Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. júní 1996 MIÍi Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann 1990-1997 Vísitölur 1993=100 120 115 110 105 100 95 Kaupmáttur ráðstöfimartekna á mann 120 115 110 105 100 Áztl. Spá 95 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 Eins og sjá má hafa þjóbarútgjöldin vaxib meira en tekjur þjóbarinnar á síbustu misser- um. Hœttumerki, segir Þjóbhagsstofnun. Kaupmátturinn eins og línuritib sýnir hann, er á uppleib eftir ab hafa náb botni árin 1993 og 1994. Þjóöhagsstofnun reiknar dœmib frá í febrúar ab nýju og útkoman er allt önnur og um margt betri. Stofnunin varar Wð auknum útgjöldum almennings og hins opinbera og halla ríkissjóbs: Fólk verður með meiri peninga handa á milli Efnahagshorfur hafa vænkast svp um munar frá því Þjóbhags- stofnun spábi síöast fyrir 4 mánuðum. Nú hefur þat> gerst ab horfur eru á meiri fiskafla en reiknað var með. Aflaheimildir verba rýmkabar og búist er við meiri afla frá úthafsveiðum. Hins vegar, segir Þjóbhagsstofn- un, stefnir í meiri vöxt þjóbar- útgjalda en gert var ráb fyrir. Vegur þar þyngst vöxtur einka- neyslu, sem ævinlega helst í hendur vib auknar tekjur. Þjóðhagsstofnun varar við þenslu, hættan á aukinni verb- bólgu er meiri með örari hag- vexti. Tröllakirkja þýdd á ensku Tröllakirkja, skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, er komin út á ensku hjá Mare's Nest Publishing í London. Þetta er önnur skáld- saga Ólafs sem komur út á ensku, en ábur var búib ab gefa úr skáld- söguna Gaga í Kanada. Ensku þýðinguna á Tröllakirkju önnuðust David McDuff, sem er þekktur þýðandi norrænna og rúss- neskra bókmennta á ensku, og Jill Burrows, rithöfundur og leikskáld. Sagan heitir „Troll's Cathedral" á ensku. ■ Breytingarnar hafa leitt til nýrra útreikninga Þjóðhagsstofn- unar, nýrrar áætlunar um efna- hagshorfur. Er þar um að ræða helstu þjóbhagsstærðir fyrir þetta ár í ljósi þeirrar framvindu sem orbib hefur á árinu. Stofnunin segir ebli málsins samkvæmt erf- itt að spá um framvinduna á næsta ári, meðal annars vegna þess að kjarasamningar eru lausir um næstu áramót og efnahags- og ríkisfjármálastefna hefur ekki ver- ið mótuð í einstökum atriðum. Þegar Þjóðhagsstofnun kíkir í kristalskúluna og reynir að sjá fyr- ir næstu framtíð, sem hlýtur að vera erfitt verkefni, kemur í Ijós að hagvöxtur á þessu ári verður töluvert meiri en spáin frá í febrú- ar gaf til kynna, 4,5% í stað 3%. Ennfremur er talið að hagvöxtur á næsta ári verði ör, eða 3,3% sam- kvæmt drögum að spá. Er þetta mun meiri vöxtur en spáð er að meðaltali í aðildarríkjum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar OECD. Aðeins írland og Tékkland gera betur. Hins vegar er ljóst að þjóðarút- gjöld vaxa hraðar um þessar mundir en þjóðartekjur. Þetta skapar þensluhættu og vaxandi halla í viðskiptum við útlönd. Talið er að þjóðartekjur aukist í ár um 4,3% en þjóðarútgjöld um 6,7%. Viðskiptajöfnuður gæti snúist úr 3,6 milljarða afgangi í fyrra í 6,1 milljarðs halla á þessu ári. Hætt er við sömu þróun árið 1997. En hvað er til ráða? Þjóðhags- stofnun gefur þessi ráb: „Til þess að sporna við vexti þjóðarút- gjalda og koma aftur á jafnvægi í viðskiptum við útlönd er grund- vallaratriði að efla þjóðhagslegan sparnað. Öruggasta leiðin að því marki er að bæta afkomu ríkis- sjóðs. í ljósi kraftmeiri uppsveiflu í efnahagslífinu en búist var vib þegar gengið var frá langtíma- áætlun í ríkisfjármálum undir lok síðasta árs, er umhugsunarefni hvort ekki eigi að bæta afkomuna meira á næsta ári en að var stefnt og stuðla þannig ab því ab sam- ræma þróun þjóðarútgjalda og þjóðartekna." -JBP Sjálfsbjörg á Akureyri mótmœlir úrskurbi umhverfisrábherra og hyggst leita eftir áliti umbobsmanns Alþingis: Umhverfisráðherra sak- aöur um „hundakúnstir" Stjóm Sjálfsbjargar á Akur- eyri, félags fatlabra, mótmæl- ir harblega nýlegum úrskurbi umhverfisrábherra þar sem hafnab er kröfu Sjálfsbjargar ab lyfta verbi sett í húsnæbi Hótels Norburlands. Akureyr- arbær hyggst byggja fjórbu hæbina ofan á Hótel Norbur- land og telur Sjálfsbjörg skil- yrbi ab lyftu verbi komið fyr- ir í húsinu til ab tryggja ab- gengi fatlaðra og hafa skipu- lagsstjóri og byggingafulltrúi Akureyrarbæjar svipaba af- stöbu. Sjálfsbjörg ætlar ab leita eftir áliti umbobsmanns Alþingis vegns úrskurðarins. „Úrskurðurinn merkir ef hann fær að standa að „ákvæði reglugerðar um bætt aðgengi fyrir fatlaða að húsnæði og um- hverfi eru hjóm eitt og sýndar- mennska af hálfu stjórnvalda, ef hægt er að komast hjá því að standa við þau með „hunda- kúnstum" og undanþágum," segja samtökin. Rökstuðningur ráðherra sé furðulegur, hann flokki hótelið sem fjölbýlishús sem sé atriði sem hvorki bygg- inganefnd né bæjarstjórn Akur- eyrar hafi dottið í hug að styðja mál sitt með, enda sé öllum Gevalia í Svíþjób babst afsökunar á mistökum. Kaffib átti ab fara til Austur-Evrópu. Þórir Baldursson í Rydenskaffi: Illa ígrunduð og óskiljanleg árás „Gámurinn var opnaður nibri á bryggju af tollvörbum og fulltrúa frá Hollustuvemd sem heitir Gubrún. Vib tókum eftir því ab þetta var ekki eins og þab átti ab vera. í fram- haldi af því var gámurinn endursendur til Svíþjóbar," sagbi Þórir Baldursson hjá Ry- denskaffi í samtali vib Tím- ann. Hann vísar á bug ákær- um Neytendasamtakanna á hendur fyrirtækinu og segir þetta illa ígrundaba og óskilj- anlega árás. Þórir sagði að á fimmtudag hefði borist bréf frá Gevalia í Gavle þar sem beðið er afsökun- ar á þeim vandræðum sem Ry- denskaffi varð fyrir vegna send- ingarinnar. Hún hefði átt að fara til Austur-Evrópulands. Ge- valia fullvissar umboðsmenn sína hér að þetta muni ekki henda aftur. í Austur-Evrópu gera menn ekki neitt með dagsetningar á kaffi eins og hér er gert. Þar er kaffi sem komið er fram yfir „best fyrir"-daginn, keypt á lægra veröi og þykir bara gott að sögn Þóris. Aður var þarna við lýði einskonar kaffilíki. Á þennan markað selja nánast all- ir kaffiframleiðendur í Evrópu og þykir ekkert tiltökumál. En hvað verður um kaffi- pakka á markaði hér, sem daga uppi í búðarhillu? Er kaffinu hent? „Það vita allir að pakkinn er opnaður hjá framleiðandanum og hellt út í nýtt og blandað. Þetta gera allir framleiðendur í veröldinni. Þetta er dýr vara og það segir sig sjálft að það er ástæðulaust að fleygja kaffinu. Ég var að borða tilbúinn mat frá íslenskum framleiðanda í há- deginu í dag. Á þessu stóð „bestur fyrir 7. júní". Þetta var góður réttur en hugsaðu þér, á morgun er þessi matur ónýtur samkvæmt misvitrum tilskip- unum embættismanna í Brus- sel. Það er reyndar ekki hægt aö leggja að jöfnu kaffipakka og mat sem þú ætlar að hita upp, kaffið verður seint ónýtt sem matvara," sagði Þórir. Kaffinu hjá Rydenskaffi em gefnir 12 mánuðir á markaði. Fjölmargir framleiðendur eru með 30 mánaða líftíma á sínum kaffipökkum. Þórir sagði að Jóhannes Gunnarsson í Neytendasam- tökunum hefði ekki haft neitt tal af þeim í Rydenskaffi vegna málsins. „Okkur finnst þetta ódrengileg árás og illa ígmnd- uð. Þið á blöðunum hringið þó í okkur og fáið okkar rök, þaö gerði fulltrúi neytenda því mið- ur ekki," sagði Þórir. -JBP ljóst að á hótelinu fari aðeins fram verslun með mat og drykk og sala á gistiþjónustu. Ingimar Sigurðsson, skrif- stofustjóri umhverfisráðuneyt- isins, segir ekki rétt að ráðu- neytið flokki Hótel Norðurland sem fjölbýlishús. „Það gilda al- mennar reglur um hótel eins og fjölbýlishús. Það em engar sér- reglur til um hótel samkvæmt lögum og byggingarreglugerð. Því gilda í þessu tilviki almenn- ar reglur eins og um fjölbýlis- hús sem segja að ef hús er 5 hæðir eða meira þurfi lyftu. í þessu tilviki em hæðirnar að- eins fjórar." Byggingafulltrúi Akureyrar- bæjar hefur gert bygginga- nefnd grein fyrir þeirri skoðun sinni að samkvæmt bygginga- reglugerð og einnig í samræmi við afgreiðslur hliðstæðra mála eigi að gera það að skilyrði fyrir veitingu byggingaleyfis 4. hæð- arinnar, að lyfta verði sett í húsið. Skipulagsstjóri er á sama máli og telur fyrirhugaða fram- kvæmd ólögmæta og fella beri leyfið úr gildi að óbreyttu. Ingimar segir að skilningur þessara aðila sé greinilega mis- munandi á reglugerðarákvæð- um og byggingalögum. „Það þarf að kveða sérstaklega á um aðgengi fatlaðra að hótelum með sama hætti og gert er t.d. varðandi verslanir og þjónustu- miðstöðvar og ekki væri óeðli- legt að samtök eins og Sjálfs- björg kæmu með tillögur þar að lútandi," sagði Ingimar Sig- urðsson. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.