Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 8. júní 1996 Undanfarin ár hafa hugtök eins og of- virkni ogmisþroska börn skotið upp í umræöu um hegbunarvandamál barna. Taliö er aö um 5-7% barna eigi viö vandamál aö stríöa sem nefnd hafa verið ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) og birtast í ýmsum hegbunarerfibleikum barna sem lengi vel voru, og eru jafnvel enn, kennd viö óþekkt, slæmt uppeldi og leti. Margir foreldrar hafa því sjálf- sagt heyrt því fleygt ab þetta eba hitt bamib hljóti nú bara aö vera ofvirkt, því þaö geti aldrei veriö kjur, stundum líkt vib þab ab hafa njálg í rassinum og séu málóö. Slík einkenni geta hins vegar fremur bent til ab í framheila barnanna séu lítt virkar stöövar sem stjórna eiga hegðun þeirra samkvæmt kenningu Russ- els A. Barkley, eins helsta fræðimanns Bandaríkjanna á þessu svibi, sem staddur var hér á landi fyrr í vik- unni. Barkley er prófessor viö Háskólann í Massachu- setts og skrifaö fjölda bóka og greina um of- virkni og misþroska sem hann hefur rannsak- ab í ríflega 20 ár. Hér hafa börn meö ADHD-einkenni oftast nær veriö kölluð ofvirk sem Iýsir raunar ekki eöli truflananna heldur fremur því hvernig þær birt- ast í hegðun barnanna. í því skilur einmitt á milli hugmynda Barkleys og annarra því yfirleitt hefur megináherslan verið lögö á að kann hvers vegna sum böm eiga erfitt meö aö einbeita sér. Barkley álítur hins vegar að athyglisbresturinn og of- virknin séu ingöngu birtingarmyndir dýpra vandamáls og hefur því sett fram kenningu um orsakir og eðli þessara einkenna. „Ég tel að þessi einkenni tengist erfiðleikum barna viö að þróa meö sér sjálfstjórn. í kenningu minni er því aðal- áherslan lögð á skerta hæfileika þessara barna til sjálfsstjórnar. Þessi skortur leibir svo aftur til þess að þau eiga erfitt með að halda athygli o.s.frv." Barkley segir ab það sem geri þessa kenningu áhugaverða sé aö hún spáir fyrir um hvaöa atriði geti valdið börnunum vandræöum og aö sumar slíkra atriða hafi aldrei verið skoðuö í tengslum viö ADHD- einkennin. Helstu einkenni Kenning Barkleys gengur út frá því að fjórar meginástæöur séu fyrir þeim athyglisbresti og of- virkni sem einknni hegðun ofvirkra bama. Öll at- riðin lúta að skertum möguleikum til aö hafa stjórn á sér, beita sig sjálfsaga. 1. Vinnsluminni virkar illa 2. Hafa ekki innbyggða hvatningu 3. Brengluð tímaskynjun 4. Tal þeirra beinist ekki inná við Ofvirk börn eiga ekki -endi- lega- slœma foreldra sem hafa ekki haft fyrir því aö tukta börn s/7? og aga. Þau eru held- ur ekki óalandi og óferjandi því hœgt er aö slá á málgleöi þeirra og gífurlega hreyfiþörf meö lyfjum aö sögn Russels A. Barkiey, geölœknis: Sega Mega 1) „Sá hluti minnisins sem heldur upplýsingum til haga er kallaður vinnsluminni (working me- mory). Þegar börn eiga erfitt með að virkja vinnsluminnið eiga þau jafnframt erfitt með að hafa hemil á hegðun sinni. í þessu minni eru ekki geymdar staðreyndir, kunn- átta eða menntun heldur er þetta minni sem geymir hvað þarf að gera og hvenær. Til þess ab geta stjórnað hegð- un sinni verður maður að geta haldiö upplýsingum til haga í huganum. T.d. þegar þú vaknar að morgni þá skipuleggur þú þab sem þú ætlar ab gera það sem eftir er dagsins. Þú ákvebur hvað skal gera og í hvaða röð. Yfir daginn notarðu svo þetta plan til að stjórna hegðun þinni. Þessi hæfileiki byggist á því að þú getir haldið upplýsingunum lifandi í huganum. Samkvæmt kenningu minni geta ofvirk börn þab ekki." Ef ofvirkum börnum er t.d. sagt ab vinna nokkur verk í ákveðinni röð, t.d. að klára matinn, bursta tennurnar, þvo sér og hátta sig, þá geta þau ekki haldiö slíkri kippu af fyrirmælum í minninu ef eitthvað annað og meira áhugavert verbur á vegi þeirra og þab þó um sé ab raéða rútínu eins og hér var nefnt dæmi um. Eftir á vita þau alveg hvað þeim hafði verið uppálagt að gera en geta ekki með nokkru móti svarað því hvers vegna þau fóru ekki að hátta sig. „Þau vita ekki hvers vegna en við vitum núna hvers vegna. Hæfileikinn til að geyma upplýsingar er nefnilega mjög veikur en umhverfið er mjög valdamikib. Þessi börn eru á valdi umhverfisins sem veldur því að þau vaða úr einu í annað verk og klára ekki hafin verk." Hins vegar geta ofvirk börn einbeitt sér að ákveðnum verkum ab sögn Barkleys ef þau veita þeim stöðuga umb- un. T.d. geta þau setið grafkjur og horft á sjónvarp eba veriö klukkustundum saman í leikjatölvum, þar sem þú safnar stigum, vegna þess ab þeir veita stöbuga umbun. Hann segir hraðann, litagleðina og allt það sem hrífur augab á sjónvarps- og tölvuskjám ekki vera meginorsök- ina, þó það hafi vissulega áhrif, heldur þá umbun sem slíkir leikir veiti. Russel A. Barkley, geölœknir. Tímamynd s Flogaveikir voru líka eitt sinn haldnir illum öndum Fæ ég þá nammi? 2) Á sama meiði er skortur þessara barna á innbyggðri hvatningu til að framkvæma leibinleg verk eða inna af hendi skyldur sem ekki leiöa beint til umbunar eða verð- launa. „Þegar fólk þarf að gera eitthvað sem þeim leiöist, t.d. að þrífa eða taka til, þá neyðir þab sig áfram, mótíver- ar sig til þess. Sá hæfileiki er ekki til staðar hjá þessum börnum. Þau geta ekki gert þab sem felur enga umbun í sér. Þau geta ekki stjórnab tilfinningum sínum á sama hátt og vib vegna þess ab þau skortir sjálfsstjórn." Þau rába því ekki vib þab að sú tilfinning verbi yfirþyrmandi þegar þeim er ætlab ab inna leibinlegt verk af hendi. „Því er þab ab þau geta ekki sest nibur og unnið heimaverkefnin fyrir skólann. Því umbunin fyrir heima- lærdóm kemur ekki fyrr en síbar á ævinni og þau geta ekki bebib. Þau hafa nefnilega stöbuga þörf fyrir umbun fyrir þab sem þau gera - strax! Þau eiga mjög erfitt með að vinna núna til ab hljóta meiri umbun seinna. Þab leibir til þess ab þau verba hvatvís þegar umbun er í grennd- inni og leita uppi hvab sem er skemmtilegt - núna. Sem er aubvitab ekki mjög kæn strategía ef menn ætla ab þroskast, fara í gegnum skóla og komast út á vinnumark- abinn." Barkley segir því mjög líklegt að börn meb þessi ein- kenni gefist upp í skóla til þess ab komast út á vinnu- markabinn svo þau geti strax farið að vinna sér inn pen- inga til ab borga fyrir allt þab skemmtilega sem samfélag- ib hefur upp á ab bjóba. „Á meban aðrir fara í skóla, fresta umbuninni, til ab geta síbar fengið betri vinnu." Lasarus 3) „Kenningin spáir líka fyrir um ab þau muni eiga erf- itt meb ab skynja hvernig tímanum líbi. ADHD truflar skynjun þeirra á tímanum og því geta þau ekki skipulagt sig meb tilliti til tímans eins og vib. Segjum ab kennarinn láti nemendur sína fá nokkur reikningsdæmi sem á ab ljúka innan tuttugu mínútna. Flestir gera þab án þess að þurfa ab líta á klukkuna. Of- virk börn myndu hins vegar skynja þessar mínútur sem mun lengri en þær eru í raun og þess vegna færu þau að standa upp til ab ydda blýantinn, tala vib sessunautinn, gramsa í töskunni og sitja svo furbu lostin þegar kennarinn segir ab 20 mínúturnar eru libnar. Ef tíminn líbur hægt fyrir þér þá verbur þú alltaf of seinn hvort sem er á fundi, stefnumót, skólann. Ef kennarinn segir þér ab mæta meb garn í skólann á morgun þá kemurbu ekki garnib þvi morgundag- urinn rennur upp ábur en hann átti að gera það." Flestir þekkja þab ab sum börn, og raunar full- orðnir, geta aldrei bebið í bibröb „eins og sibabar manneskjur". Þau reyna að trobast fram fyrir eba æsa upp þá sem eru í kringum sig. Þetta segir Barkl- ey einmitt stafa af því ab tíminn líbur hægar fyrir ofvirkum börnum en öbrum. Þegar bibtíminn virk- ar sem heil eilífb verbur barnib eblilega pirrab og óþolinmótt og reynir allt til ab láta þessa eilífð taka enda. „Ef þú ert úr takti við tímann þá verburbu aldrei reibubúin og verbur álitin gleymin, óáreiðanleg, illa skipulögb og óþroskub því þú getur ekki upp- fyllt þær skyldur sem lagbar eru á þig." Málób 4) „Þegar menn eru ab þroska með sér sjálfs- stjórnina fer tal þeirra smám saman ab snúast inná vib (internilization of speech). Þá fer tungumálib ab breytast frá því ab vera leib til ab tala vib fólk, til þess ab vera leib til ab tala vib sjálfan mig. Fyrir 3ja ára aldur hafa börn ekkert innra tal, það er eng- in rödd innra með þeim, allt sem þau segja er beint til annars fólks. Milli 3ja og 5 ára fara þau ab tala vib sjálf sig, en þau gera þab enn upphátt. Lítil börn tala stöðugt vib sig sjálf meban þau eru leika sér, jafnvel ein. Milli 6 og 10 ára fer þetta sjálftai ab hljóbna. Þab gerist smátt og smátt þannig ab í stab þess ab þau tali vib sig upphátt, þá fara þau ab muldra meb sér, svo hvísla og í kringum 10 ára ald- urinn eru varirnar hætta ab hreyfast þegar þau tala vib sig sjálf. Þá er þó enn hægt ab mæla hreyfingu raddbandanna með sérstökum tækjum. Milli 10 og 12 ára hverfa svo öll ytri merki um innra tal. Um leið og innra talib hefur hljóbnab út á vib hefur þab öblast meiri völd til að stjórna hegbun þinni. Þá getur þú skipab þér fyrir í huganum og þú framfylgir skipuninni. Þá þörfnumst við ekki lengur ein- hverra til ab segja okkur fyrir verkum, vib gerum þab sjálf. Ofvirk börn eru mjög lengi að þróa þetta meb sér, getur jafnvel frestast fram á fullorbinsár. Um leið eiga þau erfibara meb ab setja sér sjálfum reglur því innra talið verbur mjög máttlaust. Ofvirk börn hafa alltaf þótt mjög málglöb og þetta er ástæb- an. Þau tala engu meira en þú og ég en allt þeirra tal er opinbert, meban okkar er ab hluta inn- vortis. En vegna þess ab þab hefur ekki orbib einkasamtal þá hefur þab ekki þróab áfram þab vald sem innra tal veitir yfir huganum." Lyfjame&ferb litin hornauga Til ab fyrirbyggja misskilning þá skal geta þess ab full- orbnir geta líka verið meb einkenni ofvirkni. Bæbi er ab ofvirk börn losna ekki öll við einkennin þegar þau kom- ast á fullorðinsár og einnig geta höfubhögg sem hafa áhrif á starfsemi framheilans orsakað ofvirkni. Erfitt er ab koma í veg fyrir þessi einkenni því í 70- 80% tilfella eru þau arfgeng og ef eitt barn er ofvirkt eru sjöfalt meiri líkur á að systkini þess verbi ofvirk heldur en hjá óskyldum. Hins vegar er ekki hægt að skýra 20-30% tilfella með arfberum og er þá ýmsir áhættuþættir taldir geta haft áhrif. Á mebgöngunni geta sýkingar, reykingar og áfengisdrykkja orsakab ofvirkni því vitab er ab nikótín og alkóhól hefur áhrif á heilaþroska fósturs og sérstaklega framheilann þar sem stöðvar sjálfsstjórnar eru. Sömuleib- is eru fyrirburar í áhættuhópi. Þess ber ab gæta ab börn geta haft mjög mismunandi mikil einkenni ofvirkni og setja má upp skala sem takmarkast við mjög mikla og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.