Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.06.1996, Blaðsíða 16
mnfii Þriðjudagur 11. júní 1996 Veöl"ÍÍ> (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suourland: N-læg e&a breytileg átt, gola e&a kaldi og víöa sí&deg- isskúrir. • Faxaflói og Breiöafjör&ur: N kaldi og skýjaö me& köflum og úr- komulítiö. • Vestfiröir: NA kaldi e&a stinningskaldi og skúrir. • Strandir og Nor&urland vestra og Nl. eystra: NA og sí&ar N kaldi eöa stinningskaldi og rigning eða skúnr. • Austurland a& Clettingi og Austfir&ir: N gola e&a kaldi me& skúr- um. • Su&austurland: NV gola eða kaldi og víða skúrir síðdegis. • Hiti á landinu verður á bilinu 4 til 14 stig. Oddi hf. á Patreksfirbi: Kvóti á steinbít kemur heima- bátum til góða Sigurbur Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda hf. á Pat- reksfirbi, segist ekkert hafa á móti því, úr því sem komib er, aö veibar á steinbít séu settar undir kvóta. Hann telur ab kvótasetningin geti komib heimabátum til góba, en fram til þessa hafa þeir verib ab tapa hlutdeild í steinbítsveib- inni yfir til stórra línubáta frá öbrum landshlutum. Þá mun reynslan skera úr um þab hvort hráefnisverb muni hækka til fiskvinnslu í fram- haldi af tilkomu kvótans. En kvótaleiga og annab brask meb kvóta er talib eiga sinn þátt í háu hráefnisverbi á þorski til fiskvinnslu. Eins og kunnugt er, þá hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að heildaraflamark, þ.e. kvóti, verði settur á veiðar á steinbít og langlúru á komandi fisk- veiðiári. Þarna er um að ræða 13 þúsund tonna heildarkvóta af steinbít og 1200 tonn af lang- lúru og er ákvörðun ráðuneytis- ins í samræmi við framkomna ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan heildarafla þess- ara fisktegunda. Vegna tækni- legrar úrvinnslu við útreikning á kvóta til einstakra báta munu útgerðir þeirra fyrst um sinn fá bráðabirgöaúthlutun, en end- anlegur kvóti verður ekki til- kynntur fyrr en nokkuð verður liðið á fiskveiðiárið. Á nýliðinni vertíð tók Oddi hf. á móti 1000 tonnum af steinbít til vinnslu, en steinbíts- flök eru einkum seld til Frakk- lands og Bandaríkjanna, auk þess sem steinbítur er vinsæll meðal þeirra sem verka og neyta hans sem harðfisks. Þá hefur af- urðaverð á steinbít lækkað um 4-5% á síðustu misserum, auk þess sem birgðasöfnun er tölu- verð. En Oddi hf. er einkum í frystingu og söltun, sem eru þær vinnslugreinar innan sjávarút- vegsins sem eiga rekstrarlega einna mest undir högg að sækja um þessar mundir. Samkvæmt skýrslu Hafró var meðalársafli í steinbít rúm 15 þúsund tonn á tímabilinu 1988- 1992. Árið 1991 nam veiðin tæpum 18 þúsund tonnum, sem er mesta steinbítsveiði frá árinu 1963. Árið eftir minnkaði veiðin niður í 16 þúsund tonn og var um 13 þúsund tonn 1993-1994, en aðeins 11 þús- und tonn 1995. Aflaaukningin á síðasta áratug var einkum vegna aukins línuafla, en stein- bítur í troll hefur minnkað ört síðan 1992. -grh Frjókornamœlingar í Reykjavík sýna mikla aukningu: Um 150% fleiri frjókorn en í fyrra Samkvæmt frjómælingum Margrétar Hallsdóttur á Raun- visindastofnun Háskólans er um 150% fjölgun á fjölda frjókorna í hverjum rúmmetra andrúms- lofts í maí, mibab vib á sí&asta ári. Nú voru mæld 264 frjó ab mebaltali á rúmmetra andrúms- lofts, en 105 á sama tíma í fyrra. Ástæða þess er mildur vetur, sem leiddi til þess að það voraði snemma á Reykjavíkursvæðinu. Þó er ekki mikil hætta á ferð fyrir þá, sem þjást af frjókornaofnæmi, því fjöldi grasfrjóa, sem er algeng- asti ofnæmisvaldur meðal frjó- korna hér á landi, eru eins og í meöalári. Fyrsta grasfrjó sumars- ins kom í frjógildru stofnunarinn- ar þann 27. maí. Frjókornatímabil grass stendur að þessu sinni frá byrjun júní og væntanlega fram í miðjan ágúst, en það stendur iðu- lega í um 10 vikur og lengist lík- lega ekki þó nú vori snemma. Hins vegar geta tímabilin styst, ef sumarið veröur óvenju kalt eða mikil vætutíð. Það, sem hleypir upp fjölda fr]ó- korna, er hins vegar sérstaklega að birkið var fyrr á ferðinni en vana- lega, að sögn Margrétar. Hún segir birkiofnæmi mjög sjaldgæft hér á landi, enda mikið frjómagn frá birkinu ekki árvisst. Birkiofnæmi er aftur mjög algengt á hinum Norðurlöndunum. „Það er til að fólk sé með ofnæmi fyrir öðrum frjókomum, t.d.- fífilfrjókornum og frjókomum af jurtum af körfu- blómaætt, en þau frjókom berast ekki mikið út í andrúmsloftið," sagði Margrét. Slíkt ofnæmi kem- ur þó sjaldnast fram, nema fólk komist í snertingu við blómin eða sé að hnusa af þeim. LÓA -».t*» ' / /. Sólveig Pétursdóttir líffrœbingur skobar Bláalóns-bakteríuna. Sólveig Pétursdóttir líffrœöingur heldur meistaraprófsfyrirlestur í dag um örverufrœöi Bláa lónsins: Vinsamlegar bakteríur eingöngu í Bláa lóninu „Venjulegar mengunarbakter- íur og sjúkdómsvaldandi bakteríur vaxa ekki í Bláa lón- inu. Þab eru mjög f^ar bakter- íutegundir sem finnast í lón- inu, en þessi er ríkjandi og virbist ablögub ab stabháttum þarna. Þab virbist vera ab þetta sé ný tegund og jafnvel ný ættkvísl," sagbi Sólveig Pétursdóttir, en hún heldur meistaraprófsfyrirlestur um örverufræbi Bláa lónsins og annarra heitra og saltra jarb- hitasvæba á íslandi í stofu G-6 ab Grensásvegi 12 í dag kl. 14. Þar er öllum heimill abgang- ur. Rannsóknir á örverum, sem búa við jaðarskilyrði, hafa færst í vöxt á síðari árum. Þá hefur verið unnið með hvort tveggja, ræktanlegar bakteríur og einnig erfðaefni úr lífmassasýnum. Sól- veig vann eingöngu með rækt- anlegar bakteríur úr heitu og söltu umhverfi, en þær lifa í vatni sem er frá 50 til 110 gráð- ur. Nýja bakterían sem fannst í Bláa lóninu. Flokkun á bakteríum, sem einangraðar voru úr Bláa lón- inu, leiddi í ljós fábreytt lífríki. En stöðug útfelling á kísil í lón- inu gerir það að jaðarumhverfi í vissum skilningi. Mengunar- bakteríur er þar ekki að finna. Raðgreining á því, sem vísinda- menn kalla 16S rRNA úr ríkj- andi bakteríutegund lónsins, leiddi í ljós að þar er ný tegund á ferðinni, sem finnst í útfalls- rörum virkjunarinnar í Svarts- engi. ¦ Bankastjóri Sparisjóöabankans segir vextina koma til meb aö taka miö af markaönum: Veit ekki einu sinni hvaöa vextir verba í næsta mánuði „Vextir sparisjóðanna koma til meb ab taka mib af mark- abnum eins og hann er á hverjum tíma. Þannig ab ég veit ekki einu sinni hverjir vextirnir verba í næsta mán- u&i, og þá enn síbur eftir hálft ár," sagbi Sigurbur Hafstein, bankastjóri Sparisjóbabank- ans. En Tíminn spurbi hann um væntanleg vibbrögb spari- sjóbanna vib loforbi Lands- bankastjóra um ab þeir, sem eiga sparifé í bankanum, verbi skablausir af nýja fjármagns- tekjuskattinum. „Við verjum sparifé þitt," seg- ir Landsbankinn í heilsíðuaug- lýsingu í Morgunblaðinu s.l. laugardag og enn fremur: „Sparifjáreigendur í Landsbank- anum verða ekki skildir eftir úti í kuldanum." Sigurður bendir á að þarna sé um að ræða eitthvað sem gerast á eftir sex mánuði. Engin um- ræða hafi enn farið fram innan sparisjóðanna um þetta mál. „Okkar viðbrögð verða því bara pínc 0g markaðurinn krefst, þegar þar að kemur. Sparisjóð- irnir hafa alltaf haft það að keppikefli að bjóða sínum við- skiptavinum sem hæsta inn- lánsvexti og verið með hvað hæstu innlánsvextina alla tíð. Og þeir munu gera það, ef markaðurinn krefst þess á þeim tíma eins og á undanförnum ár- um." ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.