Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 31, maí 1996 Ungmennafélögin og Umhverfissjóbur verslunarinn- ar hefja hreinsunarátak á morgun: Landsmenn fari út og tíni rusl Ungmennafélag íslands og Umhverfissjóður verslunar- innar munu standa fyrir um- hverfisátaki dagana 1. til 17. Merki átaksins sýnir á táknrœnan hátt hvernig umhveríib og þar meb landib allt er íokkar hönd- um. júní nk. þar sem ætlunin er að fá landsmenn til ab hreinsa landið. Kjörorð átaksins er „Flöggum hreinu landi 17. júní". Átakið verður framkvæmt á þann hátt að ungmennafélög um land allt velja sér tiltekið svæði til að hreinsa á tiltekn- um degi, á tímabilinu 1. til 17. júní. Félögin veröa hvött til að gera viöburö úr deginum, grilla og bjóða upp á skemmti- atriði. Átakið hefst í Bessa- staðahreppi þann 1. júní kl. 10 og sama dag klukkan 13 hefur Ungmennafélagið Fjölnir sína hreinsun í Grafarvogi. Sveitar- stjórnir verða víða í samvinnu við ungmennafélögin í sam- bandi við förgun og söfnun rusls. Allir landsmenn verða hvattir til að leggja ung- mennafélagsmönnum lið í hreinsuninni, tína rusl og koma með tillögur um hvern- ig bæta megi umgengni við Frá fréttamannafundi Ungmennafélags íslands og Umhveríissjóbs verslunarinnar þar sem átakib „Flöggum hreinu landi 7 7. júní" var kynnt. Tímamynd bc ■ landiö. í tengslum við átakið verður hafin sala á taupoka undir nafninu Græni hirðir- inn, sem mun innihalda rusla- poka, bækling með fróðleik um umhverfismál og fjölda þátttökuvinninga. Markmiðið með átakinu er að efla vitund almennings og ábyrgð einstaklinga á bættri umgengni við landiö. Jafn- framt er tilgangurinn aö virkja einstaklinga, félaga- og hags- munasamtök til að sinna um- hverfisvernd og síðast en ekki síst veröur leitast við að safna upplýsingum um umfang út- litsmengunar á íslandi. Sérstök umhverfisverölaun verða veitt þeim sem þykja hafa staðið sig sérstaklega vel í hreinsun landsins. -GBK Urðarstígur er lítil, hlýleg gata í Austur- bænum. Nafnið dregur hún af Urði, gyðju í norrænni goðafræði. í nóvember 1919 leigir bæjarstjórnin í Reykjavík þeim Elíasi Elíassyni, Guð- mundi Árnasyni og Guðmundi Guðlaugs- syni lóð númer 7 við Urðarstíg. Lóðin er leigð til 75 ára og á bygging að hefjast á henni eigi síöar en 6 mánuðum eftir dag- setningu samnings. Flatarmál lóðar 242,8 fermetrar og skyldu leigutakar greiða öll gjöld og skatta til opinberra þarfa, sem lögð em eða verða á hina leigðu lóð. Árs- leigan af lóðinni skal vera fimm af hundr- aði af fasteignamati lóðarinnar, eins og það er ákveðið á hverjum tíma. Leiguna skal greiða á skrifstofu bæjargjaldkerans í Reykjavík. Fljótlega eftir að gengið hafði verið frá lóðarsamningi, byggði Elías Elíasson fyrsta húsið sem reist var á lóðinni, 9x6 álnir. Fyrsta brunavirðingin er frá 12. júní 1920. Þá er húsinu lýst á eftirfarandi hátt: „Húsiö er byggt af bindingi, einlyft með skúrþaki. Klætt utan með 1" plægðum borðum, með pappa bæði á þaki og veggj- um. í húsinu eru tvö íbúðarherbergi og geymsla. Allt þiljað innan með panel á veggi og loftum." Húsið var rifið einhvern tíma á fimmta áratugnum. Árið 1920 eru taldir til heimilis að Urð- arstíg 7: Elías Elíasson verkamaður, fædd- ur 7. júlí 1870 að Bæjum á Snæfjalla- strönd, Jensína H. Jensdóttir húsmóðir, fædd 12. febrúar 1877 í Reykjavík, Ólöf El- íasdóttir, fædd 6. ágúst 1897 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi, Kristján Elíasson náms- maður, fæddur 31. maí 1899 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi, Aðalsteinn Elíasson, fæddur 1. september 1909 á Gili í Bolung- arvík, tvö sveinböm óskírð, fædd 19. nóv- ember í Reykjavík. Á heimilinu var einnig Guðfinnur Þórarinsson námsmaður, fæddur 2. september 1897 á Svarfhóli í Miðdölum. í maí 1922 sendir Guðmundur Jónsson baðvörður byggingarnefnd beiðni um að fá að byggja íbúðarhús á lóðinni. Húsið á að vera hlaðið úr steyptum steini í út- veggi, bundna saman með járni. Stærð húss að flatarmáli 53,28 fermetrar. Áður hafði Jensína Jensdóttir, kona Elíasar El- íassonar, sent byggingarnefnd Reykjavík- ur bréf. Þar lýsir hún því yfir að Guð- mundi Jónssyni baðverði sé leyft aö byggja hús á leigulóð Elíasar Elíassonar við Urðarstíg 7, Reykjavík, með því skilyrði að hann greiði skyldur og skatta af nefndri lóö. Fyrsta brunavirðihg á húsi Guðmundar Jónssonar baðvaröar, Urðarstíg 7 a, var Ur&arstígur 7 og 7 a (Kambur) gerð 9. september 1922. Það er byggt af hlöðnum steyptum steini með 15 sm millibili, fyllt með þjappaðri mó- mylsnu. Veggirnir eru allir sementssléttað- ir að utan og innan. Þakið er úr borðasúð, pappa og járni þar yfir. Gólf eru úr timbri og millihólfi í öllum bitalögum. Stoppað með sagspónum milli bita. Á aðalhæð hússins eru tvö íbúðarherbergi, eldhús, vatnssalerni og gangur. Veggir eru alstaðar kalksléttaðir að innan, sumstaðar er hafð- ur veggjapappír eða málað. Neöan á loft- bitum eru þiljur, strigi og pappír, allt mál- að. Á efri bitalögum er 1" borða gólf. Kjall- ari er undir 1/4 hússins, 2 3/4 álnir á hæð, með steinsteyptu gólfi. Þar eru tveir geymsluklefar. Einn ofn er í húsinu og ein eldavél. Línoleumgólfdúkur er í íbúðar- herbergjum. Vatns- og skolpleiðslur eru í húsinu og rafmagnsleiðslur. Elías Elíasson sækir um leyfi fyrir bygg- ingu á þriðja húsinu á leigulóð sinni. Leyfi var veitt í júní 1925. Hann byggir tvílyft steinsteypuhús, 48 fermetra að flatarmáli. í mars 1928 er Urðarstígur 7, bæði hús- in sem Elías Elíasson byggöi, tekin til brunavirðingar. Þar segir að eldra húsið hafi ekki verið virt frá 1920 þegar það var ný- byggt. Það sé óbreytt að öðru leyti en því að það er nú allt járnklætt að utan og að inngönguskúr nýr hefur verið byggður við austurgaflinn. Hann er byggður af bindingi, klæddur ut- an pappa og járni á veggjum og þaki. Allur er skúrinn þiljaður innan og með timbur- gólfi. Þá segir enn fremur að nýtt íbúðarhús hafi verið byggt úr steinsteypu á lóðinni, með járnþaki á borðasúð og pappa í milli. Loft eru úr járnbentri steinsteypu, en skil- veggir og gólf neðri hæðar eru úr almennri steinsteypu. Á neðri hæðinni er íbúðarherbergi, sölubúð og gangur, allt með venjulegum frágangi. Einnig er þar vatnssalerni og annar gangur. Á efri hæðinni eru tvö íbúö- arherbergi, eldhús, fastur skápur og gang- ur. Innan á útveggjum er borðagrind með pappa á þiljum á listum, þar innan á lögð- um striga og vélapappa á. Allt ýmist málað eða veggfóðrað. Stigatröppur eru úr stein- steypu. HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Ekki er vitað til þess að nokkru sinni hafi veriö verslað að Urðarstíg 7, þó að í brunavirðingu á nýrra húsinu sé það tekið fram að pláss sé fyrir sölubúð á fyrstu hæð- inni. 1934 er húsið sem Guðmundur Jóns- son baðvörður byggði, Urðarstígur 7 a, tekið til endurmats. Þá er búið að byggja eina hæð ofan á húsið og lágt ris. Guð- mundur Guðlaugsson er þá orðinn eig- andi hússins. Eigninni er lýst á eftirfarandi hátt: „Urðarstígur 7 a (Kambur) hefur nú verið hækkað um eina lofthæð, svo þaö er nú tvílyft með lágu risi og kjallara undir 1/4 hluta þess. Allt er húsið byggt úr stein- steypu og með járnþaki á pappa og borða- súð. í því eru tvö loft úr járnbentri stein- steypu. Langskilveggur er úr steinsteypu, en aðrir skilveggir úr tré, ýmist veggfóðrað eða málað. Herbergjaskipan er hin sama á þessari nýju efri hæð eins og á neðri hæð- inni: Tvö íbúðarherbergi, eldhús, vatnssal- erni og gangur. Stigar eru úr steinsteypu." Árið 1954 bjuggu á Urðarstíg 7 a (Kambi) Guðmundur Guðlaugsson frá Garðaholti í Ölfusi, Guðfinna Guðmunds- dóttir, kona hans, frá Kambi í Holtum, Guðlaugur Guðmundsson, faðir húsbónd- ans, kona hans Guöfinna Guðmundsdótt- ir og Ingimunda Guðmundsdóttir, systir húsfreyjunnar. Guðmundur og Guðfinna skírðu húsið Kamb eftir æskuheimili Guð- finnu. Lengi átti heima á Urðarstíg 7 a (Kambi) Pálína Guðlaugsdóttir ljósmóðir. Hún fór lengi vel á hjóli í vitjanir til sæng- urkvenna víðsvegar um Reykjavík, eða þar til hún eignaðist bíl. Pálína þótti með af- brigðum farsæl ljósmóðir. Núverandi eigendur að Urðarstíg 7 a (Kambi) eru Guðmundur Jóhann Gub- mundsson og kona hans Anna María Guð- mundsdóttir. Guðmundur Jóhann er son- ur Guðmundar Gublaugssonar sem byggði ofan á húsið. Urðarstígur 7, húsið sem Elías Elíasson byggbi, er ekki lengur í eigu ættingja hans. En lengi bjó þár Aðalsteinn, sonur Elíasar og Jensínu. Halldóra B. Björnsson skáldkona kaup- ir húsið af Aðalsteini Elíassyni á árunum 1963 til 1964. Þab er athyglisvert að þegar Halldóra á ungdómsárum sínum kom fyrst til Reykjavíkur, leigbi hún herbergi í Fögrubrekku, húsi sem er handan götunn- ar, beint á móti Urðarstíg 7. Halldóra átti síðan heima á ýmsum stöðum í borginni þar til hún kaupir húsið þar sem hún bjó til æviloka. Urðarstígur 7 er í eigu dóttur Halldóru B. Björnsson, Þóru Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.