Tíminn - 04.06.1996, Qupperneq 5

Tíminn - 04.06.1996, Qupperneq 5
* wta'h.'ífW1 ,' ppr mni un hiiif.TCt Þri&judagur 4. júní 1996 Ögmundur Jónasson: 5 Hvað er svona nútímalegt við Halldór Blöndal? Að undanförnu hefur und- irritaður hvatt til um- ræðu um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera Póst og síma að hlutafélagi. í því skyni var m.a. birt grein hér í Tímanum þar sem settar voru fram röksemdir gegn þessari ákvörbun. Undirfyrirsögn greinarinnar var: Áskorun til kjósenda Framsóknarflokksins, en í greininni voru þeir hvattir til að knýja fulltrúa sína á þingi til að rökstyðja hvers vegna þeir styddu þessa ákvörbun. Ekki veit ég hvort kjósendur Fram- sóknarflokksins hafa haft sam- band við „sína menn", en hitt veit ég að fjöldi þeirra hefur haft samband við undirritaðan og lýst sig andvíga ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Á laugardag birti Tíminn við- tal við þann mæta mann Magn- ús Stefánsson, þingmann Fram- sóknarflokksins og fulltrúa flokksins í samgöngunefnd Al- þingis, þar sem hann skýrði hvers vegna hann er hlynntur því að Póstur og sími verði gerð- ur að hlutafélagi. Skýringar Magnúsar byggja að verulegu leyti á því að vísa til þess hvað aðrar þjóðir geri, en þetta er sami málflutningur og sjálf- stæðismenn hafa haft uppi og rúmast nánast í fimm orðum: Allir eru að gera það. Þetta eru hins vegar engin rök, og sannleikurinn er sá að ákvarðanir sem teknar hafa ver- ið á öldufaldi frjálshyggjutísk- unnar víðs vegar um heiminn, jafnt á þessu sviði sem öðrum, hafa í mörgum tilvikum reynst hafa skaðvænleg samfélagsleg áhrif. En það er ekki fyrr en af- leiðingarnar koma í ljós, löngu eftir að breytingarnar eru gerð- ar, að fólk vaknar af dvalanum og áttar sig á því hvað raunveru- lega hafi gerst. Mikil velta kallar á að- hald en ekki abhaldsleysi í viðtalinu við Magnús Stef- ánsson er hann spurður hvað knýi á um breytt rekstrarform Pósts og síma. Magnús segir m.a.: „Fjárhagsleg velta Póst- og símamálastofnunar er allt ab 12 milljarðar króna á ári, en vegna núverandi rekstrarforms heyrir hún beint undir fjárlög íslenska ríkisins, og þar með beint undir Alþingi með allar stærri ákvarð- anir. Þetta er að mínu mati mjög óeðlilegt rekstrarform fyr- irtækis af þessu tagi og samrým- ist á engan hátt nútímalegum stjórnunarháttum." Nú er það svo að peningaleg velta til dæmis heilbrigðiskerfis- ins og menntakerfisins er mikil og reyndar miklu meiri en hjá Pósti og síma, án þess að það í sjálfu sér séu rök fyrir því að einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið. Hitt er þvert á móti mikilvægt að starfsemi, sem hefur yfirburðastöðu á markaði og er líkleg til þess ab halda henni áfram, hafi raun- verulegt eftirlit frá samfélaginu. Það er reyndar algert grundvall- aratriði að fyrirtæki, sem starfar við slíkar aðstæður, búi við að- hald. Þetta getur að mínu viti verið á tvennan hátt: Annars "Ekki fæ ég skilið þá hlutafélagavœðingu sem byggir á því að setja þetta dýrmœta fyrirtœki undir þann mann einan. Hvað er svona nútímalegt við Halldór Blöndal? Ég stóð íþeirri trú að al- mannavald vœri nú- tímalegra en fámenn- isvald.,, vegar með því að setja viðkom- andi starfsemi undir almanna- vald, eins og raunin hefur verið með Póst og síma hingað til, eða með því að láta markaöinn um eftirlitið, neytendur og hlut- hafa, það er að segja notendur og eigendur. Almannavald er nútíma- legra en fámennisvald Hvorugt á að gera á viðunandi hátt með Póst og síma hf. Það á að færa stofnunina undan al- mannavaldi, án þess að skapa eftirlit úr annarri átt. Bæði stendur til að hafa gjaldskráreft- irlit og hlutafélagavæöingin á, að minnsta kosti fyrst um sinn, að felast í einu hlutabréfi sem heyri undir einn mann, sam- gönguráðherra, sem nú er Hall- dór Blöndal eins og kunnugt er. Ekki fæ ég skilið þá hlutafélaga- væðingu sem byggir á því að setja þetta dýrmæta fyrirtæki undir þann mann einan. Hvab er svona nútímalegt við Halldór Blöndal? Ég stóð í þeirri trú að almannavald væri nútímalegra en fámennisvald. í skjóli fá- mennisvalds hefur það hins vegar gerst í einkavæddum fyr- irtækjum sem búa við takmark- að aðhald — ekki bara á Bret- landi og Nýja-Sjálandi, heldur einnig á Noröurlöndum og víð- ar — að forstjórarnir og hinir nýju tilsjónarmenn hafa rakað ab sér launum og hlunnindum, en lægst launaða fólkið hefur borið skarban hlut frá borði. Póstur og sími bæöi sveigj- anlegur og skjótvirkur Staðreyndin er sú að það er rangt sem haldið er fram, að fyr- irtæki í eigu ríkisins geti ekki tekið þátt í markaðsviðskiptum, keypt hlutabréf í öðrum fyrir- tækjum, stofnað dótturfyrirtæki og þar fram eftir götunum. í þessu skyni nægir ab setja sérlög eins og reyndar hefur verið gert um stofnanir sem almenningur á og keypt hafa hlutabréf í fyrir- tækjum, s.s. Hafrannsóknar- stofnun, Vegagerðina og Há- skóla íslands. Reyndar er það svo að Póstur og sími hefur, við núverandi eignarform, átt hægt með að taka þátt í framförum og tækninýjungum, s.s. lagningu sæstrengs og ljósleiðara, sem gert hefur það að verkum að Póstur og sími býður upp á ódýrustu innanlandssímtöl í heiminum og góða og stöðugt batnandi þjónustu. Óskilgreint tal um skjótar ákvaðanir gengur ekki sem rök- semd fyrir þessari breytingu þegar tínd eru til dæmin sem sýna fram á að stofnunin hefur, við núverandi rekstrarform, ver- ið í stakk búin til ab taka skjótar VETTVANGUR ákvarðanir, eða skyldu menn vera búnir að gleyma skjótum viðbrögðum þegar ákveðið var meb mjög skömmum fyrirvara ab boba til leiðtogafundar hér á landi fyrir tíu árum? Póstur og sími brást við með þeim hætti að athygli vakti. Einnig er rétt að spyrja hvort menn virkilega trúi því ab í stórum hlutafélög- um, sem velta milljörðum, komi ekki margir að máli? Hvort einhvers staðar sé litið á það sem sérstaka dyggð að fjár- festingar, sem nema hundruð- um milljóna eða milljörðum, séu ekki undirseldar ákvörðun- um og eftirliti margra aðila? Hlutafélagavæbing er leib til einkavinavæöingar Auðvitað má spyrja hvort eðlilegt sé að láta Póst og síma skila eins miklum fjármunum til ríkissjóðs og gert hefur verið, hvort ekki sé þörf á að nýta þessa fjármuni til að lækka sím- gjöld enn frekar og til ab hækka laun starfsmanna. Hitt er ég ekki í nokkrum vafa um að þjóðfélagið hefur ekki efni á því að láta arðinn af þessari starf- semi renna til fjárfesta, sem koma til með að eignast þessa stofnun eins og gerst hefur alls stabar þar sem farið hefur verið út á þessa braut. Nær alls staöar hefur verið fullyrt að ekki standi til að selja. Reyndar er einka- væðingarsinnum ráðlagt af sér- fræðingum að segja þetta til að róa almenning, en alls staðar hafa þessi loforð verið svikin, enda hefur það runnið upp fyrir mönnum ab markmiöið með breytingunni er, þegar allt kem- ur til alls, að nýta til hins ýtrasta öll tæki markaðarins, þar á með- al aðhald frá hluthöfum og stöðugar kröfur þeirra um arð- semi og hagnað. Hlutafélaga- væðing án hluthafa er fyrir- brigði sem ekki stenst til fram- búðar, staðhæfa menn á borð við Hrein Loftsson, formann framkvæmdanefndar ríkis- stjórnarinnar um einkavæð- ingu. En hvers vegna halda menn hinu gagnstæða fram? í besta falli er um að ræða sjálfsblekk- ingu góðviljaðra manna, sem þrá heitt og innilega að teljast nútímalegir í hugsun og standa í þeirri trú að hlutafélög séu nú- tíminn uppmálaður. í versta falli er um að ræða blekkingu gagnvart almenningi, og því miður hef ég þá trú að frjáls- hyggjudeild Sjálfstæðisflokksins sé ekki saklaus af því í þessu máli. Hún vill öllu kosta til að fá fyrirtækið á markað, þannig að einkavinavæðingarveisluhöld aldarinnar geti hafist. Ákvörbun um eitt gjaldsvæbi tengist ekki þessari umræbu Til að slá á umræðu um þessa breytingu á Pósti og síma hefur verið ákveðið að gera landið að einu gjaldsvæði í júlíbyrjun árið 1998. Ég tel þetta vera til góðs, en vek athygli á því að fram höfðu komið tillögur um aö flýta þessari ákvörðun. En aðal- atriðið er að menn geri sér grein fyrir því að þetta hefur ekkert að gera með ríkisfyrirtæki eða hlutafélag, en það liggur þó í augum uppi að auðveldara er að hafa áhrif á stofnun í eigu al- mennings en í einkaeigu, þótt vissulega sé hægt að setja al- mennar reglur um starfsemi fyr- irtækja og stofnana varðandi verðlag og skipulag. Það hefur reyndar verið gert gagnvart einkavæddum almenningsfyrir- tækjum til dæmis á Bretlandi. Þar hafa verið settar á fót miklar eftirlitsstofnanir í þessu skyni. Mun þessi starfsemi vera sá hluti efnahagslífsins sem þenst hvað örast út þar í landi nú um stundir: eftirlitsiðnabur sem hefur það verkefni að fylgjast meb því að einkavædd al- mannaþjónusta komi almenn- ingi ekki illa. Þetta nýja skrif- ræðiskerfi er þegar farið að kosta skattborgarann sitt, og þykir mörgum að þessi lausn eigi meira skylt vib Sovétríkin gömlu en þá „nútímavæðingu" sem einkavæðingarsinnar guma af. Rangt ab réttindi starfs- manna hafi veriö tryggb Að lokum er naubsynlegt að gera athugasemd við þá fullyrð- ingu Magnúsar Stefánssonar al- þingismanns að starfsmenn haldi réttindum sínum óskert- um. Þetta er enn ófrágengið. Starfsmenn hafa fagnað yfirlýs- ingum um að þetta verði gert. Hins vegar hafa þeir kvartað yfir því að enn hafi ekki verið frá þessum málum gengið, og vil ég gera ab lokaorðum niðurlag yf- irlýsingar sem kom frá for- mönnum Félags íslenskra síma- manna og Póstmannafélags ís- lands nú fyrir helgi: „Réttinda- mál starfsmanna Pósts og síma eru algerlega í lausu lofti og starfsfólk því eölilega mjög ugg- andi, verði frumvarpið um hlutafélagsvæðingu Pósts og síma afgreitt fyrir þinglok, sem því miður allt virbist benda til nú." Nema náttúrlega hófsamir skynsemdarmenn úr stjórnar- liðinu á Alþingi grípi í taumana. En þá þurfa líka slíkir menn að vera til staðar. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.