Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. júní 1996 Svipmyndir um Guðmund góöa Listahátíö 1996 — Islenski dansflokkur- inn sýnir: FÉHIRSLA VORS HERRA. Dram- atískt dansverk í tveimur þáttum, byggt á atvikum úr biskupstíb Cubmundar góba Arasonar Hólabiskups eftir Nönnu Olafsdóttur og Sigurjón (óhannsson. Tónlist: )ón Leifs og Francis Poulenc. Texti: Arngrímur Brandsson og Kolbeinn Tumason. Lýsing: Elfar Bjarnason. Sögu- efni, leikmynd og búningar: Sigurjón |ó- hannsson. Danssköpun: Nanna Olafs- dóttir. Frumsýnt 3. júní. Þegar listahátíð er haldin er ýmsum listgreinum hampað, þar á meðal ballett. Og þótt sá sem þetta skrifar sé ekki réttur maður til að fjalla um þessa list- grein, skal hér farið nokkrum orðum um fallega sýningu ís- lenska dansflokksins á verki um Guðmund biskup góða, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Eiginlega hefði maður þurft að hressa upp á Sturlungu áður en komið var í leikhúsið. Saga Guðmundar góða og baráttu hans við veraldleg yfirvöld er nokkuð flókin og þvælin, eins og fleira í því merka riti. Sagn- fræðingar hafa ekki talið fram- göngu Guðmundar í þeim deil- um merkilega og jafnvel kallað hann einn af hinum óþörfustu mönnum í íslenskri sögu, eins og mig minnir að Jón Jóhannes- son segi í íslendinga sögu sinni. En Guðmundur varð snemma ástsæll af alþýðu, sá kirkjunnar manna sem frægastur er fyrir að líkna snauðum mönnum, sem hópuðust að honum. Hann eyddi eignum Hólastóls þeim til bjargar. Hann vígði og blessaði hættulega staði, svo að þeir urðu engum að meini. Davíð Stefánsson orti ungur langt kvæði um Guðmund, sem er ávarp og ákall hinna snauðu og útskúfuðu til biskups. Það endar svo: Allar sorgir eru þínar sorgir. Allar kvalir eru þínar kvalir. Allar bænir eru þínar bœnir. Þú ertgóður. Ballettinn um Guðmund er í lík- um anda. Það er biskup alþýðunn- ar, hinn líknandi sporgöngumað- ur Krists, sem hér er leiddur fram, — raunar verður biskup augljós Kristsgervingur í ýmsum atriðum — jafnvel krossfestur. Þrjár eru aðalpersónur verksins: Guðmundur biskup, Kolbeinn LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON Tumason „og aðrir persónugerv- ingar mótstöðumanna Guðmund- ar", eins og í leikskránni stendur, og María Guðs móðir. Fyrir utan þetta er hópur förumanna, Sel- kolla úr þjóðsögunni, munkar og kórsbræður, og ýmsir fleiri. Það var ekki alltjent gott að átta sig á efninu, en textar á dúk öðru hverju hjálpuðu til (hefðu mátt vera fleiri) og einnig textar sem fluttir voru. Þar var til að mynda hinn undurfagri sálmur Kolbeins Tumasonar, Heyr, himna smiður, sem Theódór Júlíusson flutti fal- lega og Hany Hadaya gestadansari dansaði af þokka. Einnig lásu þeir Theódór og Sigurður Karlsson (bróðir Brandur og bróðir Ásgrím- ur) bréf sem gengu milli Guð- mundar og erkibiskups. Þetta er nokkuð rekinn texti, en til glöggv- unar. Skemmtilegt var líka atriðið um sendiför Ketils prests til Róms (þannig er eignarfall borgarnafns- ins í fornu máli). í því atriði var Guðmundur Helgason skemmti- legur í hlutverki Ketils og þáttur- inn kómískur. Selkolluþátturinn var líka skemmtilegur og voru þau Guð- mundur og Sigrún Guðmunds- dóttir þar spaugileg í hlutverkum hjúanna. Annars er alvarlegur blær yfir flestum atriðunum. Sviðið er líka hátíðlegt með altari Hóladóm- kirkju í baksýn. Kirkjuleg tónlist er notuð til að skapa hinn rétta and- blæ á sviðinu og fer vel á því — hér er öðrum þræði um helgileik að ræða. í annan stað er notuð hin hrjúfa og mikilfenglega tónlist Jóns Leifs með tengingar til þjóð- trúarinnar, en Guðmundur er auð- vitað umvafinn bjarma hennar. Eftir því sem ég best fæ séð er allur ytri rammi sýningarinnar einkar vandaður. Þeir þrír dansarar, sem mest mæðir á, eru Jóhann Freyr Björg- vinsson (Guðmundur góði), Hany Hadaya sem fyn var nefndur, og Lára Stefánsdóttir sem María Guðs móðir. Öll dönsuðu þau af mikl- um þokka. Hany er greinilega þrautþjálfaður og öruggur og Jó- hann Freyr einkar álitlegur dans- ari, kannski fullungur í þetta hlut- verk og skortir því þann kraft sem æskilegur er, því að Guðmundur var „eldsál þegar að trúnni kom", eins og haft er eftir Sigurjóni í fjöl- miðlum. — Mest gaman hafði ég af Maríu, í undurfögrum bláum kyrtli sínum, sem Lára túlkaði af miklum þokka svo unun var á að horfa. Einstök atriði í verkinu skila sér misvel til áhorfandans, eins og fyrr er að vikið. Þetta er ekki epísk frásögn, heldur stemningar og hughrif. Og hughrifunum er miðl- að af sviðinu í samspili hreyfinga, tónlistar, sjónrænna eiginda, ljósa Ur dansverkinu Féhirsla vors herra. og litsterkra búninga. Greinilegt er að Sigurjón Jóhannsson hefur lagt sig fram í að kanna sögu Guð- mundar og ýmislegt í kirkjusögu þessa tíma. í leikskrá bendir hann á að helgihald á miðöldum hafi búið yfir meiri dramatískum til- þrifum en nú um stundir. í uppsetningu sinni á ýmsum atriðum þar sem átök Guðmundar og veraldlega valdsins eru sett á svið, hefur verið tekið mið af heimildum um helgileiki og kveðst Sigurjón hafa notið aðstoð- ar séra Kolbeins Þorleifssonar, sem benti honum á lýsingar samtíma- manns Guðmundar, sem eru á þá leið „að eins og messan líkist dóm- þingi sé messufórnin kölluð laga- stefna, því þar séu mál lýðsins flutt fyrir Guði sem dómara. Djöfullinn sé ákærandinn, en presturinn verj- andinn sem hefur tekið að sér mál- efni lýðsins og neyðist tii hólm- göngu til að sanna sakleysi hans og blíðka reiði dómarans." Þetta segir Sigurjón að sé grund- völlur vinnunnar að efninu og undirbúningi sýningarinnar. Hann hefur nýst sýningunni vel, þótt maður geti reyndar ómögu- lega séð hið bænheita skáld, Kol- bein Tumason, sem fulltrúa hins illa. En hér er dramatískur grund- völlur helgileiksins sem byggt er á. Út úr þessu kemur sjónræn veisla, sem vert er að þakka Nönnu og Sigurjóni og íslenska dansflokkn- um fyrir. Og stóra svið Borgarleik- hússins er tilvalið fyrir ballettsýn- ingar, það er ljóst. Vonandi eiga fleiri slíkar eftir að koma á fjalirn- ar í því húsi. Landbúnaöarráöuneytiö: Vísar á bug fullyröingum Lúbvíks Landbúnaðarráðuneytið vís- ar á bug fullyrðingum Lúð- víks Bergvinssonar alþingis- manns um að ráðuneytið hafi hyglað gjaldþrota fýrir- tæki með því að semja við annan aðila um malarnám í landi Krísuvíkur. Hið rétta er að ráðuneytið hafði gert samning um malartöku við Vatnsskarð h.f. og rann sá samningur út 1. júlí 1995. Hinn 1. október sama ár var gerður nýr samningur við fyrirtækið Alexander Ólafs- son hf., sem tók á sig skyldur Vatnsskarðs hf. við ráðu- neytið um frágang malar- námanna og uppgjör fjár- hagsskuldbindinga. Með þessu taldi ráðuneytið hagsmunum sínum best borg- ið. Ástæðan var sú að Vatns- skarð h.f. hafði átt í erfiðleik- um með að standa skil á leigu- greiðslum til ráðuneytisins og því taldi ráðuneytið ekki rök til að endurnýja samninginn við Vatnsskarð h.f. eða heimila fyrirtækinu áframhaldandi rétt til malartöku. Vatnsskarð h.f. var úrskurðað gjaldþrota 1. febrúar 1996, eða hálfu ári eft- Úr malarnámi. ir að umsaminn samningstími rann út. í núgildandi samn- ingi, sem gerður var fjórum mánuðum fyrir gjaldþrot Vatnsskarðs h.f., var sú skylda lögð á núverandi rétthafa að tryggja skilvísar greiðslur ógreiddra leigugjalda og auk þess góða umgengni um námasvæðið á sinn kostnað. Landbúnaðarráðuneytið get- ur ekki fylgst með uppsöfnun skulda hjá öllum þeim fyrir- tækjum og einstaklingum sem það skiptir við og ekki séð fyr- irfram hvaða aðilar gætu hugs- anlega orðið gjaldþrota í fram- tíðinni. Fyrstu upplýsingar til ráðu- neytisins um gjaldþrot Vatns- skarðs h.f. komu í bréfi frá sýslumanninum í Hafnarfirði, dags. 9. febrúar 1996, þar sem vakin er athygli á því að fyrir- tækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota 1. febrúar s.á., en réttur til malartöku í landi Krísuvíkur hafði þá um fjög- urra mánað skeið verið í hönd- um Alexanders Ólafssonar hf. og Vatnsskarð h.f. því ekki lengur tengt ráðuneytinu. Það skal tekið fram að fyrir- tæki það, sem samið var við 1. október 1995, var stofnað tveim árum áður, eða í október 1993. Af þessu sést að fullyrð- ingar um að ráðuneytið hafi flutt námuréttindi frá gjald- þrota fyrirtæki yfir á „nýja kennitölu" eru rangar. Varðandi samninga um mal- artöku, þá segir í 1. gr. námu- laga nr. 24/1973: „Landareign hverri, sem háð er einkaeignar- rétti, fylgir réttur til hagnýt- ingar hvers konar jarðefna, sem þar finnast í jörðu eða á, þó með þeim takmörkunum, sem lög þessi tilgreina." Þessi grein námulaga er lagastoð fyr- ir samningum um malartöku ríkisins á jarðeignum sínum sem og annarra Iandeigenda. Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 96/1996 um Stjórnarráð ís- lands fer landbúnaðarráðu- neytið með mál er varða þjóð- og kirkjujarðir. Við meðferð ríkisjarða kemur ráðuneytið (jarðeignir ríkisins) fram f.h. ríkissjóðs sem landeigandi. Þannig er um ríkisjörðina Krísuvík. Ráðuneytið leigir flestar rík- isjarðir til búrekstrar, en auk þess til margra annarra nota, þ.m.t. til beitar, skógræktar og nýtingar jarðefna. Landbúnað- arráðuneytinu er heimilt að ráðstafa jarðefnum og öðrum hlunnindum ríkisjarða, en ráð- stöfun jarðefna felur ekki í sér sérstakt námaleyfi, sem áskilið er í Námulögum. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.