Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 12. júní 1996 11 Einna líklegast þykir ab fribarferlib í samskiptum araba og Israels muni halda áfram, þar eö markmib Netanya- hus sé umfram allt annab ab vera for- sœtisrábherra sem allra lengst Benjamin Netanyahu, hinn nýi forsætisráð- herra ísraels, er 46 ára og í yngra lagi miðaö við það sem algengt er um stjómmálamenn, sem kom- ist hafa á „toppinn", eða svo er sagt í blöðum. Hann er sabra, þ.e. fæddur í ísrael eftir að það var stofnað (1948), en að því er virðing- arauki nokkur þarlendis. En aldur sinn hefur hann alið að allmiklu leyti í Banda- ríkjunum. Bentzion Netanyahu, faðir Benjamins, var vinur Menac- hems Begin og sagnfræöingur með rannsóknarréttinn spænska sem sérgrein. Hann var róttækur síonisti og eins og fleiri þar í liði sannfærður um, að á hatri óvina gyðinga á þeim yrði aldrei minnsta lát. Bandarísk mótun Bentzion Netanyahu taldi sig misrétti beittan heimafyrir vegna stjórnmálaskoðana sinna og fluttist til Bandaríkj- anna, þar sem Benjamin sonur hans gekk í skóla í Fíladelfíu og nam síðan í Harvard og Massachusetts Institute of Technology (arkitektúr í síðar- nefnda skólanum). Báðir þess- ir háskólar eru meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum eða a.m.k. meðal þeirra sem mest virðing fylgir. Mótun Net- anyahus, a.m.k. hvað ytra borð og framkomu varðar, var að sögn fremur bandarísk en ísraelsk. Snilld hans viö að hrífa mannskapinn gegnum sjónvarp, sem þykir meb meira móti, mun þannig vera lærb vestanhafs. Áður en Netanyahu hóf há- skólanám hafði hann þjónab í ísraelska hernum í fimm ár og var í lok þess tímabils orðinn höfuðsmaður. Hann var í Landamærakönnunarsveitum svokölluðum, sem höfðu að- gerðir á bak við víglínu óvina sem sérgrein. Ariö 1968 sprengdi sveit, þar sem hann var með, í loft upp 13 flugvél- ar á flugvellinum við Beirút, í hefndarskyni vegna þess að ar- abískir hryðjuverkamenn höfðu rænt ísraelskri farþega- flugvél. Af því og fleiru hlaut hann frægð nokkra heimafyr- ir. 1976 rændu arabískir og þýskir hryðjuverkamenn franskri farþegaflugvél, þar sem margir gyðingar voru meðal farþega, og flugu henni til Entebbe í Uganda, þar sem Idi Amin ríkti þá. ísraelar gerðu árás á flugvöllinn, frels- uðu flesta farþega og áhafnar- menn frönsku vélarinnar og felldu suma hryðjuverka- mannanna og um 100 manns af her Idi Amins. Aðeins einn ísraeli féll í leiðangri þessum, og var sá leiðangursstjórinn sjálfur, Jonathan Netanyahu, ambassador lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum og vakti í því starfi slíka athygli, einkum fyrir tilverknað sjón- varpsstöbva, að samkvæmt niðurstöðum skoðanakann- ana héldu flestir Bandaríkja- menn að hann væri aðalfull- trúi þeirra hjá S.Þ. Hann sneri heim til ísraels 1988 og var þá eldfljótur að komast upp í forystu hægri- flokkabandalagsins Likud. Er sumra fréttamanna mál að þann skjóta frama hafi hann ekki síst átt því að þakka að hann þykir myndarmaður í sjón og ennfremur því hve vel hann kunni á sjónvarpið. Það orð fer af Netanyahu ab hann sé kvennamaður mikill. Hann hefur kvænst þrívegis og að sögn talsvert iðkað pilsa- veiðar framhjá. Yfirleitt taka ísraelar ekki mjög hart á þeim stjórnmálamönnum sínum sem lausbeislaðir þykja í þeim efnum. Moshe Dayan, hers- höfðingi og þjóöhetja, var þekktur fyrir þessháttar auk annars og meira að segja Golda Meir var ekki alsaklaus af slíku. Dayan er sagður hafa hvæst eitthvert sinn: „Eg er ekki meðal umsækjenda um titilinn eiginmaður ársins." Kaldrifjaður og metn- aðargjarn Framhjáhald Netanyahus varð honum þó um hríð til nokkurra vandræða í barátt- unni um leiðtogastöðuna í Likud. Virðist hann hafa grun- að að andstæðingar hans í flokknum hefðu náð sönnun fyrir framhjáhaldi hans upp á hljóðband. Svo mun ekki hafa veriö, en Netanyahu komst vib þetta mjög úr jafnvægi. Gerði hann heilmikiö veður út af þessu og tók kona hans sér það nærri. Þótti Netanyahu því hafa komið illa fram vib hana í máli þessu og ennfrem- ur segja ýmsir, að þetta bendi til þess að honum sé hætt við að bregðast miöur skynsam- lega við undir álagi. Annars hefur yfirleitt verið haft fyrir satt að Netanyahu sé kaldrifjaður, glöggur að átta sig á stöðunni í málum og ekki ýkja vandur að mebulum. Mánubi áður en Yitzhak Rabin var myrtur ávarpaði Netanya- hu stjórnmálafund, þar sem dreift var blöbum með mynd af Rabin í nasískum einkennis- búningi. Við jarðarför Rabins lét Leah, ekkja hans, sem hún sæi ekki framrétta hönd Net- anyahus. „Það er of seint," sagði hún. Netanyahu hefur, með hlið- sjón af málflutningi hans sem stjórnmálamanns, gjarnan verið lýst sem harblínumanni gagnvart aröbum. Ýmsir segja sem svo að meb kosningasigri hans á Shimoni Peres, sem fréttaskýrendur kalla nú heill- um horfinn, sé friðarferlið í samskiptum araba og ísraels komið í bráða hættu. En öðr- um þykir líklegra að það ferli haldi áfram, þótt tónninn í samskiptum aðila þar kunni að verða eitthvað hranalegri. Því að þótt Netanyahu kunni í skoðunum að vera nálægt þeim, sem gjarnan eru skil- greindir sem alllangt til hægri í ísraelskum stjórnmálum, sé hann umfram allt metnaðar- gjarn og því líklegt ab mark- mið hans í stjórnmálum hér- eftir verði fyrst og fremst ab halda áfram ab vera forsætis- rábherra. Og hann veit manna best að Bandaríkin, bakhjarl ísraels, eru mjög svo ákveðin í því að friðarferlinu verði ekki stefnt í hættu. ■ Lík eftir sprengingu íísraelskum strœtisvagni: athafnirpalestínskra hrybjuverkamanna rébu e.t.v. úrslitum um kosningasigur Netanyahus og Likud. Netanyahu (t.v.) og Peres eftir kapprœbur í sjónvarpi: sá fyrrnefndi þykir einkar snjall á skjánum. Nýr leiðtogi í ísrael eldri bróðir Benjamins. Jonat- han varð af þessu þjóðhetja og varð það nánustu ættingjum hans til verulegs framdráttar. Kvennamaður mikill Eftir skamma hríð sem sölu- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON mabur hjá ísraelskum hús- gagnaframleiðanda fékk Benj- amin Netanyahu stöðu í ísra- elska sendiráðinu í Washing- ton, fyrir tilstilli Moshe Arens, ambassadors ísraels þar og vinar Netanyahu- fjölskyld- unnar. Þótti Benjamin standa sig afburða vel í því starfi, sér- staklega í hanastélsboðum og í sjónvarpi. Hann varb síðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.