Tíminn - 14.06.1996, Qupperneq 1

Tíminn - 14.06.1996, Qupperneq 1
LANDBÚNAÐUR Wmáwm Kristján Oddsson, bóndi oð Neöra-Hálsi: Lífræn ræktun mikilvæg en leysir ekki vanda landbúnabar í kreppu Lífræn ræktun og framleiðsla landbúnabarvara hefur verib mikib til umræbu og umfjöllun- ar hér ab undanfömu. Ýmsir telja hana vænlegan kost til ab skapa íslenskum landbúnabi sérstöbu í heimi þar sem aukin áhersla er lögb á hollustu mat- væla og abskotaefnum og öbm því sem ekki verbur til í náttúr- unni sjálfri er haldib í burtu. Öðrum finnst umræðan um líf- ræna ræktun sérvisku líkust og verið sé að tala um hluti er aldrei geti orðið að veruleika. Eðlilegt er að skipst sé á skoðunum um þessi mál og þegar eru allmargir bænd- ur farnir að reyna fyrir sér á þessu sviði landbúnaðar. Kristján Ödds- son, bóndi að Neðra-Hálsi í Kjós, hefur stundað lífræna ræktun um árabil. Hann notar ekki tilbúinn áburð og öll grænmetisframleiðsla búsins er af lífrænum toga. Hann kveðst ekki vera farin að framleiða lífrænt ræktaða mjólk þar sem vottun fyrir mjólkurafurðir sé ekki til staðar þótt aðstæður heima á bú- inu séu til þess að skila mjólk sem framleidd væri með lífrænum að- ferðum. Byrjab árib 1983 Kristján kveðst hafa byrjaö að þreifa sig áfram með lífræna rækt- un árið 1983 og fyrsta lífrænt ræktaða grænmetið hafi farið frá sér á markað 1989. Breytingar úr hefð- bundinni ræktun yfir í lífræna taki tíma. Það sé engin leið að skipta yfir með hraði. „Þessi breyt- ing krefst mikils undirbúnings og þróunarvinnu," segir Kristján sem kveðst hafa hætt að nota tilbú- in áburð á ákveðnar túnspildur 1983 og fjölgaði þeim síðan á hverju ári þar til allt túnið og ann- að ræktanlegt land hafi fengið vottun til lífrænnar framleiðslu. Ákvebib lífsvibhorf En hvað kom til að hann ákvað á breyta um og hefja lífræna fram- leiðslu á þeim tíma sem fáir höfðu leitt hugann að henni? Hann kveðst hafa átt við tiltekin veikindi að stríða um tíma sem hafi kallað á sérstakt mataræði auk þess sem hann hafi lengi haft áhuga á and- legum málefnum. „Ég hef einnig mikinn áhuga fyrir náttúrunni og tel að í þessu ræktunarstarfi felist ákveðið lífsviðhorf sem í mínum huga nægir til þess að til þess að hrinda hugsjóninni í fram- kvæmd." Kristján segir ab markaöurinn hafi strax tekið við þessari fram- leiðslu. „Ég var ekki alger braut- rybjandi í þessu starfi því nokkrir höfðu farið af stab á undan mér og þá einkum fengist við lífræna ræktun grænmetis. Eftir að ég fór ab framleiða fyrir markab þá hafa aðstæður verið þannig ab þessar ''örnr hafa fremur vantað en beita hafi þurft fyrirhöfn til að selja þær. Eftirspurnin var strax fyrir hendi og hefur farið vaxandi með árunum og aukinni umræðu um þennan valkost." Kristján segir augljóst að ákveðnir hópar fólks Kristján Oddsson ásamt eiginkonu sinnu Doru Ruf á garbskálanum vib íbúbarhús sitt ab Nebri Háisi ab loknu er- ilsömu dagsverki í síbustu viku. Mynd w. hliö hefðbundinnar matvælafram- leiðslu. „Með lífrænu ræktuninni er verið að leggja inn á reikning móður náttúru jafnframt því að nýta gæði hennar en ekki að taka sífellt út fyrirfram eins og gerist þegar jörðin er pínd áfram með notkun tilbúins áburbar." Aukin notkun græn- metis dregur úr fæbuskorti Er hægt að ná sambærilegri framleiðslu með lífrænni ræktun og hinni hefðbundnu þar sem verksmiðjuframleiddum áburðar- efnum er blandað í jarðveginn til þess að auka afköst hans. Kristján segir ab unnt sé að gera þab að nokkru leyti meb með óbeinum hætti. „Ef fólk breytir um lífsstíl og lifnabarhætti í þá veru að auka neyslu á grænmeti í stað kjötmetis þá þarf mun minni uppskeru til þess að fæða mannkynib. Kom tap- ar miklu af næringargildi sínu við það að vera breytt í kjötafurðir. Tal- ið er að verðhækkun á komi stafi að miklu leyti af aukinni kjötneyslu en landið er ekki tilbúið til þess að gefa meiri uppskeru af sér." sækist eftir þessum matvælum umfram önnur og setji það ekki fyrir sig þótt þau séu dýrari. Þetta fólk sé að kaupa ákveðna tegund matvæla og einnig ákveðin gæði sem það sé tilbúið að greiða nokkuð fyrir. Fremur efnabra og menntabra fólk „Þetta fólk kemur úr ýmsum áttum og mörgum þjóðfélagsstétt- um. Á meðal þess má finna stjórn- málamenn, fólk úr viðskiptalífi þjóbarinnar og einnig úr heilbrigð- isstéttunum. Oft er þetta efnafólk sem getur leyft sér að verja meiri fjármunum til kaupa á lífsnauð- synjum. En áhugi á lífrænt fram- leiddum matvælum er einnig til staðar víðar og eflaust nær hann inn í flestar stéttir. Þó geri ég ráð fyrir að menntafólk sýni þessu meiri áhuga þótt erfitt sé að full- yrða um það. Þetta er spurning um ákvebin lífsstíl og oft er um að ræða fólk serr^ veltir framtíð náttúrunn- ar, mannkynsins og jarðarinnar fyrir sér." Kristján segir að þessi vakning verði ekki til af sjálfu sér heldur tengist hún ákvebinni þekkingu sem menn hafi aflað um framleiðsluhætti og hollustu. Þótt aukin notkun tilbúins áburðar leibi til vaxandi uppskeru þá séu það spurningar um hollustu þessarar uppskeru og ekki síður þann vanda sem áburðamotkunin leibir af sér í formi útskolunar áburðar- efna. „Eftir því sem áburðarnotk- unin eykst verður útskolunin meiri og þannig skapast ákveðinn vítahringur sem sífellt fer vax- andi." Kristján segir að menn hafi vissulega miklar áhyggjur af þessu víða um veröld og ekki dragi sú vitneskja úr áhyggjum ab tvöfalda verði notkun tilbúins áburðar á næstu áratugum ef takast eigi ab útrýma fæðuskorti í heiminum. Því sé ekki hægt ab búast við að áburðar en lífræna ræktunin muni dregið verði úr notkun tilbúins þróast áfram sem valkostur við Nýir deutz traktorar Taktu skreffð strax inn i 21. oldina - með nýjum DEUTZ traktor! Nýju DEUTZ traktorarnir eru ný hönnun frá grunni. Þeir hafa allt sem prýtt getur góðan traktor, svo sem: Nútímalegt og straumlínulagað útlit; Nýir vatnskældir mótorarsem eru ísenn hljóðlátir, sparneytnirog aflmiklir. Nýir fullkomnir 3ja eða 4ra þrepa vökvaskiptir gírkassar með vendigír. Öflugt og fullkomið vökvakerfi. Rúmgott og afar þægilegt ökumannshús með meiri yfirsýn en áður hefur þekkst. Með vali á nýjum DEUTZ traktor er skrefið stigið til fulls inn í 21. öldina. ÞOR HF REYKJAVIK - AKUREYRI DEUTZ FAHR REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.