Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.06.1996, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 14. júní 1996 Sigríður Sigurbardóttir Sigríöur Sigurðardóttir fœddist í Steinmóðarbœ undir V.-Eyjafjöll- um 14. febrúar 1945. Hún lést á Landspítalanum 18. maí síðastlið- inn og var útfór hennar gerð frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum 31. maí. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sigurðsson, f. 1895, d. 1981, bóndi í Steinmóð- arbœ undir Eyjafjöllum, og kona hans, Sigríður Helga Einarsdóttir, f. 1900, d. 1985, húsmóðir. Systk- ini Sigríðar em Sigurður, f. 1930, Einar, f. 1931, Ingjaldur, f. 1932, María Lilja, f. 1933, og Hjalti, f. 1934. 21. september 1968 giftist Sig- ríður Friðriki Guðna Þórleifssyni, kennara og rithöfundi, f. 5.6. 1944, d. 31.7.1992. Dóttirþeirra er HjálmfríðurÞöll Friðriksdóttir, f. 17.1. 1969, tónlistamemi, en unnusti hennar er Aðalsteinn Bjamþórsson, f. 3.12. 1964, raf- virki. Sigríður stundaði bamaskóla- nám í V.-Eyjafjallahreppi og nám t MINNING við Tónlistarskóla Rangœinga, lauk landsprófi frá Miðskólanum á Selfossi ogstundaði jafnframtnám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1966, tónmenntaprófi 1969 og stundaði framhaldsnám við Deut- schland Stadtliche Hochschule fiir Musik und Theater im Hannover. Sigríður var skólastjóri Tónlistar- skóla Rangœinga 1973-87 og kenndi við Foldaskóla í Reykjavík 1987-94. Hún kenndi við Dal- brautarskóla í Reykjavík 1994-95 og Setbergsskóla í Hafharfirði 1995- 96. Eftirlifandi unnusti hennar er Valdimar Össurarson. Elsku nafna mín. Nokkur kveðjuorð langar mig að setja á blað til þín, þegar leiðir hafa skilið í bili. Þótt kynni okk- ar hafi orðiö alltof stutt, bara nokkrir mánuðir, þá fannst okk- ur báðum að við hefðum þekkst í mörg ár, kannski aldir, þegar við sáumst fyrst. Þegar þú komst hér fyrst síb- astliðið haust með Valdimar, þá vannst þú strax hugi og hjörtu fjölskyldunnar. Þú fórst með barnahópinn inn í herbergi og spilaðir á gítargarm, sem fannst hér, og söngst með þeim og kenndir þeim gítargrip, og þau voru alsæl. Rebekka, elsta barnabarnið á næsta bæ, sagði við mig eftir að fréttist um lát þitt: „Amma, versti dagur sem ég hef lifað er 18. maí, þegar Sigríöur dó." Og nú er erfitt að fara í leikinn hennar Pollýönnu þar sem hægt er að finna gleði út úr öllu sem fyrir kom. Þó er þab sannar- lega gleðiefni fyrir alla ástvini þína að minnast þess að hafa átt vináttu þína og væntumþykju. Ég er enn að standa mig að því, ef eittHvað skondiö og skemmtilegt gerist, að hugsa ósjálfrátt: „Þetta verð ég að segja nöfnu minni." Þú hafðir svo lifandi áhuga á öllu í kringum þig. Það er erfitt að sætta sig vib að þú skyldir hverfa okkur á þeim tíma sem þið Valdimar höfbuð valið fyrir brúðkaupið ykkar. Þið höföuð verið að skipuleggja þenn- an dag í allan vetur. Það lýsir þér svo vel, að þar sem tengdafaðir þinn tilvonandi er fatlaður og treysti sér ekki til ferðalags suður á land þar sem fjölskylda þín og vinir eru flestir búsettir, þá ákvaðst þú að giftingin skyldi fara fram í litlu kirkjunni í Breiðuvík, sem er okkar sóknar- kirkja. Þegar þetta var bollalagt, fann ég að þú „vildir vefja öllum vorylnum að hjarta" vina þinna og vandamanna. Ég bið þess að Valdi, Þöll, systkini þín og vinir, sem þótti svo vænt um þig, finni svo aftur gleðina hennar Pollýönnu. Það væri þér að skapi. Vib Össur og fjölskyldan okkar öll kveðjum þig með þökk fyrir alltof stutt kynni. Vertu svo sæl og guð geymi þig ævinlega. Sjá- umst síðar. Þín vinkona og tengdamóðir, Sigríður Guðbjartsdóttir Kristján Sigurösson Kristján Sigurðsson fœddist að Háakoti í Fljótum 23. aprú 1910. Hann lést 30. maí síðastliðinn í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðár- króki. Foreldrar hans vom þau María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Útfór hans fór fram frá Hofsósskirkju 8. júní. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn frá okkur, þú ert á góðum stað þar sem Drottinn geymir þig og elskar og þér líður vel. Þó svo aö við vissum að lífs- kraftur þinn væri bráðum á þrot- um, vildum við hafa þig lengur hjá okkur. Það má víst kallast eig- ingirni, en við söknum þín sárt. Þú kenndir mér svo margt og ófáar voru þær stundirnar sem við t MINNING spiluðum saman í stofunni hjá ykkur ömmu á Austurgötunni, ég á eftir að sakna þeirra stunda mjög mikið. Þegar ég sá þig hér á meðal okkar í síðasta skipti, kvaddi ég þig með þessum orðum: „Við sjáumst svo, afi minn." Ég meinti þessi orð, afi, vegna þess ab ég trúi að við eigum eftir að sjást seinna, á góð- um stað þar sem Drottinn geymir okkur. Elsku amma, við geymum minninguna um afa í hjarta okkar og biðjum Guð að styrkja þig og varðveita. Þegar œviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hrœðstu eigi, hel er fortjald, hitium megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nœtur yfir þér. Þín Sólveig Fjólm. Elsku langafi minn. Nú ert þú farinn frá lang- ömmu og okkur öllum og kom- inn upp til Guðs og allra fallegu englanna hans. Nú veit ég að þér líður vel, því Guð er svo góður. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki stokkið í útbreiddan, hlýjan faðm þinn, sem beið mín alltaf opinn, þegar ég kom í heimsókn til ykkar langömmu á Austurgötu 8. Ég veit að þig langaði svo mikið að hjálpa mér að læra að lesa áður en ég byrjaði í skólanum í haust, en ég veit að í staðinn fylgist þú meb mér með þínum hlýju hugs- unum. Ég lofa að vera dugleg í skólanum og aldrei að gleyma því, sem þú varst búinn að kenna mér að spila með þinni miklu þolinmæði. Elsku langafi, ég skal faðma og kyssa lang- ömmu fyrir þig og vera góð við hana, því ég veit að hún saknar þín mikið, alveg eins og ég. Þú varst besti langafi í öllum heim- inum. Vertu, minn Jesús, vaktu í mér, Vaka láttu mig eins íþér, Sálin vaki þá sofnar líf, Sé hún œtíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Þín langafastelpa, Lena Rut Jón F. Sko hvað Þorfinnur gatnli ber höfuð- ið hátt eitis og hetja með þrotlausati vilja og mátt, eins og hreinskilnin djörf, eins og sannleikur sá, er sóldag og heiðríkju að takmarki á. Hann er œskunni hvöt til að lúta ei lágt, til að leggja ekki hugann við neitt sem er smátt. Hann er matmdáðin ísletiska mótuð í bjarg, Hjartar t MINNING sem metur að vettugi dœgursins þvarg. (Úr ljóbinu „Við Önundarfjörö" eftir Svein Gunnlaugsson) Þegar ég minnist vinar okkar Jóns Fr. Hjartar, sem lést nú fyr- ir nokkrum dögum, þá koma mér í huga þessar ljóðlínur sem eru mjög tengdar við minningu Jóns, en erindið var grunnur ávarps á einum stærsta degi lífs míns, þegar hann talaði til mín með hvatningu til ungs og ný- gifts manns, sem framtíðin blasti við. Ég mun ætíð minnast þess er Jón lagði út af kvæðinu í ávarpi sínu, tengdu óskum um góða framtíð þar sem inntak ljóðsins væri haft að leiðarljósi. Á sama máta má með réttu lfkja Jóni Hjartar við inntak ljóðs- ins, því hann var maður hins Þriðja platan í útgáfurööinni Islandslög Út er komin platan íslandslög 3, sem er þriðja platan í útgáfuröðinni íslandslög eða Songs of Iceland. Tvær fyrri plötur raðarinnar, íslands- UMFERÐAR RÁD lög 1 (1991) og íslandslög 2 (1994), slógu báðar rækilega í gegn og eru margfaldar metsöluplötur. íslands- lög hafa borið hróður íslenskrar tón- listar víða, enda em útgáfurnar sér- staklega sniðnar að þörfum útlend- inga með enskum skýringartextum. Á íslandslögum er að finna mörg fegustu og dáðustu lög íslensku þjóð- arinnar í vönduðum flutningi fremstu listamanna okkar. Á plöt- unum þremur eru nú alls 36 perlur íslenskrar tónlistar. Sem fyrr er það Björgvin Halldórsson sem haft hef- ur veg og vanda af útgáfunni og hann kallar enn til sín sannkallað landslið íslenskra tónlistarmanna. Fréttir af bókum Jón Kjell Seljeseth sá um útsetning- ar laganna. Söngvarar á íslandslög- um 3 em auk Björgvins þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Bergþór Pálsson, Bjarni Ara- son, Egill Ólafsson, Einar Júlíusson, og síðast en ekki síst Karlakórarnir Fóstbræður og Heimir úr Skagafirði. Á íslandslögum 3 eru 16 lög: Mik- ið var gaman að því (söngur: Björg- vin Halldórsson), Sprettur (Bergþór Pálsson og Fóstbræður), Ég bið að heilsa (Björgvin og Fóstbræður), Út- laginn (Einar Júlíusson), Bátarnir á firðinum (Björgvin), Ljúfa vina (Bjarni Arason), Mamma (Björg- vin), Æskuminning (Egill Ólafs- son), í faðmi dalsins (Bergþór), Heimþrá (Diddú), Nú ertu þriggja ára (Guðrún Gunnarsd.), Þú komst í hlaðið (Karlakórinn Heimir), ísland (Heimir), í fögrum dal (Heimir) og loks Þjóðsöngur íslendinga (Sinfón- íuhljómsveitin og Fóstbræður). Sem fyrr er mjög vandað til texta- bókar. Auk texta laganna fylgir hverju lagi inngangur á íslensku og ensku þar sem höfunda og tilurð lags er getið. ■ þrotlausa vilja með hreinskilni og djörfung í hverju því sem hann tókst á hendur. í mínum huga var hann sú fyrirmynd sem ég vildi líkjast í viðmóti og framkomu og ekki hvað síst þeg- ar hann stóð frammi fyrir hópi fólks og flutti mál sitt, hvort heldur af blaði eða í beinni fram- sögn. Öll þau ár síðan Jón kvæntist frænku minni Rögnu og þau stofnuðu heimili sitt á Flateyri hafa fjölskyldur okkar verið mjög nánar. Byggðist sú tenging á gagnkvæmri vináttu, einkum við foreldra mína þar sem þau Jón og Ragna voru aufúsugestir, enda fylgdi þeim ætíð léttleiki og gleði. Þá minnist ég einnig margra heimsókna okkar til þeirra í Borgarnesi, enda var þar gott að koma og ætíð glatt á hjalla, enda Jón sögumaður gób- ur og kryddaði frásagnir sínar með glettni og hreyfingum til áherslu á góðum augnablikum. Á þennan máta er ljúft að minnast Jóns Hjartar um leið og Rögnu og allri fjölskyldu henn- ar eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Við kveðjum góðan vin, sem algóður Guð hefur líknab í þraut og kvatt heim til þess lands sem við öll emm boðuð til að lokum. Frá Helgu og Hjalta fylgja einnig innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minning um góð- an dreng verma huga ykkar um ókomin ár. Óli Hjalta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.