Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 8. júní 1996 Gísli Jónsson íslenskumaöur segir íslenskt mál í rœöu og riti ungs fólks ekki bera merki hrörnunar: Unga fólkið engu lakara í íslensku en fyrir 60 árum „Ég vil ekki fella þann dóm yfir nútímaskólafólki að mál- far þess, oróalag og stílfar beri í sér einhver augljós hrörnun- armerki. Þab finnst mér ekki réttmætur dómur/' sagði Gísli Jónsson í samtali vib Tímann en hann er íslendingum kunnur fyrir þekkingu sína á íslensku máli og kenndi auk þess í rösklega 30 ár við Menntaskólann á Akureyri. Tímanum hafði borist til eyrna að Gísli hefði verib að skoða stúdentsprófsritgeröir síbustu áratuga í íslensku og komist að því að málfar ung- menna í dag væri í engu lak- ara en fyrr á öldinni. Þegar Tíminn hafði samband við Gísla kvabst hann raunar ein- ungis hafa skobaö tilviljana- kennt örlítib brot af þeim stúdentprófsritgerbum sem skrifabar hefbu verið við skól- ann síban 1930. Orðum aukin afturför „Ég held að þab tal sem heyr- ist stundum um afturför í máli skólafólks sé mjög oröum aukib. Sú tilfinning sem ég fékk þegar ég var ab lesa þessar ritgeröir var aö stafsetning og málfar væri ekkert lakari nú en árið 1930. Niðurstaöa mín af mjög tak- mörkuðum rannsóknum er því sú að það hafi ekki orðið nein ískyggileg afturför hjá nemend- um á því meira en 60 ára tíma- bili sem Menntaskólinn hefur starfað. „í síðasta árganginum sem ég kenndi var t.d. úrvalsfólk, bæði prýðilega talandi og skrifandi. Eg var þá fyrir löngu farinn að leggja að jöfnu ræðugerð og rit- gerðir út frá því sjónarmiði að maðurinn talar nú öllu meira en hann skrifar og því fannst mér áberandi mikill skortur á að fólk fengi tilsögn í framsögn." Gísli sagðist þó síður en svo geta merkt það að talmáli ung- menna hefði hrakað síðustu Lögreglan á Suövestur- landi: Margir kær&ir vegna vanbún- aðar vinnuvéla Lögreglan á Suðvesturlandi hef- ur ab undanfömu ásamt Vinnu- eftirliti ríkisins beint athygli sinni ab ástandi vinnuvéla og réttindum stjómenda þeirra. I ljós kom að ástand vinnuvéla var almennt nokkuð gott en þó þurfti að kæra allmarga fyrir vanbúnab á vinnuvélum auk þess sem nokkrir voru kærbir fyrir ab vera án tilskilinna rétt- inda. „Verður aldrei of oft brýnt fyrir vinnuvélaeigendum að gæta að búnabi vinnuvéla sinna, og að hann uppfylli þær öryggiskröfur sem til vinnuvéla em gerðar. Einnig að vinnuvélaeigendur sjái til þess að ekki séu aðrir ab störf- um á vinnuvélunum en þeir sem hafi fuligild réttindi," segir Þor- grímur Gubmundsson varðstjóri. -BÞ áratugi og benti á að hann hefbi í tvo vetur kennt fundarsköp og ræðugerð og í þann hóp hefði valist margir svo vel máli farnir að: „Ég sagði í fullri hreinskilni við þau: þið gætub alveg sagt mér til í ræðugerð eins og ég ykkur. Því með sjálfsaga og sjálfsnámi vom þau búin að temja sér aö flytja mál þvert gegn sannfæringu sinni sem er nú, út frá vissu sjónarmiði, toppurinn á ræðugerð. Orðaforði breyst „Orðaforði hefur náttúrulega breyst en þab liggur í tímans rás. Tæknibylting síðustu ára- tuga hefur krafist þess að menn byggju til aragrúa af nýyrðum. En ég er ekki að segja að það hafi breyst til hins verra eins og maður er stundum að heyra út- undan sér að unglingar nú á dögum séu illa máli farnir. Það getur vel verið að margt af þess- um krökkum tali óskýrt og ég heyri það nú stundum í útvarpi og sjónvarpi að það er notaö mikið af tafsi og hikorðum." Margir gætu ímyndað sér ab framsetning nemenda á máli sínu hefði breyst mikib á síð- ustu 60 ámm með tilkomu sjón- varps og útvarps. Gísli sagði það ekki vera en hins vegar hefði orðið gríðarleg breyting á því hvernig kennarar vib MA veldu nemendum sínum ritgerbar- efni. „Þab var t.d. reglugerðar- ákvæði í upphafi Menntaskól- ans að ritgerðarefni á stúdents- prófi skyldu vera þrjú, eitt sagn- fræðilegt, eitt náttúmfræðilegt og eitt almenns eðlis. Þetta gafst afskaplega illa vegna þess ab margir hverjir álpuðust til ab taka sagnfræðilegt eða náttúru- fræðilegt efni og skrifa um þau eins og þau væm almenns eðlis, jafnvel póetískt og þá fór nátt- úrulega í verra. Þegar ég fór að kenna, og Árni Kristjánsson félagi minn, þá virtum við þetta reglugerðar- ákvæði að vettugi og komumst upp meb þab. Síðan hafa menn á seinni ámm fengið miklu fjöl- breyttari efni að glíma við. Sem veita fólki tækifæri til að neyta sinnar stílgáfu sem er auðvitað mjög breytileg. Sumir em skáld- legir og aðrir skrifa aftur rökleg- an stíl, þurran og skýran, en lausan við öll listræn tilþrif. Nemendur hafa á seinni ámm getað valið á milli allt upp í 7 ritgeröarefna og það má kannski segja að það hafi orðið til þess að árangurinn hafi ab jafnaði orðið betri." Áhyggjur af beyg- ingakerfinu Þó að Gísli hafi greinilega ekki þungar áhyggjur af velferð ís- lenskunnar í munni ungu kyn- slóðarinnar eins og stundum heyrist þá gat hann þess í lokin að hann hefði áhyggjur af beyg- ingakerfinu. „Mér finnst ég verða var við þab núna ab beyg- ingakerfið í íslensku sé að láta undan á ólíklegustu stöbum. T.d. finnst mér eignarfallsend- ingin, sem ég hélt að stæði eins og veggur, standa dálítið höll- um fæti. Ég hélt miklu frekar að þolfall og þágufall myndu fara sömu leib og í grannmálunum. Beygingakerfið er svo mikið undirstöðuatribi í sérstöðu ís- lenskunnar að ef það brotnar nibur þá er hætt við ab fleira fari í súginn." Galdra- Loftur frumsýndur NÝ ÍSLENSK óoera, Galdra- Loftur eftir Jón Aageirason, var frumsýnd í Islensku óper- unni síðastliðið laugardags- kvöld. óperan er byggð & sam- nefndu leikriti Jólumns Sigur- jónssonar sem notið hefur t/£YR£)U 30GG/! Þ/JKM4 3R ////A/A/ JOM /JSGG/ÆSSOA/ ? 3/? Þ37T// RM/ /O/TU/Í'SJÁ/RJ/? ? '&CGGi' Sagtvar... Bjálki í auga „Þá kröfu verbur ab gera til laganem- ans ab hann fari ekki bersýnilega rangt meb efni greinargerbar sem birtist fyrir einni viku," Skrifar Jakob R. Möller lögmabur og hirtir lagasveininn Viihjálm H. Vil- hjálmsson í DV í gær. Greinin fjallar um Jón Steinar og afsögn hans og heitir Bjálkinn í auga iaganema. jukkan sem hvæsir „Konunni stendur nú ekki á sama og hringir í Blómaval. Þar er henni sagt ab rýma húsib og í sinni ýktustu mynd segir sagan ab konunni hafi verib sagt ab rýma hverfib, því í juk- kunni væri líklega hættulegasta köngurlóartegund sem um getur, sem kallast Svarta ekkjan." Tíminn í gær um þrautseiga, eldgamla kjaftasögu sem sífellt dúkkar upp. Nútíma Liljurós „Ólafur fór meb veggjum fram, fólk hvatti hann, þab latti hann. En löngun sér í hjarta fann þar raubur loginn brann. Blíban fengi byrinn ef hann bybi sig. Blíban fengi byrinn ef hann bybi sig fram." Upphafib ab glæsilegri drápu Hallgríms Helgasonar Vikupilts Alþýbublabsins í gær. Lag: Ólafur reib meb björgum fram. Vopnib gegn skattsvikum „Besta vopnib gegn skattsvikum er því vafalaust ab minnka tilefnib til þeirra meb því ab lækka skatta og fækka um leib vinnudögum okkar fyrir hib opinbera." Jóhanna S. Pálsdóttir sem segist vinna hálft árib fyrir sköttunum. Fribrik Sop- husson flokksbróbir hennar ætti ab lesa greinina. Sibleysi og slöpp kirkja „Ástæba þessarar þróunar er slöpp kirkja sem hefur slakab á gagnvart þrýstingi sibleysis og endurkomu heibinna vibhorfa." Skobun Fribriks Schram gubfræbings á því ab Alþingi hefur samþykkt lög um „skrába samvist" sem hann segir lög- festingu á óhæfu, „hjónaböndum kyn- villinga." Mogginn í gær. Cunnar Dal og Davíb Oddsson „Ég er eins og Davíb Oddsson - gef ekkert upp. Vib Davíb erum svo þýb- ingarmiklar persónur ab vib viljum ekki gefa út stubningsyfirlýsingar og bera ábyrgb á því ab fólk taki mark á okkur." Gunnar Dal, Hverger&ingur og skáld, í Alþýbublabinu í gær. í pottinum voru menn sammála um a& frétta- stofa Stö&var 2 ætti ati skella sér á fleiri áskriftir af Tímanum. í fyrrakvöld var „stór- frétt" um greinarskrif Péturs Hafstein í Moggann til stu&nings Þorstelnl í slagnum vi& Davíb, en Tíminn birti fyrir þremur eða fjórum vikum ítarlega umfjöllun um þessi skrif og hugsanleg áhrif þeirra á frambob Péturs. í Stö& 2 voru þessi skrif þó sett í samhengi vi& ummæli hans í sjónvarpsþætti kvöldiö á&ur þegar hann sag&ist ekki hafa tekib þátt í flokkspólitík frá því hann varð sýsluma&ur á (safir&i fyrir um 15 árum. Var á þa& bent í fréttunum a& þetta passa&i illa vi& fyrrnefnd greinaskrif. í pottinum hafa menn þetta til marks um har&nandi baráttu og a& allt sem menn segja e&a hafa sagt sé sko&ab me& til- liti til þess hvort frambjó&endur séu tvísaga.... • Pétur er, samkvæmt könnunum, í öruggu ö&ru sæti á eftir Ólafi í forsetaslagnum um þessar mundir. Þeir tveir eru því sko&aðir ö&r- um fremur og kannab hvort þeir séu tvísaga. í pottinum hafa menn bent á ab Ólafur Ragnar undirgangist ekki síbur próf af þessu tagi var&andi trúmálin, en í þætti Ingólfs Margelrssonar og Árna Þórarlnssonar „Þri&ja manninum" í nóvember sl. - á&ur en Ólafur var búinn að ákve&a a& fara í fram- bo& - var hann spur&ur um trúmál. Þá sag&- ist Olafur bera mikla virbingu fyrir trúar- brög&um ví&a um heim, en sag&ist eiga erfitt me& a& láta sannfærast um a& „einhver einn af þessum gubum sé hinn eini rétti, þa& er a& segja sá sem ríkir í kirkjum hér heima." Og Ólafur var spurbur beint um hva& hann try&i á og þá svarabi hann: „Ég veit þa& eiginlega ekki. Ég held þrátt fyrir allt a& þá trúi ég einna helstá manninn. Mérfinnst ma&urinn vera eitthvert mesta ævintýri sem hefur verib skapab.... Nú hins vegar benda menn á a& Ólafur hafi sagt í Alþýbubla&inu fyrir skömmu: „Ég er ekki trúleysingi. Ég er í þjó&kirkjunni og fjöl- skyldan er öll skírb og fermd." I pottinum velta menn því nú fyrir sér hvort þeir tveir sem leiba forsetakapphlaupib hafi or&i& tvísaga e&a hvort hér séu mestmegnis hártoganir á fer&. Menn hallast helst a& því sí&arnefnda...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.