Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 5. júní 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Helgi Magnússon viö tölvuna. S§MÉHÉl5 FnÉTTnnLnnm SELFOSSI Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Nýsis fyrir Selfossbæ um Hót- el Selfoss og Ársali: Leggur til stofnun ferbaskrifstofu og menningarmib- stöbvar Ráðgjafafyrirtækib Nýsir hef- ur unnið skýrslu fyrir Selfossbæ um nýtingu á Hótel Selfossi og Ársölum. Fyrirtækið leggur til ab stofnuö verði ferðaskrifstofa á Selfossi sem sjái um að selja erlendum ferðamönnum ferðir um Suðurland. Fyrirtækið gerir einnig tillögur um fjölgun hót- elherbergja og að menningar- miðstöb verði opnuð í bænum. Tillögur Nýsis miða að því ab stofnað verði félag um ferða- skrifstofuna og hún rekin af fagmönnum í feröaþjónustu, meðal annarra þeim sem standa að slíkum rekstri í dag. At- vinnuþróunarsjóöi Suðurlands hefur verið falið að vinnna að undirbúningi ferðskrifstofunn- ar. Nýsir leggur einnig til að hótelherbergjum verði fjölgað þannig að tiltæk verði 50-70 herbergi árið um kring. Nýsi hefur verið falið að undirbúa stofnun félags um fjölgun hót- elherbergja í samráði við Karl Björnsson, bæjarstjóra, og Óla Rúnar Ástþórsson, atvinnuráð- gjafa á Suðurlandi. Ein af tillögum Nýsis gerir ráð fyrir að menningnarsetur verði opnað í bænum sem verði miðstöð fyrir listviðburði og menningarlíf. Þá er lagt til að átak verði gert í því að fjölga viðburðum, svo sem sýningum og mótum í bænum sem dragi að fólk af öllu landinu. Ársalir, sem hýsa Hótel Sel- foss eru alfarið í eigu Selfoss- bæjar. Ráðgjafarfyrirtækið legg- ur til að Selfossbær verði frum- kvöðull og bakhjarl þessarar starfsemi í upphafi en selji hlut sinn þegar á líður og starfsemin er komin í gang. Austurland NESKAUPSTAÐ Nútímabifvéla- virkjun í Neskaup- staö Bifvélaverkstæði Helga Magn- ússonar hefur fest kaup á full- komnum tölvubúnaði fyrir um tvær milljónir króna, til stilling- ar á bílum. Tölvan er sú fyrsta sinnar tegundar á Austurlandi og í henni er fullkominn gagna- banki yfir allar bílategundir tíu ár aftur í tímann. Tölvunni fylgir útbúnaður sem mælir af- gas, gangkerfi bílsins og nánast allt rafkerfi bílsins. Auk þess er kóðalesari fyrir alla nýjustu bíl- ana sem eru meb innbyggðum tölvum og getur hann lesið út alla virkni í tölvubúnaði í bíln- um, gefið bilanasögu bílsins ásamt því að segja í hvernig ástandi bíllinn er og þar með auöveldað mjög bilanaleit. Tölvan gefur góða skýrslu yfir ástand bílsins, prófar allt og gefur fullnabarskýrslu yfir bíl- inn, líkt og sjúkraskýrslu. Svona útbúnaður hefur ekki veriö til nema fyrir örfáar bílategundir. „Þetta er nútíma bifvélavirkj- un," segir Helgi glabbeittur og bjartsýnn, „fúsk er ekki til fram- dráttar." M U L X OLAFSFIRÐI Lobnulýsi í osta? Tilraun var gerb í mjólkurbú- inu í Búðardal til þess ab búa til feta- ost úr sérstaklega hreins- ubu loðnulýsi. Tilraun þessi var rannsóknarverkefni Margrétar Bragadóttur matvælafræðings á RF og Snorra Halldórssonar efnafræðinema. Tilgangurinn var að prófa hvort nota mætti lýsið í stað rjóma við ostagerð- ina og lækka þannig fram- leiðslukostnað og auka jafn- framt hollustu ostsins. Viðun- andi áferð og útlit nábist en reyndir smakkarar frá Osta- og smjörsölunni dæmdu ostinn óhæfan sem markabsvöru. Nið- urstöður benda til þess að með bættri hreinsun lýsisins og vandaðri þráahindrun þess megi ná viöunandi árangri. mm EGILSSTOÐUM Samræmdu prófin í meballagi Fyrstu niðurstöður sam- ræmdra prófa 1996 eru nú komnar. Rúmlega 200 nemend- ur á Austurlandi þreyttu þessi próf og virbast komast nokkuð vel frá þeim ef miðað er við landsmeðaltal. Niburstöður voru sem hér segir: í stærðfræði var meðaltalseinkunn á Austur- landi 5,2 en 5,5 á landinu öllu, íslenska 6,1 en 5,8 landið allt, danska 6,6 á móti 6,3 og í ensku 7,0 sem er það sama og landsmeðaltal. Það vekur at- hygli að meðaltalseinkunn í ís- lensku er sú næst lægsta af fög- unum fjórum, aðeins stærð- fræbi er lægri. Danska er örlítið hærri en íslenskan og enskan er hæst. Eins er athyglisvert ab stúlkur eru nánast alls staðar ör- lítib hærra en drengir. Árangur í ensku frá 1993-96 hefur verið svipaður en þó hef- ur meöaleinkunn stigið nokkub upp, er nú 7,0 en var 5,9 '93. Hæst var hún þó '94 eða 7,2. Aðrar námsgreinar hafa haldist í meira jafnvægi. Svo virðist sem austfirsk ung- menni séu bærilega á vegi stödd hvað námsgetu snertir saman- borib við aðra landshluta. Hins vegar ættu unglingar á landinu öllu að taka sig saman í andlit- inu og rífa upp íslenskukunn- áttuna. Umhverfismál: Pappírssöfnun hafin á Suöurlandi 23. maí sl. hófst formlega söfnun á pappír á Suðurlandi en þá var Þórði Ólafssyni, skrif- stofustjóra í umhverfisráðu- neytinu afhentur fyrsti pappírs- söfnunarkassinn vib verslun KÁ á Selfossi. Það voru síban börn frá leik- skólanum Árborg sem settu fyrsta pappírinn í pappírsgám sem stendur fyrir utan verslun- ina. Pappírsgámar hafa verið settir upp í öllum helstu þétt- býliskjörnum á Suðurlandi og margnota söfnunarkössum ásamt nánari upplýsingum verður dreift til almennings í samvinnu vib KÁ og Gáma- þjónustuna. Mikið fellur til af dagblöbum, tímaritum og bæklingum á heimilum sem nauðsynlegt er ab fari reglulega í pappírsgám- ana þannig að það verði hægt að endurvinna pappírinn. Fólk verður þó að hafa þab í huga að meb dagblaða- og tímaritapapp- írnum má hvorki fara límbor- inn pappír, vaxhúbaður pappír, umslög né pappírsþurrkur. Varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans: Hættir öllum trúnaðarstörfum Gengið hefur verið frá rábning- um þriggja sviðsstjóra Fræðslu- mibstöðvar Reykjavíkur. Art- húr Morthens, einn nýráðinna svisstjóra, hefur ákveðið að segja af sér öllum trúnaðar- störfum fyrir Reykjavíkurlist- ann um leib og hann tekur við starfi sviðsstjóra. Skólamálaráð Reykjavíkur gekk frá ráðningu sviösstjóranna þriggja á fundi sínum á mánu- dag. Þeir eru: Ólafur Darri Andra- son sem verður sviðsstjóri rekstr- arsviðs, Gubbjörg Andrea Jóns- dóttir, verður sviðsstjóri þróunar- sviðs,.og Arthúr Morthens sem verður sviðsstjóri þjónustusviðs. Alls sóttu 50 manns um stöbur sviðsstjóranna þriggja. Árni Sigfússon, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Skólamálarábi hefur gagnrýnt að Gerður G. Óskarsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar skyldi ekki leggja tillögur um hverjir skyldu ráðnir fyrir Skólamálaráð. Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður Skólamálaráðs segir að þessi gagnrýni eigi ekki vib rök ab stybjast. „Hún fór yfir allar umsóknir ásamt Jóni Björnssyni, fram- kvæmdastjóra menningar- og uppeldismáia og tók viðtöl við allmarga umsækjendur," segir Árni Þór. Um þá ákvörðun að ráða Art- húr Morthens, varaborgarfulltrúa Reykjavíkurlistans, sem einn svibsstjórann segir Árni Þór ekki óeðlilegt ab menn hnýti í þab. „En hann er einn þriggja um- sækjenda sem eru taldir hæfastir í þetta starf. Þá spyr maður sig, á hann að gjalda þess að vera vara- borgarfulltrúi - á sama hátt og maður vill ekki að hann njóti þess. Hann hefur skrifað borgar- stjóra bréf þar sem hann tilkynn- ir að hann muni segja af sér öll- um trúnaðarstörfum fyrir Reykj- avíkurlistann, þ.e. sem formaður stjórnar SVR, sem varaborgarfull- trúi og sem nefndarmaður í at- vinnumálanefnd, um leiö og hann tekur við þessu nýja starfi. Mér finnst það mjög eðlilegt þar sem mér finnst ekki fara saman að vera háttsettur embættismað- ur hjá borginni og jafnframt í pólitískum störfum í borgarmál- um. Þetta er annað en hefur tíbk- ast hjá Sjálfstæðismönnum, því í tíð þeirra hafa t.d. skólastjórar verið formenn Skólamálaráðs án þess að þeir hafi haft athuga- semdir við þab." ■ Framsóknarflokkurinn Framtíbarskipulag feröaþjónustu Fimmtudaginn 6. júní verbur haldinn fundur í fundaröb Framsóknarflokksins um málefni ferbaþjónustunnar. Fundurinn verbur haldinn á Hótel Sögu, í A-sal á annarri hæb, og hefst kl. 20.00. Fundarstjóri verbur Stefán )ón Hafstein. Frummælendur eru tveir: Olafur Örn Haraldsson alþingismabur, Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri. Almennar umræbur verba ab loknum framsögum og munu framsögumenn þá sjtja í pallborbi, ásamt: Ómari Benediktssyni, íslandsflugi og íslandsferbum, Tryggva Árnasyni, löklaferbum, Magnúsi Oddssýni, framkvæmdastjóra Ferbamálarábs. Allir áhugamenn, sem og atvinnumenn [ ferbaþjónustu, eru hvattir til ab mæta á fundinn og taka þátt í umræbum um framtíb ferbaþjónustu á fslandi. Framsókn í feröaþjónustu Ástkær eiginmabur minn, fa&ir okkar, tengdafaðir og afi Kristján Sigurðsson fyrrv. bóndi á Björgum, Austurgötu 8, Hofsósi ver&ur jarðsunginn frá Hofsóskirkju laugardaginn 8. júní, kl. 14.00. Svava Sigmundsdóttir Sigurður Kristjánsson Kristín R.B. Fjóimundsdóttir Aðalheiður S. Kristjánsdóttir Fjóimundur B. Fjólmundsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför mannsins míns, föður, stjúpföður, tengdaföbur og afa Ólafs Árnasonar frá Oddgeirshólum Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Landspítalans og Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi, fyrirfrábæra umönnun. Guðmunda Jóhannsdóttir Kristín Ólafsdóttir Kristján jónsson Eyrún Briem Kristjánsdóttir Hákon Fannar Kristjánsson Ragnar Har&arson Heiðar Ragnarsson Hörður Ragnarsson Gu&rún Jónsdóttir Drífa Harðardóttir Una Harðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.