Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 1
 \WREVF/£Z/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar w WW WW" m*mm STOFNAÐUR1917 80. árgangur Föstudagur 7. júní 106. tölublaö 1996 Ingibjörg Sólrún segir ab ríki og borg geti ekki flú- ib þá áhœttu sem fylgir rekstri Listahátíöar: Berlínar- sinfónían felld út? „Þab er náttúrulega alltof seint ao setja taumhald á há- tíoina núna þegar hún er komin af stab. Taumhaldib veröur aö vera á undirbún- ingstímanum í gegnum full- trúa borgar og ríkis í fram- kvæmdastjórninni/' sagbi Ingibjörg Sólrún borgarstjóri um þá hugmynd sem kom frá menntamálarábuneytinu nokkrum dögum fyrir setn- ingu Listahátíbar aí> ef halli verbi á rekstri listahátíbar nú þá dragist hann frá framlagi ríkis og borgar til listahátíbar á næsta ári. Dregist hef- ur að undirrita yfirlýsinguna og virðist bolt- inn vera hjá borginni nú, því borgar- stjórinn segist ósáttur við þessa hug- Ingibjörg Sólrún. mynd eins og hún liggi fyrir og sömuleiðis framkvæmdastjórn Listahátíð- ar. „Auðvitað á að miða starf- semi Listahátíðar við að hún sé rekin án halla en við slíka starf- semi eru margir óvissuþættir umfram aðra venjubundna starfsemi. Ef fulltrúar ríkis og borgar í framkvæmdastjórn há- tíðarinnar vita um þessa áhættu þá getum við ekki hlaupið frá henni. Ekki nema við tökum þá á málinu og ákveðum að sleppa einhverju," sagði Ingibjörg og minntist sérstaklega á þann möguleika að fella þýsku sin- fóníuhljómsveitina frá Berlín út af dagskránni sem sé mjög dýr liður. Hún sagði að það yrði áfall fyrir hátíðina en telur að ríki og borg muni komast að samkomulagi áður en til þess komi. LÓA POKKOlCQ mOrlinUtOVCIÖI varfijáþeimlArnþðríI. Jónssynit.h. og DaníelF. átti leiö um höfnina ánólmavík á dögunum en þeir félagar höfbu þá veitt tvo marhnúta. I baksýn má sjá Víkurnesib Gunnarssyni, þegar Ijósmyndari vib bryggju ífallegri kvóldsólinni. Tímamynd Stefón Císlason Embœttismenn og hagsmunaabilar bera saman bœkur sínar fyrír embœttismannafund í Osló vegna Smugudeilunnar: Rætt um 16-18 þús. tonna þorskkvóta „Þab er alltof snemmt ab tala um efnisatribi. Vib höfum verib ab þreifa fyrir okkur í þessu og átt óformleg samtöl. Annab get ég ekki sagt á þessu stigi," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- rábherra abspurbur hvort verib sé ab ræba um 16-18 þúsund tonna þorskkvóta íslendinga í Barentshafi sem ekki eingöngu yrbi veiddur í Smugunni heldur og einnig innan lögsögu Noregs og Rússlands. Ráðherra varðist allra frétta af hugsanlegum viðræðum embætt- ismanna um lausn fiskveiðideilu Flugeftirlitsnefnd uggandi um flugstarfsemi á Ströndum: Hörmulegt fyrir íbúana Flugeftírlitsnefnd er þeirrar skobunar ab flugleibin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur og einnig til Gjögurs kunni ab vera í hættu, komi ekki til aukning á farþegum. „Afleiðing þess yrði hörmu- leg fyrir íbúa þessa landsvæðis og myndi geta orsakað ófyrir- sjáanlega byggðaröskun," segir í skýrslu Flugeftirlitsnefndar, en formaður hennar er Birgir Þorgilsson. „Að öllum líkind- um mætti þó stórauka ferða- mannastrauminn til þessa landshluta, en það er langtíma markmið sem ekki næst án þess að verja til þess miklum fjár- munum," segir ennfremur í skýrslunni. Nefndin kannaði í fyrra flug- rekstur til Hólmavíkur, Gjög- urs, Sauðárkróks og Siglufjarð- ar. Hún segir reksturinn erfiðan fjárhagslega á öllum þessum flugleiðum, nema helst til Sauðárkróks. „Svo virðist sem flugrekend- ur og umboösmenn þeirra eyði hvorki miklum tíma né fjár- munum í að auka flutningana. Þó mætti ætla að mögulegt væri að auka áhuga fólks á hinu svonefnda „Stór- Reykja- víkursvæði" á ferðum til ofan- greindra staða ef staðið væri að kynningu á skipulagðan og raunsæjan hátt," segir í skýrslu Flugeftirlitsnefndar. Þá telur nefndin að búast megi við samdrætti í flugi til fleiri afskekktra staða á landinu með auknu frjálsræði til rekstr- ar farþegaflugs þann 1. júlí á 1997. Óskar nefndin eftir stefnumótun varðandi innan- landsflugið. -JBP íslands, Noregs og Rússlands í Barentshafinu sem rætt hefur ver- ið um að halda í Osló um helgina. Af hálfu stjórnvalda hefur staða mála og hugsanlegir valkostir í væntanlegum samningaviöræð- um verið kynntir fyrir hagsmuna- aðilum á undanförnum dögum. En hagsmunaaðilar eins og ráð- herra verjast allra frétta af því sem þar hefur farið í milli, enda miklir hagsmunir í húfi og staba mála afar viðkvæm. Þorsteinn sagði hinsvegar ljóst að ef samningar ættu að nást áður en flotinn leggur af stað á sumar- vertíðina norður í Smugu, þá væri það núna. Hann áréttaði það sjónarmið að stjórnvöld væru til- búin að semja um þessi mál, „ef viðunandi grundvöllur fengist." Hann ítrekaði jafnframt þann vilja stjórnvalda að ræða ekki op- inberlega um stærb þess þorsk- kvóta sem hugsanlega kynni að vera ásættanlegur af hálfu íslend- inga. En eins og kunnugt er þá hafa bæði Norðmenn og Rússar nefnt töluna 12 þúsund í þessu sambandi. Þab telja hagsmunaab- ilar vera of lítið miðab við þann afla sem þar hefur fengist. ¦grh Afrakstur afmikilli um- fjóllun bandarískra ferbablabal Bandarískum gestum fjölgab um þriðjung Rúmlega 2.700 Bandaríkja- menn komu hér vib í maí, sem er þribjungs (33%) fjölgun m.v. maí í fyrra. Rúmlega fimmtung- ur allra erlendra ferbamanna á þessu ári eru Bandaríkjamenn, um 11.200 talsins. Þab er nærri fjórbungs fjölgun m.v. sama tíma í fyrra og um 34% fjölgun frá fyrstu fimm mánubum árs- ins 1994. Bandarískum ferba- mönnum hefur fjölgab hér meira en öbrum ab undan- förnu, hvort sem góbri umfjöll- un bandarískra ferbablaba (sbr. sjónvarpsfréttir) er þar öbru fremur ab þakka eba ekki. Hins vegar virðist mjög hafa hægt á fjölgun Þjóðverja og Norð- urlandabúa, a.m.k. framan af ár- inu. Og færri Bretar komu hingað á tímabilinu janúar/maí heldur en fyrir tveim árum. Um 15.500 erlendir ferðamenn lögðu hingað leið sína í maí og alls tæplega 54.000 frá áramót- um, sem er tæplega 9% fjölgun milli ára. Utanferðum íslendinga hefur f jölgað miklu meira en erlendum gestum okkar. Um 12.100 komu heim í maí, 14% fleiri en í maí í fyrra. Alls komu 53.300 íslend- ingar til landsins fyrstu fimm mánuði ársins, sem er 16% fjölg- un milli ára og 29% fjölgun frá sama tímabili fyrir tveim árum. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.