Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 6
Þribjudagur 4. júní 1996 Fjármagnstekjuskattur aö lögum á þessu þingi: Mun verða hvati til að stofna einkahlutafélög Gert er ráð fyrir aö frumvarp um fjármagnstekjuskatt verði ab lögum fyrir þinglok í þess- ari viku. Meginefni frumvarps ríkisstjórnarinnar er ab lagbur verbi 10% skattur á fjár- magnstekjur einstaklinga, þar á mebal vexti, verbbætur, af- föll, gengishagnab auk tekna af hlutdeildarskírteinum, arbi, leigu húsnæbis og sölu- hagnabi. Frumvarpib gerir ráb fyrir ab áfram verbi lagbur 42 til 47% skattur á rekstrar- hagnab einkaabila. Einnig er gert ráb fyrir ab fjármagns- tekjuskatturinn verbi inn- heimtur í stabgreibslu eftir því sem vib verbur komib, en endanlegt uppgjör fari fram meb skattframtali. Þá er gert ráb fyrir ab einstaklingum verbi heimilt ab nýta persónu- afslátt sinn til greibslu fjár- magnstekjuskatts án sérstaks fritekjumarks og skatturinn verbi því heildarskattur er reiknist af öllum vaxta- og fjármagnstekjum án frádrátt- ar vaxta eba annars kostnab- ar. Nokkrir þingmenn stjórnar- andstöðunnar lögöu á liönum vetri fram annað frumvarp um fjármagnstekjuskatt þar sem gert er ráð fyrir nokkuð annarri útfærslu hans en í stjórnarfrum- varpinu. Efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis hefur af- greitt stjórnarfrumvarpið um málið, en frumvörp stjórnar- andstöðunnar hafa ekki verið afgreidd frá nefndinni. Þing- menn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarp ríkis- ÓB — ódýrara bensín gegn sjálfsafgreibslu þribji val- kosturinn hjá Olís: Olís opnar mannlausar bensínstöðvar í sumar Olís ætlar ab opna nýjar sjálfvirkar bensínstöbvar undir nafninu „ÓB — ódýrt bensín" og mæta þannig „greinilegum áhuga stórs hluta vibskiptavina á að af- greiba sig sjálfir gegn lægra verbi", eins og segir í til- kynningu frá Olís. Stöðvarn- ar veröa opnar allan sólar- hringinn, enda mannlausar með sjálfsala þar sem hægt verbur ab nota seðla jafnt og kort. Fyrsta stöðin verður opnuð í ágústmánuði vib stórmarkab Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. „Þannig er Olís fyrst ís- lenskra olíufélaga að bjóða sínum viðskiptavinum upp á þrjú þjónustustig í samræmi við þá þróun sem orðið hefur erlendis," segir í tilkynningu frá félaginu. I fyrsta lagi fulla þjónustu með verslun og af- greiðslu á bílinn. í öðru lagi sjálfsafgreiðslu á lægra verði, en með verslun og annarri þjónustu. Og í þriðja lagi sjálf- virkar ódýrar stöðvar. ¦ stjórnarinnar harðlega og sagði Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, sem látið hefur sig málið miklu varða, að frumvarp stjórnar- flokkanna snérist í raun aðeins um að taka upp 10% skatt á vexti og hins vegar að lækka skatta af eignatekjum og sölu- hagnaði úr 42 til 47% í 10%. Hann sagði að þótt 10% vaxta- skattur sé nokkur betrumbót, væri einnig verið að hygla fjár- magnseigendum og stuðla að því að einstaklingar freistist til þess að taka tekjur sínar fremur í arðgreiðslum til þess að komast hjá því að þær verði skattlagðar sem launatekjur. í áliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir meðal annars að frumvarp ríkisstjórn- arinnar fjalli ekki um að taka upp fjármagnstekjuskatt, heldur að samræma skattlagningu á sumar fjármagnstekjur, einkum með því að lækka skatta á þeim. Til að samræma alla skattlagn- ingu fjármagnstekna sé ekki nóg að taka upp 10% skatt á vaxtatekjur, því þrátt fyrir þá skattlagningu þurfi einstakling- ar, sem stunda sjálfstæðan at- vinnurekstur í eigin nafni, áfram að greiða 42 til 47% tekjuskatt. í greinargerð minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir einnig að almennt ríki ekki pólitískur ágreiningur um að skattleggja beri vaxtatekjur hér á landi. Allir stjórnmálaflokkar hafi lýst stuðningi við slíka skattlagningu og ríkisstjórnin hafi upptöku hans á stefnuskrá sinni. Fjármagnstekjuskattur njóti því almenns stuðnings innan þingsins, þótt komið hafi fram andstaða við hann af hálfu nokkurra þingmanna Sjálfstæð- isflokksins. Minnihluti efna- hags- og sviðskiptanefndar bendir einnig á í áliti sínu að fjármagnstekjur séu skattlagðar í langflestum nágrannalöndum okkar og tilkoma álagningar fjármagnstekjuskatts hér á landi lúti því að samrýmingu á skatta- reglum. Ástæður þess að fjár- magnstekjuskattur hafi ekki ver- ið tekinn upp hér á landi séu sprottnar af pólitískri andstöðu fram til þessa og ótta við að hann hafi neikvæð áhrif á sparnað og skapi hugsanlegan fjármagnsflótta. í umsögn frá skattrannsókna- stjóra um frumvarpið kemur fram að um verulega hagsmuni verði að ræða fyrir einstaklinga í atvinnurekstri að stofna til einkahlutafélaga og taka síðan greiðslu frá þeim í formi arðs. Ríkisskattstjóri tók í sama streng og skattrannsóknastjóri í sinni umsögn og taldi að ef allar fjár- magnstekjur verði skattlagðar með mun lægri skattprósentu en launatekjur, muni það ör- ugglega hafa þau áhrif að þeir aðilar, er eigi þess kost, muni taka laun sín út sem arð, vexti og leigu. -ÞI Stórstúkan þakkar toll- vörbum: Vill harðari viðurlög gegn smyglurum Á nýafstöðnu umdæmisstúku- þingi var eftirf arandi álykt- un samþykkt: „Umdæmisstúku- þingið þakkar tollvörðum skel- egga framgöngu við leit að fíkniefnum og væntir þess að stjórnvöld veiti aukið fé til þess- ara aðgerða; jafnframt verði sektir hækkaðar og viðurlög hert við innflutningi og sölu á eiturefnum. Þá verði leitað allra ráða til að hafa hendur í hári þeirra sem fjármagna og standa á bak við innflutning og sölu eiturlyfja." Flutningsmenn tillögunnar voru Hilmar Jónsson, Helgi Selj- an og Jens Guðmundsson. -BÞ Karl Sighvatsson tónlistarmaöur lést íbílslysi á Hellisheiöi fyrir réttum 5 árum. Minnisvaröi um Karl var afhjúpab- ur í nágrennislysstabarins á sunnudag og sama dag voru haldnir orgeltónleikar til minningar um Karl íHall- grímskirkju. Á myndinni eru frú Vigdís Finnbogadóttir, prófessor Qerhard Dickel sem lék á orgelib og dóttir hans Rebekka stendur í mibib. -gbk/lóa „Sjö daga vika" Umferbarráös og Fararheillar/ bifreiöatryggingafélaganna: Athygli vakin á umferðar- slysum og kostnaði við þau Sá kostnabur, sem fylgir um- ferðarslysum, samsvarar því að hver einasti landsmaður þurfi að kosta til um 60-70 þúsund krónum á ári. Þetta er um þab bil þrefalt hærri upp- hæb en varib er til rekstrar Ríkisspítalanna á ári. Umferb- arráb og Fararheill/ bifreiba- tryggingafélögin gangast fyrir átaki dagana 1.-7. júní til ab vekja athygli fólks á umferb- arslysum og þeim kostnabi sem fylgir þeim. Átakið nefnist „Sjö daga vika" og markar það upphaf þess starfs sem tengist umferðarör- yggisáætlun til ársins 2001. Átakið hófst formlega með sam- komu í Laugardalnum á laugar- dag. Þar var sýnt hvernig bíll lendir á steinvegg á 90 km hraða og hvernig fólki er náð út úr stórskemmdum bíl með að- stoð slökkviliösmanna. í útkominni skýrslu Umferð- arráðs um umferðarslys á síð- asta ári kemur fram að sem fyrr eru hlutfallslega flestir, sem lát- ast í bílslysum, í aldurshópnum 17-20 ára. Að sögn Óla H. Þórð- arsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, er sífellt verið að leita nýrra leiða til að koma fræðslu til ungra ökumanna. Nefndi hann að Umferðarráð væri í samstarfi við Hitt húsið og bíóhúsin, sem talin væru besti vettvangurinn til að ná til þessa aldurshóps. Hann benti þó á að fjöldi látinna í þessum aldurshópi kæmi einnig til af því að ungir ökumenn væru meira á ferðinni en þeir sem eldri eru, auk þess að vera reynsluminni. Á sunnudaginn var afhjúpað- ur minnisvarði um Karl Sig- hvatsson tónlistarmann, sem lést í umferðarslysi á Suður- landsvegi 2. júní 1991. Minnis- varðinn er í nágrenni við slys- staðinn, skammt frá Skíðaskál- anum í Hveragerði. í „Sjö daga vikunni" sýna sjónvarpsstöðvarnar dag hvern stuttan þátt rétt fyrir klukkan 20 þar sem greint verður frá því hvernig þjóðinni hefur vegnað í að komast hjá óhöppum og slysum í umferðinni. Þá munu félagar í Slysavarnafélagi íslands kanna víða um land hversu margir nota bílbelti. Óli taldi að þó nokkur misbrestur væri á notkun bílbelta á fámennari stöðum úti á landi þar sem fjar- lægðir eru litlar. „Við höfum einmitt verið að vekja athygli fólks á því að það er engin leið það stutt að hún réttlæti ekki beltanotkun. Ég vil líka nota tækifærið og hvetja forráða- menn þessarar þjóðar til þess að nota bílbelti. Því eftir höfðinu dansa limirnir." Einnig verður fylgst með markvissari hætti en venja er með fjölda umferðarslysa og munu koma daglegar tölur frá Umferðarráði um fjölda slysa í umferðinni. ¦ Búnaöarbankinn: Lækkar vexti um 0,10 010,25% Búnaðarbankinn lækkabi inn- lánsvexti Stjörnubóka og Bú- stólpa um 0,10% til 0,15% frá 1. júní. Kjörvextir útlána lækkuðu á sama tíma frá 0,15% til 0,25%. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.