Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 14. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 56B 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Reykjavíkurlist- inn 2ja ára Reykjavíkurlistinn hélt upp á tveggja ára afmæli sitt í gærkvöldi með smekklegri, fjörugri og menn- ingarlegri, en látlausri athöfn. Það er við hæfi, því stjórnartíð Reykjavíkurlistans í borginni hefur ein- mitt verið allt þetta: smekkleg, fjörug, menningar- leg og látlaus. Fyrir tveimur árum beið nýrra stjórnenda í Reykjavík risavaxið verkefni, sem var að byggja upp alla þá innviði borgarkerfisins sem fúnað höföu vegna vanrækslusynda sjálfstæðismanna næstu ár- in þar á undan. Reykjavík var orðin að eins konar fjárhagslegri og starfslegri Kolbeinsey, sem stöðugt molnaði úr í sjógangi framvindunnar og beið þess að sökkva endanlega í sæ óstjórnar og skuldaklaf- ans. Það reyndist hlutverk Reykjavíkurlistans að hræra steypuna og stýra endurreisnarstarfinu. Nokkur stór verkefni hafa verið mest áberandi í starfi Reykjavíkurlistans á þessu fyrra kjörtímabili. í fyrsta langi hefur verið gert stórátak í því að styrkja fjármálastjórn borgarinnar og afgreiðsla síð- ustu fjárhagsáætlunar í borginni sýnir svo ekki verður um villst, að blaðinu hefur verið snúið við og gert er ráð fyrir að halli borgarsjóðs verði sá minnsti á þessum áratug. í öðru lagi hefur átt sér stað gríðarleg uppbygging í dagvistar- og skólamálum og stefnir í að metnaðar- fullum markmiðum, sem Reykjavíkurlistinn setti sér í þessum málaflokkum, muni verða náð þrátt fyrir aðhald og yfirvegun í útgjöldum. í þriðja lagi haföi Reykjavíkurlistinn burði og pól- itískan kjark í þeirri aðkrepptu fjárhagsstöðu, sem nú ríkir, til að finna leið til að halda áfram nauðsyn- legum holræsaframkvæmdum. Hann uppskar tímabundna óánægju vegna þess að lagt var á sér- stakt holræsagjald í tengslum við þetta, en undan þessu varð ekki vikist og ekki til neins að fresta erf- iðum ákvörðunum. í upphafi voru þeir margir spámennirnir, sem spáðu Reykjavíkurlistanum miklum samstarfsörð- ugleikum, ekki síst í ljósi þess að sviptingar í lands- málabaráttunni skerpa alltaf andstæður í stjórn- málaflokkunum — líka á sveitarstjórnarstigum. Fjölflokkasamstarfið í Reykjavíkurlistanum hefur hins vegar staðið af sér þessar mannraunir og er samstarfið með svo miklum ágætum að ekki hefur annað heyrst en að flokksmenn aðildarflokkanna séu almennt sammála um að halda samstarfinu áfram eftir næstu borgarstjórnarkosningar, fáist styrkur til þess. Reykjavíkurlistinn hefur vitaskuld átt sínar nið- ursveiflur líka og óeðlilegt væri að stuðningmenn hans og kjósendur væru allir ánægðir með allt allt- af. Það er því í rauninni merkilegasta undrið á þessu tveggía ara afmæli hversu fáir þeir eru sem eruiðu- lega óánægðir með margt, oft. Tíminn óskar Reykjavíkurlistanum til hamingju á þessum tímamótum og hvetur hann til að halda áfram að styrkja innviði Reykjavíkurborgar og gera borgina að betri borg. Innreib kvenna Undanfarin ár hefur lítið borið á einkunnarorðum íþróttahreyfing- arinnar: „Heilbrigð sál í hraustum líkama." Það er þó eitt og annað sem bendir til þess að íþrótta- hreyfingin ætti að taka þessi ein- kunnarorð upp á ný og gera þeim hærra undir höfði en þeim hefur verið gert undanfarin ár. Nýlega fengu knattspyrnumenn ádrepu þegar aganefnd notaði sjónvarps- myndir frá ríkisreknu fótboltarás- inni til að dæma leikmann í þriggja leikja bann fyrir óíþrótta- mannslega hegðun. Sá var reyndar af erlendu bergi brotinn og gæti það bent til þess að innfluttum leikmönnum sé ekki gerð nægjan- leg grein fyrir íslenskum ung- mennafélagsanda — þetta er nefnilega ekki spurningin um að vinna, heldur spurningin um að — vera með. Annars er þetta náttúr- lega hábölvað að það dugi ekki leng- _ ur að fylgjast bara með dómaranum þegar andstæðingarnir eru látnir spýta rauðu, menn verði að fá sér augu í hnakkann til að fylgjast með sjónvarpsmyndavélunum líka. GARRI — ar verið bundin við karlmennskuna — stóra, sterka og sveitta karl- __ menn púlandi hálfnakta við erfiðis- vinnuna — en framtíðin er e.t.v. ekki þannig. Kannski er framtíðarímyndin síðhærð- ir, bláeygir og gullfallegir kerskálastarfsmenn. Konur sækja á En fótboltinn er ein af þessum týpísku karla- íþróttum, þó konur sæki í æ ríkari mæli inn á þann vettvang eins og aðra. Afleiðingin af þeirri innrás verður e.t.v. og vonandi aukinn ung- mennafélagsandi. Nú er eitt helsta karlavígi landsins fallið þar sem er toppstaðan í stærsta iðn- fyrirtæki landsins. Vígin falla eitt af öðru, nú er stórkostlegur skortur á málmiðnaðarmönnum í landinu og eins víst að stúlkurnar þyrpist í iðnnám á þessum síðustu árum aldarinnar, eins og þær þyrptust í húsmæðraskólana um miðja öldina. Garri hefur verið að velta því fyrir sér hvaða áhrif þessar breytingar í álverinu kunni að hafa í fram- tíðinni. Hingað til hefur ímynd atvinnugreinarinn- Alvarlegar áhyggjur Garri verður að segja eins og er að hann hefur al- varlegar áhyggjur af þessari þróun. í.gamla daga gat hann nokkurn veginn treyst því að dömurnar, sem hann hitti í Sigtúni eða Þórscafé, væru skrif- stofudömur eða hjúkkur, störfuðu a.m.k. við hefð- bundin stúlknastörf. Nú er öldin önnur og ungu mennirnir sem stunda öldurhúsin geta engu treyst í þessum efnum. Dömurnar sem þeir hitta gætu verið kerskálaverðir í álverinu, vélstjórar á dalli frá Grindavík, flugmenn eða jafnvel banka- stjórar. Og það sem verra er, þær gætu tekið upp á því að bjóða herrunum í glas! Garri Að mæta í vinnuna Fréttasíður blaðanna og frétta- tímar ljósvakamiðlanna hafa verið uppfullar af fréttum um nýja gjaldþrotaskýrslu Aflvaka hf., sem ber raunar hið virðulega og nánast læknisfræðilega heiti „Nýgengi og gjaldþrot fyrir- tækja 1985-1995". Skýrsla með þessu heiti hefði auðveldlega get- að verið í Læknablaðinu innan um greinar sem fjalla um ný- gengi ýmissa annarra sjúkdóma í þjóðarlíkamananum og þjóðar- sálinni. Án þess að sá sem þetta ritar hafi nokkrar forsendur til aö leggja mat á vinnubrögð og rannsóknaraðferðir skýrsluhöf- unda, er freistandi að fullyrða að óvenju vel hafi til tekist að þessu sinni. Þetta má ekki hvað síst merkja á því að þarna eru tínd til atriði til skýringar á gjaldþrotum, sem okkur leikmönnum þykja augljóst að geta skipt verulegu máli, en hafa til þessa af einhverj- um ástæðum ekki þótt skipta sérlega miklu máli, þegar sérfræðingar og ráðgjafar hvers konar í at- vinnurekstri eru að fjalla um rekstur. Einfalt og flókiö Hér er ég að tala um hluti eins og veruleikafirr- ingu stjórnenda fyrirtækja, en ein af mikilvægari niðurstöðum í skýrslunni er einmitt að skortur á raunsæi leiði til þess að stjórnendur leiti seint eftir aðstoð og valdi iðulega verulegum vandræðum. Þó var það einkum eitt atriði sem ber þessum skýrslu- höfundum sérstaklega gott vitni, og það er hlutur sem mörgum sérfræðingahópnum hefði trúlega sést yfir, vegna þess hve útbreitt í þeirra hópi mottó þýskra bírókrata er um að ekkert beri að hafa einfalt, sem á annað borð sé hægt að hafa flókið. (Warum es einfach machen, wenn es kompliziert gehe!) í yfirliti um helstu niðurstöður er þetta orðað þannig: „Stjórnun ekki sinnt sem skyldi. — Veru- legur munur kom fram á stjórnunarþætti þeirra fyrirtækja sem urðu gjaldþrota og hinna sem áfram lifðu. Skortur á agaðri stjórnun og annir stjórnenda utan fyrirtækis leiddu fljótt til veru- legra vandamála sem oftlega leiddu til gjaldþrots." Það hefur m.ö.o. verið sýnt fram á það í skýrslu, að það borgi sig að yfirmenn mæti í vinnuna, en séu ekki að sinna einhverjum öðrum erindum úti í bæ. Flestir vinn- andi menn, sérstaklega þeir sem ekki eru úr hópi svokallaðra stjórnenda, hefðu getað bent á þetta atriði fyrirfram sem líklega orsök þess ef ekki gengur vel í fyr- irtæki. Nú er það hins vegar stað- fest og segir mikla sögu um þá hugmyndafræði, sem svo oft virð- ist vera ríkjandi víða í íslensku þjóðfélagi. Menn ætla að fá allt fyrir ekkert og auðvitað er það slá- andi að ein af mikilvægari orsök- um fyrir tíðum gjaldþrotum á Is- landi skuli vera að stjórnendur telja sig ekki þurfa að vera í vinn- unni. Aö ná í fólk í vinnunni Blaðamenn þekkja vel hvernig er að ná í fólk á vinnutíma, enda felast í starfinu mikil samskipti við stjórnendur bæði á opinberum vettvangi og í einkageiranum. Það er því ekki óeðlilegt að blaða- mannshugurinn fari af stað þegar menn sjá svona fullyrðingar um einkageirann sem raunhæfa skýr- ingu — að hluta — á ótrúlega hárri tíðni gjaldþrota. Þaö getur vissulega verið erfitt að ná í stjórnendur fyrirtækja í einkageiranum á vinnutíma, en það er þó hreinasta hátíð miðað við að ná í stjórnendur í op- inbera geiranum. Og ef áhrifin eru þessi í einka- geiranum, eru fyrstu viðbrögð manns að vera þakk- látur fyrir að opinber fyrirtæki og stofnanir geta ekki farið á hausinn. En þegar betur er að gáð, þá er það kannski einmitt vandinn að opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn eða lenda í sambærilegum hreinsunareldi, þrátt fyrir að enginn stjórnandi mæti í vinnuna. Skýrslan sýnir nefnilega líka að þeir, sem stjórnað hafa fyrirtækjum sem fara á hausinn, læra talsvert af reynslunni og telja það — svona eftir á — mikilvægara en aðrir að stjórnend- ur fyrirtækja mæti í vinnuna. -BG Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.