Tíminn - 04.06.1996, Side 4

Tíminn - 04.06.1996, Side 4
4 Þriðjudagur 4. júní 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Cuðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerö/prentun: Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hagræöing sem hefur táknrænt innihald Saga Evrópu þessa öld er mörkuð af stórátökum milli stór- velda í álfunni. Þessi átök leiddu af sér tvær heimsstyrjald- ir, sem hafa ööru fremur mótað heimsmyndina í þessum heimshluta allt fram á þennan dag. Það er ekki ofsögum sagt að Bretar og Þjóðverjar hafi verið pólarnir í þessum átökum, auk þess sem þriðja stór- veldið Frakkar hafa komið mjög við sögu. Eftir hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar var Evrópa í sárum, og allir þekkja máltækið um að erfiðara sé að vinna friðinn heldur en styrjaldir. Heimsmynd eftirstríðsáranna byggðist á skiptingu Evrópu, milli gjörólíkra hugmynda- kerfa. Jafnframt leituðust stjórnmálamenn í Vestur-Evr- ópu við að fóta sig í nýjum veruleika. Eftir fyrri heimsstyrj- öldina beindust friðarsamningarnir að því að þjarma að þeim sigraða með stríðsskaðabótum, en eftir síðari heims- styrjöldina hafði blóðug og bitur reynsla kennt að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og hafist var handa um stuðning við þau ríki, sem illa höfðu orðið úti, jafnframt því sem efnt var til náinnar samvinnu á efnahagssviðinu sem leiddi til Evrópusambandsins eins og það er í dag. Þór Whitehead sagnfræðingur hefur rannsakað sérstak- lega atburði fjórða og fimmta áratugs aldarinnar hér á landi, aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari og styrjald- arárin og þann jafnvægisdans sem íslendingar urðu að stíga fyrstu árin sem hlutlaus þjóð. Hann hefur gefið út einkar fróðlegar bækur um þetta efni. Þær fjalla um umsvif Breta og Þjóðverja hér á landi og umsvif þýska sendiráðs- ins hér og tengsl ráðamanna frá báðum ríkjunum inn í ís- lenska stjórnkerfið. Öll diplómatísk samskipti við þessar þjóðir á þeim árum voru spennu hlaðin, en þáttaskil urðu með innrás Breta. Hermenn þeirra höfðu ekki fyrr lagst að landi í Reykjavík, en haldið var að þýska sendiráðinu til þess að handtaka þá sem þar stýrðu málum. Meira en hálf öld er síðan þessi saga gerðist og mikið vatn er runnið til sjávar. íslendingar hafa átt afar góð sam- skipti við Breta og Þjóðverja í hinni nýju Evrópu, sem reis upp úr rústum styrjaldarinnar. Sendiráð okkar í þessum tveimur löndum hafa gegnt mikilvægu hlutverki í utanrík- isþjónustunni og báðar þjóðirnár hafa alla tíð haft sendi- herra hér á landi, sem hafa gegnt þýðingarmiklu hlutverki í samskiptum við þessar nágranna- og vinaþjóðir. Nú hefur sá atburður gerst að Bretar og Þjóðverjar hafa sameinast um sendiráðsbyggingu hér í Reykjavík og var hún opnuð um síðustu helgi. Þó fyrir þessu kunni að vera hagrænar ástæður, getur fyrir okkur íslendinga í ljósi sög- unnar varla betra tákn um þann breytta heim sem við lif- um í. Átök milli Þjóðverja og Breta eru fólki svo fjarlæg í dag sem þau voru nálægur og ógnvænlegur raunveruleiki á fyrri hluta aldarinnar. Samstarf um sendiráð er ekki algengt, en að sögn Malc- olms Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, er opnun sendi- ráðsins í Reykjavík söguleg stund og gæti verið vísir að því sem koma skal í þessum efnum. Þjóðir innan Evrópusambandsins skortir ekki ágrein- ingsefni, eins og dæmin sanna. Hins vegar er náið alþjóð- legt samstarf stjórnvalda á hvaða sviði sem er líklegast til þess að tryggja frið og framfarir. Sameiginlegt sendiráð Breta og Þjóðverja hér á landi er tákn um árangur í slíkri viðleitni. Aödáun smáþjóöar Það verður ekki ofsögum sagt af drifkrafti og ár- angri íslendinga þegar þeir taka sig til. Fáar þjóðir státa af öðrum eins afrekum á hvaða sviði sem hægt er að taka til, sé miðað við höfðatölu. Nú er meira að segja svo komið að árangurinn er orðinn slíkur að það að nota höfðatöluna við samanburð og viðmiðun er beinlínis orðið ósanngjarnt — ekki gagnvart íslendingum — heldur öllum hin- um. Islendingar eru nefnilega orðnir svo skolli magnaðir. í popptónlistarbransanum hefur fulltrúi íslend- inga slegið rækilega í gegn og verið eitt heitasta átrúnaðargoð unglinga í hinum ______________ vestræna heimi undanfarin ár. Hér er að sjálfsögðu átt við Björk Guð- mundsdóttur, hina geðþekku Reykjavíkurmær sem heillar fólk með sakleysis- legri framkomu. Þeir sem draga þá ályktun af framkomunni að stúlkan sú sé barnaleg eða telja hana einhvern kjána hafa rækilega rangt fyrir sér eins og hún hefur sjálf sýnt og sannað undanfar- ið. Þarna fer hæfileikaríkur og eldklár einstakling- ur sem sameinar í sjálfum sér lista- og bisness- manninn. Bifvélavirkinn frá Akureyri í klassíkinni eiga íslendingar líka fulltrúa sem þeir geta litið til með stolti. Það er að sjálfsögðu hetjutenórinn Kristján Jóhannsson, bifvélavirk- inn frá Akureyri, sem fann sér nýjan starfsvett- vang. Þar fer maður sem trúir á sjálfan sig, mátt sinn og megin, og hefur náð árangri í samræmi við það. Hann hefur m.a. verið fyrsti íslendingur- inn til að syngja í mörgum af stærstu og frægustu óperuhúsum heims. Báðir þessir einstaklingar hafa rutt veginn fyrir aðra sem á eftir koma. Ungir íslenskir popptón- listarmenn eru að gera garðinn frægan á erlendri grund í kjölfar gegnumbrots Bjarkar og nú hafa meira að segja tveir íslendingar sungið í sömu sýningu á Scala. Þar slógu íslendingar fjandvinum sínum Norðmönnum örugglega ref fyrir rass. Það er meira að segja stutt í það að íslendingar geti státað af þremur stórtenórum, það vantar bara einn tenór upp á. Við höfum átt Kristján og á dög- unum var Jón Rúnar Arason að bætast í hópinn — nú vantar bara einn stórtenór til að búa til hóp __________________ sem getur tekið við af þeim g“ PP| þremur stóru sem hingað til ^*^***"”__________ hafa einokað toppinn — Pava- rotti, Domingo og Carreras. Sá er sennilega að mjólka kýr eða gefa fé í borgfirskum dal eða skagfirskri sveit. Að vera brimbrjótur En það er ekki heiglum hent að vera brimbrjót- ur eins og þau Kristján og Björk. Einhvernveginn hefði mátt ætla að sporgöngumennirnir fögnuðu þeim sem ryddu veginn og landinn gleddist al- mennt yfir listasigrunum, en það er öðru nær. Menn sjá vart útúr augum af öfund og illgirni. Líkingar eins og „þokulúður" og „smástelpa" eða aðrar verri ganga milli manna í daglegu tali um þá sem skara frammúr. Smámenni smáþjóðarinn- ar sýna aðdáun sína á afreksmönnum nefnilega oft á ansi sérkennilegan hátt. í raun og veru er það merkilegt að nokkur íslendingur skuli láta sér detta í hug að ná árangri nokkursstaðar. Garri Karlremban og herra Nan Fullyrt er að kosningabarátt- an fyrir forsetakosningarnar sé komin á fullt. í fréttum ljósvakans um helgina og í blöðum var talsverð umfjöll- un um kosningarnar og á Stöð 2 voru forsetakosningar burðarfrétt í a.m.k. tveimur fréttatímum, hvorki meira né minna. Það vekur sérstaka ánægju að fylgjast með því á hversu háu plani og hversu málefnaleg kosningabaráttan viröist ætla að verða. Gott dæmi um þetta ris baráttunn- ar eru spurningarnar um karl- rembuframboð annars vegar og herra Nan hins vegar. Bragi Bergmann, blaða- maður og knattspyrnudómari á Akureyri, sem jafnframt er yfirlýstur stuðnings- maður Péturs Hafsteins og leikari í auglýsingum fyrir hann, tjáði sig um það í viðtali að hann teldi að slagurinn stæði milli Péturs og Ólafs. Bragi gaf þá skýringu m.a. að almenningur vildi ekki konu sem forseta, vegna þess að fólk treysti ekki konu til að feta í fótspor Vigdísar og því vildi fólk fá karl í embættið. Þessi röksemda- færsla Braga getur að vísu varla flokkast með því djúphugsað- asta eða spaklegasta sem frá honum hefur komið, enda kannski erfitt að sjóða saman skotheldar kenningar í beinni útsendingu, þó svo að menn vilji ná sem bestri vígstöðu fyrir sinn mann. „Hörö viöbrögöy/ Og þó alþýðan hafi kannski ekki skilið að hug- leiðing Braga var stórfrétt, þá skildu þeir Stöðvar- menn mikilvægi hennar í fréttaleysi helgarinnar. Og svo virðist sem forsetaframbjóðendurnir hafi líka skilið þetta mikilvægi, því kvöldið eftir kom framhaldsfrétt um „hörð viðbrögð" þeirra við um- mælum Braga. í framhaldsfréttinni var Guðrún- unum mikið niðri fyrir þegar þær stillu Braga upp sem úreltri karlrembu og gáfu þar með til kynna að framboð Péturs væri gamaldags karlrembu- framboð, sem væri auðvitað eitthvað annað en þeirra framboð sem væru nútíma jafnréttisfram- boð. Pétur sjálfur kom svo fram fyrir myndavél- arnar til að bera af sér sakir um að vera í forsvari karlrembuframboðs og sór af sér og framboðinu skoðanir Braga Bergmann og tilkynnti að hann teldi forsetakosningarnar ekki snúast um kynhlut- verk. Og þegar hér var komið í framvindunni í málefnabaráttu kosningaslagsins, var ljóst, kjós- endum eflaust til mikils léttis að það voru engin karlrembuframboð í gangi að þessu sinni. Hvenær hitti Olafur herra Nan? En Adam var ekki lengi í Paradís, því þó svo að engin karlrembuframboð léku lausum hala, var ljóst af fréttum og blaðaskrifum helgarinnar að mjög alvarleg álitamál voru uppi í tengslum við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Spurning helgarinnar var nefnilega hvort Ólafur Ragnar hafi bitt herra Nan og konu hans áður en hann varð ræðismaður íslendinga í Indlandi eða hvort Ólafur hafi aðeins hitt herra Nan eftir að hann varð ræðismaður. Tengt því er spurning- in um það hvort Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, var einn ábyrgur fyrir því að herra Nan varð ræðismaður eða hvort Ólafur Ragnar átti þar einhvern hlut að máli líka. Þessi mikla spurning varð sem betur fer ekki út- undan í fréttum helgarinnar, þó ekki hafi náðst niðurstaða í málið svo öruggt sé, og enn stendur orð gegn orði. Sigurður Helgason fullyrðir nefni- lega að Ólafur hafi ekki hitt herra Nan fyrr en eft- ir að hann varð ræðismaður, en Ólafur Ragnar segist þvert á móti hafa hitt herra Nan og konu hans einu sinni og bundist þeim miklum vináttu- böndum áður en herra Nan varð ræðismaður ís- lendinga í Indlandi. Aukinheldur hefur Ólafur Ragnar upplýst að hann talaði um herra Nan í boði á heimili sínu, að Sigurði Helgasyni við- stöddum, þar sem hann þakkaði Sigurði fyrir framlag hans og hjálp við að gera herra Nan að ræðismanni. Því miður hefur ekki fengist úr því skorið svo óyggjandi sé hvenær Ólafur Ragnar hitti herra Nan og hlýtur það að teljast til brýn- ustu verkefna í þessari kosningabaráttu að eyða óvissu um þetta mál. Ekki er að efa að niðurstaða fáist um þetta fljótlega, enda ljóst að menn munu leggja sig alla fram við að halda kosningabarátt- unni á sem hæstu plani. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.