Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 15. júní 1996 Forseta- framboð 1996 ✓ Fimm Islendingar gangast undir forsetakjör hjá þjóö- inni eftir hálfan mánuö. TÍMINN óskaöi eftir því viö frambjóöendurna aö þeir rit- uöu stutt ávarp til þjóöar- innar í tilefni þjóöhátíöar- dagsins, 17. jání, sem hátíö- legur veröur haldinn á mánudag. Frambjóöendur tóku þessari ósk Ijúfmann- lega og fara ávörp þeirra hér á eftir, en rétt er aö undirskrika aö allir fram- bjóöendur fengu sömu forsendur um lengd upp- gefnar og allir höföu jafn knappan tíma til ráöstöf- unar. Pétur Kr. Hafstein: Forseti verður að eiga vináttu þjóðarinnar Skyldur forseta íslands eru vib íslensku þjóðina. Hann er þjóðarleiötogi, í sérstökum skilningi orösins, aflvaki einingar og samstöðu. Á hin beinu völd forsetans reynir sérstaklega við stjórnarmyndanir og staðfestingu laga. Þegar forseti felur stjórnmálamönnum umboð til stjórnarmyndun- ar skiptir meginmáli að hann sé fær um að greina af hlutleysi og yfirvegun þá kosti sem eru í stöbunni hverju sinni. Forseti verður þá að hafa að leiðarljósi þær áherslur, sem þjóðin sjálf hefur lagt og úrslit kosninganna eru til marks um. Á þeirri stundu sem endranær verður óhlutdrægni og pólitísk dómgreind forsetans ab vera hafin yfir allan efa. Forseta er í stjórnarskránni gefið vald til að neita að staðfesta lög. Hann getur ekki stöbvað lagasetninguna en hann get- ur borið hana undir dóm þjóðarinnar. Að mínum dómi er þessi réttur forsetans varnagli í stjórnskipun- inni og nokkurs konar neyðarúrræði. Beiti forsetinn þessu valdi sínu verður hann að hafa örugga eigin sannfæringu fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla sé nauðsynleg. Forseti á að hafa þetta vald af öryggis- ástæðum og vegna þess aðhalds, sem það veitir stjórn- málamönnum. Hann verður hins vegar að gera sér glögga grein fyrir því, að um afar vandmeðfarið vald er að ræða. Forsetinn er sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Til þess verður hann aö eiga vináttu þjóðarinnar. Hana öðlast hann með því að umgangast fólkið í land- inu hvort heldur í þéttbýli eba sveitum landsins. For- setinn á að standa vörð um íslenska menningu, styrkja og efla samkennd íslendinga, glæða vonir þeirra og bjartsýni og stuðla að virðingu og ræktarsemi við tungu og sögu þjóðarinnar. Forsetinn á að stuðla að friði og sáttum og vera til þess búinn að veita fordæmi og leiðsögn. Þetta getur hann gert með markvissum hætti, ekki aöeins á tyllidögum og við opinberar heimsóknir og hátíðahöld, heldur einnig með hávaða- lausri nærveru sinni og tíðum heimsóknum um byggðir landsins. Forseti íslands á að ganga á undan með góbu for- dæmi við rekstur embættisins eins og við alla aðra hluti. Hann á að gæta ráðdeildar- og sparsemi og sjá til þess, að ekki sé farið fram úr þeirri fjárheimild, sem Al- þingi veitir til embættisins. Það er trú skoðun mín að embætti forseta eigi að reka af hófsemd og látleysi og ekki á þann hátt, sem tíðkast með milljónaþjóðum. Þessar skoðanir setti ég fram, er ég tilkynnti um framboð mitt fyrir tveimur mánuðum. Ég hef kynnt þessi sjónarmið mín fyrir fjölda fólks á ótal fundum um land allt. Það hefur glatt mig að finna að stefna mín á mikinn hljómgrunn. íslendingar hljóta að kosta kapps um það að hér á landi búi frjáls og fullvalda menningarþjóð, sem geti af eigin verðleikum staðið traustum fótum í samfélagi þjóðanna. Á þjóðhátíðardaginn fögnum við fullveldi þjóðar- innar og minnumst þeirra atburða og lífsgilda, sem ís- lenskt samfélag hefur byggst á um aldir. Við Inga Ásta óskum öllum íslendingum gleðilegrar þjóbhátíðar. Guörún Pétursdóttir: Þar sem straumar mætast kviknar líf / gætu lesendur. Tíminn hefur boðið mér að skrifa nokkur orð í tilefni þjóbhátíðardagsins. Ég vil nota það tækifæri til að deila með ykk- ur hugrenningum um afdrif íslenskrar menn- ingar í samskiptum okkar við erlendar þjóðir. Þetta er mér sérstaklega hugstætt núna, því ég er ný- komin heim frá útlöndum þar sem erlendur frétta- maður spurði mig að því, hvort íslensk þjóðmenning ætti sér nokkra lífsvon í samkeppni við erlend menn- ingaráhrif. Hvort við hlytum ekki að verða að horfast í augu við smæb okkar og gera okkur ljóst að það er bara spurning um hvenær, en ekki hvort, íslensk þjóð- menning verbur safngripur. Er ekki miklu hagkvæm- ara að renna saman við stærri menningarheildir, munu útlönd ekki hreinlega gleypa okkur fyrr en var- ir? Svar mitt til blaðamannsins var eindregið og ég áréttaði það frekar í huganum fyrir sjálfri mér á leið- inni heim til íslands, skýjum ofar í birtu himinhvolfs- ins yfir miðju Atlantshafinu. íslenska þjóbin væri ekki til án þess áræðis sem hefur veriö einkenni hennar frá landnámsöld, arfur frá því fólki sem þá lagði á hafið til búsetu utan endimarka hins þekkta heims og þeim afkomendum þeirra, sem héldu við sambandinu við Evrópu næstu aldirnar — og fundu ný lönd í vestri. Allar líkur hafa mælt gegn því að hér héldist byggð í gegnum aldirnar — en til nútímans hafa áræðnar fyrri kynslóðir skilaö okkur. Og nú er það okkar að taka vib og færa arfinn í næstu hendur. Hvernig förum við að því? Aftur er áræði lykilhugtak. Það leysir ekki allan vanda, en það er naubsynlegur þáttur til þess að við nýtum sem best þau tækifæri sem okkur bjóðast. Við veröum ab vera áræðin og trúa á okkur sjálf. Vera í sókn en ekki í vöm. Þar sem ég horfði yfir hafið varð mér hugsað til þess að bestu lífsskilyrðin í hafinu eru þar sem straumar mætast, þar er hrært upp í vatnslögunum, næringin verður aögengileg og lífiö þrífst. Á suðurhveli em óra- flákar hafsvæða, sem em miklu hlýrri en hafið í kring- um ísland, og því mætti ætla að lífsskilyrðin væm betri — en haflö er dautt, því þar mætast engir straumar. Efnaleg afkoma okkar byggist á því að kaldir straum- ar mæta heitum hér við land. Á sama hátt kviknar líf í menningunni þar sem straumar mætast, og það höfum við íslendingar kunn- að að nýta. Við höfum verið áræbin viö að leita út, sækja okkur þekkingu og reynslu út um allan heim. Fyrir stuttu var ég í fermingarboði hjá vinkonu minni. Við borðið sátu meðal annarra eftirtaldir ís- lendingar: tæknifræðingur menntaður í Bandaríkjun- um, þýskmenntaður verkfræðingur, myndlistarkona nýkomin frá Mexíkó, bakari sem lærði að búa til kon- fekt í Kaupmannahöfn, og viðskiptafræðingur á leið til Austurlanda. Skrautlegt, en ekkert einsdæmi. Á Patreksfirði talaði ég vib fiskvinnslukonu sem á fimm börn, af þeim eru tvö við nám erlendis. Þær eru ófáar fjölskyldumyndirnar sem ég hef fengið að skoða um allt land að undanförnu — og nánast undantekn- ingalaust eru einhverjir í hverri fjölskyldu úti að læra. Þetta er tíðarandinn. Af ýmsum ástæðum sækjum við út og berum heim alþjóðlega strauma í miklu meira mæli en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Og víkjum þá að spurningu blaöamannsins: Á ís- lensk menning sér lífsvon í þessari hringiðu erlendra áhrifa, eða er hún að verða safngripur? Lífsvon ís- lenskrar menningar er ekki fólgin í því að loka okkur af, vernda okkur gegn samtímanum. Hann veröur aldrei umflúinn og á ekki að verða það. Hvort íslensk menning lifir eða verður aðeins varðveitt sem minjar liðinna tíma, mun ráðast af því hvernig við aðlögum erlenda reynslu okkar íslenskum aðstæðum, eba með öðrum orðum hvernig okkur tekst að blanda heitum straumum og köldum. Það er einmitt á þeim strauma- mörkum sem lífiö þrífst, þar liggja tækifæri okkar til ab vaxa og eflast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.