Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1996, Blaðsíða 2
lO VINNUVELAR Föstudagur 31. maí 1996 Skipulag ríkisins gerir athugun á mati vegna um- hverfisáhrifa af völdum stœkkunar Hagavatns: Byggöur veröi 15 metra hár stíflugaröur Skipulag ríkisins hefur hafib athugun á mati á umhverfis- áhrifum vegna fyrirhugaör- ar stækkunar Hagavatns. Þab er Landgræðsla ríkisins sem er framkvæmdaaðili og eigandi mannvirkja ofan- greindrar framkvæmdar og hefur unnib frummat á um- hverfisáhrifum hennar. Reist verður 15 metra há stífla og vatnsborð þannig hækkað um 10,5 metra, allt þar til vatnsborð Hagavatns hefur hækkað það mikiö að vatn fer að renna út um útfall sem vatnið hafði á árunum 1929-1939. Við framkvæmdir þessar mun vatnið stækka úr 5 fer- kílómetrum í 13,5 fkm, en þá hefur vatnið náð hæð sem það hefur ekki náð síðan laust fýrir síðustu aldamót. Tilgangur framkvæmdarinn- ar er að færa gamlan vatns- botn Hagavatns á kaf í vatn og stöðva þannig áfok, sem ógnar gróðri á heiðum upp af Bisk- upstungum og Laugardal. Áætlaður framkvæmdatími er 3-4 mánuðir og stefnt er að framkvæmdum í sumar og haust. -PS Samningur á milli Vegageröar og dómsmálaráöuneytis um eftirlit meö ökuritum undirritaöur: Eftirlit með öku- ritum að hefjast VINNUVELAR Mmamm XÆiíiáQ ,-L Ý 3Ai SmiSshöfóa 14 • 132 Reykjavík Sími 567 2520 • Fax 567 8025 I1E!ZiiSÍimaSiSiOCSl2b1í3 Útvegum varahluti í JCB i Fiat-Hitachi Komatsu Caterpillar Liebherr • Case-Poclain • O&K Atlas Höfum á lager varahluti i flestar geröir dieselvéla: Deutz Benz • Volvo • Scania • MAN • Toyota • Nissan • Mitsubishi VARAHLUTIR • VINNUVÉLAR • LYFTARAR ii- 'Jfc KOLBENSCHMIDT A&S Almenna Skipaþjónustan ehf. Yfirverkstjórn á einni hendi. Erum í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í Grindavík í takt við nýja tíma - Þjónustustjóri Freygarður E. Jóhannsson Sími 426 7386 og 894 0386. Fax 426 7386. Netfang Intemet. as @ spornet.is Bjóðum aðgerðarþjónustu á fiski í Grindavík á vertíðinni. Höfum skip til að veiða afla fyrir fiskvinnslur. Sækjum fisk til annarra fiskmarkaða, gerum að afla, ísum í kör. Höfum birgðastöð á staðnum. Sendum hvert á land sem er Alhliða þjónusta við skip og áhafhir sem þurfa að leita hafhar suðvestanlands. Skipamálun og skipaviðgerðir Undirritabur hefur verið samningur á milli Vegagerbar ríkisins og dómsmálarábu- neytis um framkvæmd eftir- lits með ökuritum. Bjöm Ól- afsson, forstöðumaður þjón- ustudeildar Vegagerðar ríkis- ins, segir ab fljótlega í júní verði fariö af stab með eftirlit meb ökuritum. Talsverb óánægja er mebal eigenda og ökumanna vöm- og vöm- flutningabifreiða með ökurita þessa og eftir að upp úr við- ræbum á milli Félags vinnu- vélaeigenda og dómsmála- ráðuneytis slitnaði í vetur hef- ur allt stabib í stab hvað þab varðar. Björn segir reyndar að ekki sé búið að faggilda þau verkstæði sem eiga aö sjá um ísetningu ökuritanna, svo að þeir séu full- komlega löglegir, en sú vinna sé á lokastigi og fljótlega í júní eigi ekkert að vera að vanbúnaði. „Við munum frá þeim tíma framfylgja þeim lögum og reglugerðum sem settar hafa verið. Það eru reyndar ekki allir bílar komnir með ökurita, en eftir að búið er að faggilda verk- stæðin þá dugar að hafa pantað- an tíma í ökuritaísetningu til að vera ekki brotlegur," segir Björn. Alls er um aö ræða um sex þúsund ökutæki, sem sam- kvæmt lögunum eiga að vera með ökurita, en Björn segist ekki geta slegið á hversu margir þeirra eru komnir meb ökurita nú þegar. Hins vegar séu allir nýrri bílar með slíka ökurita og býsna margir aðrir. Vérkstæðin sem sjá um ísetn- ingu á mælunum og um frá- gang á þeim, verða á bilinu 5-7 talsins. Þau fá sérstakt starfsleyfi frá dómsmálaráðuneytinu að undangenginni löggildingu frá Löggildingarstofunni. „Málið er að komast á það stig að þessi mál liggi ljós fyrir, þannig að þá er hægt að gera þetta alveg lög- lega." Brot á lögum um notkun öku- rita varða vib umferðarlög, eru meðhöndluð sem slík og refs- ingar byggjast á þeim. Umferð- arlögin taka þó ekki sérstaklega til brota af þessu tagi. „Þab er ekki búið að ganga frá neinum sérstökum refsiákvæðum í þessu sambandi, en það verður dómara í hverju máli að meta refsinguna. Menn eru einfald- lega ab brjóta umferðarlög og geta því lent í vondum málum ef þeir brjóta lögin illa." Vegagerðin mun sjá um allt eftirlit með notkun ökurita og verbur það gert samhliða eftir- liti með þungaskatti og stærð og þyngd ökutækja. „Við verðum með fjóra eftirlitsbíla á vegum landsins til eftirlits, auk þess sem eftirlit mun fara fram þegar lesið er af mælum vegna þunga- skatts og við almenna skobun. Þar að auki mun verða fylgst meb ástandi mæla." Björn segist hins vegar vilja taka fram að þrátt fyrir ab eftir- litið sé að hefjast, þá muni það fara frekar hægt af stað og það sé vilji til þess að menn fái tæki- færi til að koma sínum málum í lag. -PS Vebur gerir vinnuvélaeigendum erfitt fyrir: Snjóléttur vet ur erfiöur Vegna snjólétts veturs víða um land sem og á höfuöborgar- svæðinu hefur verið minna ab gera hjá þeim aðilum sem tekib hafa að sér að sjá um snjóruðn- ing fyrir einkaabila og hið opin- bera og veturinn því þeim erfiö- ur. Að sögn Kristínar Sigurðardótt- ur, frkvstj. Félags vinnuvélaeig- enda, má þó segja að vegna þess hve útboð Vegagerðarinnar á síð- asta ári var seint, þá hafi það að einhverju leyti hjálpað til í vetur. Hins vegar komi á móti nú að þegar vegaáætlun hafi veriö skor- in niður um 1 milljarð, hafi þurft ab fella mörg verkefni víða um land nibur, s.s. framkvæmdir við neðsta hluta Ártúnsbrekku og mörg önnur smærri verkefni. Þetta bætist við lélegan vetur, en engu að síður eru þó mörg önnur verkefni í gangi. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.