Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.06.1996, Blaðsíða 16
VebrÍÖ (Byggtá spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: NA kaldi, bjart yfir. • Faxaflói: NA kaldi og bjartvibri. • Breibafjörbur og Vestfirbir: NA kaldi. Víba léttskýjab. • Strandir oq Norburland vestra: A og NA kaldi eba stinningskaldi. Skýjab meb köflum og hætt vib þokusúld á annesjum. • Norburland eystra: NA kaldi og skýjab, en úrkomulítib. Svalast úti vib ströndina. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: N og NA kaldi og rigning. • Subausturland: NA kaldi og rigning eba skúrir. • Hiti á landinu verbur á bilinu 4 til 14 stig. Tímakaupiö allt aö þrefalt hœrra í Danmörku en lítill munur á ráöstöfunartekjunum: íslendingar á einna lægstu launum en búa stærst og eiga flesta bíla Þær merkilegu þversagnir hafa enn einu sinni veriö í ljós leiddar aö þrátt fyrir aö tímakaupiö á íslandi sé meö því allra lægsta í Evrópu þá hafa íslendingar keypt sér stærri íbúðir en nokkrir aör- ir Evrópubúar, tveggja bíla heimili eru hlutfallslega miklu Ueiri en í nokkru Evr- ópulandi og eign á heimilis- tækjum sömuleiöis almenn- ari, ef uppþvottavélin er undanskilin. Þetta er meðal athygliveröra niöurstaöna í skýrslu forsætisráöherra um laun og lífskjör á íslandi, í Danmörku og víöar, sem unnin var af Þjóðhagsstofn- un. Þar kemur m.a. í ljós aö öll kennileiti sem helst er litið til í alþjóölegum samanburði sýna aö lífskjör eru góö á íslandi. Þannig var landsframleiðsla á mann árið 1994 nærri 8% meiri en aö meðaltali í ESB og ríflega 3% yfir meðaltali OECD ríkja, þótt landsfram- leiösla á hverja vinnustund sé langt undir sama meðaltali. Slök afköst á vinnustund bæta íslendingar upp meö 50 stunda vinnuviku borið sam- an við 39 stundir í Danmörku. Og þótt þaö staðfestist hér en eina ferðina að dagvinnulaun Dana séu gjarnan tvöfalt til þrefalt hærri en íslendinga þá virðast Danirnir hafa litlu fleiri krónur til ráðstöfunar. Þannig voru meöaltekjur danskra hjóna um 39% hærri en íslenskra og meðalráðstöf- unartekjur þeirra dönsku að- eins 15% hærri en hinna ís- lensku. Skattbyrðin er nefni- lega nærri tvöfalt hærri hjá Dönum en íslendingum. Meiri munur er á launum einstakra hópa. Danskur bygg- ingaverkamaður og kennari hefur t.d. 27-28% hærri ráð- stöfunartekjur en íslenskir, en á hinn bóginn hafa hjúkrunar- fræðingar, dómarar og verk- fræðingar úr meiru að moða hér á landi. Varðandi aljóðlegan saman- burð á launum segir Þjóðhags- stofnun landsframleiðslu á vinnustund betri kvarða á getu hagkerfa til að greiða laun heldur en landsfram- leiðslu á mann. Landsfram- leiðsla á vinnustund sé talin um 1.500 kr. á íslandi, en 2.100 kr., eöa 40% hærri, í Danmörku. Hlutur launa í landsframleiðslu sé eigi að síð- ur nokkuð hár hér á landi, t.d. nærri 63% árið 1993 og hinn Hart deilt um heilbrigöismál á Alþingi. Ingibjörg Pálmadóttir: Stjórnarandstæöingar standa gegn sparnaöi Harðar umræður urðu um heilbrigöismál á Alþingi í gær þegar tekin var á dagskrá ut- andagskrárumræöa um fjár- hagsstöðu sjúkrahúsanna og sumarlokanir. í stað umræöu- efnisins snerist umræðan einkum um boðað frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, um samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík en stjómarandstaðan hefur gagnrýnt harðlega að taka eigi svo stórt þingmál á dag- skrá á síðasta degi þingsins. Ingibjörg Pálmadóttir sagði stjórnarandstæðinga standa í vegi fyrir því að frumvarpið væri tekiö á dagskrá en það væri lagt fram til þess að ná fram aukinni samræmingu, Samkomulag hefur tekist á milli Sambands ísl. banka- manna og samninganefndar bankanna um að Hrafn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, verði oddamaður í gerö- ardómi sem ætlað er að úr- skuröa í kjaradeilu á milli bankastarfsmanna og viö- semjenda þeirra. Friðbert Traustason, formaður SÍB, segir að gerðardómurinn hafi 30 daga til aö kveða upp úr- skurð í kjaradeilu SÍB við samn- inganefnd bankanna, eða fram til 4. júlí n.k. að öllu óbreyttu. Eins og kunnugt er þá krefjast hagræðingu og sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Ásta B. Þorsteinsdóttir, Al- þýðuflokki, hóf utandagskrár- umræðuna og ræddi um fyrir- hugaðar sumarlokanir á sjúkra- húsunum í Reykjavík. Hún sagði að lokuðum legudögum hafi fjölgað stórlega á sjúkra- húsunum á undanförnum ár- um. Þannig hafi lokuðum legu- dögum á handlæknisdeildum fjölgað um 17.7% á árunum 1991 til 1995 og á geðdeildum hafi tíföldun lokaðra legudaga átt sér stað á sama tíma. Hún dró í efa þann fjárhagslega ár- angur sem talinn væri stafa af sumarlokunum og sagði þær skapa mikinn vanda fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra einkum þegar um geðsjúka ein- bankamenn að launaliður gild- andi kjarasamnings hækki um 2,1%, eða sem nemur þeim mis- muni sem viðmiðunarstéttir bankamanna fengu umfram þá við gerð kjarasamninga sl. vor. Sér til aðstoðar í gerðardómn- um valdi Hrafn þá Andra Árna- son hæstaréttarlögmann og Ól- af Níelsson endurskoðanda. Þá mun Hinrik Greipsson við- skiptafræðingur og starfsmaður Fiskveiðasjóðs skipa dóminn af hálfu SÍB og Finnur Svein- björnsson, framkvæmdastjóri Sambands viðskiptabanka, af hálfu samninganefndar bank- anna. ' -grh staklinga væri að ræða. Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubanda- lagi, tók í sama streng varðandi lokanirnar en sagði síðan óþolr andi að heilbrigöis- og trygg- ingamálaráðherra ásakaði stjórnarandstöðuna um að tefja framgang frumvarps um sam- starfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík þegar þingflokkur annars stjórnarflokksins hefbi haft málið til meðferöar í tvær vikur án þess að hlutaðeigandi aðilum eða stjórnarandstöð- unni á Alþingi hafi gefist kostur á að líta það augum. Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, Þjób- vaka, sagöi stefnu í heilbrigðis- málum vera stórpólitískt mál og Kristín Ástgeirsdóttir kvað ósvífni af hálfu heibrigðis- og tryggingamálaráðherra að bera það á stjórnarandstöðuna að ætla að stööva málið. Kristín kvaðst ekki hafa tekið afstöðu til þessa máls og gaf í skin að hún væri því ekki endilega efnislega mótfallin en það þyrfti engu að síður mikla umfjöllun og um- ræbur. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sagði að unnið væri að margvís- legum málefnum í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er ætl- að væri ab skapa aukna hagræð- ingu og betri nýtingu á þeim fjár- munum er til heilbrigðismála væri varið. Rekstur sjúkrahúsa væri þar ekki undanskilinn og með því að koma á samstarfsráði sjúkrahúsanna í Reykjavík ætti að nást árangur á þessu sviði. Því næst sakabi hún stjórnarandstöð- una um aö reyna að bregða fæti fyrir máliö. -ÞI Kjaradeila SÍB viö bankana: Hrafn formaöur geröardóms sami í Danmörku, en hins veg- ar 61% í OECD að meöaltali. Varbandi mismunandi launakostnað bendir Þjóð- hagsstofnun einnig á að í löndum þar sem launþeginn greiðir tryggingagjöld og önn- ur félagsleg gjöld af eigin laun- um sé viðbúið að launin séu hærri en í löndum þar sem þessi gjöld falli á atvinnurek- andann. Svo dæmi sé tekið eru slíkar greiðslur 0,3% af laun- um hér á landi, tæplega 7% af launum í Danmörku, 18-19% í Frakklandi, Austurríki og Þýskalandi og allt upp í nær 34% í Hollandi. í samanburbi landanna segir Þjóðhagsstofnun líka rétt að hafa í huga að á íslandi hafi kaupmáttur launa verið nærri botni árið 1993, en sé nú aftur farinn að þokast upp á við. Ár- ið 1994 hafi kaupmáttur hér t.d. verið 6% lakari en hann var árið 1990 en á sama árabili óx kaupmáttur um nærri 7% í Danmörku. Þessi kona var ab kjósa í Ármúlaskóla í gœr. Tímamynd ÞÖK Drjúg kjörsókn utan kjörstabar: 350 manns hafa greitt atkvæöi „Aðsóknin er töluverð. Á þessari stundu eru 350 Reyk- víkingar búnir að kjósa utan kjörstaöar. Miöað við kosn- ingarnar í fyrra er þetta góð kjörsókn og mun meiri en þá," sagði Eyrún Guðmunds- dóttir, lögfræðingur og sett- ur deildastjóri hjá Sýslu- manninum í Reykjavík. Þrír starfsmenn Sýslumanns annast utankjörstaðarat- kvæbagreiðsiuna sem fer fram í Ármúlaskóla; Anna Mjöll Karlsdóttir, Adolf Adolfsson og Eyrún. -JBP HREINLÆTISTÆKI • STALVASKAR STURTUKLEFAR • 6ÓLF- OG VEGGFLÍSAR Bu vÐSTOítM SMIÐJUVEGUR 4A • GRÆN GATA 200 Kópavogur • Simi 58 71 885'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.