Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 13
Mibvikudagur 12. júní 1996 13 Framsóknarflokkurinn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 26546 2. vinningur nr. 11487 3. vinningur nr. 2022 4. vinningur nr. 30646 5. vinningur nr. 37564 6. vinningur nr. 34412 7. vinningur nr. 12022 8. vinningur nr. 35594 9. vinningur nr. 2118 10. vinningur nr. 15970 11. vinningur nr. 9187 12. vinningur nr. 17679 13. vinningur nr. 6449 14. vinningur nr. 31457 15. vinningur nr. 34925 Ógreiddir mibar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs- ingar eru veittar í síma 552 8408 og 562 4480. Framsóknarflokkurinn Sumartími á f I o kkss kr if stof u n n i Frá og með 15. maí og fram til 15. september verður opiö á skrifstofu flokksins ab Hafnarstræti 20 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Skrifstofa Framsóknarflokksins Fjölskyldudagur viö Seltjörn Sumarib er brostib á meb allri sinni dýrb. Nú hyggjumst vib endurtaka leikinn frá því í fyrra og efna til fjölskyldudags við Seltjörn (yib Crindavíkurveg) laugardaginn 22. júní og byrjum um kl. 15.00. Veitt veröa verblaun margvísleg fyrir hin ýmsu veibiafrek. Þá er ætlunin ab skeila góbmeti á grillib vib Sólbrel<ku hjá Seltjörn. Hver sér um sitt, en abstaba er fyrir hendi á stabnum. Þetta tókst vel í fyrra og verbur enn betra núna. Fjölmennum, tökum með okkur gesti og verjum saman góbum eftirmiðdegi í fínum félagsskap vib frábærar abstæbur. Meb góbri sumarkvebju. Stjórn kjördœmissambands Reykjaness og þingmenn kjördcemisins DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Kjörskrár vegna kjörs forseta íslands Kjörskrár vegna kjörs forseta íslands, sem fram á aö fara laugar- daginn 29. júní 1996, skulu lagöar fram eigi síöar en miöviku- daginn 19. júní 1996. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eöa á öörum hentugum staö sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim, sem vilja koma aö athugasemdum viö kjörskrá, er bent á aö senda þær hlutaöeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því aö sveitarstjórn getur nú allt fram á kjördag gert viöeigandi leiö- réttingar á kjörskrá, ef viö á. Jafnframt hefur sérstök meöferö kjör- skrármála fyrir dómi veriö felld úr gildi. Dóms- og kirkjumálaráöuneytiö, 11. júní 1996. Stóðhesturinn og klárhesturinn Logi frá Skaröi 8886775. E: 8,40. Húsnotkun er nú að Oddhóli, Rang. Verð kr. 30.000 + vsk. S. 4875139 og 8934160. Nýr umboðsmaður á Patreksfiröi er Björg Bjarnadóttir, Sigtúni 11, sími 456-1230. Sophia Loren leys- ir frá skjóðunni „Ég hitti eiginmann minn, Carlo Ponti, 15 ára gömul og ég hefi veriö með honum alla tíð síðan. Þó stundum hafi biásið á hjá okk- ur, hefi ég alltaf vitað að hann væri rétti maðurinn fyrir mig. Þaö væri enginn vafi. Viö höfum skapað okkur yndislegt fjöl- skyldulíf með sameiginlegum áhugamálum." Þó Sophia sé^tórstjarna á hvíta tjaldinu og stórauðug kona, segist hún fyrst og fremst vera eigin- kona og móðir. Hún segist Skulda eiginmanni sínum alla sína ham- ingju. Hann hafi hjálpað henni til að öðlast þaö sem hún hefur í dag. Fólk spáöi því, aö samband þeirra myndi vart endast lengur en eitt-tvö ár. Þaö sannar bara að fólk er ekki alltaf sannspátt. Og hvernig metur hún svo lífs- gæöin, í röðinni heilsa, peningar og ást? „Ég hefi ástina fyrsta, heilsuna næst og peningana síö- ast." Nú á Sophia hús í Róm, Los Angeles og Genf. Hvar skyldi henni finnast hún eiga heima? „Fyrir mér er heimili mitt alltaf þar sem við fjölskyldan dvelj- umst. Þar er mitt land." Hvernig sameinaði hún svo vinnuna, ferðalögin og móður- hlutverkið? „Það var auövelt þeg- ar synir mínir voru litlir. Þá hafði ég þá með mér. Þegar þeir stækk- uðu og þurftu að fara í skóla, fannst mér mjög erfitt að þurfa að skiljast viö þá." Þeir stunduöu nám í Frakklandi og Sviss. Sophia segir, að faöir þeirra dekri viö syn- ina, en auövitað myndi hún gera það ef hann geröi það ekki. Þegar hún er spurð hvenær hún hafi síðast sagt „ég elska þig", svarar Sophia: „Ég segi það svo oft, svo oft. Ég er alltaf að segja sonum mínum og eiginmanni það. í rauninni finnst mér það fal- legustu orð sem fyrir koma í mál- inu í dag." En hvað með grátinn? Grætur Sophia? „Já, ég græt oft, en ekki bara af hryggð. Ég græt líka af gleði. Það er gott að gráta. Það léttir oft á sálinni, algjör nauð- syn." Getur Sophia gleymt og fyrir- gefið þegar hún er særð? „Ég gleymdi aldrei," segir hún, „ef ég hefi veriö særð á sálinni — en fyr- irgefa, já, ég fyrirgef." Sophia trúir á stjörnuspádóma, ef þeir segja til um góða hluti, annars ekki. „Þá gleymi ég þeim bara." „Ég er trúuð, trúi á Guð og auð- vitaö bið ég bænirnir mínar. Nú meira en nokkru sinni áður. Þegar árin færast yfir mig, því eldri sem maður verður, því meira virði verður bænin okkur. Ekki biðja um meira, heldur þakka gjafir Hans. Móðir mín dó fyrir fimm árum. Hún hafði bókstaflega ver- iö „koddinn minn" allt mitt líf. Hún var mér allt. Það er ennþá sársaukafullt að minnast hennar." Og nú er Sophia að eldast, kom- in á sjötugsaldur. Hún tekur því sem sjálfsögðum hlut. „Það er óumflýjanlegt. Bara gera það besta, reyna að hugsa vel um útlit og klæðaburð, borða það sem er gott fyrir heilsuna og stunda lík- amsrækt." Og svo kemur að svefninum hjá Sophiu. Hún fer á fætur fyrir allar aldir á morgnana, um fimm- í SPEGLI TÍIVIANS leytið; sefur 7-8 tíma. Henni finnst best að vinna snemma á morgnana þegar allt er hljótt og allir í fastasvefni, sem sagt milli kl. 5 og 7. Eftir það eru allir komnir á fullt í hennar húsi og ekki neitt næði. Hún segist fara í rúmið kl. 9, fer alltaf mjög snemma að sofa. Sophia segist ekki fara eftir neinum sérstökum megrunarkúr- um. Hún lifi bara heilbrigðu lífi, stundi líkamsrækt í um 1 klst. á hverjum morgni. Á matseðli hennar eru ostar, pasta, ávextir og grænmeti. Biblían er það fyrsta sem hún setur niður í töskurnar þegar hún ferðast. Móðir Teresa er sú núlif- andi manneskja sem hún vildi helst líkjast. Sophia segist ekki hafa hitt hana augliti til auglitis, en oft talað við hana í síma, þær eigi sameiginlegan vin. Móðir Teresa sé ein dásamlegasta mann- eskjan í heiminum í dag. Sophia segist ekki umgangast fólk í Hollywood nema aðeins af sérstökum tilefnum. Hún er aftur á móti mikið fyrir að ganga úti og þá gjarnan með Carlo syni sínum, sem hefur gróðursett mikið í kringum húseignir þeirra í Lps Angeles. Þar hefur hann unnið undraverk, finnst henni. Sophiu finnst fólk taka henni vel. „Það tekur mér eins og ég er: heiðarleg manneskja. Ég er gjaf- mild. Fólk skiptir mig máli, ég hugsa minnst um sjálfa mig." Ef Sophia er spurð hvort það sé eitthvað sem hún eigi eftir að öðl- ast í lífinu, verður hún annars hugar. „Það er bara dásamlegt að láta sig dreyma." Og er Sophia hamingjusöm? Stórt spurt. „Já, ég er hamingju- söm," svarar hún. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.