Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. maí 1996 17 Framsóknarflokkurínn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregið verður í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 562-4480. Framsóknarflokkurinn 26. þing Sambands ungra framsóknarmanna, Bifröst í Borgarfirbi 7.-9. júní 1996 Föstudagur 7. júní: Kl. 20.00 Setning — Guðjón Ólafur Jónsson, formaður SUF. Kl. 20.10 Kosning embættismanna: a) Tveggja þingforseta. b) Tveggja þingritara. c) Kjörnefndar. Kl. 20.15 Skýrsla stjórnar: a) Gubjón Ólafur Jónsson, formabur SUF. b) Þorlákur Traustason, gjaldkeri SUF. Kl. 20.45 Tillögur ab ályktunum þingsins. Kl. 21.30 Ávörp gesta — umræöur og fyrirspurnir. Kl. 22.45 Nefndastörf. Kl. 00.00 Óvæntar uppákomur. Laugardagur 8. júnf: Kl. 09.30 Morgunverður. Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 12.00 Hádegisverbur. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 15.30 Kaffihlé — uppákomur. Kl. 17.00 Afgreibsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. Kl. 18.00 Önnur mál — þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla — samdrykkja. Kl. 23.00 Dansleikur. Sunnudagur 9. júní: Kl. 09.30 Morgunverbur — brottför. Sumartími á flokksskrifstofunni Frá og meb 15. maí og fram til 15. september verbur opið á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Skrifstofa Framsóknarflokksins A EFTIR BOLTA KEMUR BARN... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERÐINNI" JC VÍK Tónleikar í Skarbskirkju, Holta- og Landsveit, föstu- daginn 31. maí kl. 22.00 og í Listasafni ís- lands sunnudaginn 2. júní kl. 17.00 Frumflutt verba 18 lög í gömlum stíl eftir Atla Heimi Sveinsson vi& ljó& Jónasar Hallgrímssonar. Einnig ver&ur flutt tónlist eftir Schubert og Sigurður Ingvi Snorrason ræ&ir um jónas og Schubert. Flytjendur: Signý Sæmundsdóttir, sópran Sigurlaug E&valdsdóttir, fi&la Sigurður Ingvi Snorrason, klarinett Hávarbur Tryggvason, kontrabassi Anna Gu&ný Guðmundsdóttir, píanó. Tónleikagestir geta fengib létta máltíð keypta á gisti- húsinu á Leirubakka, frá klukkan 19.00, á undan tón- leikunum í kvöld (Eki& er yfir Þjórsárbrú og síðan norð- ur í átt til Galtalækjar). Harðfiskur til sölu Bændur og félagasamtök ath. Vestfirskur harð- fiskur fyrirliggjandi. Ýsa og steinbítur. Verb meb vsk. kr. 1200 til 2000 pr. kg. Óskar Fribbjarnarson, s. 456 3631 og 456 4531. Fax 456 5431. Börnin tvö eru 2ja og 5 ára. hafast þeir ab Ólíkt hafast þeir að, frægu foreldrarnir, þegar kemur að umönnun og uppeldi barna sinna. Varla voru síðustu gestirnir horfnir á braut úr brúðkaupi þeirra Seans Penn, fyrrum enfant terrible Holly- wood, en nú strangheiðar- legs eiginmanns og föður, og Robin Wright þegar þau röltu í bæinn með börnin. Þar gæddu þau sér á sælgæti, mjólkurhristingum og öðru foreldravænu æti. Sennilega hefur Hugh Hefner verið upptekinn við aðra iðju sólarhringana eftir brúðkaup sitt en notalegar bæjarferðir með smábörnum. Og ekki hefðu margir foreldr- ar talið árlegt hóf Leikfangs ársins, Playmate of the Year, til heppilegustu leikvalla barna sinna. Hugh Hefner, stofnandi Playboyveldisins, hefur hins vegar hrærst í öör- um heimi heldur en vér meðaljónarnir og því hefur honum líklega ekki þótt ann- að viðeigandi en að leyfa börnum sínum, 4ra og 6 ára, að smakka á dásemdum lífs- ins og leyfa þeim að verða vitni að vali á Leikfangi árs- ins — nema ef vera skyldi að maðurinn hafi ekki komist yfir barnapíu fyrir kvöldið. Annars lítur Hefner á berrössufyrirtæki sitt sem fjölskyldumál, enda hefur eldri dóttir hans, Christie, þegar tekið yfir stjórnina á útgáfu tímaritsins Playboy. Þetta sjötuga unglamb hefur enn ekki hægt verulega á sér, en viðurkennir þó að hafa Sean og Robin lalla um í miö- bœnum og gœöa sér á sœlgœti. verið kominn undir sæng um hálf-ellefuleytið að kveldi af- mælisveislu sinnar sem hann hélt fyrir skömmu. Maðurinn, sem kveðst hafa sængað hjá yfir 1000 konum á lífsleiðinni, segir að núorð- ið séu gleðistundir sínar einkum við góðar samræður og fyrir framan imbann þeg- ar þar er sýndur eftirlætis- sjónvarpsþáttur hans — Strandverðir. ■ í SPEGLI TÍIVIANS Loks eftir átta ára stormasamt samband ákváöu þau aö gera sitt besta til aö tolla saman og játtu þvíhvort ööru frammi fyrir her stjarna. Stacy Sanchez var aö þessu sinni valin Leikfang ársins hjá Playboy. Hugh Hefner í veislunni ásamt eiginkonunni fögru, Kimberley Conrad, og börnum þeirra, Cooper 4ra ára og Marston sex ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.