Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.06.1996, Blaðsíða 16
VebrÍÖ (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.B0 í gær) • Suburland og Faxaflói: Fremur hæg V og NV átt og léttskýjab. • Breibafjöröur og Vestfirbir: Hæg NV- læg átt og léttskýjab. • Strandir og Norburland vestra og Nl. eystra: Hæg V-læg átt og léttskýjab síbdegis. • Austurland ab Clettingi: Cola eba kaldi, skýjab og sums stabar dá- lítil súld fram ab hádegi. Hæg V-læg átt og léttir til síbdegis. • Austfirbir: Hæg V átt og léttskýjab. • Subausturland: V gola og léttskýjab. • Hiti á landinu verbur á bilinu 5 til 14 stig. Rannsóknir Náttúrufrœbistofnunar / Hrisey sýna aö skotveibar valda allt ab þribjungi affalla. Náttúrufrœbistofnun: „Mun hærra hlutfall en viö bjuggumst viö" Talningar á rjúpu sem geröar eru reglulega á vegum Nátt- úrufræöistofnunar sýna aö stærö rjúpnastofnsins er nú í slöku meöallagi. Endur- heimtur fugla sem merktir voru í Hrísey haustiö 1995 benda til aö allt aö þriöjung vetraraffalla megi rekja til skotveiöa. Ólafur Nielsen fuglafræðing- ur sagði í samtali við Tímann í gær aö þessar upplýsingar sýndu aö áhrif skotveiða á stofnstærð væru mun meiri en áður hefði verið talið. Rétt væri þó að benda á að rjúpan væri tiltölulega staðbundin og endurheimtur endurspegluðu fyrst og fremst ástandið í við- komandi sveitum. „Þetta segir okkur það eitt að skotveiðar eru verulegur hluti affalla en ef gröf stofnbreytinga eru Áœtlab ab breytingar og vibgerbir á Mibbœjarskól- anum kosti 100 milljónir: Hafist handa í næstu viku Áætlað er aö breytingar sem gera þarf á Miðbæjarskólan- um til aö koma starfsemi Fræöslumiðstöðvar Reykja- víkur þar fyrir, kosti um 45 milljónir króna. Auk þess er áætlaö aö viðgerðir á ra- flögnum, bætt aögengi fatl- aöra og brunavarnir muni kosta um 55 milljónir. Guðmundur Pálmi Kristins- son, forstöðumaður Bygginga- deildar Reykjavíkurborgar, kynnti fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Miðbæjarskól- ann á fundi borgarráðs í gær, en hönnunarvinnu er við það að ljúka. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku og segist Guð- mundur Pálmi vonast til að hægt verði að hefjast handa strax daginn eftir, þ.e. næst- komandi miðvikudag. Framkvæmdirnar felast að mestu leyti í því að settir verða upp milliveggir (og tvær hurð- ir) í kennslustofum á efri hæð hússins og þær þannig hólfað- ar niður í tvær skrifstofur hver. Að beiðni Húsafriðunarnefnd- ar ríkisins verður aðeins einni stofu á neðri hæð hússins skipt á þann hátt. Ein kennslu- stofan á neðri hæð verður gerð upp í upprunalegri mynd og reynt að hafa þar húsgögn frá þeim tíma sem Miðbæjarskól- inn var byggöur. í þeirri stofu verður móttaka Fræðslumið- stöðvarinnar. Áætlaður kostnaður við þessar breytingar er 45 millj- ónir án búnaðar. Auk þess er ætlunin að gera við raflagnir, bæta aðkomu fatlaðra og brunavarnir sem er áætlað að muni kosta 55 milljónir. Sam- tals er því áætlað að 100 millj- ónum verði varið til fram- kvæmda og viðgerða á Mið- bæjarskólanum á þessu ári. Guðmundur Pálmi segir að Fræðslumiðstöðin geti flutt inn í húsið 1. ágúst nk. þegar hún á að hefja starfsemi en hann á ekki von á að fram- kvæmdum ljúki fyrr en um áramót. -GBK Evrópukeppnin í knattspyrnu hefur margvísleg áhrif hér á landi: Pizza og knatt- spyrna í beinni Þaö hefur veriö mikiö aö gera hjá Pizzastööunum undanfama daga. Ástæöan? Jú, úrslita- keppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Olafur Þ. Jónsson, framkvæmdastjóri Pizzahússins á Grensásvegi, segir aö þeir finni fyrir aukinni ásókn í pizz- ur á meöan á leikjunum stend- ur, sem sé reyndar algengt þeg- ar sýnt er beint frá mótum eins og Evrópukeppni, heimsmeist- arakeppni og leikjum úr NBA körfuboltanum. Ólafur segir að þegar keppni eins og þessi sé í gangi séu þeir ávalt í viðbragðsstöðu, ef bæta þarf viö fólki í pizzugerð, sem og heimkeyrslu. Hann segist þó ekki geta sagt til um hve aukn- ingin er mikil en hún sé umtals- verð. ■ skoðuð kemur í ljós að sömu breytingar gerast t.d. á Kví- skerjum, þar sem engar veiðar em," segir Ólafur Nielsen. Eftir 1986 dalaði rjúpna- stofninn og greindist í lág- marki árið 1991-1992 á Kví- skerjum en 1993 í Hrísey og '93-'94 á Norðuasturlandi. At- hygli vekur hve stofnbreyting- ar nú eru miklu hægari en þær voru á 7. áratugnum. Ólafur segir engar skýringar vera á því hvað ráði afföllum, toppum og lægðum. „Við getum lýst því hvað gerist en við vitum ekki hvað stjórnar gangvirk- inu." Eins og fram kom í Tíman- um fyrir skömmu taldi Ingi Yngvason, fálkaeftirlitsmaður á Norðausturlandi, að fálka- varp yrði lélegt í ár og stað- festa athuganir Ólafs Nielsen það. Bein fylgni er á milli rjúpna- stofnsins og fálkans, enda lifir fálkinn nær einungis á rjúp- unni. „Það er mikið um geldfugl og ég veit um ein þrjú pör sem afræktu og fleiri hafa aldrei komist almennilega af stað. Ég er enn ekki búinn að heim- sækja öll óðulin þannig að ég get ekki nefnt tölur ennþá. Það verður ekki fyrr en í lok júli sem hægt verður að segja til um heildarafkomuna." -BÞ Kveikt var í háalofti á húsi á mótum Njálsgötu og Snorra- brautar snemma á fjórba tímanum ígœr og oili eldurinn miklum skemmdum. Þab þurfti m.a. ab rjúfa þak hússins. Brennuvargurinn, sem nábist skömmu síbar, hafbi ábur reynt ab kveikja íá tveimur stöbum í húsinu. Þegar tilkynning barst var slökkvlibib vib œfingar vib Reykjavíkur- höfn, en nokkub vel gekk ab rába niburlögum eldsins. Tímamynd s Rábherrar félags- og heilbrigbismála á Norburlöndum: Reyklausar ferjur innan Norðurlanda Þessi tillaga er sett fram aö frum- kvæði Norðmanna og segir í frétt frá norrænu ráðherranefndinni að ekki séu enn gerðar neinar lágmarkskröf- ur til þess hvaða möguleika farþegar eigi aö hafa á reyklausu umhverfi á þeim ferjum sem sigla á milli Norð- urlanda. í hverju landi séu þó settar reglur sem takmarka reykingar en þessar reglur gilda ekki á milli landa. Margir farþegar kvarti undan því að reykingar skuli ekki vera bannaðar á sameiginlegum svæðum, í hvíldar- herbergjum, á snyrtingum og í fata- geymslum. Reykingar ættu einnig að vera bannaðar á veitingastöðum og matsölustöðum sem liggja að her- bergjum sem ætluð eru til annarra nota, svo sem leikherbergi fyrir börn. í tillögunum kemur fram að að minnsta kosti helmingur allra klefa ætti að vera reyklaus og minnst þriðjungur borða á diskótekum og börum ætti einnig að vera reyklaus. Það er ósk félags og heilbrigðisráð- herranna að um sama leyti veröi einnig tekin í notkun loftræsting sem varni því að tóbaksreykurinn verði þeim sem ekki reykja til ama. -PS Ráðherrar félags og heilbrigðis- mála á Norburlöndum leggja til vib ferjuútgerbir á Norburlöndum ab reyklaus svæbi verbi á ferjum sem sigla milli Norbulanda. Eins og er eru reyklaus svæbi á allt of fáum ferjum. Ástæða tillögunnar er ab gób reynsla hefur fengist af reyklausu flugi innan Norburland- anna. Þab er nóg ab gera þessa dagana hjá honum Markúsi Haukssyni, pizzu- gerbarmanni í Pizzahúsinu vib Grensásveg, og má ab hluta til rekja þab til knattspyrnuáhuga landsmanna. Hér snýr hann einni risapizzunni, sem vafalaust hefur endab ofan í einhverjum knattspyrnuáhugamanninum. Tímamynd CS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.