Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 16
Veöríb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.B0 í gær) • Suburland: Breytileg e&a NA-læg átt, gola eba kaldi. Skýjab meb köflum og síbdegisskúrir. • Faxaflói: A gola og rofar heldur til á morgun. Þó síbdeqisskúrir á stöku stab. • Breibafjörbur og Vestfirbir: A gola eba kaldi. Víbast bjartvibri. • Strandir og Norburland vestra: A og SA gola og léttir sums stab- ar til. Heldur hlynandi vebur. • Norburland eystra og Austurland ab Clettingi: A og síbar SA gola og rofar heldur til. Hlýnandi vebur, einkum í innsveitum. • Austfirbir: SA gola og sums stabar þokusúld. • Subausturland: A-læg átt, kaldi og síbar gola. Dálitlar skúrir, eink- um ab deginum. • Hiti á landinu verbur á bilinu 2 til 13 stig. Stööugleiki, hagstœtt raungengi, aukin framleiöni og kaupmáttaraukning meö innistœöu. Samtök iönaö- arms: Kjöraöstæöur í iönaöinum „Fólkiö vinnur betur, mætir betur og menn hafa veriö hræddari um störfin sín. Fyr- irtækjum er betur stjórnaö og markaösaöstæöumar em betri út af hagstæöara raungengi. Allt þetta hjálpast aö í betri af- komu fyrirtækjanna sem er grunnurinn aö betri launum," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iönaöarins. Hann segir að framleiðsla í iðnaöi hafi stóraukist og sé verðmætari en áöur, ekki síst í útflutningi. Þannig aö í þessum efnum séu menn á réttri leið í iðnaðinum þar sem framleiöni fari vaxandi, enda nær öll skil- yröi hagstæð í rekstrarumhverf- inu og því má segja aö atvinnu- greinin búi við kjöraðstæður í efnahagsumhverfi stöðugleik- ans. Sveinn telur aö þótt nokkur munur sé á launum hérlendis og í Danmörku, þá vekur hann athygli á því aö samanburður Þjóöhagsstofnunar er miðaður við áriö 1993 þegar efnahags- lægðin var einna dýpst hér á landi. Síðan þá hefur flest verið á uppleiö og því líkur á að mun- urinn á milli landanna hafi eitt- hvað minnkað. Þessi framleiðniaukning í iðn- aði hefur gerst án þess að starfs- fólki hafi fjölgað, en starfs- mannafjöldi í iðnaöi hefur í Kvennaathvarfiö: Nœrri 30% ofbeldismannanna fyrrverandi sambýlis- eba eiginmenn: Konum í Kvennaathvarfi fækkabi um 25% í fyrra raun fækkab frá því sem var fyr- ir áratug. Sveinn segir að þetta hafi að sumu leyti leitt til aukins álags meðal starfsfólks sem framleiðir meira þrátt fyrir held- ur styttri vinnutíma samfara tækniframförum í iðnaði. Af þeim sökum leggur fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins áherslu á að raunveruleg kauphækkun geti aðeins orðiö til í framhaldi af aukinni fram- leiðslu og það hafi einmitt verið aö gerast á liðnum misserum. í því sambandi bendir hann á að sú kaupmáttaraukning sem nú sé orðin hafi átt sér innistæðu hjá fyrirtækjunum og þessvegna hafa þau ekki þurft að velta þeim kjarabótum yfir í verðlag- ið. Það hefur svo aftur skilað sér í lágri verðbólgu. -grh Vinnuskólinn á Seltjarnarnesi var formlega settur á mánu- dagskvöld og tók til starfa daginn eftir. Unglingarnir á myndinni voru því oð vinna sinn annan vinnudag þegar Ijósmyndari Tímans smellti afþeim mynd ígœr. Alls fá um 190 krakkar vinnu í Vinnuskóianum í sumar. Þeir yngstu sem voru ab Ijúka 8. bekk vinna ífjórar stundir á dag í sex vikur en þeir eldri vinna átta tíma vinnudag sömuleibis í sex vikur. Vinnan felst ab mestu leyti í rakstri og hreinsun á svœbum bcejarins, fyrir aldraba og abra sem vilja kaupa þjónustu starfsmanna Vinnuskólans. rímamynd CS 25 20 15 10 5 0 ■ m. il K jp Íil Q Meðalfjöldi barna á dag ■ Meöalljðldl kvenna á dag st m (o 00 00 00 0)0)0) Ncoaor-wnv 0000000)0)0)0)0) 0>G)0)0) 00)0)0) Dvalardagar kvenna og barna í Kvennaathvarfinu voru 43% fœrri á síb- asta ári en árib ábur og höfbu ekki verib fcerri síban 1990. Börnum fcekk- abi ab mebaltali um helming, úr 12 á dag árib 1994 nibur í 6 ab mebal- tali á dag í fyrra. Heilbrigöisráöherra um sum- arlokanir sjúkrahúsanna: Stór hluti lokana óhjá- kvæmilegur Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir að stór hluti fyr- irhugaöra sumarlokana sjúkra- húsanna sé óhjákvæmilegur, vegna sumarleyfa sérhæfðs starfsfólks og viðhaldsfram- kvæmda. En einhver hluti þeirra sé vegna lítils fjárhagslegs svig- rúms í rekstri sjúkrahúsanna. Ingibjörg segir að verið sé að gera mjög miklar endurbætur á hús- næði sjúkrahúsanna í Reykjavík, sérstaklega á Ríkisspítölum, sem ekki séu framkvæmanlegar nema með því að loka deildum eða færa til starfsemi. Sumarleyfi sérhæfðs starfsfólks valdi því einnig að lok- anir deilda séu óhjákvæmilegar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sumarlokanir kemur fram að sparn- aður sjúkrahúsanna af sumarlok- unum sé lítill. Því virðist það skjóta skökku viö að sjúkrahúsin séu að loka deildum vegna fjárskorts. Um þetta segir Ingibjörg: „Stjómendur sjúkrahúsanna veröa að meta það sjálfir hvort þeir telja sig ná fram sparnaði með því að loka deildum, enda eru þeir best til þess fallnir. Það eru þeir sem ákveða hvort og hvaða deildum er lokað." -GBK Komum kvenna í Kvennaat- hvarfið snarfækkaði á síðasta ári eftir mikla og stöðuga fjölgun næstu ár á undan. Um 11 konur og börn dvöldu þar að jafnaöi á dag í staðinn fyrir 20 árið áöur, samkvæmt árs- skýrslu. Vilborg G. Guðna- dóttir framkvæmdastjóri sagðist aöspurö ekki hafa hug- mynd um hverju helst væri ab þakka þessa miklu fækkun milli ára. „Þab væri þá alveg eins hægt ab spyrja hvort þessi mikla fjölgun 1992, 1993 og 1994 sé raunhæf, eða var hún vegna tölusöfnunarinnar og átakinu fram ab því? Og er þá þessi fækkun 1995 bara eöli- leg miðab við árin fyrir 1992? Vib þessu höfum við engin svör heldur verbur tíminn ab leiba það í ljós hvað þama er á ferðinni," sagði Vilborg. Þótt dvalardögum fækkaði um 44% milli áranna 1994 og 1995 lækkaði rekstrarkostnað- urinn einungis um rúmlega 11%, eða úr rúmlega 36 niður Hjörleifur Guttormsson, Al- þýbubandalagi, kom í veg fyr- ir að næbist að ljúka störfum Alþingis á tilsettum tíma en stefnt hafði verib að þingslit- um síðdegis í gær. Síðasta mál á dagskrá þingsins var frumvarp til náttúruvernd- arlaga sem Hjörleifur taldi sig í 32 milljónir króna. Megin- skýringu þessa segir Vilborg þá að flutningur leik- og grunn- skóla Kvennaathvarfsins í nýtt húsnæði, sem kostaði kring- um 2,6 milljónir, hafi komið inn í rekstrarkostnað síðasta árs. Áður hafi börnin verið inni í athvarfinu með einum hafa sitthvað við að athuga. Hóf hann mál sitt á þriðja tímanum í gær og var enn í ræðustól þeg- ar blaöiö fór í prentun. Gert var ráð fyrir þingslitum í gærkveldi eða árdegis í dag eftir því hvern- ig tækist til um að ljúka umræð- um um náttúruverndarfrum- varpið. -ÞI barnastarfsmanni og kennara í hálfri stöðu. Nú sé aftur á móti komið markvisst leik- og grunnskólastarf með tveim kennurum í heilum stöðum. Markviss endurskipulagning hafi farið fram á rekstrinum 1995 með hagræðingu á vaktafyrirkomulagi og í matar- innkaupum sem lækkaði fæð- iskostnað um 40% milli ára. Sautján konur störfuðu í 9 stöðugildum í Kvennaathvarf- inu í fyrra. Rúmlega 280 konur komu í Kvennaathvarfið í fyrra og þar af aðeins 39% í fyrsta sinn. Rúmlega helmingur þeirra kom aðeins í viðtal en 136 dvöldu í athvarfinu, að meðal- tali í 13 daga. Stærsti hópur- inn (37%) dvaldi í 2-6 daga en tæplega fjórbungurinn var að- eins einn dag og nokkru fleiri í 7-30 daga, en um 12% kvenn- anna dvöldu lengur en mán- uð. Rúmlega helmingur kvennanna var með samtals um 130 börn, tæplega helm- ingur þeirra voru 3ja ára og yngri en tæplega þriðjungur á grunnskólaaldri. Börnin dvöldu að jafnaði 19 daga í at- hvarfinu. Um 70% kvennanna voru á aldrinum 21-40 ára. Um 15% kvennanna voru út- lendingar, meirihlutinn frá öðrum Evrópulöndum en rúmlega fjórðungur frá lönd- um Asíu. Andlegt ofbeldi var algeng- asta ástæðan (69%) fyrir komu kvenna í athvarfið, en 46% höfðu orðið fyrir líkamlegu of- beldi. Um 18% kvennanna voru með líkamlega áverka við komu en einungis 7% þeirra höfðu kært ofbeldismanninn. Þriðjungur þeirra voru sam- býlismenn, og litlu færri (29%) fyrrverandi sambýlis- eða eiginmenn, sem ber þess glöggt vitni að konur eru síður en svo lausar við ofbeldis- mennina þótt þær hætti ab búa með þeim. ■ Hjörleifur tafbi þingslit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.