Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. júní 1996 5 Magnús Stefánsson: Góöur árangur hjá stjómarflokkunum í liðinni viku lauk 120. löggjafarþing störfum á Alþingi og hefur því verið frest- að til hausts. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, frestaði þinginu og vann hún þar með sitt síðasta embættisverk sem forseti. Ég vil taka undir þakkir, sem forseti Alþingis færði frú Vigdísi Finn- bogadóttur við þetta tækifæri, fyrir sam- starf við hana og fyrir hennar störf í þágu lands og þjóðar og farsælan feril í emb- ætti forseta íslands. Svikin loforb? Við þessi tímamót, þegar þingstörfum er lokið að sinni, er ekki úr vegi að líta um öxl og fara yfir nokkur mál sem tengj- ast þinghaldi vetrarins. Eins og lesendur muna eflaust, lagði Framsóknarflokkur- inn fram skýr og skilgreind stefnumið fyrir síðustu alþingiskosningar. Þessi stefnumið féllu í góðan jarðveg hjá kjós- endum og náði flokkurinn mjög góðum árangri í kosningunum og í kjölfarið fylgdi aö Framsóknarflokkur gerðist aðili að ríkisstjórn. Stefnumiðin komust vel til skila í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar og við teljum að „fingraför" framsókn- armanna séu mjög skýr í þeirri stefnu rík- isstjórnarinnar sem þar kemur fram. Stjórnarandstaðan hefur hvab eftir annað á liðnu ári haldið uppi þeim mál- flutningi að Framsóknarflokkurinn sé markvisst að svíkja sín kosningaloforð og þar meb að svíkja sína kjósendur. Það hef- ur verið ákveðin lífsreynsla að sitja undir þessum áróðri, sérstaklega vegna þess aö framsóknarmenn eru staðráðnir í að vinna að því ab fylgja stefnumiöunum eftir og uppfylla þau. Þessi málflutningur hefur komið fram í umræðum um hin ýmsu mál, sem mörg hver miba þrátt fyr- ir allt að því ab uppfylla þau stefnumið sem flokkurinn hefur haldib á lofti. Reynslan eftir þingstörfin í vetur og góðan árangur stjórnarflokkanna í þing- inu sýnir glöggt að þessi málflutningur stjórnarandstöðunnar er algerlega innan- tómur og á ekki við rök að styðjast. Reyndar er það svo að mér þykir stjórnar- andstaðan harla aumkunarverð vegna þessa málflutnings, þegar litið er til baka og mat á þab lagt hvað stjórnarflokkarnir hafa afkastað miklu á því ári sem liðiö er frá kosningum. Framsækln ríkisstjórn Það er einnig rétt að rifja það upp að stjórnarandstæðingar héldu því mjög á lofti á síðasta ári að þessi ríkisstjórn væri til þess stofnuð ab halda kyrrstöbu á öll- um sviðum, hamla gegn framförum og gera þjóðinni óbærilegt að lifa og starfa í okkar ágæta landi. Þegar litið er til baka og rifjað upp hvað Alþingi hefur afgreitt mörg mál, sem miða að framförum og breytingum á hinum ýmsu sviðum í þjóðfélaginu, þá fer ekki hjá því að þessi málflutningur virki broslegur og ég spyr sjálfan mig að því, hvers konar hugar- ástandi skyldu þessir menn hafa verið í þegar þessar yfirlýsingar komu fram. Sem svar við því tel ég að Alþýðuflokk- urinn hafi þjáðst af fráhvarfseinkennum eftir að hafa verið í ríkisstjórnum allt of lengi og staðib í þeirri trú að að engir aðr- ir geti gert gagn í þjóðfélaginu en þeir; reyndar tel ég að kratar þjáist enn af þessu hugarástandi. Hinir stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa þjáðst af því að þurfa enn einu sinni ab sitja í stjórnar- andstöðu og því verið argir og fúlir yfir hlutskipti sínu. Ég er sannfærður um að þegar kjósend- ur munu næst ganga að kjörborðinu og dæma núverandi ríkisstjórnar- flokka af verkum sín- um, þá munu þeir kom- ast ab raun um að stefnumið Framsóknar- flokksins hafi þrátt fyrir allt verið rauiihæf og þau hafi í flestum þátt- um gengið eftir. Úrelt leikaðferð stjórnar- andstöðunnar Þinghaldið í vetur hefur mótast mjög af því að stjórnarflokkarnir hafa verið að vinna mörgum en erfiðum málum braut- argengi, m.a. til aö uppfylla markmið sem komu fram í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Mörg þessara mála hafa mætt gagnrýni og athugasemdum jafnt innan þings sem úti í þjóðfélaginu. Það hefur vakið athygli mína hvernig stjórn- arandstaðan hefur beitt sér í þessum mál- um í þinginu. Að mínu mati hefur hún beitt leikaðferðum sem eru úreltar og ekki til þess fallnar að ná árangri, hvorki gegn stjórnarflokkunum né gagnvart fólkinu í landinu. Ég styrktist mjög í þessari trú minni þegar Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, kom fram á sjón- arsviðið fyrir stuttu og gagnrýndi stjórn- arandstöðuna fyrir sín vinnubrögð í þinginu. Ég held að það heyri sögunni til að stjórnarandstaðan nái árangri með því til dæmis að beita málþófi, eins og gert var í umræðum um nokkur mál í vor. Þá röðuðu þingmenn stjórnarandstöðu- flokkanna sér á mælendaskrá og höfðu þau fyrirmæli að tala sem allra lengst til ab freista þess að koma í veg fyrir af- greiðslu mála. Ég tel að eftir að Sjónvarpið hóf beinar útsendingar frá þingfundum, þá virki þessi leikaðferð neikvætt gagnvart þjóð- inni. Einnig kemur þetta í veg fyrir eðli- leg og nauðsynleg skoðanaskipti þing- manna um viðkomandi mál, áheyrendur missa þráðinn í umræðunni, þingmenn fara út um víðan vöil í ræbum sínum og ræða fjölmargt sem ekkert kemur við- komandi máli við. Þar að auki halda stjórnarþingmenn að sér höndum til þess að taka ekki þátt í að lengja umræðutíma meira en nauðsynlegt er. Á síðasta degi þinghaldsins gaf Hjör- leifur Guttormsson þjóbinni sýnishorn af þeirri aðferðafræði, sem Alþýðubandalag- ib hefur haldiö á lofti, með ógnarlöngum málflutningi um mál sem lengi hefur ver- ið í meðförum Alþingis, og þab skilaði ekki öðrum árangri en að tefja störf þingsins. Síðustu skoðanakann- anir um fylgi flokkanna styrkja þessa skoðun mína, þar sem athygli vekur að stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa ekki aukið fylgi sitt með þeirri aðferðafræði sem þeir hafa beitt. Þvert á móti virðist þjóðin sammála þeim að- gerðum sem stjórnarflokkarnir standa fyrir og miða að breytingum og framþró- un á hinum ýmsu sviðum. Stóryrtir andstæðingar Það hefur löngum fylgt stjórnmálum að menn hafi uppi stór orð um andstæð- inga sína og noti hvert tækifæri til þess að berja á þeim. Þetta hefur verið raunin á liðnu ári og við framsóknarmenn höf- um ekki farið varhluta af því. Hvað þetta varðar er mér efst í huga hvernig stjórnar- andstaban og einstaka forystumenn úr verkalýðshreyfingunni hafa komið fram í tengslum við endurskoðun á lögum frá árinu 1938 um stéttarfélög og vinnudeil- ur, hina svonefndu vinnulöggjöf. Sá mál- flutningur hefur öðru fremur einkennst af sleggjudómum og fúkyrðum, en nauð- synleg málefnaleg umræða um málið hefur því miður fallið í skuggann. Það var eitt af stefnumiðum Framsókn- arflokksins fyrir síðustu kosningar að þessi löggjöf skyldi tekin til endurskoð- unar. Nú er því verkefni lokiö, en mikil | andstaða kom fram gegn málinu og voru 1 höfð um þaö mörg stór orb. Þessi um- ræða er að mestu gengin yfir nú, en það vakti sérstaka athygli mína að umræðan fór óvænt inn á nýjan vettvang um síð- ustu helgi, þegar formaöur Farmanna- og fiskimannasambandsins misnotaði að- stöðu sína á grófan hátt ab mínu mati, og réðst ómaklega og á ómerkilegan hátt á félagsmálaráðherra og Framsóknarflokk- inn í hátíðarræðu á sjómannadaginn við höfnina í Reykjavík. Slík vinnubrögð og framkoma þessa forystumanns sjó- mannastéttar á hátíðardegi sjómanna eru að mínu mati ódrengileg og ekki til þess fallin að auka hans virðingu. ✓ Arangursríkt stjórnar samstarf Meginniðurstaða min eftlr þinghaldib á liðnu ári er sú, ab við séum að gera marga góða hluti, verulegur árangur er að nást á ýmsum sviöum og þab kemur þjóðinni allri til góba þegar fram í sækir. Samstarf stjórnarflokkanna hefur gengið vel, það einkennist af því að foyrstumenn flokkanna vinna saman með trúnaði og gagnkvæmu trausti, án þess að halda flugeidasýningar með fjölmiðlafári út af hverju máli, eins og einkenndi störf síð- ustu ríkisstjórnar. Ef menn bera gæfu til þess að vinna þannig áfram og án þess að sýna hver öbrum yfirgang og undirferli, þá er víst að þessi ríkisstjórn mun ná verulegum árangri og hennar verður síð- ar meir minnst fyrir það að hafa staðiö að nauösynlegum breytingum og framþró- un á hinum ýmsu sviðum. Það mun einnig undirstrika það að stjórnarandstaöan skaut sig illilega í fót- inn á sl. ári meb yfirlýsingum um þab hve vond ríkisstjórn væri við völd og aö til hennar hefði verið stofnað til þess að halda kyrrstöðu og til að stöðva framþró- un þjóðarinnar. Eitt allra mikilvægasta verkefni ríkis- stjórnarflokkanna á næstu misserum og árum verður að stöbva hallarekstur ríkis- sjóðs og leggja þannig grunn að efna- hagslegri hagsæld þjóðarinnar. Þetta er erfitt verkefni, sem mun reyna mjög á stjórnarflokkana, en ég er sannfærður um að við munum standast þær raunir. Einn- ig verður að halda áfram markvissum að- gerðum til þess ab efla atvinnulífið og fjölga störfum. Þjóbhagsspár sýna að ef stjórnarflokkunum tekst að ná þeim markinibum, sem sett hafa verið, þá munu verða verulegar framfarir í efna- hags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Þar með mun Framsóknarflokkurinn með abild ab ríkisstjórninni standa viö þau stefnumið sem flokkurinn setti fram fyrir síðustu kosningar. Höfundur er alþingisma&ur. ÆUk Menn 1 málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.