Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 3
Þribjudagur 11. júní 1996 Snorri Óskarsson í Betel um skoöanir forsetaframbjóbenda; Umburðarlyndiö gagnvart trúarhópum ekki í hávegum „Þaö kom þarna einmitt fram að umburöarlyndi gagnvart öðrum trúarhóp- um viröist ekki vera í háveg- um haft," segir Snorri Ósk- arsson, forstööumaður Betel- safnaöarins í Vestmannaeyj- um, um þá almennu afstööu forsetaframbjóbenda sem fram kom í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld, ab þeir teldu eblilegt ab forsetinn væri í þjóbkirkjunni. Hann sagðist þó fagna því að fram hafi komið líka að sumir frambjóðendanna í það minnsta gerðu sér grein fyrir því að þeir þyrftu að vera for- setar allrar þjóðarinnar, innan og utan þjóðkirkjunnar. „Mis- skilningurinn er sá að þeir hefðu þurft að segja að þeir væru kristnir forsetar til þess að varðveita kristna trú, en ekki bara þjóðkirkjuna. Það er heilmikill munur á þjóðkirkju og kristni. Lúter sá mikinn miin á kaþólsku kirkjunni og kristninni og þess vegna mót- mælti hann þessu spillta hug- arfari sem ríkti í kaþólsku kirkjunni. Og það veitir nú ekkert af að mótmæla spilltu hugarfari sem er nú að koma upp innan íslensku þjóðarinn- ar, sem er í stærstum hluta innan íslensku þjóðkirkjunn- ar," sagði Snorri. Aðspurður hvort honum fyndist að eftir írafár síðustu mánaða innan þjóðkirkjunnar verðskuldaði hún ekki þessa upphefð frá frambjóðendun- um, svaraði hann: „Það er auðvitað mjög auð- velt fyrir mig að segja nei. En málið er það að það eru ákaf- lega margir góðir innan þjóð- kirkjunnar, góðir og heil- steyptir prestar, og þeir eiga virðingu skilið. En svo er margt annað sem er miður gott og það á enga virðingu skilið. Kannski þarf íslenska þjóðin að skilja að við þurfum að varðveita kristnina, en ekki þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan er ákveðið fyrirkomulag, sem getur verið gott, en þarf ekki að vera það." — Finnst þér þetta þá vera óeðlilegt af frambjóðendum að leggja ekki áherslu á að þeir séu kristnir að uþplagi, en að það þurfi ekki endilega að tengjast þjóðkirkjunni? „Þegar þeir töluðu um að varðveita þjóðkirkjuna, fannst mér akkúrat koma inn þessi pólitíski tónn. Sem gerir það að verkum að menn þurfa ekki endilega að fara eftir kristnu viðhorfi biblíunnar, heldur geta farið eftir almenningsálit- inu sem getur verið hvernig sem er. Þá vantar í raun og veru þennan siðferðispól," sagði Snorri Óskarsson. ¦ Landsfundur Þjóövaka: „Gegn gömlum hugmyndum" Þjó&vaki hafnar „gamaldags hug- myndafræöi ríkisstjórnarinnar" og telur aö þjóbinni sé naubsyn ab lausnir jafnabarmanna setji mark sitt á landsbyggbina", í stjómmálaályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins, sem haldinn var í Vibey um helgina. Flokkurinn vill taka upp veiði- leyfagjald í sjávarútvegi, orkugjald í orkugeiranum og aö nýr búvöru- samningur verði gerður. Þá kemur fram í stjómmálaályktuninni að flokkurinn leggur áherslu á öflugt velferðarkerfi og samráð og bætt skipulag á vinnumarkaði. Talað er um jafnari tekjuskiptingu og breytta stjórnskipan með rýmri möguleikum til þjóðaratkvæða- greiðslu um mál. Jóhanna Sigurðar- dóttir þingmaður var endurkjörinn formaður, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður og Ágúst Einarsson gjaldkeri. ¦ Hollustuvernd: Nærri 250 matareitranir s.l. þrjú ár Tilkynnt var til Heilbrigbiseft- irhtsins um meint veikindi 246 einstaklinga af völdum matareitrana eba matarsýk- inga á árunum 1993-95, sam- kvæmt skýrslu Hollustu- verndar. Alls voru rannsökub 270 sýni vegna 107 tilvika þar sem grunur lék á matareitrun eba sýkingu. Abeins í 15 til- vikum tókst ab stabfesta or- sökina fyrir matareitrun eba sýkingu hjá um 120 einstak- lingum, þ.e. tæplega helmingi þeirra sem tilkynnt var um. Salmonella reyndist oftast sökudólgurinn, eða í 30% sjúk- dómstilfellanna, en tilfelli af bakteríunni Clostridium perir- ingens voru þó litlu færri. Þrjár aðrar bakteríutegundir eru til- nefndar sem sýkingavaldar, en í miklu færri tilvikum, og í fimmta hverju tilviki var skað- valdurinn ekki þekktur. í flestum óstaðfestum tilvik- um var fjöldi meintra sjúk- dómstilfella einungis 1-2 og því ýmsar aðrar hugsanlegar orsakir fyrir sjúkdómseinkennum en neysla matvæla, segir í skýrslu Hollustuverndar. ¦ Jarl Eimskips tekinn í notkun ígœr var formlega tekinn ínotkun nýr krani Eimskips á hafnarbakk- anum ÍSundahöfn. Eftirhug- myndasamkeppni mebal starfs- manna var nýja krananum Valib nafnib jarlinn. Tvennt þykirjarlinn hafa umfram jakann, gamla krana skipafélagsins, þar sem hann hefur meiri lyftigetu, allt upp Í80 tonn, og er auk þess fœranlegur. Tímamynd jAK Forsetaframbjóöendur: Landsreisum ab ljúka Forsetaframbjóbendur eru um þessar mundir ab ljúka landsreisum sínum, nema Ástþór Magnússon sem bætt- ist síbastur í hópinn fyrir rúmri viku. Ólafur Ragnar Grímsson varb fyrstur til ab ljúka heimsóknum sínum út á land. Stuðningsmenn Ólafs Ragn- ars segja að hann og helsti keppinauturinn í komandi kosningum, Pétur Kr. Haf- stein, séu á öndverðum meiði hvað varðar fullveldið og mál- skotsrétt forsetans. Benda þeir kjósendum á að þar sé á ferð lykilatriði í stjórnskipun ís- lands. Er þetta til marks um að barátta þessara tveggja fram- bjóðenda harðnar og á eflaust eftir að harðna enn. Framundan eru hverfafund- ir í Reykjavík hjá Ólafi Ragnari og fundir í nágrannabyggðar- lögum borgarinnar. Fyrsti hverfafundurinn er á Hótel Sögu, Súlnasal, í kvöld kl. 20.30, í Fjörgyn í Grafarvogi á morgun, Ölduselsskóla í Breið- holti á fimmtudag, Hlégarði í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. Þá verða tveir fundir á laugar- dag, kl. 16.30 á heimasióðum frambjóðandans, í féiagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi, en um kvöldið kl. 20.30 í Safnaðar- heimilinu í Garðabæ. Á Pétur Kr. Hafstein rœbir vib fundargesti. sunnudag er fundur í Perlunni kl. 16, en kl. 20.30 í Félags- heimilinu í Kópavogi. Pétur Kr. Hafstein var í gær í heimsókn á Suðurnesjum og hélt fund í Gerðubergi um kvöldið. í dag heimsækir hann Garðbæinga og Bessastaða- hrepp. Fundur er hjá honum í Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld kl. 21, að lokinni yfirheyrslu á Stöð 2 sem hefst kl. 20. Pétur heldur til Húsavíkur á mið- vikudag, en þar er fundur kl. 20.30. Hann flýgur þaðan til Grímseyjar og heldur miðnæt- ursólarfund með eyjarskeggj- um kl. 23. Á fimmtudag heim- sækir hann Hrísey, Dalvík, Ól- afsfjörð og fundar kl. 17.30 á Siglufirði og kl. 20.30 í Al- þýðuhúsinu á Akureyri. Á föstudag er heimsókn Péturs til Akraness og fundur í Barbó kl. 20.30. Guðrún Agnarsdóttir hefur einnig ferðast mikið. í dag heimsækir hún vinnustaði í Borgarnesi og heldur opinn fund á Mótel Venusi, sem staðsett er í Hafnarskógi við Borgarf j arðarbrú. Blaðið hafði ekki á taktein- um ferðadagskrár Guðrúnar Pétursdóttur og Ástþórs Magn- ússonar í gær. -JBP Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1.flokki1989 1.flokki1990 2.flokki1990 2. flokki 1991 3.flokki1992 2.f!okki1993 2.flokki1994 3. flokki1994 23. útdráttur 20. útdráttur 19. útdráttur 17. útdráttur 12. útdráttur 8. útdráttur 5. útdráttur 4. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C^G HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 BfVKUVlK • SÍMI 569 6900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.