Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 12. júní 1996 3 Framkvœmdastjóri Kjötumbobsins segir eölilegt aö ekkert lambakjöt sé til í landinu til út- flutnings: Gífurlega mikið af fyrir- spurnum í kjölfar kúaribu „Þab sem fyrst og fremst þarf ab gera er ab flytja sem mest út af fersku kjöti og til þess þyrfti ab lengja sláturtíbina og auka þab magn sem mögulegt er ab flytja út. Vib þurfum ab skera kjötib og pakka því eins og neytendur og kaupendur vilja fá þab af- hent," segir Helgi Óskar Ósk- arsson framkvæmdastjóri Kjötumbobsins hf. en þab Listahátíö: Brúðuleikur, ævintýri og ástríðufullur tangó Þrír vibburbir verba á Listahá- tíb í kvöld og er Ævintýra- kvöld Kammersveitar Reykja- víkur þeirra vibamestur enda koma þar vib sögu tónlist, söngur, brúbur og dans. Ævintýrakvöldið verður í Þjóðleikhúsinu og verða þar flutt tvö verk af Kammersveit Reykjavíkur sem byggð eru á þekktum ævintýrum. Fyrra verkið heitir Brúðuleikhús meistara Péturs og er eftir Manuel de Falla. Verkið samdi hann upp úr 26. kafla Don Kík- óta en eins og nafniö ber með sér verða brúður notaðar til að túlka ævintýrið. Einsöngvarar í Brúðuleikhúsinu er Þóra Einars- dóttir, Jón Þorsteinsson og Bergþór Pálsson. Katrín Þorvaldsdóttir sér um brúðuleikhúsib og hefur ekki áöur samið verk fyrir klassíska tónlist. „í 26. kafla er Pedro bú- inn að ferðast frá þorpi til þorps með sinn brúðuvagn og hann býður til sýningar á krá. Sýn- ingin er um Karlamagnús og hans kappa. Uppistaðan í sög- unni er að Karlamagnús kemur til Pedro og segir að hann verði að frelsa Melissöndru dóttur sína sem er fangi hjá Márum. Hann bregst auðvitað við eins og sannur riddari og ríbur af stað til Saragossa og nær í Mel- issöndru. Þá verður hún nátt- úrulega fyrir því óláni að þab er ráðist á hana og hún er kyrkt af Márum." Pedro er tekinn til fanga og æsast mjög leikar er líður á verkið að sögn Katrínar. Verkið er sett þannig upp að söguþráðurinn er sunginn en síðan tekur Kammersveitin og stórar strengja- og stangabrúður við og túlka söguþráðinn með tónum og tjáningu. Seinni hlutinn er frumflutn- ingur verksins Keisarinn og næturgalinn eftir John Speight sem er byggt á Næturgala H.C. Andersens. Lára Stefánsdóttir samdi dans við Keisarann og túlkar hún ævintýrið ásamt dönsurunum Jóhanni Frey Björgvinssyni og Sigrúnu Guö- mundsdóttur. Og sem fyrr spil- ar Kammersveitin sem er nú orðin 22ja ára gömul og verður stýrð af ungum, þekktum hljómsveitarstjóra Stefan As- bury. í Loftkastalanum í kvöld verður svo ástríðufullt and- rúmsloft fyrir þá sem smekk og ánægju hafa af slíku. Þar kemur fram Le Grand Tango- hópur- inn sem spilar argentínska tangótónlist. Hópurinn mynd- aðist í kringum hjónin Eddu Er- lendsdóttur, píanóleikara, og eiginmann hennar Olivier Manoury, bandoneonleikara og tónskáld, sem búsett eru í París. í hópnum eru fleiri íslenskir hljóðfæraleikarar en auk þess tveir dansarar, Bryndís Hall- dórsdóttir og Hany Hadaya, sem sýna hinn þokkafulla dans tangótónlistarinnar. Að lokum verður sýning hjá Circus Ronaldo í sígaunatjald- inu í Hljómskálagarðinum. LÓA fyrirtæki flytur langmest út af lambakjöti. Eins og komið hefur fram í Tímanum er nú ekkert lamba- kjöt til í landinu sem annar eftirspurn erlendra aðila inn- an Evrópusambandsins, en nýir markaðsmöguleikar virð- ast vera að opnast í kjölfar kúafársins í Bretlandi. Helgi Óskar staðfestir að eftirspurn- in sé mjög mikil núna en það sé í sjálfu sér eðlilegt að lamba- kjötið sem uppfylli Evrópu- staðla sé uppurið, enda hafi gengið mjög vel að selja kjötið út á þessu ári og aðeins séu þrír mánuðir í næstu sláturtíð. „Það er gífurlega mikið af fyrirspurnum núna í kjölfar kúariðunnar og engin spurn- ing að ákveðin sóknarfæri eru að opnast. Við höfum í hönd- unum hér á annan tug fyrir- spurna frá Bretlandi en þeir eru einkum að biðja um ný- slátrað kjöt sem er kælt niður og flutt út, annað hvort niður- hlutað og vakúmpakkað eða í heilum skrokkum. Menn eru að vinna í því af fullum krafti að lengja sláturtíðina en til þess þarf samstöðu bænda og sláturleyfishafa." Helgi Óskar segir aö strax næsta haust verði sú breyting til batnaðar að stykkjunarað- staða batni hjá KASK og Kaup- félagi Vestur-Húnvetninga en auk þeirra hefur KÞ á Húsavík vottun á Evrópumarkað. Ef sláturhús SS á Selfossi fái vott- un í haust eins og búist er við bæti það einnig stöðuna. Útflutningsverð á lamba- kjöti var lélegt í fyrrahaust en hefur farið hækkandi að und- anförnu að sögn Helga Óskars. Mest kaupa Svíar af lambakjöti en síðan koma Færeyjar, Dan- mörk, Bandaríkin og Japanir. Besta verðið hefur fengist í Færeyjum. Alls fóru um 400 tonn utan af pökkuðu lamba- kjöti í fyrra. -BÞ Smibur ab störfum á Korpúlfsstöbum í gær. Korpúlfsstaöir: Tímamynd CS Myndlistarmenn í kúa stað Myndlistarmenn eru nú ab koma sér fýrir í hluta húsa- kynna Korpúlfsstaba þar sem ábur stóbu um eitt hundrab og sextíu mjólkur- kýr í fjósi. Samband íslenskra mynd- listarmanna undirritabi fyrir skömmu leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af húsnæði á 1. hæð í miðhluta hússins, tæpa 770 fermetra. Húsnæðinu var breytt til sam- ræmis við þarfir listamannn- anna og er áætlaður kostnaður við innréttingarnar um fjórar milljónir króna en SÍM endur- greiðir borginni kostnað vegna breytinganna með jöfn- um mánaðarlegum greiðslum. Húsnæðinu var skipt í 11 vinnustofur með léttum milli- veggjum. Húsnæðið er leigt í núver- andi ástandi og eru ekki fyrir- hugaðar endurbætur á því af hálfu borgaryfirvalda á næstu árum. Leigutími er frá 1. júní 1996 til sex ára hið minnsta. LÓA BÆIARMAL Húsavík Nætursöluleyfi Essóskálanum að Héðins- braut 2 hefur verið veitt leyfi til að hafa starfandi nætursölu. Spilliefnamóttaka Samkvæmt áætlun sem lögð hefur verið fram fyrir bæjarráð er gert ráð fyrir að það kosti um 5,4 milljónir króna að koma upp spilliefnamótttöku í sorp- eyðingarstöðinni á Húsavík. Fjárhæagsáætlun gerir hins vegar ráð fyrir 3,6 milljónum króna. Farið hefur verið fram á endurskoðun á áætluninni. Mælt meb umsókn um styrk Aldin hf. hefur sótt um styrk úr atvinnuleysistryggingasjóði sem nemi launum til handa 4- 6 starfsmönnum vegna til- raunaverkefnis í hálft ár. Bæj- arráð hefur ákveðið að mæla með umsókninni. Merkingastyrkur til Völsunga Bæjarráð hefur samþykkt að styrkja íþróttafélagið Völsung að fjárhæð 50 þúsund krónur. Ástæðan er að félagið hefur óskað eftir heimild til að nota Húsavíkurmerkið á iþróttagalla félagsins og einnig nafnið og fór í framhaldi fram á styrk til að kosta prentun og merkingu. Uppsetning flotbryggju Nú eru að hefjast fram- kvæmdir við uppsetningu flot- bryggju í höfninni á Húsavík, en hún var keypt á síðasta ári. Þá fóru hins vegar fram dýpk- unarframkvæmdir sem er und- anfari uppsetningar bryggj- unnar. Grjótgarður Úndirbúningur að byggingu grjótgarðs við Norðurgarðinn í höfninni á Húsavík er í fullum gangi. Jarðfræðingur er vænt- anlegur á næstunni til ab kanna aðstæður til grjótnáms og Hafnarmálastofnun vinnur að undirbúningi útboðsgagna vegna grjótgarðsins, sem stefnt er að, að verði tilbúinn í haust. Þá eru einnig væntanlegir dýptarmælingamenn vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Völsungar sjá um hátíðar- höld Völsungar hafa tekið að sér að sjá um hátíðarhöld vegna 17.júní, þjóðhátíðardags ís- lendinga. Þeir hafa þó óskað eftir samstarfi við Safnaðar- nefnd og skáta. -PS Búöardalur: Loönulýsi í Feta-ost? Eins og fram kom í Tímanum fyrir skömmu var gerb til- raun í Mjólkurbúinu í Búbar- dal til ab búa til Feta-ost úr lobnulýsi. Markmibib var ab kanna hvort nota mætti lýsi í stab rjóma vib ostagerbina og slá þá tvær flugur í einu höggi, lækka framleiðslu- kostnab og auka hollustu vörunnar. Áferð og útlit lýsisostsins þótti viðunandi en smakkarar frá Osta- og smjörsölunni dæmdu ostinn óhæfan. Þó var talið að ef lýsið væri betur hreinsað mætti ná markaðs- hæfu bragði, laust vib lýsi- skeim. Tíminn hafði samband við Heiöu Pálmadóttur, deildar- stjóra hjá Rannsóknarstofnun fiskibnaðarins, og sagði hún óvíst hvort þessari tilraun yrði haldið áfram. Hún sagði þetta þó nothæfa hugmynd og verið væri ab vinna með svipabar hugmyndir hjá nágrannaþjóð- um okkar. Þetta væri alltaf spurning um kostnab þó að mögulegt væri að selja ostinn á heilsumarkaðinn og mætti þá jafnvel vera eitthvað dýrari en gengur og gerist. Að sögn Heiðu væri í sjálfu sér ekkert vandamál ab hreinsa lýsið bet- ur. Hins vegar væri spurning hvort hreinsunarferli lýsisins yrði nógu ódýrt til að það borg- aði sig og jafnframt hversu vel og lengi lýsið myndi geymast í ostinum. Því þyrfti ab finna þráavarnarefni sem hentuðu lýsisostinum mjög vel. LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.