Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 12. júní 1996 Gissur Ingi Geirsson landpóstur og tónlistarmaöur Allt er í heiminum hverfult. Lífs- harpa Gissurar Inga Geirssonar er þögnuð. í henni voru margir strengir, sem mynduðu fallegan samhljóm. Fingur Gissurar fara ekki oftar um nótnaborð harmóníkunn- ar eða saxófónsins í þessu jarðlífi. Við gömlu hljómsveitarmeðlimirn- ir drúpum höfði og minnumst hans með söknuði og virðingu. Kynni okkar hófust þegar Gissur Geirsson stofnaði hljómsveit sína rétt eftir 1970. Áður hafði Gissur leikið með fjölmörgum danshljóm- sveitum á Suðurlandi. Gissur var einstakur maður, góðviljaður, traustur og ljúfur. Hann stjórnaði hljómsveit sinni af lipurð, var lag- inn við að útvega okkur verkefni og „Þegar dollarinn hlaut aftur laga- lega stöðu á Kúbu í ágúst 1993, juk- ust þegar peningasendingar frá Flórída. Bættu þær gjaldeyrisstöðu Kúbu og lögðu til gjaldmiðil, sem einhvers virði var.... Síðastliðna 18 mánuði hefur staða pesos styrkst að mikium mun, úr 120 á móti dollar í 25 á móti dollar í janúar 1996. Sú bætta staða pesos verður að miklu leyti þökkuð aðhaldi í ríkisfjármál- um og lánamálum. Úr halla á fjár- lögum hefur stórlega dregið. Og frá 1994 hefur úr pesos í umferð dregiö um fjórðung. Stjómvöld hafa líka sett upp margar skiptabúðir, en í þeim verður skipst á pesos og doll- urum á föstu gengi. ... í desember 1994 settu stjórnvöld í umferð nýj- an áskiptanlegan pesos, sem ætlað er að brúa bil dollars og pesos og loks að koma í stað hvorra tveggja. ... Að mati kúbverskra stjórnvalda eiga 40-50% landsmanna nú kost á dollurum. Þeir, sem em svo heppn- ir að fá laun sín greidd í dollurum, t MINNING allt var þetta gert af leikni, skilningi og kurteisi. Sá, sem þetta skrifar, var yngsti meðlimur hljómsveitarinnar og ég minnist þess að Gissur gerði sérstakt samkomulag við foreldra mina um að hafa auga með strákn- um. Þetta þótti þeim alltaf vænt um og treystu. Mér fannst nú samkomulagið óþarft í þá daga, en skil það vel í dag. Þetta vom miklir umrótstímar í þjóðfélaginu og þótt Gissur væri fimmtán ámm eldri en ég og ekki með alveg jafn sítt hár, í jafn há- hæluðum skóm eða jafn útvíðum geta rakað saman nokkm fé. ... Launum leigubílstjóra og gleði- kvenna eru ekki skorður settar, en ríkið ákveður umbun lögmanna og lækna í pesos. Og verkamönnum í þjónustu ríkisins hefur verið sagt, að þeir geti ekki vænst launahækk- ana í fyrirsjáanlegri framtíð." Svo sagði Economist 6. apríl 1996 frá og enn: „Á þessum vanda er einföld lausn: sköttun. Frá vori 1996 hafa tekjur í „hörðum" gjaldmiðli (að aðsendum peningagjöfum undan- þegnum) verið skattlagðar, á fyrsta þrepi um 10% og síðan hækkandi þrep af þrepi upp í 50% á $ 60.000 tekjum og hærri. En á Kúbu veldur sú einfalda lausn vandkvæðum. Frá sjöunda áramgnum hafa Kúbverjar enga skatta greitt — nema gjöld fyrir ökuskírteini, stúdentsprófs- skírteini og syllu á mörkuðum. Illu auga em litnir skattar á aðrar tekjur en tekjur útlendra fyrirtækja. í aug- um alls fjöldans eru skattar til buxum, bólaði aldrei á kynslóða- bili. Það er meiri útgerð en margan gmnar að gera út danshljómsveit sem leikur vítt og breitt um landið. Oft em hljóðfæraleikararnir við- kvæmar sálir og mismunandi tón- listarstefnur ríkjandi. Við emm þakklátir Gissuri fyrir það uppeldi og þá reynslu sem við fengum hjá honum í hljómsveitinni. Gissur var laginn við að sameina sjónarmið og laða það besta fram hjá hverjum og einum. Hans ágæta kona, Ásdís Lilja Sveinbjörnsdóttir, stóð þétt við hlið Gissurar í hljómsveitarútgerðinni eins og í öðm sem hann tók sér fyr- ir hendur eða á daga hans dreif og marks um, að byltingin sé að bregð- ast fyrirheitum sínum, og af þeim sökum miklu fremur en sakir til- komu útlendra fyrirtækja og bú- vömmarkaðanna. En embættis- menn heita nú ekki, að upp verði líka teknir skattar á tekjur í pesos." „Þær einu umbætur, sem í ár kann að vera á komið — þótt Þjóð- bankinn neiti að upptöku þeirra hafi verið sett tímamörk — em þær, að hinn skiptanlegi pesos verði lát- inn koma í stað dollara í umferð.... Ferðamenn með dollara munu þurfa að skipta á þeim og gjaldmiðli landsins. ... í ráði er, að pesos verði smám saman að fullu áskiptanleg- ur. Til að koma því í kring verða gerðar umbætur á bankakerfinu. Embættismenn hafa kúbverskan seðlabanka í huga, sem út gefi seðla og mynt og líti eftir peningamál- um, en Þjóðbankinn núverandi og síðan sparisjóðir verði aö viðskipta- bönkum." var heimilið alltaf opið fyrir okkur. Þegar mikið lá viö, söng systir Giss- urar, Hjördís, með hljómsveitinni og var þá enn meiri sveifla á karli, takmrinn þéttari og sannaðist best hve tónelsk systkinin vom, enda var mikið sungið og spilað á æsku- heimili þeirra í Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi. Eftir 1975 urðu mannabreytingar í hljómsveitinni og á níunda ára- tugnum hætti hún störfum. Um það leyti flutti greinarhöfundur af Suðurlandi og leiðir okkar lágu vart saman fyrr en undirritaður flutti til baka eftir tuttugu ára fjarvem. Þeg- ar ég fór í framboð við síðustu al- þingiskosningar, átti ég aldeilis hauk í horni þar sem Gissur var. Hann studdi mig með ráðum og dáð og aðstoðaði í hvívetna, lék m.a. á harmóníku sína og saxófón á kosningahátíðum og endurnýjaðist með okkur vinskapurinn. Þegar við hittumst afmr eftir þennan langa tíma, var Gissur breytmr maður. Hann hafði um nokkurt skeið barist við illvígan sjúkdóm og lengi vel var honum alls ekki hugað líf. Smátt og smátt hresstist kappinn og vann hann ótrúlega vel úr þeim miklu erfið- leikum og alltaf vom hans ágæta kona og fjölskylda sem klettur við hlið hans. Aftur kom samhljómur í lífshörpuna og æ fleiri strengir tóku að hljóma á ný. Þegar Gissur hafði hresst til muna, hélt hann hátíð í tilefni þess að hann væri enn lif- andi og lýsir þetta honum vel og viðhormm hans til Iífsins. Gissur fékk að lifa nokkur góð ár, eftir langar ormstur við manninn með ljáinn. Síðast þegar við hittum Gissur, fómm við einmitt saman í afmæli til Svanborgar, konu Sigfús- ar Ólafssonar spilafélaga okkar. Að afmæli loknu buðu þau Addý og Gissur gömlu spilafélögunum heim. Gissur tók á móti okkur með því að grípa saxófóninn á meðan við gengum til stom. Hljómarnir vom seiðmagnaðir og fallegur var glampinn í augunum á hljóðfæra- leikaranum í hálfrökkrinu og end- urspeglaðist hjá vinum okkar, Jóni og Jónu í Hallgeirsey. Þarna rifjuð- um við upp gömlu og góðu dagana, töluðum um ævintýrin sem fylgja hljómsveitarmönnunum og ýmis- legt rifjuðum við upp sem við höfð- um aldrei rætt áður. Stundin var ógleymanleg og hefur varanlegt gildi í minningunni. Þegar við gengum til dyra, hvarflaði ekki að neinum að við myndum ekki heyra Gissur spila oftar, enda höfðum við þá ákveðið að spila í fimmtugsaf- mæli Björns rakara á Selfossi nú í haust. Við gömlu spilafélagarnir, Jón Guðjónsson og Sigfús Ólafsson, sendum eiginkonu og ástvinum Gissurar Geirssonar samúðarkveðj- ur. Við minnumst Gissurar með virðingu og þökk. Góður drengur hefur orðið að lúta í lægra haldi fyr- ir manninum með ljáinn. En í Njálu stendur: „Það mun verða fram að ganga sem ætlað er." Við erum öll á sömu leið. Hver veit nema við eigum eftir að hittast síð- ar og ná þessum eina og sanna sam- hljómi, sem við æfðum í gamla daga í hljómsveit Gissurar Geirs- sonar og sem gerir alla menn göf- ugri, sameinar kynslóðir og skapar ævarandi vináttu. ísólfur Gylfi Pálmason Kúba: Endurupptaka skatta? Skólaslit Fjölbrauta- skóla Norðurlands Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki: Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið á sal skólans föstudaginn 24. maí s.l. Alls stunduðu 505 nemendur nám við skólann í vetur. 42 stúdentar voru brautskráðir frá skólanum á föstudaginn og 8 af sjúkraliðabraut, 4 af grunndeildum, 4 af iðn- námsbraut, 1 af uppeldis- braut og 2 af atvinnulífs- braut. Þetta er annað ár Fjölbrauta- skólans í nýja bóknámshúsinu og í ræðu skólameistara, Jóns F. Hjartarsonar, kom fram að skólastarfið hefði gengið vel í vetur. Gott bóknámshús bætti kennsluaðstöðuna, en þrátt íyrir bætta kennsluaðstöðu hamlaði þó húsakosturinn vexti skólans, því að heima- vistarrýmið þyrfti að stækka og vonandi yrði ráðist í fram- kvæmdir á því á næsta ári. Brynhildur Þöll Kristjáns- dóttir flutti kveðjuorð nem- enda vel og skörulega. Ásdís Guðmundsdóttir flutti kveðjuorð 10 ára stúdenta. Ás- dís vakti athygli á þeirri breyttu aðstöðu sem skólinn byggi nú við í þessu nýja og góða skólahúsi, sem vafalaust væri eitt glæsilegasta skólahús á landinu. Við skólaslitaathöfnina var leikin klassísk tónlist og söng- lög. Jón Bjarnason og Kristín Bjarnadóttir, núverandi nem- endur, fluttu sitthvort tónverk- ið. Svana Berglind Karlsdóttir söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Við skólauppsögnina var af- hjúpað nýtt listaverk sem Finna Birna Steinsson hefur gert. Verkið eru þrjár rúnir byggðar úr stáli og tákna þær stafina er mynda NAM. ■ Ný hljóöbók: Brýmar Hljóðbókaklúbburinn hefur gefið út hina vinsælu skáldsögu Brým- ar í Madisonsýslu eftir Robert Jam- es Waller. Hér er um að ræða ein- hverja vinsælustu bók síðustu ára í Bandaríkjunum og nýleg kvik- mynd, sem gerð var eftir henni, hlaut einnig afbragðs viðtökur. í bókinni segir frá ljósmyndar- anum Róbert Kincaid og bónda- konunni Fransisku Johnson. Hann er ljósmyndari og heims- Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Noröurlands 1996. í Madisonsýslu hornaflakkari, hún býr í sveit í Io- wa, en á rætur sínar að rekja til Ítalíu. Honum finnst hann utan- veltu í nútímanum, hana dreymir um horfna æsku. Á heitum ágúst- degi árið 1965 leggur Róbert leið sína í Madisonsýslu til að taka þar ljósmyndir af yfirbyggðum brúm. Þegar hann ekur upp heimreiðina að bæ Fransisku til að spyrja til vegar, eru örlög þeirra ráðin. Brýmar í Madisonsýslu er fyrsta skáldsaga Roberts James Waller, sem er fyrrum háskólakennari og ljósmyndari. Árið 1993 var hún valin bók ársins af Samtökum bandarískra bókaverslana. Pétur Gunnarsson rithöfundur þýöir bókina og les upphaf og eft- irmála, en Kristbjörg Kjeld leik- kona flytur meginefni hennar. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell gaf Brýmar í Madisonsýslu út á ís- lensku fyrir tveimur ámm, en sú Fréttir af bókum útgáfa er löngu uppseld. Hljóö- bókin er gefin út í samvinnu við Vöku-Helgafell. Brýmar í Madisonsýslu var hljóörituð og fjölfölduð í Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins. Bókin er á þremur snældum og tekur um fimm klukkustundir í flutn- ingi. Hljóðbókin verður aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbn- um og kostar 1.795 krónur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.