Tíminn - 04.06.1996, Qupperneq 9

Tíminn - 04.06.1996, Qupperneq 9
Þribjudagur 4. júní 1996 9 PJETUR SICURÐSSON Islenska landsliöiö lek fyrsta leik sinn / undankeppni HM i knattspymu, þegar libiö mœtti Makedónum í Laugardalnum. Jafntefli í frekar slökum leik var niburstaban og var þab Arnór Cubjohnsen sem gerbi mark íslands, en á mebfylgjandi mynd er hann í baráttu vib einn leikmann Makedóníu. íslensku strákarnir í U21 landslibinu stóbu sig hins vegar betur gegn jafnöldrum sínum frá Makedóniu, því þeir sigrubu 2-0. Þab voru þeir Bjarnólfur Lárusson og Stefán Þórbarson sem gerbu mörk íslands, bæbi úr vítum. Tímamynd ec Leikmenn enska landsliösins til skammar eftir leik liösins gegn úrvalsliöi Hong Kong og á heimleiö í flugvél: Veröa látnir greiða hálfr- ar milljón króna skemmdir Þaö er heitt í kolunum hjá breskum fjölmiðlum og knattspyrnuáhangendum þessa dagana í kjölfar þeirra atburöa sem áttu sér staö eftir leik enska landsliðsins gegn úrvalsliði Hong Kong á dög- unum og á heimleiöinni í flugi, frá Hong Kong til Lond- on. Fyllerí leikmanna eftir leikinn, í 29 ára afmæli Paul Gascoignes og skrílslæti í flugvélinni, bæöi undir ör- yggri stjóm Gazza, þykja liö- inu og leikmönnum þess til háborinnar skammar og ríkir mikil reiöi út í liðið, nú þegar aöeins er tæp vika þar til enska landsliðið leikur opn- unarleik í úrslitakeppni Évr- ópukeppninnar í knatt- spyrnu, sem fram fer í Eng- landi. Enska knattspyrnusambandið hefur þegar tilkynnt að þeir sem tóku þátt í þessum atburð- um og þeir sem urðu valdir að skemmdum á innréttingum flugvélarinnar fái að gjalda þess. „Þetta er ekki það sem við óskuðum okkur, nú rétt fyrir keppnina. Ef við komumst að því að um alvarleg afbrot var að ræða, þá verður refsingin í sam- ræmi við það," sagði talsmaður enska knattspyrnusambands- ins. Flugfélagið, Cathay Pacific hefur lýst því yfir að skemmdir á flugvélinni nemi yfir hálfri milljón íslenskra króna, þar sem meðal annars voru eyði- lögð tvö sjónvarpstæki, borð og margt fleira. Ensku blöðin tóku hart á þessu máli um helgina og birtu meðal annars myndir af knattspyrnuhetjunum, Paul Gascoigne, Steve McManaman og fleirum berum að ofan, þar sem allt var fljótandi í áfengi, inn á næturklúbbi í Hong Kong. Framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins segir að Terry Venables, landsliðs- þjálfari, muni láta fara fram rannsókn á þessum atvikum. Varðandi þá spurningu, hvort einhverjum leikmönnum verði vikið úr liðinu fyrir keppnina, sagði hann að í versta falli yrði það gert. „Það gæti skaðað sak- lausa leikmenn í liðinu, en það er hins vegar skref sem verður ekki stigið nema að vandlega íhuguðu máli." Bobby Charlton var áhyggju- fullum yfir þeim skilaboöum, sem leikmenn eru að senda frá sér með þessari hegðun. „Áhangendur liðsins og áhorf- endur á Euro 96, gætu hugsað sem svo; Fyrst þeir mega það, þá hljótum við að mega það." Paul Gascoigne hefur í kjöl- far þessara atvika látið sig hverfa og talar ekki við fjöl- miöla. Lögfræðingur hans, hef- ur hins vegar tilkynnt að hann sé farinn í veiðiferð, þar sem ekkert áfengi verði haft um hönd. Þar verði hins vegar æft, slappað af og veitt. Leeds selt? Viðræður eru nú í gangi á milli hóps fjárfesta og eigenda meiri- hluta Leeds United um sölu á félaginu. Það hefur verið haft eftir fjárfestum að þeir ætli sér að laga fjárhagsstöðu liðsins, en það skuldar nú um 10 milljónir punda. ■ Hollenska landsliöib Þjálfarinn áfram Hollenski landsliðsþjálfarinn, Guus Hiddink, hefur gert tvpggja ára samning við hol- lenska knattspyrnusambandið. Hiddink hefur þjálfað liðið frá því Dick Advocaat tók við PSV Eindhoven í janúar 1995. Áskriftartilboð að HEIMA ER BEZT • hvert tölublað Tímaritið HEIMA ER BEZT hefur komið út óslitið síðan árið 1951. „Blaðinu er ætlað að vera þjóðlegt heimilisrit og vettvangur ritfærra alþýðumanna, kvenna sem karla, sem eitthvað vilja láta til sín heyra,“ var m.a. sagt um tilgang ritsins í upphafi ferils þess. Það vill byggja tilveru sína á þjóðlegu efni, segja frá lífsbaráttu fólksins í landinu til sjávar og sveita, fyrr og nú, hugðarefnum þess og skemmtunum. HEIMA ER BEZT er kjörið tímarit fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik og vilja lesa og fræðast um daglegt líf og hugðarefni íslensks alþýðufólks, fyrr og nú, eins og það segir frá því sjálft. Áskriftarsúni HEIMA ER BEZT Þjóðlegt heimilisrit ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.