Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 1
0. *. Jt 4 - 8 farþega og hjólastólabilar OO OO 44 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Laugadagur 15. júní 112. tölublað 1996 • A / / ..... juniavorp verÓandi forseta TÍMINN fór þess á leit við forsetaframbjóöendurna fimm að ávarpa landsmenn í tilefni af þjóðhátíðardegi ís- lendinga þann 17. júní. Við þessu urðu allir fram- bjóðendur þrátt fyrir miklar annir og stuttan frest. Ávörp þeirra er að finna á bls. 6-7 Reibhjólainnflutningur meiri en nokkru sinni á s/ð- asta ári: Um 120 þús. hjól flutt inn frá 1988 Hátt í 18 þúsund reiðhjól voru flutt til landsins á síb- asta ári, fleiri en nokkru sinni, a.m.k. síðan 1988, en oftast hafa verið flutt inn milli 12 og 16 þúsund reið- hjól árlega. Alls höfðu þá verið flutt inn hátt í 120.000 reiðhjól á átta ára tímabili, fyrir samtals um 930 millj- ónir króna cif. Tekið skal fram að þríhjólin, fyrir yngstu krakkana eru ekki meðtalin í þessum tölum. Inn- flutningsskýrslur Hagstofunn- ar um reiðhjól eru lítið en glöggt dæmi um það hvernig vinnan hefur verið að færast austur á undanförnum árum. Árið 1988 komu nærri 40% allra reiðhjóla frá Vestur- Þýskalandi og rúmlega 20% til viðbótar frá Bandaríkjunum, en innan við 10% frá Taívan eða öðrum Asíulöndum. Á síðasta ári voru 82% allra reiðhjóla flutt inn frá Taívan en aðeins 6% frá Þýslakalandi og Bandaríkjunum til samans. Líklega á þessi þróun þátt í því að innflutningsverð reið- hjóla hefur verið nær óbreytt allan þennan áratug og lækk- aði jafnvel á síðasta ári. Þau 17.800 hjól sem flutt voru til landsins í fyrra kostuðu um 150 milljónir, eða um 8.400 kr. að meðaltali. Elliöaárnar opnaöar „Ég er mjög ánœgb þvíþaö veidd- ist ekkert allan daginn ífyrra," sagbi Ingibjörg Sólrún Císladóttir borgarstjóri eftir ab hafa landab fimm punda hrygnu vib opnun Ell- ibaánna i gœrmorgun. Borgar- stjóri byrjabi reyndar á ab fá litla bleikju sem reyndist abeins for- smekkurinn ab þvísem kom á eftir. Tímamynd S Ingibjörg Sólrún segir menntamála- og samgönguráöherra leggja stein í götu meiri- hlutans í Reykjavík: Eru ab refsa Reykvíkingum fyrir að k j ósa R-listann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir samskipti borgarinnar viö tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, þá Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, einkennast af andstöðu þeirra við Reykjav- íkurlistann frekar en því að þeir taki ákvarðanir á fagleg- um forsendum. Hún segir ákvörðun samgönguráðherra mynda samskonar slysahættu í Ártúnsbrekkunni og er við ein- breiðar brýr á landsbyggðinni. Á tveggja ára afmælishátíð Reykjavíkurlistans sl. fimmtu- dagskvöld sagði Ingibjörg Sólrún að hún teldi að mörgu leyti sem Björn Bjarnason væri í forystu fyrir minnihlutanum í borgar- stjórn. Jafnframt sagðist hún stundum telja að hann og Hall- dór Blöndal væru að refsa borg- arbúum fyrir að hafa kosið Reykj avíkurlistann. -Hvað áttu við með þessum ummælum? „Ég get nefnt Miðbæjarskól- ann sem eitt dæmi. Mér fannst mjög sérkennilegt að mennta- málaráðherra skyldi ganga lengra í að friða Miðbæjarskól- ann en nokkurt annað hús í borginni. Hvorki Stjórnarráðið, Alþingishúsið né Menntaskól- inn eru friðuð með sama hætti og Miðbæjarskólinn. Mér finnst þannig gæta ósamræmis í þessu máli. Ég hef ekki séð það rök- stutt af hálfu ráðherrans af hverju það er ástæða til að ganga lengra í friðun þessa tiltekna húss heldur en annarra, og eftir því sem ég hefði talið, merkari bygginga." Ingibjörg tekur sem dæmi þeg- ar sal efri deildar Alþingishússins var breytt í setustofu fyrir þing- menn án þess að nokkrum frið- unarákvæðum væri beitt. Annað dæmi um sérkennileg vinnubrögð menntamálaráðu- neytisins, að mati Ingibjargar, er varðandi Listaháskólann en ráðuneytið hefur gert ráð fyrir því að borgin leggi fram rekstrar- framlag til rekstrar hans. Ingi- björg segir það hins vegar skil- yrðislaust á verksviði ríkisins að reka háskóla. Verk samgönguráðherra beri einnig keim af því að hann starfi fyrir minnihlutann í borgar- stjórn, að mati Ingibjargar. „Ég er þar að vitna í þann mikla niðurskurð sem varð á fjárveitingum til vegafram- kvæmda sem nemur 39% af því fé sem var veitt í sérstakt fram- kvæmdaátak á síðasta ári og 18- 19% af vegaáætlun. Við vitum að mest af þessu átaksfé fer til framkvæmda hér á höfuðborgar- svæðinu. Það er auðvitað óvið- unandi ástand sem við erum að sigla inn í hér í Ártúnsbrekk- unni. Þegar brúnni yfir Elliðaár verður lokið vantar brú yfir Sæt- ún og þá þrengist gatan. Við er- um því í raun að búa til slysa- hættu hér sem er sú sama og við einbreiðar brýr úti á landi sem menn hafa haft miklar áhyggjur af." -GBK f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.