Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. júní 1996 Starfshópur spáir í framtíöina meö tilliti til hugsanlega vaxandi stóriöjuframkvœmda. Alit á íslenskum verktökum í lágmarki hjá útlendingum: Fjárvana verktakar sem hættir til ab færast of mikiö í fang Framkyæmdir vegna stækkun- ar hjá ísal hafa einar og sér ekki álirii' til þenslu á vinnumark- abi, segir starfshópur sem iön- abarráðherra skipabi undir árs- lok á síðasta ári og fékk það hlutverk að meta mannafla- þörfina vegna stækkunar ál- versins, og áforma um fyrirhug- aða stækkun Járnblendifélags- ins, hugsanlegt nýtt álver Col- umbia og tengdar framkvæmdir hjá Landsvirkj- un. Hópurinn hefur skilað áliti sínu og telur að verði fleiri stóriðju- kostir ákveðnir, sem enn hefur ekki verið gert, þá sé hætta fyrir hendi á þenslu á vinnumarkaði, nema gripið verði til viðeigandi ráðstafana í tíma. Starfshópurinn gekk út frá eins- konar meðaltali hugsanlegra framkvæmda, sem felst í eftir- töldu: Stækkun ísal, sem lýkur í lok næsta árs; lítið álver Colum- bia á Grundartanga; miðlungs iðjuver, eins og stækkun Járn- blendiverksmibjunnar á Grund- artanga, gangsett í ársbyrjun 1999; lítib ótilgreint iðjuver sem yrði gangsett í árslok árið 2000; miðlungs ótilgreint iðjuver, gang- sett í lok ársins 2002 og stórt ál- ver, Atlanta, gangsett um áramót- in 2002/2003. Fram kemur að viss hætta er á sveiflum á vinnumarkaði vegna framkvæmda við iðjuver og virkj- anir. Til dæmis er bent á að á ár- unum 1998-1999 kemur fram lægð í eftirspurn eftir mannskap, Hjörleifur Guttormsson segir EES-samninginn hafa breytt þingmönnum úr gerendum í vibtakendur: Stórfelld breyting „Það sem einkenndi þingstörf- in í vetur var kannski einna helst sú stórfellda breyting sem orðið hefur á löggjafar- starfi Alþingis eftir aðildina að EES-samningnum. Mjög stór hluti starfsins felst nú í því ab taka inn í íslenska löggjöf atriði sem talin eru óhjákvæmileg vegna tilskipana sem orðið hafa í Brussel, án að- ildar íslands. Öll mótun lög- gjafar er orðin flóknari og e.t.v. ekki jafnáhugaverö fyrir al- þingismenn. Þeir fá það á til- finninguna að þeir séu ekki lengur gerendur heldur viðtak- endur," segir Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður, að- spurður hvað helst hafi ein- kennt þingstörf vetrarins. Hjörleifur var í sviðsljósinu á lokaspretti Alþingis og birtir Tíminn á morgun ítarlegt við- tal við þingmanninn þar sem ýmis mál ber á góma. Hjörleif- ur neitar því m.a. að hafa beitt málþófi fyrir þingslit og er ósáttur vib umfjöllun fjöl- miðla. -BÞ en rýkur síðan upp eftir aldamót- in í toppa sem ná hámarki 2001. Sveiflurnar eru misstórar eftir at- vinnugreinum. Starfshópurinn ráðleggur stjórnvöldum að vera á varðbergi varðandi tímasetningar einstakra framkvæmda og leita leiða til að jafna sveiflur. Talið er að þetta sé unnt að gera. Til dæmis með því að byrja fyrr en ella á einhverjum virkjunarframkvæmdanna, eða semja við aðilann sem byggir iðjuver um frestun á ákveðnum verkhlutum eða ^lengja fram- kvæmdatímann. Varðandi hæfni íslenskra tæknimanna segir starfshópurinn að fjölga þurfi tæknimenntuðum mönnum í verktaka- og tækjaiðn- aði. „Við gagnaöflun kom fram sú skoðun margra, sem standa að stórframkvæmdum, einkum full- trúa erlendra aðila, að íslensk verktakafyrirtæki séu oft vanbúin að fást við stórverkefni, þar sem þau séu lítil, fjárvana og skorti reynslu í slíkum verkum auk þess sem óraunhæf bjartsýni í stjórn- un sé oft ríkjandi og því hætti þeim til að færast of mikið í fang," segir í skýrslu starfshóps- ins. Hópurinn segir að á hinn bóginn séu sömu aðilar mjög ánægðir meb tæknilega hæfni ís- lenskra fyrirtækja og starfsmanna þeirra við úrlausn verkefna og telja að það muni koma þeim til góða varðandi þátttöku í þessum framkvæmdum, til dæmis í sam- vinnu við erlenda verktaka. Þá kemur fram hjá starfshópn- um að huga verði að hæfniskröf- um og starfsmenntun tímanlega, einkum í málmiðnaði, fjölga þurfi tæknimenntuðum mönn- um í verktaka- og tækjaiðnaði. Þá telur hópurinn að tengja þurfi út- boðsstefnu hins opinbera mark- miðum um iðnþróun. -JBP 26. landsþing Slysa- varnafélagsíns á Laugar- vatni um helgina: Björgunar- tæki sýnd al- menningi í tengslum við 26. landsþing Slysavamafélags íslands sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag á Laugarvatni, halda slysavarnadeildir á Suðurlandi, en þær eru 15 talsins, tvær sýningar, sem ætlaðar eru almenningi. Þai gefur ab líta bíla, sleða, köf- unarbúnað, fluglínutæki og margt fleira sem notaö er við björgun mannslifa. Á vatn- inu verba slöngubátar á sigl- ingu ásamt svi fnökkva. Landsþingið hefst kl. 16 í dag með guðsþjónustu í Skálholts- kirkju, séra Sigurður Sigurðar- son vígslubiskup predikar. Ein- ar Sigurjónsson forseti SVFÍ setur þingið, en Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands mun ávarpa þingið. Frú Vigdís er verndari félagsins og verður hún heibruð sérstaklega við setninguna. Til þings munu mæta um 250 fulltrúar alls staðar að af landinu. -JBP Neytendasamtökin segja Gevalia hafa reynt áöur oð flytja inn út- runnib kaffí fyrir markab hér. Jóhannes Gunnarsson: ísland engin ruslakista rir útrunnar matvörur fy Umboðsmenn Gevalia-kaffis á ís- landi, Rydenskaffi hf., fá vægast sagt slæma dóma hjá Neytenda- samtökunum eltir ab upp komst að kaffl sem flytja átti inn reynd- Eitilhörb samkeppni Tœknivals og Nýherja harönar meö stórum samningi vib Skeljung: IBM fer út í stað tækja frá Tæknivali Tugmilljóna samningur Tækni- vals hf. og Skeljungs hf. var und- irritabur á dögunum. í raun birt- ist í þeim samningi sigur Tækni- vals gagnvart Nýherja, því IBM- tölvum verbur kastab út fyrir upplýsingakerfl, gagnagrunns- kerfi og dælustýringar frá Tækni- vali. Nýherji og Tæknival berjast um þessar mundir um forystuna á íslenskum tölvumarkabi. Skeljungur endurnýjar tölvu- tengdan búnað bensínstöðva og birgðastöðva víðast hvar um landið á næstu tveim árum og hefjast að- gerðir senn á 30 stöðvum. Forsvars- menn félagsins segja að mikil vinna hafi verið lögð í mótun markmiðs- setningar og nýrrar framtíðarsýnar hjá félaginu. Nýtt skipurit hafi tek- ið gildi hjá Skeljungi um síðustu áramót í kjölfar þessarar vinnu. Eftir mikla skoðun á upplýsinga- Röng mynd Röng mynd birtist með svari Hjálmars Jónssonar alþingis- manns í „Tíminn spyr..." í blað- inu í gær. Mynd af Hjálmari Árnasyni, einnig þingmqjini, birtist í stað hinnar réttu og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum. ¦ ist vera komib yfir leyfða dag- setningu og því ekki söluhæf vara. Neytendasamtökin fullyrba ab hér sé ekki um mistök ab ræba, heldur ásetning. Þetta hafi ábur verið gert. „Full ástæða er til að ætla að hér hafi ekki verið um mistök að ræða, enda var fremst í gámnum kaffi með dagsetningu sem var í lagi. Þannig virðist hafa átt að fela út- runna kaffiö við skoðun," sagbi Jó- hannes Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. Jóhannes segir þetta ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um innflutn- ing á Gevalia kaffi með gamlar dag- setningar. „Það er með öllu óþolandi að ís- land sé notað sem mslakista fyrir vörur sem ekki eru taldar boblegar neytendum í nágrannalöndum okkar. Slíkt ber að fyrirbyggja og til þess ætlast neytendur af heilbrigbis- yfirvöldum," sagði Jóhannes. Neytendasamtökin hafa óskað eftir sérstakri rannsókn á gæðum þeirra vara sem Rydenskaffi selur. Ennfremur er þess óskað að Holl- ustuvemd ríkisins upplýsi hvort brögð séu að því að önnur fyrirtæki hafi orðib uppvís ab samskonar vinnubrögðum. Forsvarsmenn Rydenskaffi hf. sögðu í gær ab afsökunarbeiðni hefði borist frá sænka fram- leiðandandum. Hér hefði verið um leið mistök að ræða. Hafnað er ásökunum Jóhannesar um marg- ítrekaðar tilraunir af þessu tagi. ¦ Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, til vinstri á myndinni og Rúnar Sig- urösson, framkvœmdastjóri Tæknivals, takast íhendur vib Shellstöbina innst á Laugavegi, eftir oð hafa undirritab stóran tölvusamning. kerfum var ákveðið að ganga til samstarfs við Tæknival um ítarlega greiningu á þörfum fyrirtækisins. Markmiðið með endurnýjun tölvu- kerfisins er meðal annars ab fá nauðsynlegar rekstrar- og stjórnun- ampplýsingar fyrr og ofar í stjórn- kerfinu en áður. Nýja tölvukerfið á þannig að virka sem tæki til mark- vissarí stjómimar sem síðan á að leiða til aukinnar samkeppnis- hæfni. Tæknival hf. hefur stækkað ótrú- lega á fáum áram og mun nú stærsta fyrirtækið í tölvubransan- um ef miðað er við veltu. Rúnar Sigurðsson forstjóri Tækni- vals sagði í gær að þetta væri óvenjustór samningur, einn af mörgum nýlegum samningum, en sá stærsti. Verkefnið væri afar spennandi og starfsmenn hlökkuðu til að takast á við það. -JBP Matador vörubílahjólbarftar Nylon: Radial: 9.00 20 kr. 16.700,- 12 R 22.5 kr. 26.900, 10.00 20 kr. 17.600,- 315/80 R 22.5 kr. 29.300, 11.00 20 kr. 21.300,- 12.00 20 kr. 25.500,- Matador dráttarvélarhjólbarðar: 11.2 — 24 kr. 17.600,- 12.4 — 24 kr. 19.500,- Margar stærbir væntanlegar. Kaldasel ehf. Skipholti 11-13 (Brautarholtsmegin), s. 561-0200, 896-2411, 854-6959. Fax: 553-3466. Til sölu hellusteypuvél, ásamt fjölmörgum stærðum af mótum. Upplýsingar í síma 566-6888, Marteinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.