Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 4
4 ©SífliMjlllMlfttl 'sSrrWfWW Laugardagur 15. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Veiðileyfagjald — umræöur á villigötum Nú hafa orðið þau þáttaskil að leyfður hefur verib meiri heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári en var á síðasta ári. Þetta eru mikil þáttaskil eftir þann mikla niðurskurð sem hefur átt sér stað á undan- förnum árum, og sýna að það hefur ekki veriö til einskis barist. Nú bregður svo við ab þessi tíðindi eru notuð af talsmönnum veiðileyfagjalds til þess að færa rök fyrir því að taka það upp. Nú eru áróðrinum beint í þann farveg að taka eigi gjald fyrir viðbótarheim- ildirnar. Það er síðan sett í samband vib halla ríkis- sjóbs og sagt gráupplagt að jafna hann með þessari gjaldtöku og síðan geti allir unað glaðir við sitt. Umræður um veiðileyfagjald hafa verið miklar síðustu árin og hefur sitt sýnst hverjum um ágæti þess. Sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum mikib samdráttarskeið í þorskveiði síðasta áratug- inn og hefur á þessum tíma safnað miklum skuld- um. Þeir sem hafa talað á móti veiðileyfagjaldi hafa ekki talið tímabært að taka upp umræbu um þessa skattlagningu á meðan greinin sem í heild er svo skuldug sem raun ber vitni. Veiðileyfagjald er skattlagning á sjávarútveginn, en hefur ekkert meb fiskveiðistjórnun að gera. Það er alrangt að setja það í samband við tilveru kvótakerfisins. Hugmyndin um að skattleggja viðbótarkvótann er algjörlega út í hött og til þess eins fallin að koma inn veiðileyfagjaldi í einhverri mynd. Ef sam- komulag er um það á Alþingi og meðal þjóðarinn- ar að taka upp gjaldtöku fyrir veiðiheimildir á sú gjaldtaka að gilda um allar veiðiheimildir. Það gleymist alveg í þessari umræðu að veiðiheimildir í þorski hafa verið skertar um meira en helming á örfáum árum og flotinn hefur misst þessar heim- ildir. Þetta er sú heildarmynd sem blasir við og því er furðulegt sú umræba að taka nú gjald af þeim heimildum sem er úthlutað nú á ný þegar fer að rofa til. Umræöan um þetta mál er síðan tengd einstök- um dæmum um sölu eða leigu á kvóta, en þab breytir ekkert þessari heildarmynd. Það finnast til dæmis raunveruleg dæmi um ísfisktogara sem hafa verið gerðir út í tuttugu ár og höfbu þorskkvóta um eba yfir 2000 tonn og hafa nú um einn fjórða af þeim heimildum. Útgerðin hefur leitab margra leiba til þess að bæta upp þennan samdrátt með glæsilegum árangri. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða hefur aldrei verið meira. í ljósi þessa verður að skoða málið. Umræðan um veiöileyfagjald á að vera á réttum forsendum. Gjald fyrir veiðileyfi á að taka fyrir heildina, ef samkomulag er um slíkt. Slíkt samkomulag er ekki fyrir hendi og slík skatt- lagning á sjávarútveginn er ótímabær. Birgir Guömundsson: Reglur um skoðanakannanir? Kunningi minn kom aö máli við mig í vikunni og sagðist hneykslaður á að ég hafi spurt nokkra for- setaframbjóðendur að því í sjónvarpsþætti sem ég var plataður til að taka þátt í, hvort þeir hefðu íhug- að að draga sig til baka vegna slakrar útkomu í skoð- anakönnunum. Að dómi þessa ágæta kunningja var það fráleit hugsun að spyrja fólk sem væri að bjóða sig fram hvort þaö ætlaöi ekki að draga framboð sitt til baka. Vel er hægt að fallast á það enda átti ég (og varla heldur kollegar mínir sem fengnir voru til að spyrja) ekki von á því að forsetaframbjóðendur fæm að draga framboð sitt til baka í umræðuþætti í Sjónvarpinu svona allt í einu. Hins vegar var þessi spurning sett í samhengi við áhrifamátt skoðanakannana og hvort ástæða væri til að setja ein- hverjar reglur um þær. En við, kunningi minn og ég, áttum ágætis samtal um skoðana- kannanir upp úr þessu, samtal sem var meira á þeim nótum sem spurningin gaf tilefni til heldur en raunin varð á í sjónvarpsþættin- um. Stýra kosningunum Við ræddum m.a. þá staðreynd sem blasir við að skoðanakannan- ir hafa stýrt kosningabaráttunni í mjög ákveðinn farveg og eru jafnvel að verða ráð- andi í því hvað og hvort menn ætla sér að kjósa. Það sem ræður mestu er að umdeildur frambjóðandi, Ól- afur Ragnar Grímsson, hefur afgerandi forskot og menn hafa þóst sjá það í hendi sér, að ef fylgi dreif- ist nokkuð jafnt á hina frambjóöendurna muni Ólafi ekki verða ógnað. Kappsmál hinna sé því að ná þeirri stöðu að verða valkosturinn við Ólaf, að verða sá frambjóðandi sem er raunhæft að ætla að geti keppt við hann. í dag virðist það vera Pétur Kr. Hafstein sem hefur náð þessari stöðu og vissulega hafa margir - ekki síst úr stuðningsliði Péturs - verið ákafir í að stilla málum þannig upp. Kosib „taktískú' ______________ ingar á fylgi þannig að erfitt getur verið að slá nokkru föstu meðan enn er langt til kjördags. Ekki óeblilegt Sé það rétt að kjósendur hugsi ✓ svona „taktískt" í kosningunum, og túlki það svo að betra geti verið að láta atkvæði sitt „skipta máli" timans með því að kjósa eitthvað annað ✓ en þeir hefðu annars kosið, þá eru 1*3 S skoðanakannanirnar farnar að skipta sköpum. Þær réðu því í raun hverjir væru í framboði, hvort heldur sem frambjóðendur drægju sig formlega til baka eða ekki - valkostimir væru end- urskilgreindir í könnunum og forval forsetakosninga færi fram í gegnum síma í skoðanakönnunum. Og ýmislegt bendir til að þessi skoðun eða fullyrðing um að fólk kjósi „taktískt" gæti átt við rök að styðj- ast því margir kjósendur - ekki síst þeir sem segjast ætla að kjósa aðra en Ólaf Ragnar - virðast tilbúnir að skoða næstbesta valkostinn samkvæmt skoðana- könnunum. Þessi áhrifamáttur skoðanakannana er vitaskuld til staðar í öllum kosningum, líka þegar stjórnmála- flokkarnir eiga í hlut í alþingis- og sveitastjórnar- kosningum. En þessi áhrifamáttur er þó augljósari og meiri nú en oftast áður vegna þess hvernig fylgið raðast. Og það skiptir líka máli að sá sem er í forystu hefur pólitískan og umdeildan bakgmnn og fram- kallar sterk viðbrögð bæði með sér, en ekki síður á móti sér. Því er viðbúið að harðir andstæðingar Ólafs muni einmitt kjósa þann sem er líklegastur til að fella hann. Kosib af sannfæringu En þessi kenning, að kjósendur muni kjósa „takt- ískt" í forsetakosningum, er auðvitað ekkert annað en kenning, sem ekki hefur fengist sönnuð með neinum hætti. Það er meira að segja algerlega óvíst hvort hún fær staðist. A.m.k. er tiltölulega auðvelt að færa rök fyrir því að málum sé einmitt þveröfugt farið og kjósendur telji það skyldu sína að ganga að kjörborðinu með það eitt í huga aö kjósa þann ein- stakling í embætti forseta sem þeim líst best á. Fyrir kosningarnar 1980 mátti heita ljóst samkvæmt könnunum að hvorki Albert Guðmundsson né Pétur Thorsteinsson myndu ná kjöri, en slagurinn myndi standa milli Vigdísar og Guðlaugs. Niöurstöðurnar þá bentu ekki til einhverrar „taktískrar" bylgju í kosningunum, síður en svo, því bæði Pétur og Albert fengu verulegt fylgi. Til viðbótar þessu ber að gæta þess að jafnvel í könnununum sjálfum má greina talsverða óvissu vegna fjölda óákveðinna og hreyf- í samtali mínu við kunningja minn varð það sam- eiginleg niðurstaða okkar að þrátt fyrir allt og allt hefði vígstaðan í þessum forsetakosningum þróast með þeim hætti að það væri orðið raunverulegt um- ræðuefni manna á meðal hvort valið stæði milli Ól- afs og einhvers eins sem líklegastur er til að fella hann. Hvort sem sú fullyrðing er rétt eða ekki, urðum við líka sam- mála um að það væri hreint ekki óeðlilegt að spyrja þá sem virðast vera undir í könnunum hvort þeir telji þab koma til greina að draga sig til baka ef sú spurning væri sett í samhengi vib hin stýrandi áhrif kannana. Það væri einfaldlega brýnt að hrinda þeirri umræbu af stað, bæbi meðal forsetaframbjóð- endanna og almennings, hvort eðlilegt sé að setja einhverjar regl- ur um skoðanakannanir eins og tíðkast í mörgum löndum. Áhrif skobanakannana geta raunar verið ýmis konar. Þær hafa skoðanamyndandi áhrif á ýmsan hátt og ekki einvörðungu með þeim hætti sem virðist vera uppi á teningnum núna. Fólk hefur t.d. almennt tilhneig- ingu til að fylkja sér um þá sem mælast háir frekar en þá sem mælast lágir. Hér á landi hins vegar gilda eng- ar ákveðnar reglur um skoðanakannanir og þótt víöa í nágrannalöndum okkar hafi verið talsvert rætt um takmarkanir á skobanakannanir hefur lítil umræða verið um það hér heima. í flestum tilfellum hafa reglur erlendis um skoðanakannanir miðast við að ekki sé verið að birta skoðanakannanir í einhvern tíma fyrir kjördag. Þannig er þess freistað að kosn- ingin sjálf geti farið fram milli manna og málefna óháð skoðanamyndandi áhrifum skobanakannana. Það er misjafnt hversu langur sá frestur er eftir lönd- um, þar sem á annað borð hafa verið settar einhverj- ar reglur um slíkt. Eins hefur því verið varpað fram að eittvert eftirlit þurfi að vera með því hverjir mega gera skoð- anakannanir og hvernig og kannski ekki síst hvernig þær eru notaðar. Fara þarf varlega Augljóslega er grundvallaratriði í allri umræðu um slíka reglusetn- ingu að farið sé mjög varlega í sak- irnar og engar reglur settar nema augljós og rík sanngirnissjónarmið krefjist þess. Og hvort nægjanlega rík sanngirnissjónarmið finnast er hreint ekki sjálfgefið. Þess vegna væri t.d. afar vafa- samt að ljá máls á því hvað þá meira, að setja ein- hverjar reglur um hverjir megi gera kannanir og hverjir ekki. Eins er líklegast ab tilraunir til að stýra því hvernig kannanir eru notabar í einstökum tilfell- um muni enda í hreinum ógöngum. Eina raunhæfa vörnin sem almenningur hefur hvað það varðar að skoöanakannanir séu heiðarlega og fræðilega gerðar er að hann veröi læs á kannanirnar og grundvallarat- riði aðferðafræðinnar. Þannig geta kjósendur sjálfir dæmt um gæöi kannana. Nú þegar eru fyrir hendi fjölmargir aðilar hér á landi sem sérhæft hafa sig í gerð skoðanakannana og leggja metnab sinn í að vanda til þeirra og þab þýðir einfaldlega ekkert aö reyna að bjóða fólki upp á eitthvað annað en vand- aða vöru. Það sem eftir stendur er því spurningin um hvort takmarka eigi heimild til að birta niburstöbur í skoðanakönnunum í einhvern tíma fyrir kjördag. Og telji menn það eðlilegt, þá hve lengi? Er vika of mikið eða lítið? Spyr sá sem ekki veit. Umræöan fín - abgerbir vafamál Hvað svo sem mönnum kann að finnast um skoð- anakannanir eru flestir ef ekki allir sammála um það á endanum að það sem skiptir máli er að raunveru- legur vilji kjósenda komi fram í kosningunum, því þab eru jú kosningarnar sem gilda. Og hvort heldur sem menn trúa því eða ekki ab skoðanakannanir stuöli að óeðlilegri eða ósanngjarnri skoðanamynd- un þá er ljóst að umræðan ein og sér um hugsanleg áhrif kannana er líkleg til að fólk taki þeim með þeim fyrirvörum sem slíkum könnunum ber. Þannig er jafnframt líklegra að áhrif þeirra á kosningar verði minni, hvort sem reglur eru settar um þær eða ekki. Þab varð einmitt niðurstaðan úr samtali okkar kunn- ingjanna í vikunni að það væri eölilegt aö hvetja til umræðu um áhrif skoðanakannana en fara varlega í að krefjast aðgerða. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.