Tíminn - 07.06.1996, Page 3

Tíminn - 07.06.1996, Page 3
Föstudagur 7. júní 1996 3 Starfshópur spáir í framtíöina meb tilliti til hugsanlega vaxandi stóriöjuframkvœmda. Álit á íslenskum verktökum í lágmarki hjá útlendingum: Fjárvana verktakar sem hættir til að færast of mikið í fang Framkvæmdir vegna stækkun- ar hjá Isal hafa einar og sér ekki áhrif til þenslu á vinnumark- abi, segir starfshópur sem ibn- a&arrá&herra skipaöi undir árs- lok á sí&asta ári og fékk þa& hlutverk a& meta mannafla- þörfina vegna stækkunar ál- versins, og áforma um fyrirhug- a&a stækkun Jámblendifélags- ins, hugsanlegt nýtt álver Col- umbia og tengdar framkvæmdir hjá Landsvirkj- un. Hópurinn hefur skilað áliti sínu og telur að verði fleiri stóri&ju- kostir ákveðnir, sem enn hefur ekki verið gert, þá sé hætta fyrir hendi á þenslu á vinnumarkaði, nema gripið verði til viðeigandi ráðstafana í tíma. Starfshópurinn gekk út frá eins- konar meðaltali hugsanlegra framkvæmda, sem felst í eftir- töldu: Stækkun ísal, sem lýkur í lok næsta árs; lítið álver Colum- bia á Grundartanga; miðlungs iðjuver, eins og stækkun Jám- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, gangsett í ársbyrjun 1999; lítið ótilgreint iðjuver sem yrði gangsett í árslok árið 2000; miðlungs ótilgreint iðjuver, gang- sett í lok ársins 2002 og stórt ál- ver, Atlanta, gangsett um áramót- in 2002/2003. Fram kemur að viss hætta er á sveiflum á vinnumarkaði vegna framkvæmda við iðjuver og virkj- anir. Til dæmis er bent á að á ár- unum 1998-1999 kemur fram lægð í eftirspum eftir mannskap, Hjörleifur Cuttormsson segir EES-samninginn hafa breytt þingmönnum úr gerendum í viötakendur: Stórfelld breyting „Það sem einkenndi þingstörf- in í vetur var kannski einna helst sú stórfellda breyting sem orðið hefur á löggjafar- starfi Alþingis eftir aðildina að EES-samningnum. Mjög stór hluti starfsins felst nú í því að taka inn í íslenska löggjöf atriði sem talin em óhjákvæmileg vegna tilskipana sem orðið hafa í Brussel, án að- ildar íslands. Öll mótun lög- gjafar er orðin flóknari og e.t.v. ekki jafnáhugaverð fyrir al- þingismenn. Þeir fá það á til- finninguna að þeir séu ekki lengur gerendur heldur viðtak- endur," segir Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður, að- spuröur hvað helst hafi ein- kennt þingstörf vetrarins. Hjörleifur var í sviðsljósinu á lokaspretti Alþingis og birtir Tíminn á morgun ítarlegt við- tal við þingmanninn þar sem ýmis mál ber á góma. Hjörleif- ur neitar því m.a. að hafa beitt málþófi fyrir þingslit og er ósáttur við umfjöliun fjöl- miðla. -BÞ en rýkur síðan upp eftir aldamót- in í toppa sem ná hámarki 2001. Sveiflurnar em misstórar eftir at- vinnugreinum. Starfshópurinn ráðleggur stjórnvöldum að vera á varðbergi varðandi tímasetningar einstakra framkvæmda og leita leiða til að jafna sveiflur. Talið er að þetta sé unnt að gera. Til dæmis með því að byrja fyrr en ella á einhverjum virkjunarframkvæmdanna, eða semja við aðilann sem byggir iöjuver um frestun á ákveðnum verkhlutum eða lengja fram- kvæmdatímann. Varðandi hæfni íslenskra tæknimanna segir starfshópurinn aö fjölga þurfi tæknimenntuðum mönnum í verktaka- og tækjaiðn- aði. „Við gagnaöflun kom fram sú skoðun margra, sem standa að stórframkvæmdum, einkum full- trúa erlendra aöila, að íslensk verktakafyrirtæki séu oft vanbúin að fást við stórverkefni, þar sem þau séu lítil, fjárvana og skorti reynslu i slíkum verkum auk þess sem óraunhæf bjartsýni í stjórn- un sé oft ríkjandi og því hætti þeim til að færast of mikið í fang," segir í skýrslu starfshóps- ins. Hópurinn segir að á hinn bóginn séu sömu aðilar mjög ánægöir með tæknilega hæfni ís- lenskra fyrirtækja og starfsmanna þeirra við úrlausn verkefna og telja aö það muni koma þeim til góða varðandi þátttöku í þessum framkvæmdum, til dæmis í sam- vinnu við erlenda verktaka. Þá kemur fram hjá starfshópn- um að huga verði að hæfniskröf- um og starfsmenntun tímanlega, einkum í málmiðnaði, fjölga þurfi tæknimenntuðum mönn- um í verktaka- og tækjaiðnaði. Þá telur hópurinn að tengja þurfi út- boðsstefnu hins opinbera mark- miðum um iðnþróun. -JBP 26. landsþing Slysa- varnafélagsins á Laugar- vatni um helgina: Björgunar- tæki sýnd al- menningi í tengslum við 26. landsþing Slysavamafélags íslands sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag á Laugarvatni, halda slysavamadeildir á Suðurlandi, en þær em 15 talsins, tvær sýningar, sem ætlaðar em almenningi. Þai gefur að líta bíla, sleða, köf- unarbúnað, fluglínutæki og margt fleira sem notað er við björgun mannslífa. Á vatn- inu verða slöngubátar á sigl- ingu ásamt svifnökkva. Landsþingið hefst kl. 16 í dag með guðsþjónustu í Skálholts- kirkju, séra Sigurður Sigurðar- son vígslubiskup predikar. Ein- ar Sigurjónsson forseti SVFÍ setur þingið, en Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands mun ávarpa þingið. Frú Vigdís er verndari félagsins og verður hún heiðmð sérstaklega við setninguna. Tii þings munu mæta um 250 fulltrúar alls staðar að af landinu. -JBP Neytendasamtökin segja Gevalia hafa reynt áöur aö flytja inn út- runniö kaffi fyrir markaö hér. jóhannes Gunnarsson: ísland engin ruslakista fyrir útrunnar matvörur Umboðsmenn Gevalia-kaffis á ís- landi, Rydenskaffi hf., fá vægast sagt slæma dóma hjá Neytenda- samtökunum eftir að upp komst a& kaffl sem flytja átti inn reynd- Eitilhörö samkeppni Tœknivals og Nýherja harönar meö stórum samningi viö Skeljung: IBM fer út í staö tækja frá Tæknivali Tugmilljóna samnlngur Tækni- vals hf. og Skeljungs hf. var und- irritaður á dögunum. í raun birt- ist í þeim samningi sigur Tækni- vals gagnvart Nýherja, því IBM- tölvum verður kastað út fyrir upplýsingakerfi, gagnagrunns- kerfi og dælustýringar frá Tækni- vali. Nýherji og Tæknival berjast um þessar mundir um forystuna á íslenskum tölvumarka&i. Skeljungur endurnýjar tölvu- tengdan búnaö bensínstöðva og birgöastöðva víðast hvar um landið á næstu tveim árum og hefjast aö- gerðir senn á 30 stöðvum. Forsvars- menn félagsins segja að mikil vinna hafi verið lögð í mótun markmiðs- setningar og nýrrar framtíðarsýnar hjá félaginu. Nýtt skipurit hafi tek- ið gildi hjá Skeljungi um síðustu áramót í kjölfar þessarar vinnu. Eftir mikla skoðun á upplýsinga- Röng mynd Röng mynd birtist með svari Hjálmars Jónssonar alþingis- manns í „Tíminn spyr..." í blað- inu í gær. Mynd af Hjálmari Árnasyni, einnig þingmqjini, birtist í stað hinnar réttu og eru hlutabeigandi beðnir afsökunar á mistökunum. ■ ist vera komiö yfir leyfða dag- setningu og því ekki söluhæf vara. Neytendasamtökin fullyrða að hér sé ekki um mistök a& ræða, heldur ásetning. Þetta hafl áður verið gert. „Full ástæða er til að ætla að hér hafi ekki verið um mistök að ræða, enda var fremst í gámnum kaffi með dagsetningu sem var í lagi. Þannig virðist hafa átt að fela út- mnna kaffib við skoðun," sagði Jó- hannes Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. Jóhannes segir þetta ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um innflutn- ing á Gevalia kaffi með gamiar dag- semingar. „Það er meb öllu óþolandi að ís- land sé notað sem ruslakista fyrir vömr sem ekki em taldar boðlegar neytendum í nágrannalöndum okkar. Slíkt ber ab fyrirbyggja og til þess ætlast neytendur af heilbrigðis- yfirvöldum," sagði Jóhannes. Neytendasamtökin hafa óskað eftir sérstakri rannsókn á gæðum þeirra vara sem Rydenskaffi selur. Ennfremur er þess óskað að Holi- usmvernd ríkisins upplýsi hvort brögð séu að því að önnur fyrirtæki hafi orðið uppvis að samskonar vinnubrögðum. Forsvarsmenn Rydenskaffi hf. sögðu í gær að afsökunarbeiðni hefði borist frá sænka fram- leiðandandum. Hér hefði verið um leið mistök að ræða. Hafnað er ásökunum Jóhannesar um marg- ítrekaðar tilraunir af þessu tagi. ■ Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, til vinstri á myndinni og Rúnar Sig- urösson, framkvœmdastjóri Tœknivals, takast í hendur w'ð Shellstööina innst á Laugavegi, eftir aö hafa undirritaö stóran tölvusamning. kerfum var ákveðið að ganga til samstarfs við Tæknival um ítarlega greiningu á þörfum fyrirtækisins. Markmiðið með endurnýjun tölvu- kerfisins er meðal annars að fá nauðsynlegar rekstrar- og stjórnun- ampplýsingar fyrr og ofar í stjórn- kerfinu en áður. Nýja tölvukerfið á þannig að virka sem tæki til mark- vissari stjórnunar sem síðan á að leiða til aukinnar samkeppnis- hæfni. Tæknival hf. hefur stækkað ótrú- lega á fáum ámm og mun nú stærsta fyrirtækið í tölvubransan- um ef miðað er við veltu. Rúnar Sigurðsson forstjóri Tækni- vals sagði í gær að þetta væri óvenjustór samningur, einn af mörgum nýlegum samningum, en sá stærsti. Verkefnið væri afar spennandi og starfsmenn hlökkuðu til að takast á við þaö. -JBP Matador vörubílahjólbarbar Nylon: 9.00 20 10.00 20 11.00 20 12.00 20 kr. 16.700,- kr. 17.600,- kr. 21.300,- kr. 25.500,- Radial: 12 R 22.5 315/80 R 22.5 kr. 26.900,- kr. 29.300,- Matador dráttarvélarhjólbar&ar: 11.2 — 24 kr. 1 7.600,- 12.4 — 24 kr. 19.500,- Margar stærðir væntanlegar. Kaldasel ehf. Skipholti 11-13 (Brautarholtsmegin), s. 561-0200, 896-2411, 854-6959. Fax: 553-3466. Til sölu hellusteypuvél, ásamt fjölmörgum stærðum af mótum. Upplýsingar í síma 566-6888, Marteinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.