Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. júní 1996 13 niöur í afar litla sjálfsstjórn. Því neðar ,em börn/fullorðnir eru á skal- anum því líklegra er að þau þurfi á meðferð að halda. Að sögn Bark- leys hefur í Bandaríkjunum verið miðað við 5 prósentin, þ.e. að þeir sem hafa minni sjálfsstjórn heldur en 95% þjóðarinnar þarfnast hjálpar. „Ofvirkni er ekki sjúkdómur. Þetta er ekki spurning um að hafa einkennin eða ekki heldur að hafa mismunandi mikla sjálfs- stjórn." Hér á landi er hægt að láta greina börn á Barna- og unglingageö- deild Landspítalans á Dalbraut en nú eru um 40 börn á biölista þar eftir greiningu. Þegar börn hafa verið greind ofvirk þá er um að ræða tvískipta meðferð. Annars vegar er lyfjameðferð og hins vegar er for- eldrum, og stundum kennurum, kenndar leiðir til að hafa betri stjórn á einkennunum, t.d. með því að koma sér upp gerviumbun til að verðlauna börn fyrir unnin verk, halda beinum tengslum milli verks og umbunar, hafa allar reglur skýrar og búta stærri skyldur niður í smærri til að ögra ekki vinnsluminni barnanna. Meðferð Barkleys er m.a. notuð hér á Barnageðdeild Landspítalans á Dalbraut. Lyfin eru ekki gefin til að lækna fólk af einkennunum heldur til að slá á þau, líkt og insúlín læknar ekki sykursýki en heldur henni í skefjum. Því geta ofvirkir þurft að taka inn örvandi lyf (amfetamín- lyf) 2-4 sinnum á dag árum saman en lyf eins og ritolin, sem mest er notað hér, virkar aðeins í nokkrar klukkustundir í einu. Lyfin örva sjálfsstjórnarstöðvarnar í heilanum og virka því ekki sljóvgandi. Barkley sagði aukaverkanir minni háttar. Algengastar eru að börnin missi matarlystina, enda voru þessi lyf notuð sem megr- unarpillur fyrir nokkrum áratug- um, og þau eiga erfitt með að sofna. Lítið brot af börnunum verður pirrað verkun lyfsins er að fjara út í líkamanum. Barkley segir þó af og frá að þau verði háð lyfjunum, slíkt geti ekki gerst þegar þau eru tekin í gegn- um munninn. Lyfjagjöfin hefur reynst mjkög veLað sögn Bark- leys og taka um 70-80% barn- anna miklum framförum meöan á meðferðinni stendur en ein- ungis minnihlutinn getur hætt að taka lyfin við táningsaldur. Um 50% barnanna getur hætt á lyfjunum þegar þau eru komin á fullorðinsaldur. Hinn helmingur- inn þarf hins vegar að taka lyfin áfram, eins lengi og þau þurfa. „Fólk er oft sjokkerað yfir því að við notum lyfjameðferð við þessum vandamálum og er hrætt um að lyf séu ofnotuð og að of mörg böm séu sett á þessi lyf. Almenningi finnst þessi mikla lyfjagjöf hneyksli vegna þess að hann lítur ekki á ofvirkni sem erfðafræðilegt vandamál. Það sem er hins vegar hneyksli er ef fólk heldur að þessi hegðunar- vandamál séu afleiðing af slæmu uppeldi og óþekkt. Flogaveiki var áður talin leggj- ast á fólk þegar illir andar settust að í sjúklingunum. Geðveilir voru líka taldir haldnir illum öndum. Fyrir 20-30 ámm var for- eldrum kennt um þab ef börn þeirra urðu einhverf. Þau hefðu ekki sýnt börnunum næga ástúð og væntumþykju. Nú vitum við að þetta var fáránlegt og ein- hverfa er mjög alvarleg heila- tmflun. Andstaða almennings við lyfjagjöf mun því ekki dvína fyrr en hann hefur verið fræddur um raunverulega orsök vandamála ofvirkra bama." LÓA 'lboð að HEIMA ER BEZT tai tíð ^ ‘MA •£& UH »» -M) táh Mp VM && újg •iáa xjð Ú& 'átf ÚS3 hvert tölublað Tímaritið HEIMA ER BEZT hefur komið út óslitið síðan árið 1951. „Blaðinu er ætlað að vera þjóðlegt heimilisrit og vettvangur ritfærra alþýðumanna, kvenna sem karla, sem eitthvað vilja láta til sín heyra,“ var m.a. sagt um tilgang ritsins í upphafi ferils þess. Það vill byggja tilveru sína á þjóðlegu efni, segja frá lífsbaráttu fólksins í landinu til sjávar og sveita, fyrr og nú, hugðarefnum þess og skemmtunum. HEIMA ER BEZT er kjörið tímarit fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik og vilja lesa og fræðast um daglegt líf og hugðarefni íslensks alþýðufólks, fyrr og nú, eins og það segir frá því sjálft. 'arsum HEIMA ER Þjóðlegt heimilisrir Horfðu og hlustaðu með opnum huga! Hvem vilt þú hafa sem forseta næstu árin? Allir forsetaframbjóðendurnir verða í Sjónvarpinu annað kvöld kl. 22.30. Nú er kosningabaráttan að hefjast! Stuðningsmenn Guðrún Pétursdóttir ein af okkur Höfum úrval varahluta og boddýhluta í Land-Rover. Einnig varahluti í Range-Rover og Mitsubishi Þekking og reynslá tryggir þjónustuna. ^jjj^jj^jf^i jjff Varahlutaverslun Draupnisgötu 1, Akureyri, Sími 461-3016, Fax 461-1364 VARAHLUTIR AUKAHLUTIR HEILDSALA - SMÁSALA bílaverkstæði... ...og aðrir eigendur Land-Rover og Range-Rover bifreiða, athugið! Bændur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.