Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. mars 1996 Framtíð Atlantshafs- laxins Ýmsir áhugamenn um laxinn hafa haft af því verulegar áhyggjur hversu heildarveiði á Atlantshafslaxi hefur dregist mikið saman seinustu tvo ára- tugi, eins og meðfylgjandi línurit sýnir. íslenska stang- veiðin á sama tímabili lítur mun betur út en fyrrgreint línurit. Þá er laxafjöldinn á seinni tímum ekki svipur hjá sjón frá því sem hann var á fyrri tímum. Þar er um að kenna mengun, mannvirkja- gerð og öðrum mannanna verkum, eins og dæmin frá Rínarfljóti og Thamesá sýna. Hvað veiðirýrnunina hin seinni ár varðar, hefur hennar sérstaklega gætt í veiði á svæð- inu í Atlantshafi fyrir vestan okkur og varðar laxastofninn í Kanada og nyrsta hluta Bandaríkja Norður-Ameríku. Fróðir menn telja að umhverf- isþættir komi þar einnig við sögu, með lakari skilyrði í haf- inu fyrir lax en áður var. Úthafsveibar á laxi Vísindamenn hafa talið mjög óheppilegt að veitt væri verulegt magn í sjó úr blönd- uðum laxastofnum, bæði við strendur heimalanda og fjær. Slíkar veiðar voru stundaðar á hafsvæðinu kringum Færeyjar á línu og við Grænland í rek- net, auk þess í smugu milli marka íslands, Noregs og Fær- eyja, sem menn nefna um þessar mundir síldarsmuguna. Þar hafa stundað laxveiðar hin seinustu ár, skip sem hafa flaggað hentifánum, eins og þau sem skrásett eru í Panama. Þar hefur verið drýgstur fiski- báturinn Brodal. Talið er að á bilinu 25 til 100 lestir af laxi hafi árlega hin seinni ár verið teknar með þessum hætti á al- þjóðlega svæðinu. Þá er vitað að fiskiskip í nyrðri smugunni, í Barents- hafi, fá eitthvað af laxi í flot- nætur sínar við veiðar þar. Er 14,000 12,000 10,000 8,000 c c o •" 6,000 4,000 2,000 f- 1960 1970 1980 1990 Heildarmagn veiddra Atlantshafslaxa 1960-1995. Línurit NASCO VEIÐIMAL EINAR HANNESSON líklegt að í heild hafi um 600 laxar veiðst í veiðitæki ís- lensku skipanna með þessum hætti á síðastliðnu ári. Að sögn þeirra sem til þekkja, virðist laxinn koma í vörpuna þegar hún nálgast yfirborð sjávar. Er nokkuð víst að á þessu hafsvæði haldi sig í æti- sleit laxinn úr ánum í Rúss- landi, eins og á Kólaskaga og austan Hvítahafs, sem er á nyrðri mörkum útbreiðslu- svæðis Atlantshafslaxins. Hamlaö gegn úthafsveiöi Reynt hefur verið að ná tök- um á úthafsveiðum á laxi með alþjóðlegum samþykktum eins og Hafréttarsáttmálan- um, auk þess sem NASCO, samtök laxveiðiþjóða við Atl- antshaf, er hafa á sinni könnu verndun laxins og viðgang, Noröur-Atlantshaf, fiskveibilög- sagan og alþjóbleg svœbi. hafa sett kvóta á úthafsveiðar. Síðast en ekki síst hefur Al- þjóðlegi laxakvótakaupasjóð- urinn undir stjórn Orra Vig- fússonar reynst gott haldreipi í því að fjarlægja veiðar á laxi í hafi, með uppkaupum á kvót- um. Ljóst er, að því starfi að tryggja framtíð laxins í lax- veiðilöndunum og Atlantshaf- inu verður haldið áfram af krafti í framtíðinni, eins og hin seinni ár. Það mun vænt- anlega tryggja, að laxinn, sem nefndur hefúr verið konungur fiskanna, megi halda áfram að vera augnayndi og jafnframt veita þeim, sem beita stöng- inni drengilega í glímunni við laxinn í ánum, gleði og ánægju. Fjöldi stangaveiddra laxa á Islandi 1974-1995 60000 Þjóö andlegrar fullkomnunar Mikið lifandis ósköp eigum við íslendingar oft erfitt með að greina hismið frá kjarnanum, þegar okkur verður sundurorða. Tökum til að mynda deilurn- ar í Langholtssöfnuði. Mánuð- um saman hefur kirkjueigenda- klíkan andskotast í prestinum og talið honum flest til foráttu. Gott éf ekki bara allt. Organist- inn neitaði að spila á jólunum, kórinn þagnaði, stofnuð var leyniþjónusta biskups í söfnuð- inum og loks gengu menn fyrir sóknarbörnin til að fá nöfn þeirra undir kröfu um útspark á klerkinn. Ekkert dugði. Meira að segja lætur presturinn kröfu að- alfundar safnaðarins um að ráð- herra svipti hann kjóli og kalli eins og vind um eyru þjóta. Raunar var ekki við öðru að bú- ast, enda er Gróa á Leiti ekki ráðningarstjóri ríkisins. Ekki enn. En viti menn. Á nefndum að- alfundi var kosinn nýr formað- ur sóknarnefndar, lærður í lög- um og fyrrverandi alþingismað- ur að auki. Áhorfendur sápu- óperunnar væntu þess, að slíkur maður yrði ekki lengi að leysa deiluna, óragur við rökhyggj- una, eins og mennrun og fyrri störf benda til. Og menn urðu ekki fyrir vonbrigðum, frekar en við var að búast. Eftir aðalfundinn lýsti sóknar- presturinn því yfir, að hann liti ekki á sig sem skemmtikraft, heldur sem trúboða. Hinn nýi sóknarnefndarformaður var ekki seinn á sér að henda þessi orð prestsins á lofti og lýsti því yfir í sjónvarpi, að þar eð íslend- ingar hefðu talist kristnir í hart- nær þúsund ár, hefðu þeir ekk- ert með trúboða að gera, hvorki í Langholtinu né annars staðar. Miðað við stöðuna í marg- nefndri Langholtskirkjudeilu, var þetta viturlega mælt. Svo vill nefnilega til, að prestar hafa aldrei gegnt öðru hlutverki en því, að boða trú. Og fyrst kirkju- eigendaklíkan í Langholtinu losnar ekki við einn tiltekinn prest, þá er vitanlega ráða vænst að losa sig við þá alla með tölu. Kirkjubygginguna er þá hægt að SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson nota sem tónleikahús og hljóm- ver fyrir organistann og hans eðla frú. Hluta hennar mætti og nýta sem hesthús, enda var víst lenska hér á árum áður að halda þarna sérstakar hrossamanna- messur. Nei, kristnir menn þurfa ekki á trúboðum að halda, síst af öllu þegar helgin lekur af þeim á báðar síður líkt og foss af bergi háu. En það eru ekki aðeins u.þ.b. þúsund ár síðan íslendingar tóku kristni. Skömmu áður höfðu þeir stofnað Alþingi og þar með ríki. Lög eru eitt helsta tákn hvers ríkis. Og fyrst land- inn stofnaði löggjafarþing fyrir rúmum þúsund árum, þá skil ég ekki hvað við höfum með dóm- stóla og lögfræðinga að gera. Ekki ef beitt skal rökum Guð- mundar Ágústssonar sóknar- nefndarformanns. Eða má það ekki ljóst vera, að menn hafi löngu komið sér saman um hver lög skuli í landi gilda? Og er þá ekki jafn ljóst að þeir fari eftir þeim? Eða á ég kannski að trúa því, að það taki meira en þúsund ár að hnalla löghlýðni inn í skallann á íslendingum? í ljósi þessa er illt til þess að vita, að menn skuli hafa sólund- að stórfé í byggingu yfir Hæsta- rétt, jafn gjörsamlega ónauð- synleg og sú stofnun er. Það er heldur ekki nógu gott afspurn- ar, að nú þegar þjóðin hefur náð andlegri fullkomnun, jafnt á sviði trúar sem löghlýðni, þá blasir ekki annað við en að þeir séra Flóki og Guðmundur lög- fræðingur Agústsson neyðist báðir til að skrá sig atvinnulausa og það ásamt öllu preláta- og lögfræðingastóði landsins sam- anlögðu. ¦ FOSTUDAGS PISTILL ASGEIR HANNES VETTLINGATÖK OG HREÐJATÖK Rússar eru engum líkir. Eftir síðasta veraldarstríb lögðu þeir undir sig hálfa Evrópu meb þegjandi sam- komulagi við huglaus Vesturveldin. Herir Bandamanna tóku sér pásu á bökkum Rínarfljóts og siguðu blóð- þyrstum Asíusveitum frá Sowjet á blómlegustu menningarríki Evrópu með eldi og brennisteini. Kjarkleysi Bandamanna bjó Austur-Evrópu verri örlög en helför með fimmtíu ára kviksetningu undir hamri og sigb. Ríki Austur-Evrópu eru nú að koma undan Sowjetvetri með hrynjandi borgir og sviðna jörb. Þjóðirnar eru verr settar í dag en fyrir fimmtíu ár- um og engin framþróun hefur orðið í löndunum í hálfa öld. Stöðnun og afturför. Kviksetningin hefur drepið allt frumkvæði ífólkinu. En Rússar láta ekki deigan síga. Nú vilja þeir stjórna hvernig langþjáð ríki Austur-Evrópu haga sínum málum í framtíðinni, eins og þau væru ennþá kviksett undir hamri og sigb. Frjáls ríkin mega ekki ganga í bandalög við aðrar þjóðir á borð við NATÓ, nema Rússar hafi áfram hönd í bagga. Sjálfum hefur Rússum verið hleypt inn í Evrópuráðið, þó að Gúlagið í landi þeirra bjóði ekki upp á þann fé- lagsskap. Enda er hér nýtt dæmi um undanhald Vesturlanda fyrir Sowjet- inu. Nú breyta Rússar um tón án þess að skipta um hljóðfæri. Á fundi NA- TÓ- ráðherra sögðu þeir að Austur- Evrópa mætti ganga í Atlantshafs- bandalagið ef þeim byði svo við að horfa, en böggull fylgdi skammrifi: Rússar afþökkuðu pent allan varnar- viðbúnað í námunda við landamærin sín. Þjóðum Austur-Evrópu er sumsé leyft að ganga í varnarbandalag án varna. Með því er Austur-Evrópa varnar- laus og hvort sem er gegn Rússum eða múslímum Asíu. Atlantshafs- bandalagið getur blásið út austur á bóginn, en þeir landvinningar eru skammgóðurvermir. NATÓ-sáttmál- inn er búinn til fyrir hina stóru og sterku, en ekki minni máttar eins og stjórnvöld á íslandi hafa viljað trúa í áratugi. Vopnfærum þjóðum banda- lagsins ber ekki skylda til að verja sína minnstu bræður frekar en þeim sýnist. Herstöðvar Bandaríkjanna í Evrópu marka ekki varnarlínu Evr- ópuríkja, heldur víglínu Bandaríkj- anna. Rússar gera út á þennan sannleika og vita mætavel að Bandaríkin munu aldrei bregðast til varnar fyrir þjóðir Austur-Evrópu ef Rússar marséra aft- ur yfir löndin. Alþýða manna fyrir Vestan er ekki reiðubúin að heyja nýtt Víetnamstríb fyrir hvern sem er, og það veit Klinton í Hvíta húsinu. Eina von NATÓ-þjóða er að banda- rískri herstöb sé hætta búin þegar í harbbakkann slær. Þá þrýstir al- menningur á stjómvöld og forsetan- um er fyrirgefib ab koma strákunum til hjálpar með öðru Víetnamstríði eða nýrri heimsstyrjöld. Rússar eru engum líkir. Þeir vita að Vesturlönd halda áfram að láta und- an kröfum þeirra um hitt og þetta. Á Rússa duga engin vettlingatök og ekki minni tök en hrebjatök. Vestur- lönd verba að halda þeim utan við styrki og framlög þangað til öryggi Austur-Evrópu er tryggt. Pyngjan er áfram viðkvæmasta líffærið í Rúss- landi jafnt sem í öðrum löndum. ,-K

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.