Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 31. maí 1996 Minnihluti sjávarútvegsnefndar: Veriö aö hefta athafnafrelsi íslenskra skipa á úthöfunum Úthafsveiöar á karfa. Minnihluti sjávarútvegs- nefndar Alþingis telur að með frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra um fiskveiðar utan efnahagslögsögu íslands veröi athafnafrelsi íslenskra skipa á úthöfunum skert ittun meira en þörf sé á vegna úthafsveiðisáttmála og þeirra alþjóðasamninga sem ísland sé aðili að. Frum- varpið gangi mun lengra en hafréttarsáttmáli Samein- uðu þjóðanna þar sem geng- ið sé út frá frelsi til veiða á úthöfunum sem meginreglu. Frumvarpib er í heild lagt fram til þess ab unnt sé að standa vib þá alþjóblegu samninga um veiðar á út- höfunum sem ísland er aðili ab og einnig til þess að stubla aö aukinni verndum fiskistofna á úthöfunum í ljósi ört vaxandi fiskveiöa og einnig í samræmi vib þróun hafréttarmála ab undan- förnu. í frumvarpinu er tek- ið fram aö úthlutun veibi- heimilda myndi ekki eigna- rétt eba óafturkræft forræbi einstakra aðila yfir veiði- heimildum. í áliti minnihluta sjávarút- vegsnefndar segir ab núgild- andi lög um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi íslands veiti sjávarútvegsráð- herra allar nauðsynlegar heimildir til þess að stjórna veiðum í samræmi við alþjóð- legar eða fjölþjóblegar sam- þykktir. Síldveiðisamningur Islendinga, Færeyinga, Norð- manna og Rússa frá því í vor kalli því ekki á neinar nýjar lagasetningar. Minnihlutinn telur að með frumvarpinu sé verið að af- henda sjávarútvegsráðherra mjög víbtækt vald til þess að stjórna veiöum íslenskra skipa á fjarlægum miðum nánast eftir eigin geðþótta sem engar alþjóðlegar samþykktir krefj- ist. Þá segir í áliti minnihluta sjávarútvegsnefndar að í veðri sé látið vaka að niðurstaða út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna kalli á skjóta laga- setningu. Það sé ekki rétt því engin þjóð hafi fullgilt þann sátt- mála sem ráðstefnan náði samkomulagi um og því verði talsvert löng bið eftir að samn- ingurinn öðlist gildi sem al- þjóðalög. Verði frumvarp sjáv- arútvegsráðherra að lögum verði Islendingar fyrstir allra þjóða til þess að setja stórfelld- ar takmarkanir á úthafsveiði- flota sinn og það muni gerast löngu áður en nokkur önnur fiskveiðiþjóð grípi til sam- bærilegra ráðstafana. í áliti minnihluta sjávarút- vegsnefndar kemur fram að frjálsræði til veiða á úthöfun- um hafi aflað íslendingum ómetanlegrar veiðireynslu á nýjum miðum og sé nú sá vaxtarbroddur í sjávarútvegi er skilað hafi bróðurpartinum af þeirri tekjuaukningu sem orðið hafi í þjóðarbúskapnum aö undanförnu. Minnihlutinn telur að verði frumvarpið sam- þykkt verði vegið að rótum þessarar útgerðar sem oröið gæti til þess að hún legðist að verulegu leyti niður sem yrði áfall fyrir þjóðarbúið. í frumvarpinu um fiskveiðar utan lögsögu íslands segir að öllum íslenskum skipum verði heimilaðar veiðar utan lög- sögu íslands með þeim tak- mörkunum sem leiða af lög- um og settum reglum. Ráð- herra skuli binda með reglu- gerð veiðar íslenskra skipa á úthafinu sérstökum leyfum sé það nauðsynlegt vegna al- þjóðlegra samningsskuldbind- inga landsins og verði veiðar í þeim tilvikum óheimilar án slíkra leyfa. Frumvarpið gerir ráð fyrir aö aðeins verði heim- ilt að veita skipum leyfi til veiða, innan þeirra takmarka sem reglugerðir setja, að eig- endur þeirra og útgerðir upp- fylli skilyrði laga um fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnu- rekstri og laga um rétt til að veiða í efnahagslögsögu ís- lands. í greinargerð með frumvarp- inu segir meðal annars að þar sem miklar breytingar hafi átt sér stað í úthafsveiðum frá því lög um úthafsveiðar hafi verið sett hafi verið orðin brýn þörf á endurskoðun þeirra. Ljóst sé að hin aukna sókn í fiskimiðin á úthafinu hafi leitt til ofveibi víða um heim og þjóðir heims hafi í vaxandi mæli gert sér grein fyrir fyrir því að koma verði í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar á úthöfunum. Allar deilur er sprottið hafa á und- anförnum árum um fiskveiðar á úthafinu hafi fært mönnum sanninn um nauðsyn bind- Meirihluti efnahags- og vib- skiptanefndar Ieggur til að felld verði inn í frumvarp um vöru- gjald, sem nú er til meðferðar á Alþingi, heimild til þeirra abila sem flytja inn eba kaupa innan- lands gjaldskyldar vörur til sölu í heildsölu til ab fá sérstaka skráningu hjá vibkomandi skattstjóra ab tilteknum skil- yrbum uppfylltum. Aðilum, sem skrábir yrbu með þeim hætti, yrði heimilað að flytja til landsins eba kaupa innanlands gjaldskyldar vörur af framleib- enda eba öbrum abila sem skrábur væri meb sama hætti án þess ab slík viðskipti stofni til greiðslu vörugjalds fyrr en vib sölu vörunnar. Meb þessu leggur meirihlutinn áherslu á ab stefnt verði að fullkomnu jafnræöi á milli innflytjenda og innlendra framleiðenda hvað afgreiðslufrest varðar. Með frumvarpinu um vöru- gjald er verið að koma til móts við aöildarþjóðir EFTA en eftir- litsstofnun samtakanna hefur gert ákveðnar athugasemdir vib álagningu vörugjalds hér á landi. andi samkomulags og örrar þróunar í hafréttarmálum. í áttundu grein frumvarps- ins er gert ráð fyrir að eftirlits- Eftirlitsstofnunin telur að núgild- andi lög um vörugjald brjóti í bága við 14. gr. EES-samningsins að tvennu leyti. Annars vegar með því ab greiðslufrestur vöm- gjalds sé mismunandi hér á landi eftir því hvort um innfluttar vör- ur sé að ræða eða innlendar fram- leiðsluvörur því greiða beri vöru- gjald af innfluttum vörum við tollafgreiðslu en ekki fyrr en við sölu þegar um innlendar fram- leiðsluvörur sé að ræða. Hins veg- ar telur eftirlitsstofnun EFTA að mismunandi gjaldstofn fyrir inn- fluttar og innlendar vörur brjóti í Uppselt er fyrir nokkru í all- ar bændaferbir sumarsins. Fjölmennasta ferðin verbur farin vestur um haf, um Nýja ísland, og síban Ontario í Kanada og Minnesota og Norður-Dakota í Bandaríkj- unum. Þá hefur verið ákveöið að mönnum Fiskistofu verbi heimilt ab fara í eftirlitsferðir með íslenskum fiskiskipum við veiðar utan fiskveiðilög- bága við EES-samninginn þar sem 25% áætlað heildsöluálag sé lagt á tollverð innfluttra vara að við- bættum tollum en ekki sé um sambærilegt álag á innlendar framleibsluvörur að ræða. í frumvarpinu um breytingu vörugjalda er lagt til að greiðslu- frestur verði samræmdur þannig að uppgjörstímabil allra gjald- skyldra aðila verði tveir mánuðir. Þá er lagt til að komið verði til móts við athugasemdir eftirlits- stofnunarinnar um mismunandi gjaldstofn með því að breyta vömgjaldi úr verbgjaldi í magn- efna til aukaferðar um Mið- Evrópu. Ferðin hefst 24. ágúst og verður komið heim 8. sept- ember. Flogið verbur til Frank- furt og þaðan ekið um Rínar- dal og Svartaskóg. Þýsku al- parnir verða einnig skobaðir, Týról í Austurríki ofl. Þekktir feröamannastaðir eru á þess- sögunnar. Þá er gert ráð fyrir að gjald verði greitt fyrir leyfi sem veitt verba á grundvelli þessara laga og einnig laga um stjórnun fiskveiða frá 1990. Þá skulu útgerðir skipa er fá út- hlutað veiðiheimildum greiða sérstakt veiðieftirlitsgjald vegna eftirlits meb veiðum skipanna. Meirihluti sjávarút- vegsnefndar Alþingis leggur til að veiðieftirlitsgjaldið skiptist annars vegar í fast ákveðið gjald á hvert kíló og hins veg- ar daggjald er taki mið af hlut- falli skipa með eftirlitsmann um borð. Meirihluti sjávarútvegs- nefndar telur aö með þessu fyrirkomulagi verði auðveld- ara að sjá fyrir kostnað útgerða vegna veiðieftirlitsins en ef gjaldið verbi mibab við ákveð- ið hámark eins og upphaflegur texti frumvarpsins gerir ráð fyrir. Stjórnarandstaðan stendur ekki saman að áliti minnihlut- ans því Steingrímur J. Sigfús- son, Alþýðubandalagi, skrifar undir álit meirihluta sjávarút- vegsnefndar með þeim fyrir- vara að lengri tíma hefði þurft til þess að fjalla um málið. Guðmundur Hallvarbsson skrifar einnig undir álit meiri- hluta með fyrirvara en aö áliti minnihluta standa: Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki og Svanfríður Jónasdóttir, Þjóð- vaka ásamt Guðnýju Guð- björnsdóttur, Kvennalista sem er áheyrnarfulltrúi í nefnd- inni. -ÞI gjald í þeim tilvikum þar sem þab er unnt. Þannig verði þyngd eða rúmmál vöru mæld í kílógrömm- um eða lítrum, gjaldstofn vöru- gjalds í stað þess að gjaldið sé reiknað af verðmæti vörunnar. Lagt er til að magngjald verbi lagt á ýmis matvæli, til dæmis sælgæti og drykkjarvörur einnig sykur, einangrunarvörur hjólbarða og aðrar gúmmívörur. Þá er gert ráð fyrir að vörugjald verði áfram lagt á sem verðgjald í þeim tilvikum þar sem ekki sé hægt að koma magngjaldi við. -Þl um slóðum og verður heilsað upp á bændur. Jafnframt er gert ráð fyrir að fara tvær ferðir í haust. Fyrri ferðin verður farin til Þýska- lands 25. október en seinni haustferðin verður farin til ír- lands, 12. nóvember. Frumvarp um vörugjald: Framleiðendum og innflytj- endum gert jafnt undir höföi Uppselt í allar bændaferöir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.