Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 6. júní 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Eystra- horn Tjón í ferbaþjón- ustu Eftirspurn eftir gistingu er meiri en framboöiö yfir há- annatímann í feröaþjónust- unni. Þetta kom fram í skýrslu sem Sigríöur Þrúöur Stefáns- dóttir lagöi fyrir samgöngu- nefnd Austur- Skaftafellssýslu fyrir stuttu, en hún vinnur að sérstöku verkefni um stefnu- mörkun í ferðaþjónustu í sýsl- unni. Nýting gistirýmis er léleg vor og haust, aö því er fram kemur í þessari samantekt Sig- ríðar og þarf þá ekki að spyrja um vetrarmánuðina. Sigríður telur einnig aö huga þurfi betur að samgöngum innan svæöis- ins, sem hugsanlega séu ekki nógu góöar. Einnig að flugsam- göngur séu ekki nógu ábyggi- legar vegna vanbúnaöar Horna- fjarðarflugvallar og aö þaö hafi valdið verulegu tjóni hjá ferða- þjónustuaðilum. Um er að ræða aöflugstæki, en þau hafa setið á hakanum vegna annarra fram- kvæmda. Fyrri hluti hagkvæmnisathug- unar magnesíumverksmiðju á Reykjanesi jákvæður: Risaverksmíbjan qæti skapab 1500 störf „Rannsóknin leiddi í ljós að sú tækni, sem Rússar nota við framleiðslu magnesíums, er bæöi hentug og hagkvæm hér á landi, en í henni er lögð áhersla á nýtingu jarðvarma við fram- leiðsluna, ólíkt því sem gert er í Evrópulöndum," sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suð- urnesja, um niðurstöður úr fyrri hluta hagkvæmnisathugunar vegna magnesíumverksmibju á Reykjanesi. Næsta skref er að fara í seinni hluta hagkvæmnisathugunar, en þá verður kannaður mögu- leiki á byggingu helmingi stærri verksmiðju en upphaflega var áætlað, þ.e. 50 þús. tonna í stað 25 þús. tonna. Sú könnunar- vinna kostar ab sögn Júlíusar á milli 60 og 70 milljónir króna. Erlendir aðilar munu leggja eitt- hvað fé í þá könnun, en að öðru leyti þurfa innlendir aðilar að mestu leyti að fjármagna hana. „Það er ljóst ab við þurf- um að leita eftir hlutafjárfram- lagi frá hinu opinbera og fleiri innlendum aðilum. Svona verk- efni getur varla verið einkamál Hitaveitunnar og því eölilegt ab á þessu stigi komi fleiri inn í þetta stóra verkefni," sagði Júlí- us. Upphaflegur byggingarkostn- aður við 25 þús. tonna verk- smiðju var 16-18 milljarðar. Ekki liggur fyrir hver kostnaður við byggingu helmingi stærri verksmiöju yrði, en Júlíus sagði að störf við 50 þús. tonna verk- smiðju gætu orðið í heildina á milli 1000 og 1500. Ef af verk- smiöjunni verður, hafa þýskir / tilefni sjómannadagsins var þessi mynd frá árinu 1963 birt í Eystra- horni. Hún var tekin um borb í Ólafi Tryggvasyni og frá vinstri eru Cubmundur Björgvinsson, Þorvaldur jónsson Skálafelli, Halldór Ás- grímsson, Stefán Arngrímsson og Óskar Cubmundsson. aðilar lofað hlutafé. Júlíus sagbi að veröi af byggingunni, sé stefnt að því að henni ljúki fyrir árslok 1999. KÓPAVOGSPÓSTURINN KOPAVOGI Garbur meb lækn- ingajurtum settur upp í Kópa- vogsdal? í samtali, sem Kópavogspóst- urinn átti við Helga Baldursson, formann og framkvæmdastjóra Ibnþróunarfélags Kópavogs, sagbi Helgi frá hugmynd sem vert er að gefa gaum að, hug- mynd sem gæti laðað fjölda ferðamanna til Kópavogs og skapaö umtalsverða atvinnu. Helgi sagði að hjá Iðnþróun- arfélaginu hefði komið upp sú hugmynd að leggja til við bæ- inn að setja upp garð með sýn- ishornum af þeim jurtum sem hafa lækningamátt, en þær eru taldar vera um 400 í heiminum og þar af um 70 á íslandi. Garð- inn ætti að staðsetja inn af Smáranum þar sem gert er ráð Helgi Baldursson, formabur og framkvœmdastjóri Ibnþróunarfé- lags Kópavogs. fyrir útivistarsvæöi í núverandi skipulagi. Helgi sagbi ab byrj- unin yrbi að vera sú að setja garðinn inn í skipulagið og hefja undirbúning. Hægt væri að byrja á því að safna saman íslensku jurtunum og koma þeim fyrir. í framhaldi af því yrði svo ab safna saman öllum erlendum jurtum, þannig að í framtíðinni gæti fólk séð á ein- um stað allar þær jurtir sem hafa lækningamátt. Auðvitað yrbi að nýta heita vatnið og byggja yfir þetta gróöurskála og gæti fólk þá komið þarna allt árið. í dag er mjög rætt um allt sem er náttúrulegt, þannig að í framtíðinni má gera ráb fyrir að hafin verði framleiðsla á ýms- um lækningalyfjum úr þessum jurtum og væri þá hægt að selja þær og jafnvel setja upp lækna- miðstöb þar sem þessi lyf væru eingöngu notuð. Austurland NESKAUPSTAÐ Breytingar í skólamálum Vegna yfirfærslu grunnskól- ans til sveitarfélaganna verða breytingar á skipulagi skóla- mála í Neskaupstað. Hugmynd- in, sem nú er í umræðunni, fel- ur það í sér ab grunnskólinn í Neskaupstað verði einn skóli með eina yfirstjórn. Eins og kunnugir vita hefur grunnskól- inn í Nesk. veriö í tveimur stofnunum, þ.e. barnaskólan- um Nesskóla og gagnfræðadeild í Verkmenntaskóla Austurlands. Sú breyting, sem nú er til um- ræðu, felur það í sér að skóla- stjóri Nesskóla verbur skóla- stjóri grunnskólans. Aðstoðar- skólastjóri grunnskólans (eða skólastjóri) á að hafa aðsetur í Verkmenntaskólanum. Allt þetta feiur í sér ab bæjarsjóður þarf að gera samning við Verk- menntaskólann um rekstur grunnskóladeildar innan skól- ans. í framtíðinni er svo líklegt að allir bekkir grunnskólans verði í Nesskóla. Til þess ab það verði hægt, er ljóst að byggja verður við Nesskóla til að koma öllum fyrir og hægt verði að einsetja skólann. Hugmyndin er að gera þetta í þrepum. Halldór Blöndal samgöngurábherra opnabi nýja umferbarmibstöb á Selfossi fyrir skömmu. Þar meb eru allar almenningssamgöngur til og frá Selfossi komnar undir sama þak. Afgreibsla Austurleibar, Norb- urleibar og SBS eru þvíá sama stab á Selfossi. Fjölmenni var vibstatt opnunina, þar voru m.a. Magnús Oddsson ferbamálastjóri, þing- menn kjördœmisins auk fram- ámanna í atvinnulífi á Suburiandi. Ab því loknu var vibstöddum bobib til morgunverbar í Inghóli þar sem dagskrá var meb söng og fleiri skemmtiatribum. Afmœlistónleikar Bubba Morthens: Húsfyllir í Þjóöleikhúsi Bubbi Morthens hélt vel heppnaba afmælistónleika í Þjóbleikhúsinu í fyrrakvöld, en Bubbi veröur fertugur í dag, 6. júní. Húsfyllir var á tónleikun- um þrátt fyrir mikib framboð af listvibburöum á nýhafinni Listahátíð. Á tónleikakránni voru eldri lög í bland vib ný, en mörg nýju laganna veröa á nýrri plötu sem þegar er byrjab ab vinna undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar og kemur geisla- platan væntanlega á markab í vetrarbyrjun undir merkjum Skífunnar. Tónleikarnir voru einnig teknir Ásókn í stól framkvœmda- stjóra Kvikmyndasjóös: Tvær konur og níu karlar sottu um Alls sóttu 11 manns um stöbu framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs, tvær konur og níu karlar en umsóknarfrest- ur rann út 31. maí sl. Stjórn Kvikmyndasjóbs mun síban fjalla um umsóknirnar og gera tillögu ábur en Björn Bjarnason menntamálaráb- herra tekur ákvörbun um hver hljóti stööuna. Umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs eru Baldur Hermannsson, Bessí Jóhannsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Eiríkur Thor- steinsson, Eyjólfur Pétur Haf- stein, Haraldur Jóhannsson, Kormákur Þráinn Bragason, Kristín Ólafsdóttir, Pétur Rasm- ussen, Þorfinnur Ómarsson og Þorgeir Gunnarsson. -grh upp af Stöð 2 og verða trúlega sýndir á sjónvarpsstöðinni áður en langt um líður. Sviðsmynd tónleikanna á stóra sviði Þjóð- leikhússins bar þess merki ab þar var verið að mynda fyrir sjón- varp, því áhorfendur fóru ekki varhluta af tækjabúnaði og dökk- klæddum myndatökumönnum sem þar voru við vinnu og sterku ljósunum sem beint var að áhorf- endum í lok hvers lags. Meðspilari Bubba á tónleikun- um var Jakob Magnússon bassa- leikari sem sýndi þab og sannaði að hann er einn af fremstu bassa- leikurunum landsins og hefur raunar verib það um langt skeið. Sjálfur lék Bubbi við hvern sinn fingur og blés ekki úr nös þótt tónleikarnir stæbu yfir í rúma þrjá tíma með einu hléi og nokkrum aukalögum fyrir tón- leikaþyrsta gestina. Sem fyrr liggur Bubbi ekki á skoðunum sínum í textagerð sinni og hjó á báða bóga á kýlin sem víða er að finna í þjóðfélag- inu og var ekki annað ab heyra og sjá en að tónleikagestum lík- aði vel ab hlusta á ádeilur á veru bandaríska hersins á Miðnes- heibi, nýríku kvótamillana sem fá kvótann í arf þótt fiskarnir í sjónum séu sagðir vera í þjóðar- eign, dópneyslu og fleira sem Bubba þykir miður fara í íslensku samfélagi. Þá lýsti hann yfir stuðningi sínum við forsetafram- boð Ólafs Ragnars Grímssonar sem gaf sér tíma frá forsetaslagn- um til að vera á tónleikunum ásamt Guðrúnu K. Þorbergsdótt- ur eiginkonu sinni. Vib lok tónleikanna afhenti Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar og stjórnarformaður Stöbvar 2, Bubba vænan blómvönd í tilefni afmælisins og samskipta þeirra í gegnum tíðina. -grh Nýjung hjá BSRB: Heimasíða á alheimsvefnum Bandalag opinberra starfs- manna hefur brotib blab í upp- lýsingamiölun sinni meb opn- un heimasíöu á alheimsvefn- um, en heimasíöufangiö er www.tv.is/ bsrb/ band.htm. í frétt frá bandalaginu kemur fram að BSRB séu fyrstu samtök launafólks á íslandi sem færir sér í nyt þessa nýju tækni við upplýsingaöflun. Á BSRB-vefn- um er ab finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um samtökin, rétt- indi launafólks, greinar úr BRSB-tíðindum og greinar úr öbrum blööum um málefni op- inberra starfsmanna, þjóöfé- lagsþróunina auk annarra nyt- samra upplýsinga. -grh íslandsmótib í handflökun: Amundi Tómasson íslandsmeistari Ámundi Tómasson sem keppti fyrir Sætopp í Kópavogi varb sigurvegari í íslandsmótinu í handflökun sem fram fór sl. laugardag í tjaldinu á Mib- bakka vib Reykjavíkurhöfn. Keppendur voru alls 24 frá 6 þjóblöndum og var dæmt eftir hraba, nýtingu og gæbum. Þegar mest var fylgdust um 400 manns meb keppinni. Verðlaun voru einnig veitt fyrir sigur í hverjum flokki fisk- tegunda, þ.e. ýsu, karfa og kola og í þeim þáttum sem dæmt var eftir. Ýsumeistari varb Harpa Ingólfsdóttir sem keppti fyrir Eyjavík hf. í Vestmannaeyjum, Maria Florinda P. Cajes sem keppti fyrir Bylgjuna hf. í Ólafs- vík varð karfameistari og kola- meistari varð Allan Wayne Matthews frá Reykjavík. Hraða- meistari varb Baldur Karlsson frá Sjófangi hf. í Reykjavík, nýt- ingarmeistari varð ívar Bjarna- son frá Tor hf. í Hafnarfirbi og Sigurður H. Hansen frá G. Krist- jánssyni Reykjavík varð gæða- meistari fyrir árið 1996. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.