Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. júní 1996 7 Olafur Ragnar Grímsson: Gæfa íslendinga Það var mikil gæfa hversu einhuga íslendingar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stofnun lýðveldis 1944. Hvorki meira né minna en 98,61% kjósenda á kjörskrá greiddu atkvæði og voru 97,35% fylgjandi uppsögn sambandslaganna, sem kváðu á um samband íslendinga og Dana frá full- veldinu 1918, en 95,04% vom meðmæltir stofnun lýð- veldis. Örlítill minnihluti vildi fara hægar í sakirnar og ræba lýbveldisstofnun við Dani áður en til hennar kæmi. í hildarleik heimsstyrjaldarinnar miðjum þurfti að taka djarfar ákvarðanir. Þar sem ætla mátti að stórveld- in, sem væntanlega færu með sigur af hólmi í styrjöld- inni, myndu viðurkenna og virða sjálfstæði íslands, var ákveðið að slíta festarnar við Danmörku. Það var gert í samræmi við ákvæði sambandslaganna frá 1918, en án samráðs við Dani. Aðdragandinn að stofnun lýðveldisins er okkur áminning um að ytri aðstæður og samskipti við önnur lönd móta hlutskipti okkar og möguleika. Samt skal óhikað fullyrt að mestu skiptir að þjóðin var einhuga lýðveldisárið 1944. Á þeim trausta grunni byggjum við íslendingar okkar þjóðríki. Okkur er óhætt að vera stolt á þjóöhátíðardegi. Margir erlendir menn, sem hugleiða vegferð íslend- inga, telja það ævintýri líkast að lítilli eyþjóð skuli hafa tekist að halda uppi þróttmiklu lýðveldi í röska hálfa öld. Við sjálf stöndum í þakkarskuld við gengnar kynslóðir sem hafa erfiðað við frumstæðar aðstæður í harðbýlu landi. Við sem nú erum uppi höfum „gengið inn í erfiöi þeirra" og náð miklum árangri. Nú stöndum við á þröskuldi nýrrar aldar og verðum að velja okkur framtíðarleiðir. Okkur skortir hvorki dugnað né áræðni. Með því að tileinka okkur skipu- legri vinnubrögð heldur en hafa verið okkur töm eru íslensku þjóðfélagi allir vegir færir. Eins og Fjölnismenn viljum við enn hafa ættjörð okkar í fyrirrúmi, og stuðla til þess, að hún í öllum greinum verði sem kunnugust þeim er á henni búa: „En nái ekki þekking manna út fyrir það, sem næst þeim er, og verði það ekki borið saman við neitt ann- að, hlýtur hún ætíð að vera óskýr og ófullkomin. Það er því nauðsynlegt að kynna sér önnur lönd, háttsemi og ásigkomulag annarra siðaðra þjóða, og hvernig þeir fara að hugsa og tala, sem best eru kallaðir að sér, og mestu koma til leiðar um heiminn" (Fjölnir 1848). Þessi boðskapur frá miðri nítjándu öld á erindi til okkar í lok hinnar tuttugustu. Vib íslendingar þurfum á öðrum að halda, en þeim fer einnig stöðugt fjölg- andi, sem vilja komast í samskipti við okkur og sækjast eftir hugviti, listfengi og þekkingu þjóðar sem sækir sjóinn fast. Á sautjánda júní minnumst við þeirra sem ruddu brautina í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Höfum það hugfast að Jón Sigurðsson forseti samsamaði ávallt sögu, menningu, viðskiptafrelsi og verklegar fram- kvæmdir í skrifum sínum og verkum. Og Fjölnismenn kenndu okkur að elska landið og málið, en þeir höfbu ávallt not og nytjar lands og tungu að leiöarljósi. Efna- legar framfarir verða ekki aðskildar frá menningu okk- ar og sögu. Það er lærdómur sjálfstæðisbaráttunnar. Það er einstakt afrek að hafa áunnið sér sjálfstæði án þess að hleypa af byssu eba bregba eggvopni. íslend- ingar eru friðsæl þjóð þó að við kunnum að þykja þrætugjarnir á stundum. Verkefni okkar sem vopn- lausrar þjóðar er að leggja lóð á vogarskál frelsis, lýð- ræðis og friðar hvar sem því verður við komið á aí- þjóða vettvangi. Gleðilega þjóðhátíð! Guörún Agnarsdóttir Drápur okkar á gólfum konungs- halla sem kota Góðir íslendingar! Gleðilega þjóbhátíð! Fólkið í landinu gengur senn til kosninga og velur sér fimmta forseta lýðveldisins. Þeir einstaklingar sem áður hafa gegnt því hlutverki hafa allir notið vinsælda og óskiptrar virðingar þjóðarinnar en hver þeirra hefur sett sitt svipmót á starfið. Þjóðin kveður nú og þakkar af alhug störf Vigdísar Finnbogadóttur sem hefur verið ástsæll forseti í sextán ár. Sá forseti sem kosinn verður 29. júní þarf að hafa sýn til nýrrar aldar og taka þátt í því að móta samfélaginu framtíðarstefnu. Það veröur ekki gert nema í sátt og samvinnu við fólkið í landinu. Sá sem ætlar sér að verða fulltrúi annarra þarf að leggja sig fram um að kynnast fólkinu í landinu, högum þess og kjömm, og hlusta vel eftir óskum þess og vilja. Við lifum mikla breytingartíma og þá reynir á að vib missum ekki sjónar á þeim gildum sem em mikilvæg kjölfesta í samskiptum manna. Það er hlutverk forseta aö vera sameiningartákn og leitast við að virkja þau öfl sem líkleg eru til að treysta samstöðu fólks, leggja áherslu á samábyrgð, samhjálp og samvinnu. Þessi gildi em grundvöllur fyrir velferð einstaklinganna og fjölskyldnanna. Hvorki sjálfstæði okkar né þjóðerni er sjálfgefið eða öruggt og við þurfum að standa dyggan vörð um hvort tveggja. Besta leiðin til þess er að efla menntun allra landsmanna með bóknámi en ekki síður að hefja til vegs og virðingar verkmenntun og listnám. Það er lífsnauðsyn hverri þjóð að hver einstaklingur fái notið sín og geti nýtt hæfileika sína til fullnustu. Sú fjölbreytilega menning sem hér blómstrar ber vitni um sköpunarmátt og færni fólksins og að henni þarf að hlúa. Við þurfum að huga vel að íslenskri sérstöðu sem er margvísleg, varðveita hana og nýta og vera vakandi fyrir öðmm hagsmunum okkar og sóknarfærum. Forseti þarf að vera dyggur málsvari þess sem íslenskt er á erlendum vettvangi og leitast þannig við að auka hagsæld okkar. Við íslendingar höfum lengi átt erindi við umheiminn og verið ófeimin við að flytja okkar drápur jafnt inni á gólfum konungshalla sem kota. Okkur hefur alltaf líkað best að vera að minnsta kosti jafningar annarra og þannig viljum við vera áfram, bæöi gefendur og þiggjendur á alþjóðavettvangi. Þar getum við átt rödd sem helgast af sérstöðu okkar, vopnlaus smáþjób, málsvari mannréttinda, fribar og umhverfisverndar. Sú rödd verður þó einungis sannfærandi að viö sinnum þessum málefnum vel í nánasta umhverfi, byrjum heima. Styrkur okkar ákvarðast af því hvernig okkur tekst að rækta og nýta þá hæfileika sem með þjóðinni búa. Á feröum mínum um landið á undanförnum vikum hef ég margsinnis orðið vitni að þeim styrk, færni og alúð sem einkennir störf fólksins í landinu. Frumkvæðið er ríkulegt, úthaldið er mikið og flest eru störfin unnin í kyrrþey. Þeirra mætti oftar geta sem þannig halda daglegu lífi þjóðfélagsins gangandi, launa þeim betur og veita viðurkenningu. A störfum þeirra byggist framtíð íslenskrar þjóðar. Þjóðhátíðardagurinn er umfram allt hátíð fólksins í landinu og staðfesting á sjálfstæði okkar. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Ástþór Magnússon /;Eg er búinn a ö vinna þessar kosningar" Ágætu landar mínir! Ég er búinn að vinna þessar kosningar. Þessi orð lét ég falla í yfirheyrslu Stöðvar 2 og stend við þau. Ég lagði upp með að koma friðar-, umhverfis- og mann- réttindaumræbu af stað og ég get ekki betur heyrt en flest- ir frambjóöendur hafi nú gert þessi mál að sínum og ég er hæstánægður með þab. Enda var þaö meginástæða þess að ég fór í framboð. Hins vegar er sumt, hvab sem meðframbjóöendur mínir segja, talað undir rós. Við þurfum að fá skýrari svör og framburð til þess að ekki setjist í embætti á Bessastöðum ódýr stimpill sem tilbúinn er að undirrita stjórnarabgerðir sem ganga á lýðræðisleg- an rétt þjóbarinnar, sem vegið getur að lífskjörum hennar eða sem stublar að útrýmingu mannlífs á jörðinni. Við stöndum nú á mestum tímamótum mannkynssögunnar. Eftir fjögur ár gengur í hönd ný öld. Við kveðjum þá öld sem lagði okkur til vopnin til útrýmingar mannkyns á augnarbliki, sem lagði líf fleiri hundruð milljóna jarðarbúa í rúst. Þab þarf djarfa og skynsama stjórnendur til að leiða okkur úr þessum ógöngum. Eig- um vib fyrir höndum glæsta framtíð í velferðarsamfélagi, eða fara nú í hönd hinstu aldamót mannkyns? Hvað munu börn þín segja eða barnabörn, ef þú með atkvæbi þínu í komandi forsetakosningum leggur tvískinnungshætti stjórnmálanna lið? Þegar örbirgbin og óöldin berst til íslands, get- ur þú þá horfst í augu þeirra og sagt þeim að þú hafi ekki haft kjark til ab horfa til framtíðar og stuðla að jákvæbum breytingum. Þú færð kannski abeins eitt tækifæri til þess ab leggja þitt af mörk- um. Þann 29. júní færð þú tækifæri til ab beita sterkasta vopni lýðveldisins. Með atkvæði þínu getur þú stuðlab að jákvæöum breytingum. Hvert atkvæði sem mér er greitt í komandi kosningum eru skilaboð til stjórnvalda um að breyta háttum sínum. Þab eru skila- boð um ab banna hverskyns kjamorku og eiturefnavopn á íslandi. Þab eru skilaboö um ab ísland beiti sér fyrir friði á alþjóðlegum vettvangi. Þab eru skilaboð um ab bæta lífskjör almennings í landinu. Viljum við búa við lýðræði þar sem aöeins þrír menn rába í öll- um meiriháttar málum eins og kom fram í fjölmiðlum nýveriö? Viljum vib stuðla ab bættum kjömm kolkrabbafjölskyldna og for- réttindastétta meðan almenningur í landinu býr við sífell þrengri kost? Viljum við forseta fremstan meðal höfðingja? Viljum vib strengjabrúðu á Bessastaði sem þrír menn stjórna að eigin geð- þótta. Samkvæmt stjómarskránni hefur forseti íslands leyfi til að leggja fram fmmvörp á Alþingi. Þegar ég vakti athygli á þessu máíi, var umsvifalaust náð í einhverja stuðningsmenn kerfisins og þeim teflt fram í fjölmiölum til ab segja okkur að þetta væri ekki hægt og ég væri bara eitthvab að bulla. Þeir em farnir að líta svo stórt á sig þessir kerfisþrælar ab þeir túlka stjórnarskrána eftir sinni eigin hentisemi. Ég á eftir aö sjá þessa menn stöðva mig í því ab leggja fram frumvörp sem stuöla að þjóðarheill á þeirri sqmkundu sem ég ætti að setja ef ég yrði forseti. Þjóðin hefur ekki efni á því ab gefa kolkrabbanum forsetastól- inn. Vib höfum vanist því á undanförnum áratugum að stjórn- málamenn hafa gefib hin ýmsu kosningaloforð sem oftar en ekki hafa verið svikin. Skörungarnir hafa skipt um skoðanir næstum eins og vindátmm breytir hér á landi. Því er gjarnan borib vib að í samsteypustjórnum margra flokka sé ekki hægt að efna loforðin. Þannig hefur verið gengib á lýöræðislegan rétt okkar árum sam- an og kjör almennings hafa sífellt versnab meðan lítill minni- hluti, nýrík forréttindastétt á íslandi, hefur aukiö hag sinn. Nauð- synlegt er ab næsti forseti beiti áhrifum sínum til ab rétta kjör fólksins í landinu og uppræta hverskyns klíkuskip í stjórnkerfi landsins. Þannig þarf forsetinn nú ab ganga fram fyrir skjöldu og vera þess tilbúinn ab sitja vib sama borð og þjóbin. Forsetinn get- ur því aðeins talist trúr fulltrúi þjóðarinnar að hann fái laun sem samsvarar meballaunum fjölskyldunnar í landinu. Eina trygging almennings fyrir lýðræbi á íslandi er að hafa sterkan forseta sem er samkvæmur sjálfum sér og sem þorir að bjóba ósanngjörnum og vafasömum stjórnarathöfnum byrginn. Þegar tugþúsundir manna óska eftir þjóöaratkvæðagreiðslu, á for- setin ab sjá til þess að slíkt verði gert. Þegar framtíð okkar er stefnt í voba vegna kjarnorkuvopna í íslandsmiðum, á forseti okkar aö vekja athygli þjóðarinnar á vandanum. Eitt lítilsháttar slys um borð í kjamorkukafbát á fiskimiðum okkar, og ef sú fiskisaga kæmist á kreik í erlendum fjölmiðlum, er nokkuð ljóst ab mark- aðsverð aðalútflutningsafurða íslendinga myndi hrynja rétt eins og kom fyrir breska nautgripabændur nú nýlega vegna kúariðu- málsins. Hornsteinn sérhvers samfélags er fjölskyldan og ef fyrirvinnan þarf að vera hálfan sólarhring eba meira að heiman til að afla lífs- viðurværis þá sér hver mabur að það er stutt stund eftir af þeim sólarhring til þess ab hlúa að fjölskylduböndum. Þetta verður ab leiðrétta. Enn og aftur legg ég áherslu á að ef þib kjósendur veitið mér brautargengi mun ég leggja mig allan fram nótt sem nýtan dag til að leita lausna og lífvænlegri leiða til handa einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Gubs friður fylgi ykkir öllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.