Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.06.1996, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gaer) • Su&urland og Faxaflói: A og NA stinningskaldi og skýjað með köfl- um. • Brei&afjörður: NA stinningskaldi og léttir til. Allhvasst síbdegis. • Vestfir&ir: A kaldi, en NA stinningskaldi þegar kemur fram á dag- inn. • Strandir og Nor&urland vestra og Nl. eystra: A stinningskaldi og þykknar upp sí&degis. • Austurland a& Glettingi og Austfir&ir: A stinningskaldi og fer ab rigna nálægt miðjum degi. • Su&austurland: Allhvasst og rigning fyrri partinn, en hægari SA og skúrir þegar kemur fram á daginn. • Hiti á landinu veröur á bilinu 4 til 11 stig. Hvatt til sóknar gegn vaxandi áhrifum verndunarsinna í sjávarútvegi. Aöplfundur Félags rœkju- og hörpudiskframleiöenda: Utflutningsgjald á s j ávarafurðir Kreditkortog kreditsamningar 44^101/11% Varahlutir og viögeröarþjónusta jfWÉÆM ÉCÍVÍl^ Ármúla 40 ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Simar: 553 5320 -568 8860 í ræ&u sinni á a&alfundi Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda í gær vakti Pétur Bjarna- son framkvæmdastjóri félags- ins athygli á nauösyn sérstakra abgerba í markaðsmálum sjáv- arafurða sem yrði fjármagnað með útflutningsgjaldi. Þá hvatti hann til sóknar gegn vaxandi verndunarsjónarmiðum um- hverfissinna. Hann sagði naub- synlegt ab gangskör yrði gerð í - því ab sannfæra umheiminn um þá staöreynd að viö værum að vinna meb náttúrunni vib nýtingu auðlinda, en ekki önd- vert. Ab öbrum kosti væri hætta á að við sæjum á eftir stjórn á nýtingu auðlinda yfir til öfga- fullra umhverfissamtaka og þá gæti farið fyrir þorskinum eins og hvalnum. Hann sagðist persónulega vera hlynntur því að Islendingar gerðu eins og Norðmenn með því að leggja á útflutningsgjald á sjávar- Cuömundur Rafn Geirdal: Styöur alla Gubmundur Rafn Geirdal, „fyrrver- andi tilvonandi" forsetaframbjóð- andi, hefur sent öllum forsetafram- bjóðendum bréf þar sem hann lýsir yfir stuöningi við þá alla. „Tilfellið er að ég lít á ykkur öll sem hæf til að vera forsetaefni," segir Guðmundur Rafn m.a. í bréfi sínu.■ afurðir. Þeim fjármunum verði síðan ráðstafað af sérstöku ráði til almennrar markaðsfærslu sjávar- afurða. í sparnaðarskyni kæmi hugsanlega til greina að viðkom- andi ráð mundi heyra undir Út- flutningsráð íslands. Á þennan hátt væri hægt að auka verðmæti sjávarafurða verulega, auk þess sem þarna skapaðist möguleiki til að fá alla hagsmunaaðila til að taka þátt í sameiginlegum mark- aðsaðgerðum sem allir mundu njóta góðs af. Síðast en ekki síst taldi hann persónulega vera kominn tíma til að íslendingar gerðu gagnskör í því að vekja traust umheimsins á nýtingu og stjórn auðlinda hafs- ins. Annars gæti sú staða komið upp að stjórn á nýtingu auðlinda hafsins mundi færast yfir til um- hverfisstofnana, „eða jafnvel meira og minna dulbúinna öfga umhverfissamtaka. Þá hugsun væri erfitt að hugsa til enda ef verndunarsjónarmið mundu al- farið taka við af nýtingarsjónar- miðum eins og gerst hefur með hvalinn. Sem dæmi um þróun þessara mála nefndi Pétur ab við innflutning á rækjuafurðum til Bandaríkjanna þurfa menn að fylla út sérstakt eyðublað vegna ótta þarlendra að rækjuveiðar ógni lífsafkomu sjóskjaldbaka, áður en grænt ljós er gefið á inn- flutninginn. Hann sagði að bessi bróun mála ÚtiHeíktæki eg husilaugar Ein róla kr. 7.950, stgr. 7.552 • Tvær rólur kr. 9.500, stgr. 9.025 Róla og vegaróla (mynd) kr. 12.200, stgr. 11.590 Tvær rólur og vegaróla kr. 13.900, stgr. 13.205 Róla, vegaróla og þrír stigar (mynd) kr. 19.400, stgr. 18.430 Jarðfestingar fyrir gras eða annan jarðveg kr. 2.300, stgr. 2.185 Vönduð útileiktæki frá V-Þýskalandi, stoðir 45 mm lökkuð stálrör, plastsæti. Busllaug úr sterkum dúki á stálgrind, sæti, viðgerðarsett og botnloki. Stór busllaug, 122 x 244 cm, kr. 10.900, stgr. 10.355 Lítil busllaug, 122 x 188 cm, kr. 5.400, stgr. 5.130 þýddi aðeins þaö að framvegis þyrftu íslendingar að geta rök- stutt allar ákvarðanir um nýtingu fiskistofna meb enn frekari líf- fræðilegum og umhverfisfræði- legum rökum en áður. Það helgast m.a. af því að allur vafi um áreið- anleika mælinga fiskifræðinga verður í framtíðinni „notaður gegn veibum og með frekari verndun." Auk þess væri brýnt að huga enn frekar en áður að meng- unarþættinum og sóun verðmæta ef þaö á ekki að verða vatn á myllu þeirra sem aðhyllast sjónar- mib verndunar í stað nýtingar. -grh Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsrábherra rœbir vib Tryggva Finnsson, frá- farandi formann Félags rœkju- og hörpudiskframleibenda á abalfundin- um I gcer. Tímamynd cs Samtök iönaöarins vara viö afleiöingum þess aö fœra taxta aö greiddu kaupi. Virkar sem hemill á nýráöningar í atvinnulífinu: Þróunin er í átt til vinnustaðasamninga Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iönað- arins, telur ab þróunin í kjara- málum á vinnumarkaði verði á þann veg að samiö verbi um lágmarkslaun, þ.e. taxtakaup í aðalkjarasamningum eins og verið hefur en vibbótar koma síban vinnustabasamningar. í vinnustaðasamningum verð- ur tekib mið af afkomu þess fyrirtækis sem starfsfólkið semur vib, auk þess sem í þeim samningum verður tillit tekið til einstaklingsbundins árang- urs í starfi. Sveinn. Hann bendir einnig á að innan raða at- vinnurekenda sé aukinn vilji fyrir gerð vinnustaða- samninga, auk þess sem opn- að er fyrir þennan möguleika í nýjum lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þar fyrir utan sé það nokkuð útbreidd skoðun meðal iðnrekenda að vinnu- staðasamningar séu það sem koma skal. „Það er ekki fast í hendi frekar en annað í þessu lífi," segir Sveinn aðspurður um þá gagnrýni verkalýðs- hreyfingar að fátt sé um trygg- ingar í slíkum samningum og því óvarlegt að byggja á þeim. Nær sé að færa taxta að greiddu kaupi því ekki sé hægt að hnika þeim til eins og ein- staklingsbundnum samning- um sem atvinnurekandi gerir beint við viðkomandi starfs- menn. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins varar hinsvegar sterklega við þeirri kröfugerð að færa taxtana að greiddu kaupi, eins og mörg verkalýðs- félög hafa haldið á lofti. Hann telur að það geti orðið til þess að torvelda nýráðningar hjá ungu fólki og hjá þeim eldri sem og öörum sem standa höllum fæti á vinnumarkaði. í því sambandi bendir hann m.a. á þá þróun sem átt hefur sér stað á vinnumarkaði í þeim löndum, þar sem verkalýðs- hreyfingin hefur náð hvað lengst í því að færa taxta að greiddu kaupi. Afleiðingarnar séu m.a. þær að ungt fólk kemst seint eða aldrei inn á vinnumarkaðinn sökum mik- ils launakostnaðar sem fyrir- tækin verða að greiða nýráðn- um strax í byrjun vegna þess að búið er að færa taxtana að greiddu kaupi. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.