Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 1
 WB/FIU/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Fimmtudagur 6. júní 105. tölublað 1996 Umdeildir beitarafréttir Mý- vetninga koma óvenju vel undan vetri. Baendur byrjaöir aö sleppa fé austan Nýja- hrauns. Landgrœbslan: Ekki brot á samkomulagi Mývetnskir bændur eru farn- ir ab sleppa fé á mellönd norban Nýjahrauns. Sveinn Runólfsson landgræbslustjóri segir ab í ár sé ekki um brot á samkomulagi vib Land- græbsluna ab ræða en honum var þó ekki kunnugt um að bændur væru farnir ab sleppa fé. „Ég vissi nú ekki að þeir væru farnir ab sleppa á afréttinn en þeir eru ekki að brjóta nein tímamörk. Yfirleitt hafa þeir leitað ráða hjá okkur í sam- bandi við upprekstrartíma en það var ekkert samkomulag gert í ár, enda voraði óvenju vel. Ég er ekki í vafa um að ástand landsins er miklu betra en það hefur verið undanfarin tvö ár," sagði Sveinn Runólfs- son í samtali við Tímann í gær. „Það er algjör misskilningur ef menn halda að við séum búnir að sleppa fénu á land sem Landgræðslan hefur ræktað upp. Þetta er sandlendi, þús- undir hektara, og það sést nú ekki þótt þarna séu komnar 200 til 300 ær. Það er kominn mjög góður gróður í mellandið og fáu fé búið að sleppa. Ætli það verði ekki svona fjórðungurinn fram til 10. júní," sagði Ey- steinn Sigurðsson bóndi á Arn- arvatni í í gær en hann er í hópi þeirra bænda sem keyrt hafa lambær norður fyrir Nýja- hraun. Eysteinn sagði að þarna hefði verið kominn afar vænn gróður fyrir páska, síðan hafi verið góð veður, en næturfrost, sem hafi orðið til þess að gróður hægði á sér og miðaði heldur hægar en menn vonuðu. Á liðnum árum hefur komið fyrir að mývetnskir bændur hafa ekki virt vilja Landgræðsl- unnar og sleppt fé fyrr en æski- legt hefur verið talið út frá gróðurverndarsjónarmiðum. Hafa spunnist nokkrar deilur vegna þessa. Ástæða þess að sumir bænda keyra langan veg til að sleppa fé sínu upp á öræf- in er m.a. sú að heimalönd eru víða knöpp. -BÞ/JBP LjD (J CILi(JoKrCl Uril 5LUri\ÆEvrópusambandibvarsannanlega,,ádagskrá"umstundístjórnarrábshúsinu ígœrdag. Þá hittust þeir Davíb Oddson forsœtisrábherra, og gestur frá Brussel, Hollendingurinn Hans van den Broek, sem fer meb utanríkis- og öryggismál innan framkvœmdastjórnar Evrópusambandsins. Van den Broek kom til Reykjavíkur frá rábherrafundi EFTA á Akureyri og var í opin- berri heimsókn hjá forsœtisrábherra ígœr. Rábherrann átti einnig fundi meb Halldóri Ásgrímssyni utanríkisrábherra og utanríkismálanefnd og hélt eríndi á hádegisverbaríundi Landsnefndar alþjóba verslunarrábsins. Tímamynd C5 Heilbrigbisrábherra segir ab frumvarp um svœöisráö sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Reykja- nesi hefbi átt ab ganga hratt gegnum þingib: Lykillinn að tillögum sem kynntar voru í mars Frumvarpi heilbrigbisráb- herra um svæöisráð sjúkra- húsanna í Reykjavík og á Reykjanesi var vísað til heil- brigbisnefndar á fyrirhugub- um lokadegi Alþingis í gær. Ráðherra segir frumvarpib vera lykilinn að því ab unnt verbi ab hrinda í framkvæmd tillögum nefndar sem kynntar voru í mars og því hefbi málið átt að geta gengið hratt í gegn- um þingið. Frumvarpið miðar að því að auka samvinnu sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Reykjanesi. Með Bókmenntaverblaun Halldórs Laxness: Verðlaunahöfundur fannst í þetta sinn Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða veitt í fyrsta skipti um mánaðamótin október/nóv- ember á þessu ári en í fyrra var ekkert innsendra handrita talið verðskulda verölaunin. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og bárust inn tæplega 50 handrit merkt dulnefni. Dóm- nefnd skipuð Pétri Má Ólafssyni, bókmenntafræðingi og aðalrit- stjóra Vöku-Helgafells, Astráði Ey- steinssyni, prófessor í bókmennta- fræði og Guðrúnu Nordal, bók- menntafræðingi, hefur nú lokið störfum. Forráðamenn Vöku-Helgafells veita að sjálfsögöu engar upplýs- ingar um það handrit sem valið var og höfund þess en Pétur Már sagði þó að höfundurinn hefði brugðist glaður við. Sama dag og verðlaunin, að upphæð 500.000 krónum, verða afhent kemur verð- launahandritið út hjá Vöku- Helgafelli. LÓA því á að ná fram aukinni hag- ræðingu í rekstri sjúkrahúsanna á þessu svæði og betri nýtingu á fjárfestingum. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra hefur nefnt í þessu samhengi sparnað upp á hundruð milljónir króna sem einkum á að ná með því að sameina deildir sem faglega séð eru hagkvæmar einingar saman. Einkum er rætt um að reka eina öldrunardeild á einhverju sjúkrahúsanna í stað þess að nú eru öldrunardeildir eða öldrun- arrúm á flestum sjúkrahúsun- um. Á sama hátt er ætlunin að endurhæfing verði á einum stað undir einni stjórn. í þriðja lagi er gert ráð fyrir sérfræðiteymum eða kjarnahópum sérfræðinga sem færu á milli sjúkrahúsanna en væru ráðnir á einum stað og fengju laun þaðan. Með því næðist einnig betri nýting fjár- festinga. Ingibjörg segir að þótt frum- varpið hafi ekki hlotið endan- lega afgreiðslu á vorþingi sé mikilvægt að það sé komið til heilbrigðisnefndar sem geti fjallað um það í sumar og hægt verði að taka það til afgreiðslu strax í haust. Hún segir skipu- lagsbreytingar í heilbrigðiskerf- inu einu færu leiðina til að komast hjá því að loka deildum vegna fjárskorts og því að leggja á aukin þjónustugjöld. í utandagskrárumræðu á Al- þingi gagnrýndi Stjórnarand- staðan harðlega að frumvarpið hefði verið lagt fram of seint miðað við umfang þeirra breyt- inga sem það boði. Ingibjörg telur þá gagnrýni ekki að öllu leyti réttmæta. „Þetta eru tillög- ur sem hundruð fagaðila frá þessum sjúkrahúsum hafa kom- ið að. Þetta frumvarp er lykill- inn að því að framkvæma tillög- ur sem kynntar voru í mars af þeim faghópum sem unnu þær. Auðvitað er alltaf gott að vera með málin tímanlega en það er hálfur mánuður síðan ég lagði þetta fram og þetta er mikið for- unnið af svona stórum hópi. Þess vegna tel ég að málið hefði átt að geta gengið hratt fyrir sig." -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.