Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 8
8 i Laugardagur 8. júní 1996 30 milljónir af bensín- fénu græða landið Skógrækt meö Skeljungi hefur gengiö vel og komiö sér vel viö aö klæöa landiö. Nú hefur veriö tilkynnt um nýjar styrkveiting- ar úr þessu samstarfsverkefni Skeljungs og Skógræktar ríkis- ins. Meöal verkefna sem styrkt veröa í sumar er gerö göngu- stíga í Þórsmörk og á Hallorms- staö, og grisjun í Hrafnagjár- hallanum á Þingvöllum. Stærsti einstaki styrkurinn kemur aö þessu sinni í hlut Skógræktarfélags Reykjavík- ur sem er 50 ára í ár, hálf milljón króna. Mun hann renna til uppbyggingar aö- stööu fyrir almenning í gömlu gróörarstööinni í Fossvogi. Átakiö Skógrækt meö Skelj- ungi hófst 1993 og hefur Skeljungur og viöskiptavinir þess nú styrkt skógrækt í landinu meö 30 milljóna króna framlagi. Fyrir slíkt fé má lyfta grettistaki. Til dæm- is er hægt aö gróöursetja hundruö þúsunda plantna og leggja tugi kílómetra af skógarstígum. Á þessu ári bætir Skeljungur 10 milljón- um við skógræktarátakið. -JBP Skógrœkt meö Skeljungi: „Auövitaö lesum viö lögin eins og okkur finnst þau passa fyrir okkur," segir Gísli Jón Her- mannsson hjá Ögurvík hf.: Fátækar útgerðir greiða ekki reikninga mjög fljótt Aðeins helm- ingur með spennt belti í ljós hefur komib ab abeins helm- ingur ökumanna og farþega ferbast meb öryggisbeltin spennt. Þetta kom fram í samstarfsverkefni Um- ferbarrábs og bílatryggingafélaga. Félagar í Slysavamafélaginu gerbu þessa vibamiklu könnun á 29 stöb- um á landinu. Nítján þúsund bílar vom skobabir. Niburstaban er ömurleg, og verri en reikna mátti meb. Abeins 52,8% ökumanna vom meb belti spennt, 55,3% farþega í framsæti og 53,5% farþega í aftursæti. Bestir vom Selfyssingar og Akureyr- ingar meb yfir 70% notkun en lakast- ir vom þeir í Djúpavogi meb 21% notkun bílbelta. -JBP „Ég geri ekki ráö fyrir því aö fátækir útgeröarmenn borgi reikninga mjög hratt og fljótt," segir Gísli Jón Her- mannsson, útgeröarmaöur Ögurvíkur hf. Hann segir aö þaö taki því ekki aö svara framkominni kröfu Sjómannafélags Reykjavíkur á einn eöa annan hátt en fé- lagið hefur krafið útgerðina um 600 þúsund krónur í sekt eöa 300 þús. fyrir hvort skip Frera og Vigra RE vegna meintra samningsbrota á sjó- mannadaginn. Þá hefur félag- iö einnig krafið Granda hf. um 300 þús. kr. sekt vegna Þern- eyjar RE en þessi þrjú skip voru við veiðar á sjómannadaginn. „Auðvitað lesum viö lögin eins og okkur finnst þau passa fyrir okkur og viö getum lesið út úr þeim og þeir lesa þau hinssegin," segir Gísli Jón og telur ekkert óeðlilegt við það þegar tveir deila aö úr því veröi skorið fyrir dómi. Hann er al- veg harður á því að hann hafi ekkert brotið af sér með því að hafa Vigra og Frera á veiðum á sjómannadaginn og telur hið sama gilda um sín skip og þau sem vom á rækjuveiðum á Flæmska hattinum á þessum hátíðis- og frídegi sjómanna. Auk þess sé ekkert sem banni honum að semja við mann- skapinn um þessi mál svo ekki sé talaö um ef veitt er fyrir sigl- ingu á erlendan markað. „Mér finnst bara of mikill vindur í kringum þá aumingja karlagreyin," segir Gísli Jón aðspuröur hvort honum finn- ist þessi sektarkrafa Sjómanna- félagsins vera ómakleg í sinn garb. „Halldór Ásgrímsson setti lögin svona árið 1987. Þeir sem eru að sigla mega vera úti á sjómannadaginn og þeir sem telja sig vera með mikið í húfi. Við töldum mikið vera í húfi og vorum sammála um það á Vigra og það er undirskrifað og klárt," segir Gísli Jón Her- mannsson. Abspurður hvort Freri muni sigla með sinn afla sagðist hann ekki vita þaö ak- kúrat á þessari stundu því það gæti svo margt breyst í þeim efnum, markaðsverð á erlend- um mörkuöum og annað í þeim dúr sem hefur áhrif á slíkar ákvarðanir. -grh y Olafsmenn ánœgöir, fréttir eftir nokkra þögn: Ágreiningur Ólafs og Péturs Hafstein um málskotsrétt „Þáttur frambjóbendanna á Stöð 2 á miðvikudagskvöld var afar rólegur. Það sem vakti helst athygli voru skoðanaskipti og ágreining- ur Ólafs Ragnars og 'Péturs Hafstein um fullveldisrétt- inn og málskotsrétt forset- ans. Ólafur taldi afar mikil- vægt að þegsr óbrúanleg gjá myndaðist á milli þingvilja og þjóðarvilja, þá ætti for- setinn þess kost að vísa ágreiningsmálum til þjóð- arinnar enda væri hinn endanlegi fullveldisréttur hjá henni en ekki hjá þing- inu," segir í fréttabréfi stuðningsmanna Ólafs Ragnars sem barst í gær. Talsverð þögn af þeirra hálfu var þá rofin. „Pétur sagði hins vegar að málskotsrétturinn væri „ekki lýuðræðislegur" og einungis við „sérstakar og ófyrirsjáanlegar" aðstæður gæti forsetinn gripib til þessa réttar. Ekki varð betur skilið en að hann teldi full- veldisréttinn vera hjá þing- inu, segir í fréttabréfinu. -JBP Fariö ofgeyst afstaö meö aö auglýsa Glœsibyggö milli dals og fjöru? Breytt landnotkun til kynningar til 20. júní Breytt landnotkun og nýtt deiliskipulag lóöarinnar nr. 1-5 viö Kirkjusand í Reykja- vík (áöur Laugamesvegur 89) er nú til kynningar hjá Borgarskipulagi. Frestur til aö gera athugasemdir vib hvorutveggja rennur út 4. júlí nk. Fyrirtækin Eigna- miölun ehf. og Ármannsfell hf. hafa þrátt fyrir þaö þegar auglýst íbúðir til sölu á lóö- inni. Lóðin að Kirkjusandi 1-5 er í núgildandi aðalskipulagi skil- greind sem iðnaðar- og þjón- ustusvæöi. Nú er hins vegar til kynningar hjá borgarverk- fræðingi tillaga að breyttu að- alskipulagi þar sem gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni. Guðrún Ágústsdóttir, formað- ur skipulagsnefndar Reykja- víkur, segir að nefndin hafi ákveðiö að fallast á breytta landnotkun lóðarinnar að vel athuguðu máli. „Landnotkun hefur þegar breyst á þessu svæði. Við hlið lóðarinnar átti að vera stórt og mikiö iðnaðarhúsnæði sem nú er orðið að Listaháskóla. Það getur heldur ekki talist grófur iðnaður að reka íslandsbanka hinum megin við lóðina. Reit- urinn hefur þannig verið að breyta um eðli. Við höfum rætt það lengi í skipulags- nefnd hvort rétt væri að heim- ila þarna íbúðarbyggð og það varð niðurstaðan." Guðrún segir að mörgu leyti heppilegt að þétta byggðina þar sem þab minnki þörfina á löngum akstursleibum. Að því leyti sé breytingin jákvæð þótt breytt landnotkun sé vissulega alltaf umdeilanleg. Um húsin sem fyrir voru á lóbinni segir Guðrún að leitað hafi verið umsagnar sérfræð- inga Árbæjarsafns sem komust að þeirri niðurstöðu ab ekki væri vert að halda upp á þau. Guðrún, sem kallar sig einn ákafasta húsfriðunarsinna borgarinnar fyrr og síðar, seg- ist treysta starfsmönnum Ár- bæjarsafns til að leggja mat á slíkt enda hafi þeir sýnt mikla íhaldssémi þegar varðveisla gamalla húsa er annars vegar. Teikningar af fyrirhuguðum byggingum á lóbinni hafa ver- ið sendar nágrönnum til kynningar og hafa þeir frest til 28. júní til aö skila athuga- semdum til byggingarfulltrú- ans í Reykjavík. Frestur til að gera athugasemdir við breyt- ingu á aðalskipulagi og deili- skipulagi sem er til kynningar hjá Borgarskipulagi rennur hins vegar út 4. júlí nk. Eftir að fresturinn rennur út, fer málið aftur fyrir viðeigandi nefndir borgarinnar þar serri lagt verð- ur mat á þær athugasemdir sem berast, áður en breytt skipulag verbur staðfest eða því hnekkt. Það má því ef til vill segja að Eignamiðlunin ehf. og Ár- mannsfell hf. hafi farið heldur geyst af stað með að auglýsa Glæsibyggð á milli dals og fjöru á Kirkjusandi, þegar eftir er að veita endanlegt leyfi fyr- ir íbúðarbyggð á lóbinni. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.