Tíminn - 11.06.1996, Síða 6

Tíminn - 11.06.1996, Síða 6
6 Þri&judagur 11. júní 1996 Víetnamar biöjast fyrir á gistiheimili ÍBerlín, þar sem landar þeirra voru skotnir: enginn vitnar gegn mafíunum. Smyglaöar sígarettur seldar í Berlín: enginn víetnamskur mafíumaöur hef- ur veriö dœmdur þarlendis í fjögur ár. Þýska rannsóknar- lögreglan stendur ráöþrota gagnvart víetnömskum mafí- um, sem taliö er aö njóti stuönings valdamikilla aöila í œttlandi sínu Morö á níu Víetnöm- um, í vígaferlum milli mafíugengja af því þjóöerni í Berlín, komust fyrir skömmu ofar- lega í fréttaflæöiö. Þesskon- ar atburöir í erjum slíkra samtaka víöa um heim eru hversdagslegir. Morö þessi í höfuöborg Þýskalands vöktu líklega helst athygli vegna þess aö í þetta sinn voru venju fremur margir myrtir í einu, miöaö viö þaö sem gerist þarlendis. Víetnömsku mafíurnar í Þýskalandi, sem mest hafa sig í frammi í Berlín og annars staöar í landinu austanveröu, eru öðmm þræði arfleifð aust- urþýska ríkisins og samstarfs kommúnískra ríkja. Fyrir um áratug komu tugþúsundir Ví- etnama til Austur-Þýskalands í vinnu, samkvæmt samningi þess ríkis og Víetnams um þaö. Gróbi fluttur til Ví- etnams Eins og vaninn er meö þriðjaheimsfólk, sem til Vest- urlanda kemst, vildu Víetna- mar þessir fyrir hvern mun ekki fara aftur til ættlands síns, eins og Þjóðverjar ætluð- ust til eftir hrun austurþýska ríkisins. í samráöi viö landa sína í ættlandinu og víðar skipulögðu margir verka- manna þessara sig í mafíur, meö smygl á sígarettum sem sérgrein. Þær rokseldust, enda seldar á lægra veröi en löglega innfluttar sígarettur. Mafíur þessar urðu því gróðafyrirtæki og eru farnar aö færa út kvíarnar í aörar við- skiptagreinar, löglegar og ólöglegar. Sérstaklega eru þær orönar fyrirferðarmiklar í framleiðslu og sölu á kassett- um meö kvikmyndum og tón- list, sem tekið er upp á fram- hjá höfundarrétti. Þá hefur verið talsvert um það undan- farið að Víetnamar hafi tekið við rekstri kínverskra veitinga- húsa í Berlín og nágrenni af Kínverjum, að þeim síðar- nefndu ekki endilega viljug- um, samkvæmt grun lögreglu. Þýska rannsóknarlögreglan telur sig vita, að Víetnamar þessir hafi þegar yfirfært um 100 milljónir marka af gróða sínum til föðurlands síns, enda hafi þeir náið samstarf við háttsetta menn í valdastétt þess. Manndráparar mafíu- hópa þessara séu og flestir frá víetnamska hernum. Áður var vitað að t.d. mafíur frá Tyrk- landi höfðu hafið heilar borgir og byggðarlög þar úr fátækt með gróða fluttum frá Þýska- landi. Þjóðverjar hræddir um fjárfestingar Til þess að afla sér nýliða hafa „sígarettumafíurnar" samstarf vib aðrar mafíur, er hafa ólöglega fólksflutninga milli landa sem sérgrein. Drjúgur eða kannski mestur hluti þess fólks frá þriðja heiminum, sem nú kemur til vestanverðrar Evrópu, kemst þangað með hjálp slíkra sam- taka. A.m.k. hefur því verið haldið fram að sem gróðafyrir- tæki séu þau farin að jafnast á við fíkni- og eiturefnahring- ana. Samningur þess efnis, að Ví- etnamarnir frá tíð austurþýska ríkisins skyldu fara heim, var fyrir alllöngu gerður milli stjórna Þýskalands og Víet- nams, og borgaöi sú fyrr- nefnda þeirri síðarnefndu 100 milljónir marka til ab fallast á þetta. En mikið vantar á að Ví- etnamsstjórn hafi staðið vib þann samning. Samkvæmt honum áttu 2500 Víetnamar ab fara frá Þýskalandi s.l. ár, en enn hafa víetnömsk yfirvöld ekki veitt nema 65 þeirra leyfi til að flytjast til ættlandsins. Hætt er við að samspil mafíu- hópanna og áhrifamanna í Ví- etnam sé þar á bak við. Tímaritið Der Spiegel segir berum orðum að þýska stjórn- in hiki vib að leggja hart ab þeirri víetnömsku að standa vib nefndan samning. Víet- nam er komið á hraðan skrib í austur- og suðausturasíska efnahagsundrinu (með svip- aba blöndu af kommúnisma og kapítalisma og í Kína) og þýski iðnaðurinn hefur gert þar samninga um miklar fjár- festingar. Um þær óttast þýsk- ir iðnjöfrar og stjórnmála- menn, verði efnahagslegir hagsmunir víetnamskra abila í Þýskalandi gegnum mafíurnar fyrir borb bornir. Minna á Víetkong Der Spiegel segir að árangur sinn eigi sígarettumafíurnar því einkum að þakka ab hjá þeim fari saman skarpt við- skiptavit og óvenjumikil grimmd, jafnvel miðað við þab sem hjá þessháttar sam- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON tökum gerist. í stríðum víet- nömsku mafíuhópanna um markaðinn innbyrbis er al- gengast að menn séu aflífaðir með tveimur skotum í höfuð- ið, en einnig er beitt samúraja- sverðum, öxum og öðrum áhöldum. Ennfremur þekkist þab í þessu samhengi ab menn séu flegnir lifandi og einn var kæfbur með því að vefja hann inn í lak og loka hann inni í farangursgeymslu bíls. Þýska rannsóknarlögreglan segist standa ráðalaus gegnvart ma- fíum þessum. Á síðustu fjórum árum hefur enginn víet- namskur mafíumaður hlotið dóm í Þýskalandi, vegna ónógra sönnunargagna. Það er einkum vegna þess að Víetna- mar, sem þekkja til mafíanna eða eru tengdir þeim, vilja og/eða þora ekki að bera vitni gegn mönnum úr þeim hóp- um. Ekki er laust við að sígarett- umafíurnar þyki minna á norðurvíetnamska herinn og Víetkong í Víetnamsstríðinu. Frásagnir Víetnama, sem sluppu lifandi frá mafíum landa sinna, minna að sögn á frásagnir bandarískra her- manna sem lentu í óvinaklóm í Víetnamsstríði. Grimmd ma- fíuhópa þessara er lýst sem takmarkalausri og markvissri. Það minnir kannski einhverja á kvikmyndina Apocalypse Now, en í henni eru víet- nömskum kommúnistum eignaðar þessháttar eigindir. Víetnömsku mafíunum í Þýskalandi virðist hafa tekist að ná svipuðu valdi yfir mörg- um landa sinna þar (um 40.000 Víetnamar dveljast þar ólöglega) og víetnömskum kommúnistum tókst að ná yf- ir víetnömsku þjóðinni, með þeim árangri að þeir sigruðu að lokum. Eba hvað sagði ekki Maó formaður: „Refsið einum og hundrað láta sér segjast!" Gagnvart slíkum óvini virb- ist þýska réttarkerfið standa álíka ráðþrota og Frakkar og Bandaríkjamenn fyrrmeir í Ví- etnamsstríði. Það vekur spurn- ingar um möguleika löglega geirans í efnahagsmálum á að standast sókn ólöglega geirans þar, sem víða hefur áhrif langt inn í stjórn- og dómsmál. Efnahags- og viðskiptamál verða stöðugt hnattrænni, en þab gildir og um umsvif aðila þeirra í vibskiptum sem reyna að auðgast á bak við lög og rétt — mafíur. Jafnframt því ab mörkin á milli löglega geirans og þess ólöglega í fjár- og við- skiptamálum verða þoku- kenndari, sjást þess merki að mafíur af ýmsum uppruna, flestar á grundvelli ætt- og þjóðernis, magnist í heimsvið- skiptunum, vaxi sífellt meira inn í þau og hafi í því sam- bandi vaxandi samráð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.