Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 2
2 Þri&judagur 11. júní 1996 Tíminn spyr... Er yfirlýsing Landsbankans um hækkun vaxta vegna fjár- magnstekjuskatts auglýsinga- brella? Gubmundur Árni Stefánsson alþm.: „Ég lít á þetta sem lítinn leikþátt í langri sögu samskipta Landsbanka- stjóra og tiltekinna ráðherra ríkis- stjórnarinnar. Aö mínu mati snýst þetta fyrst og síöast um þaö hver stjórnar efnahagsmálum þjóðarinn- ar: einstaklingur á kontór í Lands- bankanum eöa viðskiptaráðherra og ríkisstjórnin. Og ég fylgist grannt með því hvort ríkisstjórnin ætli að láta lesa yfir sér enn og aftur. Grínið í málinu virðist mér það, að Lands- bankastjórinn virðist eingöngu líta á sparifjáreigendur sem viöskiptavini bankans, en ekki lántakendurna. M.ö.o. að Landsbankinn borgar auð- vitað ekki neinum neitt, heldur við- skiptavinirnir. í þessu tilfelli á ein- faldlega að láta lántakendur borga sparif j áreigendum." Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ: „Já, hún er það. Ef Landsbankinn ætlar að gera eitthvað sérstakt fyrir viðskiptavini sína til að mæta þessu, á þann hátt sem Sverrir Hermanns- son talar um, er það bara hlægilegt. Ætli banki eins og Landsbankinn að mæta fjármagnstekjuskatti á ein- hvern hátt, þá gerir hann það með því að standa sig betur og vera sam- keppnishæfari en aðrir. Raunar er það furðulegt að forsvarsmenn bankans leyfi sér að tala á þennan hátt til þjóðarinnar, þegar allir vita í hvaöa stöðu bankinn er." Hannes G. Sigurðsson, hagfr. VSÍ: „Þessi yfirlýsing bankastjórnar Landsbankans ber vott um innilega umhyggju fyrir sparifjáreigendum þessa lands, einkum þeim sem eldri eru, og er þannig þáttur í aö skapa bankanum tiltekna ímynd. Það er ljóst að margt fólk hefur óttast vænt- anlega skattlagningu á bankavexti og þetta er kannski þáttur í að róa það fólk. Það er hins vegar alveg óvíst hvort bankanum tekst að velta þessum skatti yfir á lántakendur, þar sem samkeppni um þá hefur aukist töluvert." Óperur og ólífur „Operusöngur er nokkub sem mabur þarf ab fá smekk fyrir, svolítib eins og campari og ólífur." Segir jón Rúnar Arason, sem vann til verblauna í söngkeppni nýlega fyrir — óperusöng. Mogginn um helgina. Ruslakista Evrópu „Gevalia í Svíþjób baðst afsökunar á mistökum. Kaffib átti ab fara til Aust- ur-Evrópu." Svo er nú þab. Svíar bábu íslendinga innilega afsökunar á útrunna kaffinu, þab var ætlab Austur-Evrópubúum. Tíminn um helgina. Harmrænt uppvask „Abeins á einu svibi tæknivæðingar megum vib íslendingar skammast okkar. Vib eigum ekki uppþvottavélar ab neinu gagni. Við erum aftur í öld- um, í torfkofamenningunni nánast, samanboriö vib önnur lönd, mebal annars Dani, sem þvo alltaf ölglösin í uppþvottavélum. Harmrænt." Jón Birgir Pétursson í tímans rás Tím- ans um helgina. Dýrmætum spænitíma sóab „Þetta er okkar veika hlib og hlýtur ab vekja upp áleitnar spurningar. Eru fjölmargir góbir jeppakarlar ab eyba tímanum í uppvask, þegar þeim væri nær ab spæna upp nýrækt Land- græðslunnar á breibu dekkjunum sínum?" Spyr Jón Birgir sárreibur yfir vannýttri orku jeppaeigenda í sama Tíma. Má bjóba ykkur þat> sem úti frýs? „Vib tökum úr öllum rábuneytun- um... Vib viljum í raun að ríkib hætti ab styrkja menningu... Einnig viljum vib leggja Kvikmyndaeftirlitib nibur og láta foreldra sjá um þab... Af at- vinnuvegaráðuneytunum viljum vib ab ríkib hætti ab mestu leyti ab styrkja landbúnað. Enn fremur viljum vib hætta ab styrkja Rannsóknar- stofnun fiskibnabarins. jafnframt vilj- um vib hætta að styrkja trúmál beint og þar meb þjóökirkjuna. í félags- málarábuneyti viljum vib hætta ab vera meb ríkissáttasemjara og Jafn- réttisráb. Auk þess viljum við minnka bætur til fólks. Leggja nibur húsnæb- isbætur, barnabætur, sjómannaaf- slátt og vaxtabætur. Þab hefur einnig verib stefna félagsins ab auka kostn- aðarhlutdeild nemenda í skólakerfinu og koma á einkaskólum." Hugsanlegir arftakar Davíbs úr ungliöa- hreyfingunni slá lesendur kaldsveittum hrolli meb þessari mögnubu frjáls- hyggjurollu formanns Heimdallar. Á föstudag var svokallabur skattadagur Heimdellinga, því þá fyrst, þann 7. júní, fara íslendingar ab vinna fyrir sjálfa sig. Helgarpósturinn. Margir veittu því athygli að í um- ræbuþætti á Stöb 2 á dögunum var Gubrún Agnarsdóttir á einhvern hátt ólík sjálfri sér í útliti og sumum þótti hún vera hvassari í andlitsdrátt- um en hún er venjulega. Annab hafi verib upp á teningnum í Ríkissjón- varpinu í fyrrakvöld, þar hafi hún veriö líkari sjálfri sér. í pottinum töldu menn þetta vera förðuninni ab kenna og var þá upplýst ab hún hafbi látib farba sig úti í bæ fyrir þáttinn á Stöb 2, en í sjónvarpinu fyrir þáttinn í fyrrakvöld. • Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa ef- laust veitt því athygli að í auglýsing- um erÁstþór Magnússon farinn ab vera meb gleraugu. Gárungarnir velta því fyrir sér hvort þetta nýja „look" muni gera gæfumuninn hjá honum, en Ástþór er ekki talinn hafa gób „fjölmiðlaaugu". • Nú heyrist ab á höfubborgarsvæbinu sé komib í tísku mebal fótboltabulln- anna ab gefa eiginkonunum blóm á hverjum degi. Þab er til ab fá frib vib sjónvarpsglápib. Margir skobuöu nýja jeppann um helgina. Þúsundir kynntust Musso-jeppanum frá Kóreu, bíl þriggja heimsálfa, sem kostar 2,7 milljónir. Allt uppselt. Benedikt Eyjólfsson í Bílabúö Benna: Viðbrögöin voru sterk og komu ekki á óvart Allir jeppamir, sem Bílabúð Benna hafbi ab sýna um helg- ina, seldust og þab fljótt. Slíkir gripir kosta rúmlega 2,7 millj- ónir króna, en í því verbi er tals- vert mikill búnabur. Greinilegt var ab áhugamenn um bíla töldu Musso mikla og góba frétt. Þúsundir manna mættu á stabinn og talsvert á þribja hundrab manns fengu ab pmfuaka nýjum Musso. Tíu jeppar vom í fyrstu sendingu. Hún er uppseld og þab er líka sú næsta, sem kemur eftir hálfan mánub, 15 bílar. Nú er reynt ab fá fleiri bíla frá Þýskalandi sem allra fyrst. Markaburinn virbist vilja meira af Musso. Margir virbast því eiga fé til bílakaupa. „Kóreumennirnir hafa valið snibuga leiö, þeir eru ekki ab reyna að finna upp hjólib eins og sagt er. Þeir létu hanna bílinn í Bretlandi og á Ítalíu, en þar eru bestu hönnuðirnir, þeir fá vélarn- ar frá Mercedes-Benz í Þýskalandi, amerískar hásingar, bremsukerfi frá áströlskum og þekktum fram- leiðanda og svo framvegis. Þetta kemur greinilega vel út hjá Benedikt Eyjólfsson. Musso, en þaö fyrirtæki er í eigu Kóreumanna og þýsku Benz-verk- smiöjanna," sagöi Benedikt Eyj- ólfsson. Við Bílabúð Benna ab Vagn- höfða var fólk farið ab koma strax fyrir opnun, á föstudagskvöld. Á laugardag og sunnudag var þar strax múgur og margmenni og mikil ásókn í prufuaksturinn. Gestum var bobib upp á íspinna til ab kæla sig í góöa vebrinu. Um 2 þúsund íspinnar voru afhentir, og hafa áreiðanlega margir gest- anna þó ekki þegið þær veitingar. Benedikt sagöi ab hann heföi ekki ætlað sér í bílainnflutning til skamms tíma. En hann heföi kynnst Musso og slegið til. „En það veit enginn sína ævina fyrr en öll er," sagði Benedikt. -JBP BDSGI' SFF gkæfok gföf... Sagt var...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.