Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. júní 1996 3 Áhersla á styttri vinnutíma og fullvinnslu á sem flestum svibum, til ab bœta lífskjör. ASÍ: Varar við vinnuþrælkun og auknu álagi á fólk Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, leggur áherslu á styttingu vinnutíma þar sem því verður við komið og fullvinnslu sjáv- arafurða og raunar á sem flest- um sviðum, til að bæta lífs- kjör launafólks til samræmis við það sem tíðkast meðal launafólks á öðrum Norður- löndum. Hann varar hinsvegar við vinnuþrælkun og óeðlilegu álagi á launafólk til að auka framleiðni í atvinnulífinu. Þar fyrir utan sé það ekki ásættanleg þróun, sem átt hefur sér stað á sumum vinnustöðum, þar sem launafólk hefur orðið fyrir tekjutapi vegna styttri vinnu- viku, þrátt fyrir ab afköstin hafi allt að því verib hin sömu. í þeim efnum hlýtur launáfólk að fá í sinn hlut það „sem eðlilegt er í þessu samhengi". Forseti ASÍ sagbi í gær að þótt ekki hefði gefist tækifæri til að fara ofan í saumana á skýrslu Þjóöhagsstofnunar um saman- burð lífskjara hérlendis og í Danmörku, þá sýnist honum að niðurstaða Þjóðhagsstofnunar sé í aðalatriðum í takt við það sem fram hefur komið í þeim at- hugunum, sem flest landssam- bönd innan ASÍ hafa ábur gert í þessum samanburbi við Dani. „Það er fyrst og fremst vinnu- tíminn sem skilur þama á milli," segir Grétar og bendir á að íslenskt launafólk þarf að vinna dagvinnu í 15 mánuði til að bera hliðstætt úr býtum og Danir fá á 12 mánuðum. Af þeim sökum sé það eitt brýnasta verkefnið að reyna að stytta vinnutíma íslensks launafólks þar sem því verður við komið, auka fullvinnslu sjávarafurða og raunar á sem flestum sviðum. Hann segir að helsta ástæðan fyrir því hvernig lífskjömm er háttað hérlendis í samanburði t.d. við Dani, sé m.a. vegna frumframleiöslu sjávarafurða í stað fullvinnslu. Hinsvegar séu mörg teikn á lofti um það á síð- ustu misserum aö það eigi sér stað einhver breyting í þessum efnum til meiri fullvinnslu og verðmætari afurða en verið hef- ur. í sambandi við framleiðnina, sem sögð er lítil í samanburði við það sem gengur og gerist t.d. í Danmörku, bendir forseti ASÍ m.a. á þá staðreynd að íslenskt launafólk er vel samkeppnis- hæft við launafólk í nágranna- löndunum og þar á meðal í Danmörku. Þarlendis sé t.d. ís- lenskt launafólk eftirsóttur starfskraftur, eins og dæmin hafa sannað, og því sé ekki við það að sakast eitt og sér, þótt framleiðnin sé ekki meiri í at- vinnulífinu. -grh Borgarráb: Styrkir Hjálp- arsveit skáta Borgarráö hefur samþykkt að styrkja Hjálparsveit skáta í Reykjavík um 12 milljónir króna á fjórum árum vegna byggingar á húsnæbi vib Mal- arhöfba 6. Fyrsti hluti styrksins, kr. þrjár milljónir, verður greiddur á þessu ári og síðan þrjár milljón- ir á ári næstu þrjú árin. -GBK Einstefna á Laufásvegi Borgarráð hefur samþykkt að komið verði á einstefnu til suð- urs á Laufásvegi á milli Skál- holtsstígs og Skothúsvegar. Breytingin er gerð vegna óska íbúa í hverfinu, sem lögðu fram undirskriftalista þar sem farið er fram á einstefnu á þessum veg- arkafla. -GBK íslenska kvennahlaupib á íslandi, Kos, Norburlönd- um, í Bandaríkjunum og í Namibíu: Hlaupa, skokka eða ganga saman Þann 16. júní mun líklega fjöldi kvenna um allt land koma saman og hlaupa, skokka, eba ganga í hópum í tilefni af sjöunda Kvenna- hlaupi ÍSÍ. Hlaupib verbur í Garðabæ og á 82 stöðum víðs vegar um landiö. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Kvenna- hlaupsins, verður einnig hlaupib víða erlendis, t.d. eru fjórar konur búnar ab skrá sig til hlaups á grísku eyjunni Kos, 80 konur í Namibíu, bæði íslenskar og innfæddar, einn- ig á Norðurlöndunum, Maj- orca og Bandaríkjunum. Aðspurð um hví þetta hlaup er svo vinsælt hjá konum, en 15.015 konur hlupu í fyrra, kvab Helga erfitt að skýra það, „en það verður einhver sérstök upplifun hjá konum þegar þær koma svona margar saman. Þetta er eitthvaö sem þær eiga. Það myndast svo sterk sam- kennd." Stefnt er að því að 18.000 konur taki þátt að þessu sinni og því hefur auglýsingaherferð verið hrundib af stað í sjón- varpi, útvarpi, plakötum, blöb- um og á veltiskiltum. Sjóvá-Al- mennar eru aðalstyrktaraðili Kvennahlaupsins auk Mjólkur- samsölunnar. Forskráning í hlaupið hefst föstudaginn 7. júní á nokkrum stöðum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og á 82 stöðum um landið. Hægt er að skrá sig til þátttöku þar til hlaupið hefst þann 16. og fá allir þátttakendur bol og verðlaunapening gegn 550 kr. þátttökugjaldi. A baki bolanna er mynd af valkyrju á hlaupum yfir landið, en bolirnir eru dökkbláir á lit meb ljósgulum stöfum. LÓA Flugmálastjórn vibrar hagstœba framþróun greinar- innar á árinu 7 995: Flugið a Nánast allar tölur um flug og flugstarfsemi á íslandi fljúga hratt upp á við, samkvæmt upplýsingum frá Flugmála- stjóm. Vöxtur flugsins virðist jafn og góður. Dæmi um þetta er að í fyrra fjölgaði millilandafarþegum á íslenskum áætlunarflugvöllum um 10% og vantaði abeins 164 farþega til að þeir næbu 700.000. Af þessum fjölda var rétt rúmlega fjórðungurinn án- ingarfarþegar á Keflavíkurflug- velli. Þróunin er hröð í farþega- flutningum. Sem dæmi um það má nefna að síðastliðin fimm ár hefur farþegum í millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli fjölgað um 7% að mebaltali. Verði svo áfram, mun farþegatalan tvö- faldast eftir 14 ár og Leifsstöð þá væntanlega endanlega spmngin uppleið undan farþegastraumnum. Sama sagan er af vöm- og póstflutningum milli landa. Þeir jukust í fyrra um 13%, námu alls rétt um 20 þúsund tonnum. Farþegar í innanlandsflugi vom í fyrra 377 þúsund talsins, 4% fleiri en árið á undan. Á þessu sviði keppir flugiö við stórbættar samgöngur á landi, betri vegi og fleiri ökutæki. Far- þegum fjölgaði engu að síður á öllum helstu áætlunarflugvöll- um landsins nema einum, Vest- mannaeyjum, þar sem Herjólfur er keppinautur flugsins. En einnig varð vart við fækk- un. Það var umferðin um ís- lenska úthafsflugstjórnarsvæð- ib. Þar fóm um 66.292 flugvélar, herflug var um 10% af þeirri umferð. Fækkun vélanna var um 3% miðað við árið áður. -JBP Dilkakjöt er nú orbib illfáanleg afurb, a.m.k. sé þvíslátrab í réttum sláturhúsum. Kúafárib í Bretlandi hefur þau áhrif ab fyrirspurnir berast til íslands um útflutning á lambakjöti: Ekkert kjöt til í landinu sem uppfyllir skilyröin Matvælafyrirtækiö Meistar- inn hefur fengiö fyrirspurnir erlendis frá þar sem óskað er eftir 30-60 tonnum af óunn- um lambaskrokkum. Þessi markaður virðist opnast í kjölfar kúafársins í Bret- landi, en almenningur þar hefur stórminnkað neyslu á nautakjöti eftir að getgátur komu upp um að ákveðin tengsl gætu reynst milli kú- ariðu og Creutzfeld-Jakob sjúkdómsins. Erindinu verð- ur sennilega ekki hægt að sinna, þar sem ekkert kjöt virbist til í landinu sem upp- fyllir staðla Evrópumarkað- ar. Meistarinn hefur auglýst eft- ir 30-60 tonnum af lambakjöti án þess að nokkur viðbrögð hafi fengist. Kjötið verður að koma frá sláturhúsum sem hafa vottun fyrir Evrópumark- ab, en aðeins þrjú hús upp- fylla þá staðla: sláturhús KASK, KÞ Húsavík og sláturhúsið á Hvammstanga. Kjötumboðið kaupir allt kjöt af þeim, en þar á bæ er ekkert kjöt til, að sögn Atla Sigurðssonar, markaðs- stjóra Meistarans. „Við aug- lýstum aðallega til að kanna hvort einhverjir aðilar hefðu keypt af umboðinu vottað kjöt, en það hafa engin við- brögð borist. Sennilega er ekk- ert kjöt til." Kjötumbobið er eini aðilinn sem hefur selt vottað lamba- kjöt á Evrópumarkað til þessa. Atli segir að það skjóti skökku við, ef ekki sé hægt ab flytja út kjöt til Bretlands á meðan of- framleiðsla sé á lambakjöti. „Það verður eitthvab að gera. Annað hvort þarf að slátra meira í þeim húsum, sem þeg- ar hafa vottun, eba fjölga þess- um húsum. Hib síöarnefnda væri náttúrlega það besta." Atli segir hryggilegt ef ekki verður hægt að nýta þetta tækifæri. Þeir hafi ætlað að senda mann utan til ab sýna skuröinn á kjötinu og kenna útlendingunum úrbeiningu. Tryggt hafi verið að stabib yrði við greibslur og verðið verið mjög viðunandi, hærra en það sem hefur fengist fyrir kjöt á Evrópumarkaði til þessa. „Maður hélt að hér væri til nóg af kjöti, en það er greini- lega eitthvað að í skipulaginu. Við verðum að taka til hjá okkur og endurskoða kerfið. Af hverju ættum við ekki ab geta flutt út kjöt eins og fisk, jafn bragðgott og lambakjötið þykir? Mun betra en nýsjálenska lambakjötið sem veður yfir allt," sagði Atli Sigurðsson, markabsstjóri Meistarans, í samtali við Tímann í gær. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.