Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 10
r r 10 .^.ot^..:^:-.H Þriðjudagur 4. júní 1996 Félag íslenskra myndlistarmanna og Norrœna húsib: Sýning á verkum Karls Kvarans Félag íslenskra myndlistar- manna stendur þessa dagana fyrir sýningu á verkum Karls Kvarans í samvinnu viö Nor- ræna húsib í Reykjavík og er sýningin í sýningarsölunum í kjallara þess. Átta ár eru nú lioin frá því verk hans hafa verib sýnd á einkasýningu, en hann lést árib 1989. Síb- asta sýning hans var í Gallerí Svart á hvítu í Reykjavík 1988. Alls hélt Karl Kvaran 14 einkasýningar í Reykjavík á ferli sínum, auk þátttöku í svonefndum Septembersýn- ingum sem voru árlegur vib- burbur í listalífi Reykjavíkur um langt skeib. Karl tók þátt í Septembersýningum árin 1951 og 1952 og aftur árin 1974 til 1983, ab árinu 1979 undanskildu. Karl Kvaran er einn af þekkt- ari myndlistarmönnum þess- arar aldar. Hann stundaði fyrst nám í myndlist við einkaskóla Marteins Guðmundssonar og Björns Björnssonar og einnig við einkaskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar. Síðar lá leiðin í Myndlista- og hand- íðaskólann í Reykjavík og það- an til Kaupmannahafnar þar sem Karl stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Félagsstarf á Sléttuvegi: Kross- saumuð Jónsbók Reykjavíkurborg hafa nýlega verib færb þrjú veggteppi ab gjöf, en teppin eru hönnub eftir ljósritum frá Árnastofn- un af Ásu Ólafsdóttur mynd- listarmanni. Saumavinnan sjálf var hins vegar í höndum kvenna á Sléttuvegi 11-13, í félagsmið- stöðinni þar. Á teppunum, sem saumuð eru með krossspori í ramma, má sjá síðu úr Jónsbók, lögbók íslendinga frá 13. öld, og urðu lagabálkar um kristna trú og siglingar fyrir valinu. Á mið- teppinu má hins vegar sjá mynd af Olafi konungi helga í Noregi. Veggteppin verða til sýnis í fé- lagsmiðstöðinni á Sléttuvegi í júní. ¦ Kaupmannahöfn og einnig við einkaskóla Rostrups Boyesen. Karl Kvaran er einn þeirra sem leiddu afstraktmálverkið til vegs og viröingar hér á landi og var trúr því allan sinn feril. Þótt aöeins gefi að líta brot af verkum hans á löngum lista- mannsferli á sýningunni í Norræna húsinu, gefa þau engu að síður til kynna þann kraft sem hann bjó yfir sem listamaður. Hvort sem verkin höfða til náttúrunnar eða hug- lægari heima, búa þau yfir mikilli orku sem fljótt grípur áhorfandann og hrífur hann með sér. Sterk og fastmótuð litameðferðin skapar margvís- leg form, sem listamaðurinn lætur áhorfandanum eftir að lesa úr. Þannig nær hann að vekja hugarflug áhorfandans fremur en að bera honum ákveðinn boðskap. Þó er ætíð skammt í tilfinninguna fyrir mikilli orku og auðvelt að tengja myndefnið við þau öfl sem búa í iðrum þessaTands. Mörg verkanna á sýning- unni eru án titils og gefur það áhorfendum ef til vill betra tækifæri en annars til þess að láta hugann reika út frá þema myndefnisins. Heiti annarra höfða aftur einkum til hins til- finningalega í manneskjunni. Heiti á borð við Kaleikur lífs- vonar, Ástarjátning eða Römm er sú taug höfða til hins hug- læga og.einnig Dulin erótík, Mjúk form og Staðfesta. En þótt listamaðurinn höfði þannig til hins huglæga og fín- gerða, þá eru það krafturinn og orkan sem einkenna þessa sýn- ingu. Það er vel til fundið af Félagi íslenskra myndlistarmanna að efna til þessarar sýningar á verkum Karls Kvarans nú á dögum Listahátíðar. Þótt þau séu hluti af íslenskri myndlist- arsögu á þessari öld, eiga þau einnig erindi við samtímann og þá kynslóð sem vex úr grasi. -ÞI Úr Óskinni. Margrét Vilhjálmsdóttir og Benedikt Erlingsson íhlutverkum sínum. Óskin opnunarsýning á Norrœnum leikhúsdögum: Jóhann Sigurjónsson var n.k. Björk síns tíma Leikfélagi Reykjavíkur hefur verib boöib á Norræna leikhús- daga í Kaupmannahöfn meb leikritib Óskina (Galdra-Loftur) eftir Jóhann Sigurjónsson. Óskin verður fulltrúi íslenskrar leiklistar, en Leiklistardagamir hafa óvenju mikið vægi að þessu sinni, þar sem Kaupmannahöfn er Menningarhöfuðborg Evrópu á þessu ári og fjöldi gesta vænt- anlegir sökum þess. Óskin verður opnunarsýning Norrænu leikhúsdaganna þann 12. júní, en áður en hópurinn heldur út verður ein sýning í Borg- arleikhúsinu þann 8. júní. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Dísu, biskupsdótturina sem elskar Galdra-Loft líkt og vinnukonan Steinunn. Margrét segir hópinn hafa unnið mjög náið saman að þessari sýningu og það hafi skilað sér mjög vel út í sýninguna. Leik- ritið var sýnt rúmlega 50 sinnum hér og að sögn Margrétar bætist alltaf eitthvað við hverja sýningu. Þá segir hún persónu Steinunnar Pía Rakel Sverrisdóttir: Sýnir heitt og kalt gler í Norræna húsinu Handverkshópur í félagsmibstöbinni á Sléttuvegi vgnn þessi þrjú vegg- teppi eftir Ijósritum úr fornritum frá Árnastofnun. Á tveimur teppunum getur ab líta lagabálka úrjónsbók, en eitt þeirra prýbir mynd af Ólafi konungi helga í Noregi. Nú stendur yfir sýning á verkum Píu Rakelar Sverrisdóttur glerlist- arkonu í anddyri og kaffistofu Norræna hússins. Sýningin er á vegum Listahátíbar í Reykjavík og stendur frá 2. til 30 júní. Pía Rakel er fædd í Skotlandi og starfar í Danmörku. Hún er menntub frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn, Institut for Design, Orrefors í Sví- þjób, Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn og Pilchurch í Washington í Bandaríkjunum. Pía Rakel hefur haldib fjölda sýn- inga á síbustu 15 árum, einkum á Norburlöndunum, en einnig í Þýskalandi og víbar, og hún hef- ur einnig ábur sýnt í Norræna húsinu í Reykjavík. Á sýningunni í Norræna húsinu sýnir Pía Rakel 22 glermyndir þar sem hún vísar til hinnar íslensku náttúru. Yfirskrift sýningarinnar er Jöklar og hraun og endurspeglast hún vel í mörgum myndanna þar sem formin mynda samspil þess- ara sterku andstæðna náttúrunn- ar. íslenskt landslag hefur orðið mörgum myndlistarmanninum ab yrkisefni eins og þaö birtist heitt og kalt og án allrar meðal- mennsku. Pía Rakel er enginn eft- irbátur annarra sem reynt hafa vib þetta krefjandi viðfangsefni. í verkum hennar bærist glóð undir köldum klaka og sumstaðar ryðst hinn heiti straumur fram. Glerið er að mörgu leyti erfiður mibill sem krefst mikillar tæknilegrar kunnáttu, en í þeim verkum, sem Pía Rakel sýnir nú í Norræna hús- inu, tekst henni vel ab koma hug- myndum sínum og túlkun á hinu myndræna efni heitrar og kaldrar náttúru á framfæri við áhorfand- ann. Áhugi íslendinga á glerlist hefur farib vaxandi að undanförnu og ættu áhugasamir því ekki ab láta þessa sýningu fram h]á sér fara. -ÞI vera eitt best skrifaða hlutverk leikbókmenntanna, hafi mikla vídd og dýpt. „Senurnar milli Steinunnar og, Galdra-Lofts eru mjög heimspeki- lega spennandi. Þetta er efni sem á alltaf erindi við okkur, því þetta er bara um samband manns og konu. Það er einmitt létt hlægilegt að þetta eru eiginlega sömu pæ- lingar og í bókum eins og Karlar eru frá Mars og konur frá Venus. Þessar pælingar eru sígildar." Benedikt Erlingsson leikur hinn illa og valdasjúka Galdra-Loft og í samtali við Tímann sagðist hann ekki vita hvort orðspor Jóhanns lifði meðal bókmenntaunnenda í Danmörku. Honum fannst þab þó heldur ólíklegt, en Jóhann skrifaði eins og kunnugt er flest verk sín á dönsku, þ.ám. Önsket. „Ég held að menn geri nú ekki mikið af því ab leika Fjalla- Eyvind í Kaupmanna- höfn í dag. En Fjalla-Eyvindur er samt það leikverk íslenskt sem hefur farið víðast um heiminn. Það var m.a. tekið til sýninga í Chicago, Japan og um alla Evrópu. Þannig að hann var svona Björk Gubmundsdóttir á sínum tíma." Aðspurður um hvort stóra tæki- færið geti komið upp í hendumar á leikurum þegar farið er til út- landa með sýningar sem þessar, efaðist Benedikt um það. „Við höf- um unnið með þetta tungumál á þessu skeri," sagði hann og kvaðst lítið hugsa um stóra sénsinn á þessum leiklistarhátíðum. „En svona leiklistarhátíðir geta nýst, því þarna eru leikstjórar og leik- hússtjórar að skoða verk sem þeir geta svo tekið til sýninga hjá sér og ráðið erlenda leikstjóra. Þab eru til norrænir sjóöir sem styrkja svona menningarskipti og það virðist vera menningarpólitísk stefna á Norðurlöndunum að stuðla að menningarlegri blönd- un."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.