnsta kosti eins og málin standa í könnunum í dag. Og sé sú túlkun rétt að stefið eigi að vísa til þess að Ólafur Ragnar sé úlfurinn - sem sé þá væntanlega í sauðagæru — er þetta í fyrsta sinn sem hinn ameríski stíll um „neikvæð- ar" auglýsingar fyrir kosningar er notaður hér á landi. Hins vegar er er þetta svo siðfágað hjá stuðningsmönnum Péturs að það fellur í kramið hjá landanum. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að í könnun DV voru bæði Ólafur Ragnar og Guðrún Agnars í ágætis málum þrátt fyrir að íslenska kjarnafjölskyldan hafi ekki haft sjónvarpsauglýs- ingar frá þeim til að stytta sér stundirnar. Að vísu eru þau bæði stjórnmálamenn með þekkt andlit og þurfa því ekki eins mikla kynningu. En engu að síður hlýtur það að vera spurning hvort auglýs- ingaherferð í sjónvarpi skili því sem hún á að skila þegar til lengdar lætur og að kannski sé best, eftir allt, að auglýsa sem minnst? -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.