Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 2
2 Mibvikudagur 6. júní 1996 Tíminn spyr... Er eölilegt ab láta fjárhagslega afkomu Listahátíbar nú hafa áhrif á fjárhag næstu hátíbar? Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerbarmabur: Ég hef nú bæöi verið formaður og framkvæmdastjóri þessarar há- tíðar og hingað til hefur hver hátíð verið rekin sem sjálfstæð rekstrar- eining. Þannig hefur formaður hverrar framkvæmdastjórnar borið ábyrgö á sinni hátíð, það er mjög sjaldfgæft að sami formaður sé tvisvar. Það er gerður sérstakur hallasamningur við ríki og borg eða þannig var það í minni tíð um að ef tap yrði á hátíðinni myndi ríkiö hlaupa undir bagga. Á þetta reyndi reyndar ekki í minni tíð þar sem hátíðin kom það vel út fjárhagslega en það hefur reynt á þetta og þá hefur hver hátíð verið gerð algjör- lega upp fyrir sig og ný fram- kvæmdastjórn byrjað með hreint borð. Það þætti mér ákjósanlegast. Annars væri rangur aðili látinn súpa seyðið af því sem aörir hefðu gert. Ég skil þá ekki að nokkur mað- ur vildi taka við hátíðinni. Kristín Halldórsdóttir alþingis- mabur, á sæti í fjárlaganefnd: Nei. Mér finnst sjálfsagt og eðli- legt að hver hátíð um sig sé rekin sem sjálfstæð rekstrareining. Verk- efni sem styrkt eru af hinu opin- bera ættu að lúta þeim lögmálum. Hjálmar Jónsson alþingismabur, á sæti í fjárlaganefnd: Ég hef þá skoðun að sérhver Listahátíð eigi að hafa ákveðinn fjárhag og sé gert að bera sig með sjálfstæðum hætti. Það er ekki skynsamlegt að skuldbinda fram í tímann. Mér finnst óskynsamlegt að hafa svo mikið við núna að það fari langt umfram áætlanir. Það hljóta að vera gerðar áætlanir um fjárhag sem miða að því að endar nái saman. En auðvitað getur alltaf orðið einhver smávegis halli eba hagnaður. Ábyrgöin verður þó að vera aðstandenda hverju sinni. Borgarráö samþykkir aö greiöa allt aö helmingi stofnkostnaöar viö breytingar á nýju leiguhúsnœöi Miöskólans. Formaöur skólanefndar: Óleyst vandamál hvernig vib fjármögnum helminginn Formaöur skólanefndar Mib- skólans segist þokkalega bjartsýnn á aö Miöskólinn taki til starfa í nýju húsnæöi næsta haust. Borgarráb hef- ur samþykkt ab leggja fram allt aö helmingi kostnabar vegna nauösynlegra breyt- inga á húsnæöinu á móti Miðskólanum. Fulltrúar Sjálfstæöisflokksins vildu aö borgarráö ábyrgöist allan stofnkostnaö. Borgarráö samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu borg- arstjóra um aö veita Miöskól- anum vilyröi um eftirtalda styrki til rekstrar og stofn- kostnaðar: Styrk til greiðslu húsaleigu, kr. 187.500 á mán- uði tímabilið 1. júlí 1996 til 30. ágúst 1997. Styrk til stofn- kostnaðar vegna breytinga á því húsnæði sem Miðskólinn hyggst taka á leigu (Skógarhlíð 10, efri hæð). Áætlað er að stofnkostnaður nemi kr. 8.157.000 og leggur borgar- sjóður fram allt að helmingi þess kostnaðar á móti Mið- skólanum. Jafnframt var sam- þykkt að ákvörðun um rekstr- arstyrk veröi tekin í júlí 1997. Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu fram breytingartillögu þess efnis að Reykjavíkurborg samþykkti að ábyrgjast stofnkostnað vegna nýs húsnæðis Miðskólans. Til- laga þeirra var felld með at- kvæðum fulltrúa Reykjavíkurl- istans sem samþykktu síðan tillögu borgarstjóra. í bókun sem borgarráðsfull- trúar Sjálfstæðisflokksins létu gera segir að miðað við fyrri loforð Reykjavíkurlistans um aö finna Miðskólanum annað húsnæöi eftir að hafa sagt honum upp húsnæbi í Mið- bæjarskólanum ætti borgin að vera reiðubúin að greiða þann Formaöur stjórnskipunarnefndar kirkjunnar: Kirkjukerfið gallab Stjórnskipunarnefnd kirkj- unnar kom saman nýlega og ræddi tillögur aö stjórnsýslu- breytingum. Fyrsta fundi er lokiö og er umræöa nefndar- innar einkum í þá átt aö auka vald Kirkjuþings og stækka þátt leikmanna. Gunnar Kristjánsson, sókn- arprestur á Reynivöllum í Kjós, er formaður nefndarinn- ar. Hann sagbi aðspurður í samtali við Tímann að einstök mál sem verið hafa í umræð- unni aö undanförnu, sbr. svo- kallað biskupsmál, hafi leitt í ljós að ýmsir gallar séu á því stjórnkerfi sem nú er fyrir hendi. „Það er þörf á að skerpa stjórnsýslulínurnar og var reyndar orðið augljóst áður en þessi vandi kom upp. Menn sjá það núna að kirkjukerfið er að mörgu leyti orðið óhæft til að gegna sínu hlutverki." Miðað er við að tillögurnar verði komnar í heilsteypta mynd fyrir Prestastefnu. -BÞ kostnað sem sannarlega verð- ur af flutningunum. Séu borg- aryfirvöld ekki tilbúin til þess sé nánast verið að eyðileggja starfsemi Miðskólans sem geti engan veginn tekið á sig slíkan kostnað. Borgarráðsfulltrúar Reykja- víkurlistans létu bóka á móti að með samþykkt sinni hafi borgarráð samþykkt aö veita Miðskólanum umtalsverðan styrk bæði til rekstrar og fram- kvæmda í nýju húsnæði. Hvað varði upphæð stofnstyrksins sé rétt ab taka fram aö einka- reknir leikskólar njóti nú stofnstyrkja sem nemi um 20% af stofnkostnaði þeirra. Því verði tæplega haldið fram með rökum ab ekki sé vel í lagt hvað Miðskólann varði. Bragi Jósepsson, formabur skólanefndar Miðskólans, sagði eftir fund borgarráðs að sér sýndist sem hlutirnir væru að komast á rétt ról. Hann vildi þó ekki segja hvort af- greiðsla borgarráðs væri eðli- leg að hans mati, þar sem hann hafði ekki fengið fundar- gerðina í hendur. „Skóla- nefndin þarf að reyna að finna lausn á því hvernig skólinn getur fjármagnab sinn hluta stofnkostnaðarins. Það er óleyst vandamál enda er skólinn ekki fyrirtæki sem býr yfir gildum sjóðum. Ég er þó í sjálfu sér bjartsýnn á að það takist, miðað við allar þær hremmingar sem við erum bú- in að ganga í gegnum. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum ætti þessi skóli að vera dauður og grafinn fyrir löngu. Það er eingöngu vegna þess að hér er kraftmikið fólk og áhugasamir foreldrar að við störfum enn og haldi allir bar- áttunni áfram á sama hátt er ég bjartsýnn á framhaldið." Bragi segist mjög ánægöur meö húsnæðið í Skógarhlíð 10. „Ef allt fer sem horfir er ég bjartsýnn á að okkur takist að skapa þar mjög vistlegt skóla- umhverfi." -GBK BóAá er Vf 'BCÓGI /7f £/?ra /70 G£/7f/7 £5/ /W/'/VA/ ? A7/7A7A7/7 ö/900/ Sagt var... Höfum ekkert vit á stríbi „Hér á landi þekkja menn ekki styrj- aldir nema ef vera skyldi úr banda- rískum bíómyndum. Samt eru margir hverjir þegar farnir ab spóka sig um sem heimsins mestu hernabarspekúl- antar. Ekki láta frændur okkar f Fær- eyjum svona né nágrannar okkar á Grænlandi." Ritar Einar S. Gubmundsson í DV og gerir sérstaklega herferb Ástþórs Magnússonar ab umræbuefni. Vandræbi æskunnar meb munn- vatnib „Mikib finnst mér sorglegt og leibin- legt ab sjá hvernig — aballega ungt fólk — lendir sífellt í vandræbum meb eigib munnvatn og hráka. Þetta finnst mér hafa færst mjög í vöxt á undanförnum árum." Ingibjörg í DV ritar sérkennilegt bréf, en hún vill taka upp gömlu hrákadall- ana. Sólkerfismeistarinn „Þetta hlýtur ab vera sólkerfismeistari í trassaskap. Ég skil ekki hvernig þetta er hægt." Hilmar Arnbjörnsson sjómabur sparar ekki líkingamálib í DV. Um ræbir trassa- skap bifvélavirkja nokkurs. Konur óhæfar í skák „Ég hef t.d. hugleitt þab mikib og komist ab þeirri niburstöbu ab skákin sé of erfib fyrir konur. Þetta er spurn- ing um karlmennsku sem konur hafa ekki... Konur eru bara ekki eins og karlar. Þab er talsverbur munur þar á. Ég er ekkert ab segja þeim þetta til hnjóbs. Þetta er bara svona. Menn vilja ekkert vera ab flíka þessu nú á tímum, þegar allir vilja vera svo „líbó"." ' Helgi Ólafsson stórmeistari kemur út úr skápnum í Alþýbublabinu í gær og heggur hátt til kvenna, hverra hann segir ekkert erindi eiga í skák. Svefngenglar á þingi „Hvernig er ástandib nibri í þing- húsi? Einhvern veginn svona, kannski: Svefngenglar ráfa um raub- þrútnir milli augnanna, delerandi af ofþreytu. Og setja þjóbinni lög. Og fleiri lög. Þeir settu okkur ellefu ný lög í fyrrinótt. Meban þjóbin svaf settu þingmenn í svefnrofunum lög." Hrafn Jökulsson hefur áhyggjur af því ab þingmenn séu ekki í stakk búnir til ab sinna löggjafarstörfum síbustu dag- ana fyrir þinglok, vegna svefnleysis. Al- þýbublabib. Úr kosningamiðstöb Péturs Hafstein er þab helst ab frétta ab þangab er kominn til starfa enginn annar en hinn „ástsæli og sibprúbi" Ámundi Ámundason toppkrati. Eftir ab jón Baldvin hætti vib ab fara á flot í for- setaframbob var Ámundi verkefna- laus. En ekki lengur. Greinilegt er ab hann mun hafa samband vib „sína menn" og benda þeim á Pétur sem gott forsetaefni. Ljóst er talib ab slagurinn standi einmitt um krata- og framsóknaratkvæbin í baráttu Péturs og Ólafs Ragnars. „Þab er svart á hvítu ab ég er enginn Þor- móbur rammi, en ég mun þó af veikum mætti reyna hvab ég get í þessari baráttu. Vib eigum eftir ab sjá Pétur á Bessastöbum, en ekki úlf- inn," var haft eftir Ámunda í heita pottinum í gærmorgun. Orbavalib gæti verib Ámunda... • Sagt er í pottinum ab popphljóm- sveitin sem sé „IN" í dag sé RÚV- Tops, sem kom fram á vorfagnabi Ríkisútvarpsins nýlega. Mebal hljóm- sveitarfélaga eru Ingólfur Margeirs- son bítlasérfræbingur, Georg Magn- ússon og Magnús Einarsson tónlist- arstjóri Rásar 2 — allir þrír meb gít- ara — Ásgeir Stubmabur á trommum, Lana Eddudóttir á bassa, og söngkonan Ingveldur. RÚV-Tops voru pöntub í brúbkaups- veislu á stabnum...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.